Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 B 7 FRÉTTIR Mun minna af karfa til Bremerhaven en í fyrra ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiski til Bremer- haven hefur dregist sam- an um 25% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Samúels Hreinssonar, framkvæmdastjóra íseyjar. Á sama tíma hefur verð hækkað nokkuð og hlutfall smákarfa hefur aukist. Samúel segir að ef litið sé yfir undanfarin ár hafi útflutningur á miðl- ungsstórum karfa minnkað, en smákarfa aukist. Verðið hefur hins vegar hækkað nokkuð Samúel segir að á árunum 1990 til 1993 hafi um 20 þúsund tonn verið seld af miðlungsstórum karfa. Sala á smákarfa hafi farið úr 900 tonnum árið 1990 í 1.600 tonn árið 1992 og svo 1.300 tonn árið 1993. Á þessum tíma hafi meðalverðið farið úr 2,86 mörkum árið 1990 í 2,72 mörk árið 1992 og svo í 2,76 mörk árið 1993. Flök seld undir gangverði Árið 1994 segir hann að hafi verið seld rúm 17 þúsund tonn af miðlungsstórum karfa og 1.450 tonn af smákarfa á meðalverðinu 2,71 mark. í fyrra hafi verið seld 13 þúsund tonn af miðlungsstórum karfa og 1.900 tonn af smákarfa. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall af smákarfa hafi meðalverðið verið 2,82 mörk. Það sem af er þessu ári hafi verið seld 2.250 tonn af miðlungsstórum karfa og 200 tonn af smákarfa og meðalverðið sé 3,07 mörk. „Að okkar mati var árið í fyrra mjög gott,“ segir Samúel. „Við seldum 15 þúsund tonn af karfa á móti 18.800 tonnum árið á undan, þrátt fyrir að missa út sex vikur í sjómannaverkfallinu.“ Hann tek- ur ekki undir vangaveltur um það að salan sé að færast úr ferskum fiski yfir í flök. „Ég veit að það er töluverð sala á flökum," segir hann. „Þau eru hinsvegar seld töluvert undir því gangverði á markaðnum, sem er óþarfi ef þeir eru með betri vöru vegna þess að framboðið á seljendamarkaðnum er minna en eftirspurnin og verðið fer hækk- andi ár frá ári.“ Hann segir að ástæðan fyrir minnkandi útflutn- ingi á ferskum fiski til Bremerha- ven sé fyrst og fremst sú að kvót- inn sé að dragast saman. Það sé næg eftirspurn. Slæm lausn fyrir ísland hf. Einnig gagiirýnir hann að ákveðin fyrirtæki á Islandi séu að kaupa fiskinn á 30 til 40 krónur kílóið af sínum skipum til að flaka til útflutnings. Þau kaupi svo það sem upp á vanti á 90 til 100 krón- ur á íslenskum fiskmörkuðum. Þau geti því unnið flökin, sent þau út og selt ódýrara en þau þýsku fyrir- tæki sem séu að kaupa fisk á markaðnum í Bremerhaven á 130 til 150 krónur að jafnaði. „Þetta getur komið ágætlega út hjá þess- um fyrirtækjum, en fyrir ísland hf. er þetta mjög slæm lausn,“ segir hann. „Eini fiskurinn sem verður keyptur á þessum mörkuðum til lengri tíma litið er þó ferskur fisk- ur. Auðvitað geta komið upp að- stæður þar sem skip tefjast og markaður skapast fyrir flök, en það er ekkert til að byggja á.“ Fiskmarkaður Suðumesja með fiskuppboð í Boston Mikil síldveiði við Noreg- • MIKILL gangur hefur verið í sildarveiðum Norðmanna i vetur. Fyrstu tvo mánuði árs- ins var landað um 240,000 tonnum af stórsíld, mest norsk-íslenzku síldinni og hef- ur meðalverðið verið um 17 krónur íslenzkar á kiló. Fyrstu tvo mánuði síðasta árs var landaö 153.000 tonnum af síld úr norsk-islenzka stofninum og var meðalverðið þá um 15 krónur á kíló. Nú fóru 63.000 tonn af þessari sild í bræsðlu, en 75.000 tonn í fyrra. Hlut- fall til manneldisvinnslu hefur því aukizt úr 67% i fyrra í um tæplega 80% nú. Heimild: Fiskaren ISLENSKIR fiskverkendur, sem staddir voru á sjávarútvegssýn- ingu í Boston, buðu í og keyptu fisk í gegnum Fiskmarkað Suður- nesja á fimmtudag í iðustu viku. Uppboðinu hér heima var frestað um klukkutíma vegna tímamismunar landanna í milli og fór því ekki fram fyrr en kl. 16 í stað kl. 15, eins og venja er. Tölvukerfið kynnt í Bandaríkjunum Að sögn Eyjólfs Guðlaugssonar, skrifstofustjóra fiskmarkaðarins, var hér um að ræða hefðbundið upp- boð. „Tölvukerfið okkar er þannig upp byggt að það er mjög auðvelt að tengjast því og taka þátt í