Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 D 7 BÖRIM OG UNGLINGAR I Mh| i 1 ' y ■ K&é MX** i S m ' I vn 4 , ‘ h a Morgunblaðið/ívar HLUTI unglinga á aldrlnum 14-15 ára sem æfa hjá ÍR. Fremst er Elís Bergur Sigurbjörnsson en í röðinni fyrir aftan hann eru f.v.s Guðlelf Þorleifsdóttir, Vigdís Hólmgeirsdóttir, Steinunn Guðjónsdóttir, Heiða Guðmundsdóttir, Gunnar Magnússon, Krist- jana B. Stefánsdóttir og Elín Freyja Hauksdóttir. Aftast eru f.v.: Jenny H. Jónsdóttir, Þórey Þormar Sigurðardóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Guðrún Helga Grétarsdóttfr, Karl Gunnarsson, Elín Guðmundsdóttir, Björk Kjartansdóttlr og María Tómasdóttir. Æfa bara frjálsar TVEIRtíu ára guttar, Klæng- ur Gunnarsson og Fannar Þeyr Guðmundsson voru í óða önn við æfingar sínar er Morgunblaðið tók sér það besssaleyfi að trufla þá um stund og eiga við þá stutt spjall. Klængur sagðist hafa æft í 5 mánuði. „Ég hef mestan áhuga á spretthlaupum og hef keppt tvisvar og gengið vel. Það var í keppni við Borgnes- inga og við krakka frá Sel- fossi. Þá keppti ég í sprett- hlaupi, hástökki og kúlu- varpi.“ Hann sagðist ein- göngu æfa frjálsíþróttir, sér þætti mjög gaman og ætlaði örugglega að halda áfram. Klængur og Fannar Þeyr sögðust vera skólabræður, báðir í 5. bekk Vesturbæjar- skóla. „Ég hef ekki æft mjög lengi, bara síðan í haust,“ sagði Fannar. „Ég var í fót- bolta en er hættur og ætla bara að vera í fijálsum." Hann sagðist ekki hafa meiri áhuga á einni grein umfram aðra. „Ég hef einu sinni tekið þátt í móti og mér gekk ágæt- lega. Þá keppti ég í fimmtiu metra hlaupi og kúluvarpi." Þar með voru þeir félagai- roknir í næstu þraut á æfing- unni. Tíu daga æfinga- ferð til Svíþjóðar Eg byijaði að æfa vegna þess að ég var svo feitur að ég gat varia hreyft mig. Þegar ég mætti á fyrstu æfinguna hafði ég ekki úthald til þess að hlaupa fjögur hundruð metra,“ sagði Jón Hjörtur Brjánson 15 ára. Hann hefur æft hjá fijálsíþróttadeild ÍR í rúm þijú ár. „Það var hann Elli kunningi minn sem fékk mig á fyrstu æfing- una og ég sé sannarlega ekki eftir að hafa byijað, mér líður mikið betur.“ „Ég er ekkert sérstaklega góður í einni grein og er svolítið stirður, en ég er að vinna í að mýkja mig upp með teygjuæfingum. Ég reikna með að fara út í tugþraut og er til dæmis nýbyijaður að æfa stangarstökk og finnst sú grein skemmtileg." Steinunn Guðjónsdóttir 14 ára var að stíga upp úr langstökks- gryfjunni er Morgunblaðið bar að. Hún sagðist æfa nokkrar greinar, hástökk, langstökk, spretthlaup og grindahlaup. „Mér finnst mjög gaman en er líka í körfubolta með KR, þetta fer ágætlega saman og stangast ekkert á.“ Hún sagðist ennfremur stefna á að komast út til Svíþjóðar í sumar með unglinga- liði IR. „En í nánustu framtíð er það íslandsmeistaramótið í mars sem ég stefni á. Þar ætla ég að keppa í átta hundruð metra hlaupi. Að sögn Helenar Ómarsdóttur, eins þjálfara unglingahópsins 14-15 ára hefur verið skipulögð tíu daga æfingaferð með hópinn til Svíþjóðar í sumar og verður meðal annars tekið þátt Eyrarsundsleik- unum. „Nú sem stendur æfa tæp- lega þijátíu í þessum hóp sem stendur til að fari til Svíþjóðar." Til þess að komast með í ferðina hefur verið sett skilyrði um 70% æfingasókn. „En það er best að vera ekki með undir níutíu og fimm prósent æfingasókn, þá er maður pottþéttur að komast með,“ sagði einn út hópnum. Gunnar Magnússon og Vigdís Hólmgeirsdóttir eru 13 og 14 ára og æfa bæði millivegahlaup. Vig- dís hefur aðeins æft í eitt ár en það kom ekki veg fyrir að hún næði fyrsta sætinu á Reykjavíkur- mótinu í vetur. „Mér hefur gengið vel á mótum," sagði Vigdís. „Nú Fjórfalt fleiri á æfingum Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir er þjálfari hjá börnum 11 ára og yngri hjá fijálsíþróttadeild ÍR. Hópurinn sem hún er með æfir tvisvar sinnum í viku í gamla íþróttasal félagsins við Túngötu. Hver æfing er í fimm- tíu mínútur. Er Morgunblaðið leit inn á æfingu í vik- unni var nokkur hópur barna við æfingar. Dísa