Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 B 3 VIÐSKIPTI Tölvurisar bít- ast um alnetið Netscape keppir við Microsoft- Intel um bandamenn San Francisco. MICROSOFT hefur hleypt af stokk- unum mikilli herferð á alnetinu og hyggst gera tölvubyggð fjarskipti „eins venjuleg" og símtöl, en keppi- nauturinn Netscape hefur gert gagnsókn með samningum, sem eiga treysta stöðu eigin vefrýnis. Microsoft og örgjörvaframleið- andinn Intel segjast munu þróa leið- ir til ráðstefnuhalds og gagnaskipta án tillits til þess hvernig vélbúnaður er notaður. Fyrirtækin segjast njóta stuðnings rúmlega 100 tæknifyrir- tækja. Jafnframt hefur Microsoft skýrt frá samvinnu við fjarskipta- fyrirtæki til að tryggja notendum Windows 95 notendaskilanna skjót- an aðgang að alnetinu. Umræddir samningar munu gera fólki kleift að nota samnetið, ISDN, til að tengjast alnetinu. Fimm sinnum fljótlegra er að nota ISDN en venju- lega þjónustu. Keppt við Navigator Microsoft hefur barizt um yfir- burði á alnetinu við Netscape, fram- leiðanda hins vinsæla Navigator búnaðar til skoðunar á.efni því sem þar býðst. Netscape hefur nýlega samið við stærstu beinlínuþjón- ustuna, America Online, sem fimm milljónir nota. Áður hafði verið gerður svipaður samningur við CompuServe, sem hefur 4,5 milljón- ir áskrifenda. Tilkynning Netscape virðist hafa mælzt vel fyrir meðal fjárfesta. Hlutabréf í Netscape hækkuðu um 5 dollara í 45, en hlutabréf í Microsoft hækkuðu um aðeins 65,2 sent í 95,75 dollara. Um 20 milljónir nota Navigator rápara Netscape. Hins vegar nota um 6,3 milljónir af þeim 19 milljón- um, sem keypt hafa Windows 95, Internet Explorer frá Microsoft. Vegna yfirburða Navigator búnaðar Netscape á ráparamarkaði er bezt að nota slíka rápara til að kanna ýmis setur í margmiðlunar- hluta veraldarvefsins. Yfirburðir Netscape í miðlarabúnaði valda því að fyrirtækið hefur töluverð áhrif á þróun alnetsins. Ef Intel tekst að þróa tækni, sem fyrirtækið hefur unnið að í nokkur ár, verða hannaðir örgjörvar, sem gera munu kleift að halda skjáráð- stefnur. Samkvæmt samkomulagi Microsoft og Intel munu nemendur geta séð leiðbeinendur sína á mynd- bandi og skoðað kennslugögn á al- netinu. Hægt verður að koma á myndsímasambandi milli ólíkra tölvugerða, svo sem Macintosh og IBM-samhæfðra. Jafnframt hafa Microsoft og DirecTV-fyrirtæki Hughes Electr- onics skýrt frá stofnun sameignar- fyrirtækis til sendinga á sjónvarps- efni og gögnum til einmennings- tölva. Tölvur með endurbættum vél- og hugbúnaði tengjast um gervihnött 170 rásum DirecTV með íþrótta-, frétta- og skemmtiefni ásamt upplýsingum af alnetinu o.fl. Microsoft segist vinna að lýsingu á útgáfu af stafrænum gervihnatta- afruglara fyrir tölvur búnar Windows 95. Einnig á að gera not- endum nokkurra gamalla marg- miðlunartölva kleift að uppfæra búnað sinn til að taka á móti gervi- hnattamyndum og upplýsingum. Franska stjómin leyfir sölu MGM nter. FRAKKAR hafa leyft sölu kvik- myndaversins Metro-Goldwyn- Mayer (MGM).í Hollywood og þar með kann „uppboð ársins“ að vera í uppsiglingu. Franska eignarhalds- félagið Consortium de Réalisation (CDR), sem á MGM, tilkynnti að kvikmyndafélagið yrði sett í sölu að fengnu leyfi frönsku ríkisstjórn- arinnar. Verðið hefur verið áætlað 1.5-2.0 milljarðar dollara, þótt ýms- ir spái því að enn hærra verð fáist. Frakkar eignuðust MGM — sem eitt sinn var voldugasta kvikmynda- félagið í Hollywood — vegna auk- inna umsvifa ríkisbankans Crédit Lyonnais. Ríkið sat að lokum uppi með eignarhaldsfélagið þegar stjórnvöld björguðu bankanum, sem hafði tapað stórfé. Salan mun fara fram í samráði við framámenn MGM og fjárfest- ingarbankann Lazard Freres í Par- ís, sem hefur oft verið til ráðuneyt- is í Hollywood viðskiptum. Hún hefst á „næstu dögum eða vikum“ og mun taka þtjá til sex mánuði að sögn CDR. VIÐSKIPTI/ ATVINNULÍF DAGBÓK Islenski markaðs- dagurinn •ÍSLENSKI markaðsdag- urinn verður haldinn á morgun 15. mara í Borgarleikhúsinu. Dagurinn hefst kl. 9.20 með námsstefnu urn markaðsrann- sóknir. Hápunkti dagsins • er náð þegar verðlaunaafhending fyrir athyglisverðustu auglýs- ingar ársins 1995 hefst kl. 15.30 í aðalsal Borgarleikhúss- ins; I anddyri leikhússins verður sýning með þátttöku fyrirtækja sem bjóða upp á ýmsar vörur og þjónustu fyrir þá sem starfa að markaðs- og auglýsingamál- um. Að loknum hátíðarhöldum í Borgarleikhúsinu verður efnt til dansleiks í Borgarkjallaran- um. Sýning hjá Borgarljósum •Á MORGUN föstudag hefst sýning á því sem í boði er í heimilislýsingu í öllum verslun- um Borgarljós-keðjunnar, en þær eru nú 11 talsins. Á sýn- ingunni verða kynntar nýjung- ar í halógenlýsingu og glóper- um til heimilisnota. Dregið verður í happdrætti í lok sýningarinnar og verða veittir veglegir vinningar í öll- um verslununum. Sýningin stendur fram yfír páska. Fundur um símtækni •Símvirkinn-Símtæki ehf. munu halda tvo kynningarfundi á nýrri símtækni að Hótel ís- landi, fundarsal 2. hæð, föstu- daginn 15. mars. Á kynning- unni verður farið yfir þá mögu- leika, sem Samnetið (ISDN) býður, t.d. varðandi myndflutn- ing, og gagnaflutning innan lands og milli landa. Til þess að geta nýtt sér þessa möguleika þurfa mörg fyrirtæki að endurnýja eða breyta símbúnaði sínum og krefst slikt gaumgæfilegrar athugunar og er tilgangur fundanna að kynna fyrir þeim þá kosti, sem eru í boði. Fyrri fundurinn mun hefjast með morgunkaffi og standa frá 8-12 en seinni fundurinn verður frá 13-16:30. Sááfund sem flnnur —góða aðstöðu! SCANDIC i^i^—■ i i ii i——— LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og síma 50 50 160 AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1996 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja'frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 3. hæð, frá og með 19. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. Olíufélagið hf Margverðlaunaðir Phaser litaprentarar frá Tektronix. Bylting í hraða og skerpu hágæða litaútprentunar fyrir stærri fyrirtæki og iðngreinar Mac'OS Tæknival Phaser - gæði í þínu fagi Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Umboðsmenn um land allt AUK / SÍA k15d11-708

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.