Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA wc$jmffl$ití!b 1996 FIMMTUDAGUR 14. MARZ BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR Valgarð á flugi VALGARÐ Thorodsen, horna- maður í liði Vals, flýgur hér inn úr horninu gegn Gróttu á Sel- tjarnarnesi. Hann gerði tvð mörk í leiknum en náði reyndar ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Sigtryggur Alberts- son, sem var mjög góður í marki Gróttu, varði frá hornamannin- um en Jón Örvar Kristinsson (5) braut á Valgarð áður en hann skaut þannig að vítakast var dæmt. Dagur Sigurðsson skoraði úr því og þegar upp var staðið fögnuðu Valsmenn sigri og eru þeir einu sem þegar hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum íslands- mótsins. Morgunblaðið/Kristinn Rögnvald og Stefán dæma ekki í Atlanta RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson muiiu ekki dæiua í Íiandknattleikskeppni Ólymp- íuleikanua í Atlanta i sumar, eins og þeir höfðu vonast tii. Þeir félagar hafa fengið mjðg góða dóma og einkunnir hjá eftirlitsmönnum undanfar- in ár, en þurftu engu að síður að fara á úrtðkumót í Tyrklandi i februar. Nýlega fengu þeir síðan þær fréttir að þeir yrðu ekki meðal dómara á Óiympíu- ieikunum, en þess í stað voru tekin pör frá Lithá- en, HoUandi, Rúmeníu, Frakklandi og Króatiu. „ Auð vitað er maður hundsvekktur yfir þessu en það þýðir ekkert að gráta Bjðrn bónda, við verðum að taka þessu eins og incun," sagði Rögn- vald í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg var búinn að segja að Ólympíuleikarnir yrðu mitt sið- asta verkef ni á alþjóðavettvangi og fyrst við kom- ust ekki þangað þá er ekkert annað að gera en skila skír leininu og dómaranef nd HSÍ hefur verið beðin um að koma þessum skilaboðum rétta boð- leið. Ég er búinn að dæma í 11 ár í alþjóðlegum ' ha ndkiiat tleik og búinn að prófa a 1 It sem hægt er að prófa, nenta fara á Oly mpíuleika. Við vitum að við fáum ekki úrslitaleiki í Evrópukeppninni og fyrst við komust ekki á ÓL núna er ljóst að við ermn k omn ir eins langt og við komumst. Ég ætlaði aldrei að verða fimmtugur í þessu og nú er rétti tíminn til að standa upp og leyfa ððrum að komast að," sagði Rðgnvald. Hann sagði að þetta hefði verið skemmtitegur tími, en siðarí ár hafi farið full mikill timi í þetta. „Ætli láti ekki nærri að það hafi farið um tveir mánuðir á ári í að dæma'erlendis siðustu árin og það er of mi kið fyrir menn í fullri vinnu og með fjðlsky Idu. Á meðan ég hef gaman af að dæma þá mun ég halda áfram hér heima," sagði Rðgn- vald. Abdul-Rauf sett- ur í keppnisbann BAKVÖRÐURINN snðggi hjá Denver Nuggets í NB A-deiIdinni, M ohmoud Abdul-Rnuf, hefur verið settur í bann í ó t ilgreindau tíma og heídur ekki launum sínum á meðan. Astæðan er sú að hann neitar að standa þegar bandaríski, eða kanadí ski, þjóðsðngurinn er spilaður fyrir leiki og situr sem fastast á varamannabekknum. Abdul-Rauf tók múhameðstrú árið 1991 og segist setja trúna ofar þjóðcrnislegum táknum þrátt fyrir krðfu NBA- deildarinnar um að allir sem koma nærri leiknum skuli standa þegar þjóðsðngurinn er leikinu. Hann s egi s t ekki trúa þvi að Bandaríkin standi fyrir aUt illt í heiminum, en þar séu blðkkumenn kugað- ir en hann er sjálfur þeldðkkur. Þegar hann var spurður hvort bandaríski fáninn væri ekki tákn frelsis svaraði hann: „Hann er einnig tákn um kúgun og ofr íki. Ætli þetta farí ekki bara eftír því hvernig menn horfa á fánann." Rauf er 27 ára. Hann fæddist í Mississippi og var skírður Chrís Jackson. „Ég gagnryni ekki þá sem standa þegar þjóðsðngurinn er leikinn og því f "iiinst mér ekki rétt að ég sé gagnryndur fyrír að sitja. Þetta er trú min og ég sem ekki um hana," sagði hann. Valsmenn áfram VALSMENN eru komnir í fjögurra liða úrslit 1. deildar karla í hand- knattleik, eftir sigur á Gróttu 25:21 á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Þar með hafa þeir sigrað Gróttu tvívegis og Seltirningar eru úr leik. í hinum leikjum gærkvöldsins urðu úrslit þannig að bæði Selfoss og Afturelding tryggðu sér þriðja leik í viðureignunum gegn KA og Stjörnunni. Selfyssingar sigruðu KA 25:24 og liðin mætast því þriðja sinni á Akureyri annað kvöld og þá mæt- ast einnig Stjarnan og Afturelding því Mosfellingar sigruðu Garðbæing- ana 24:22 í gærkvöldi á heimavelli. Afturelding og Selfoss eiga enn möguleika á að komast í undanúr- slit — sigruðu Stjörnuna og KA „Þetta var erfið fæðing," Dagur Sigurðsson fyrirliði Vals eftir sigurinn á Gróttu og það má til sanns vegar færa. Gróttumenn lögðu sig alla fram með Júrí Sadovskí og Sig- trygg Albertsson sem bestu menn en það dugði ekki til og keppnistíma- bilinu er því lokið hjá þeim. Viggó Sigurðsson þjálfari Stjörn- unnar var ekki ánægður eftir tapið í Mosfellsbæ og gagnrýndi dómar- ana, Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, harðlega: „Að þetta skuli vera besta dómarapar landsins! Þeir eru hlutdrægir. Það er mjög slæmt að fá þá Stefán og Rögnvald hérna í Mosfellsbæ og þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við töpum hérna af þeirra völdum," sagði Viggó. Valdi- mar Grímsson og lærisveinar hans voru ánægðir eftir að hafa sigrað KA, sem Valdimar lék einmitt með síðustu árin. „Loks kom röðin að okkur. Við höfum fjórum sinnum tapað fyrir þeim í vetur í jöfnum leikjum og því var svo sannarlega kominn tími til að sigra. Nú er úr- slitaleikur framundan í KA heimil- inu. Þar líður mér alltaf vel og við munum mæta þangað staðráðnir í að sigra," sagði Valdimar eftir eins marks sigurinn í gærkvöldi. Leikirnir / D4 KVEIMIMALIÐ KEFLAVIKUR OG KR UNNU FYRSTU UNDANURSLITALEIKINA / D8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.