Mjöll er ein þriggja þjálfara félagsins sem stunda nám við íþróttaval Kennaraháskóla Islands. „Þátttakan hefur aukist jafnt og þétt hjá okkur í allan vetur,“ sagði Dísa Mjöll. „Þegar æfingar byij- uðu í haust mættu sex krakkar en nú mæta að jafn- aði tuttugu til tuttugu fimm. Þeir eru reyndar eitt- hvað færri nú vegna veikinda." Æfingarnar byggir Dísa upp á leikjum þar sem megináhersla er lögð á samhæfingu líkamans, stökk- kraft og þol. „Það er nauðsynlegt að hafa æfingarnar sem mest í leikjaformi svo börnin hafi gaman að því sem þau eru að gera. Þau eru of ung til þess að binda sig við sérstakar greinar," sagði Dísa. Dísa sagði ennfremur að vel gengi að halda börnun- um við efnið og þau væru mjög áhugasöm. Flest þeirra komu úr Vesturbæjarskóla. „Það er greinilegt á börnunum sem komu úr Vesturbæjarskóla að þar er góð leikfimikennsla. Börnin koma jákvæð á æfing- ar, kunna margar æfingar og hafa ríkan vilja til þess að læra.“ stefni ég á ferðina í sumar,“ bætti hún við. Gunnar sagðist ekki ein- vörðungu vera í hlaupum. „Ég hef mest gaman af lengri hlaupum, en ég er líka í spretthlaupum og langstökki. Annars finnst mér fé- lagsskapurinn vera góður.“ Þau æfa bæði fimm sinnum í viku. Elís Bergur Sigurbjörnsson, Halldóra Guðmundsdóttir og Jenny Hulda Jónsdóttir voru í óða önn við æfingar sínar. Elís og Halldóra sögðust hafa æft í fjögur ár en Jenny kvaðst vera nýbyijuð til þess að gera. „Ég hef aðeins æft í hálft ár.“ Elís æfir spretthlaup grindahlaup, stangarstökk „og stundum langstökk." „Mamma mín var í fijálsum og mér datt í hug að prófa og finnst gaman. Ég var í handbolta en er hætt,“ sagði Halldóra aðspurð hvers vegna hún hefði valið fijálsar. Hún sagðist vera í spretthlaupum, en hin sögðu hana vera einnig góða í kúluvarpi. „Mér gæti hafa gengið betur í keppni, en árangur kemur smátt og smátt,“ bætti Halldóra við. „Mér finnst mjög gaman. Ég var í blaki en fannst frjálsar áhuga- verðari og ætla að halda mér við þær,“ sagði Jenny. „Ég varð önnur í kúluvarpi á Reykjavíkurmótinu.“ Daníel Marteinsson er fjölhæfur 15 ára fijálsíþróttmaður. Hann fór út til Svíþjóðar í fyrasumar og keppti þar á unglingamóti og kom heim með silfur í spjótkasti. „Mér gengur yfirleitt vel í flestum grein- um,“ sagði Daníel. „Ég keppi í spretthlaupum, grindahlaupi, há- stökki og spjótkasti. Ég ætla aftur til Syíþjóðar í sumar.“ „Áhuginn er mikill fyrir fijálsum í augnablikinu og ég held að góður árangur íslenskra fijálsíþrótta- manna á EM verði ekki nema til að auka þann áhuga,“ sagði Hel- ena Omarsdóttir, þjálfari. JÓHAIMN Haukur Hafstein Jóhann Haukur í öðru sæti á sterku móti í Noregi JÓHANN Haukur Hafstein skíðamaður úr Ármanni náði öðru sæti í stórsvigi á sterku unglingamóti, Coca-Cola-móti, í Geilo í Noregi um síðustu helgi. Alls tóku 160 krakkar á aldrin- um 16 til 17 ára þátt í mótinu, 100 strákar og 60 stúlkur, og komu þeir frá öllum Norður- löndunum, auk Lettlands, Eist- lands og Litháen. Þrír aðrir krakkar frá Islandi tóku þátt í mótinu; Björgvin Björgvinsson frá Dalvík, Rúnar Friðriksson og Dagný Linda Kristinsdóttir frá Akureyri. Björgvin varð í 22. sæti í stór- sviginu en stóð sig betur í svig- inu og náði þar 8. sæti. Jóhann Haukur og Rúnar fóru báðir út úr í sviginu og Rúnar einnig í stórsviginu. Dagný varð í 15. sæti í stórsviginu og 13. sæti í sviginu. Jóhann Haukur kominn á styrk frá Ólympíu- samhjálpinni Jóhann Haukur Hafstein er nú kominn á styrk hjá Ólymp- íusamhjálpinni. Hann fær styrk- inn frá 1. janúar í ár og í sex mánuði til að byrja með. Styrk- veitingin verður endurskoðuð eftir sex mánuði og endurnýjast þá ef hann hefur náð tilskildum árangri. Hann er þriðji íslenski íþróttamaðurinn sem er á slík- um styrk, sem er veittur efnileg- um íþróttamönnum. Hinir eru Ingólfur Ingólfsson, borðtennis- maður úr Víkingi, og Vala Flosadóttir, nýkrýndur Evrópu- meistari í stangarstökki. BJÖRGVIN Björgvinsson, Dagný Linda Kristlnsdóttir og Rúnar Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.