upp- boði hvar sem er í heiminum. Menn tengjast okkur einfaldlega í gegnum mótald og þurfa ekki annað en smá- hugbúnað." Islensku fiskkaupendurnir voru staddir á sýningunni þegar kaupin voru gerð, en þar eru menn á vegum fyrirtækisins að kynna markaðinn og uppboðskerfi hans. Það er hannað hjá Verk- og kerfisfræðistofunni og var tekið í notkun í ársbyrjun 1992. Með hugbúnaði og vélbúnaði kostaði kerfið þá á fjórða tug milljóna. „Við kynntum þetta tölvukerfi fyrst á sjávarútvegssýningunni í Boston í fyrra og gerðum þá jafn- framt tilboð í tölvukerfi fyrir fisk- markaði í Maine-fylki. Við urðum því miður af verkefninu, urðum í öðru sæti í samkeppni við belgískt og hollenskt fyrirtæki, en það var heimamaður sem hafði vinninginn. Okkur fannst hins vegar sjálfsagt að kynna þetta núna líka þar sem við vitum um fleiri aðila ytra sem eru að spá,“ segir Eyjólfur. Morgunblaðið/RAX SKYGGNST um í Sjóminjasafni íslands. Kynna verklega sjóvinnu í sumar ^mmmmmmmmmt^^^^^^m k döfinni er að haida ■mr _j / • / nokkrar litlar sérsýningar Ymislegt adofinm a i sjóm^asafm Sjóminjasafni íslands Sft S urbætur á fasteigninni. Þetta og ýmislegt fleira kemur fram í máli Ág- ústs Georgssonar, safnvarðar. „Við ætlum að halda nokkrar litl- ar sérsýningar sem verða settar upp í viðbyggingu safnsins," segir Ág- úst. Hann segir að sú fyrsta af þessum sýningum hafi verið opnuð í febrúar og sé á nýjum aðföngum safnsins. Þegar vorið nálgist verði haldin sýning á málverkum af bát- um eftir Bjarna Jónsson, listmálara. „Einnig stendur til að gera vissar endurbætur á fastasýningunni," segir hann. „Þar ætlum við t.d. að stofna nýja deild um slysavarnir. Safninu barst fyrir jólin góð gjöf sem er gúmbjörgunarbátur frá því fyrir 1960. Við ætlum að setja hann upp í safninu og hafa hann til sýn- is og fá til þess aðstoð frá góðu fólki." Ágúst segir að síðan sé hug- myndin að sýna verklega sjóvinnu í sumar alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst. „Við stefnum á að fá gamla sjómenn til liðs við okkur,“ segir hann. Loks er á dagskrá að halda nokkra fyrirlestra í safninu á árinu. „Það sem er efst á óskalistanum hjá okkur á árinu og við stefnum á að byija á er þjóðháttasöfnun á sviði sjávarhátta," segir hann. „Þá hefur verið í gangi verkefni á safn- inu sem felst í að afla upplýsinga um hvað sé til af gömlum bátum með varðveislugildi og því verður líka haldið áfram.“ Ágúst segir að auk sýningahalds verði lögð áhersla á skráningu safn- gripa. Síðan sé ætlunin að nýta betur núverandi húsnæði. „Við þurfum að gera endurbætur á nú- verandi húsnæði til þess og það er eitt af stóru málunum hjá okkur,“ segir hann. TRAUSTAR V0RUR 0G ÞJÓNUSTA , VIÐ ÍSLENSKAN ! FISKIÐNAÐ 0G SJÁVARÚTVEG = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 RADAUQ YSINGAR Vélstjórar Vélstjóra vantar á beitingarvélabát, sem frystir aflann um borð. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 456 1139. Stýrimenn - vélstjórar Laus eru til umsóknar eftirtalin störf á m/s Svalbarða Sl 302 (Svalbakur EA 302). 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri. 2 stýrimaður, yfirvélstjóri, 1. vélstjóri og 2. vélstjóri. Skipið mun stunda veiðar utan ísl. landhelgi og fyrst halda til rækjuveiða í Flæmska hatt- inum upp úr miðjun apríl nk. Upplýsingar eru gefnar hjá Siglfirðingi hf. í síma 467 1518, fax 467 1672, þar sem jafn- framt er tekið við umsóknum. Til sölu Volvo Penta TMD 102 bátavél, 238 hestöfl, ásamt gír, öxli og skrúfu, árg. 1992, keyrð 6.000 tíma. Heppileg í 20-30 tonna bát. Upplýsingarísíma421 1351 eða 852 2319. KVÖTABANKINN Vantar þorsk Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Rækjubátar óskast íviðskipti Upplýsingar í síma 438 6720 Magnús/ Sigurður. Soffanías Cecilsson hf., Borgarbraut 1, 350 Grundarfirði. Skipstjórnarmenn Upprifjunarnámskeið í meðferð slasaðra og notkun lyfjakistu verður haldið 1 .-3. apríl nk. Skráningar í símum 562 4884 og 852 0028. Slysavarnaskóli sjómanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.