Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 D 3 KNATTSPYRNA ÍÞRÓTTIR Mikil umfjöllun ítalskir fjölmiðlar fjalla gríðar- lega mikið um knattspyrnu. Blöð eru yfirfull af alls kyns fréttum og ekki-fréttum af leikmönnum og endalaust virtist hægt að fínna nýja sjónvarpsstöð, þar sem verið var að ijalla um knattspyrnu, þeg- ar flakkað var um rásir tækisins. íslenski hópurinn hlakkaði til að fara á San Siro völlinn, sem er glæsilegt mannvirki. Því var farið snemma af stað, gengið frá hótel- inu sem var í næsta nágrenni og ekki leyndi sér hvert skyldi stefna. Fólk dreif að í stórum hópum, fljót- lega komu í ljós sölubásar þar sem boðið var upp á alls kyns minja- gripi og hungur var einfalt að seðja þegar nær dró vellinum, því þar var boðið upp á ýmsa næringu eins og virðist vera raunin við flesta knattspyrnuvelli heimsins. Rólegt var utan vallar, rauðir óg bláir hlið við hlið og eijur og óspektir ekki að trufla ítali. Að minnsta kosti ekki þennan tiltekna dag, þó svo hægt hefði verið að ímynda sér að fyrir einmitt svona leik gæti eitthvað vafasamt átt sér stað. En lögregluþjónar voru ekki ýkja margir á ferli og virkuðu salla- rólegir. Öðruvísi andrúmsloft utan vallar en t.d. víða í Englandi, þar sem stuðningsmenn liðanna virðast oft gjarna vilja hittast og „ræða málin“ áður en flautað er til leiks. Reykjarmökkur Þegar inn á leikvanginn var komið voru hins vegar engin ró- legheit. Eins og tíðkast voru æstustu stuðn- ingsmenn lið- anna aftan við mörkin og fljót- lega tóku þeir upp á því að kveikja í blysum, þannig að skrautlegt var um að litast áður en leikurinn hófst. Raunar var útsýni ekki mikið inn á völl- inn þegar dóm- arinn blés í flautu sína til merkis um það að nú mætti byija — svo mik- ill reykjarmökk- ur var inni á leikvanginum. Það lagaðist hins vegar fljót- lega enda eins gott. Inter skoraði strax á sjöttu mín- útu og enginn missti af markinu, a.m.k. var ekki hægt að kenna „þokunni" um það því henni hafði þeg- ar létt að mestu. Stemmningin var góð meðan leikurinn fór fram, ítalir létu skoðanir sínar á frammistöðu leikmanna óspart í ljós og verst létu áðurnefndir aftan-vallar stuðningsmenn. Þeir rauð- klæddu voru ekki hressir með sína menn en hinir bláu kættust mjög strax í byijun þegar Inter skoraði og góða skapið hefur líklega ekki runnið af þeim fyrr en farið var í háttinn. Taumlaus gleði braust að minnsta kosti út þegar flautað var til leiks- loka; sigur á rauða stórveld- inu Milan er eitthvað sem stuðningsmenn Inter dreym- ir um, sérstaklega nú vegna þess að rauða liðið hefur skyggt verulega á það bláa hin allra síðustu ár. Leikurinn tók enda eins og hver önnur skemmtun og hver fór til síns heima — á endanum. Einhveijir gerðu sig líklega til að staldra við á krám í grennd vallarins, aðallega þeir bláklæddu, og halda upp á sigurinn. Þeir bláu voru altjent mun bros- mildari en fylgismenn Milan-liðsins, eftir þenna kvöldsprett, en Milan var vel að merkja, og er, í mjög vænlegri stöðu hvað það varðar að endurheimta meistaratitilinn. Þeir bláklæddu fögnuðu innilega, já. Bæði innan vall- ar og eins dýrkendurnir á áhorfendapöllunum. Maður, kominn á efri ár, tók allt í einu á rás í stúkunni til fé- laga sinna sem stóðu skammt frá þeim stað sem íslenski hópurinn hafði setið meðan leikurinn fór fram. Maðurinn var snyrtilega klæddur, í vel burstuðum svörtum lakkskóm, í skyrtu og með bindi og fallegum ullarfrakka utan yfír. Vinur- inn brosti út að eyrum enda hafði honum áskotnast treyjan sem einn Inter-leik- maðurinn hafði klæðst með- an leikurinn fór fram. Það var greinilega ekkert smá- ræðis flott að eignast svita- storkna keppnistreyju einn- ar hetjunnar. Það var eins og maðurinn hefði komist yfir gull eða eitthvað þaðan af verðmætara. Svona er stjörnudýrkunin, hvort sem fólki líkar betur eða verr. SAN Siro leikvangurinn í Mílanó er glæsilegt mannvlrkl. Hann var endurbættur stórlega fyrlr helmsmelstara- keppnina 1990. Þeir sem eiga miða ofarlega í stúkunum verða að ganga upp eftir sívaln- ingum eins og þeim sjást á myndlnni og er það enginn smáspölur. Gísli Vagn Jónsson, markaðs- stjórl hjá Heklu, er hér tll hliðar með forláta húfu sem hann keypti. Þetta er engin venjuleg derhúfa eins og sést ef vel er að gáð; tagl er áfast sem er til þéss ætlað að viðkomandl líkist hinum snjalla Roberto Baggiol Urvalsdeild 29 14 0 1 33-7 Newcastle 6 4 4 22-19 64 30 10 4 0 27-9 Man. Utd. 8 3 5 30-21 61 30 11 4 1 39-10 Liverpool 6 4 4 21-16 59 32 10 4 2 28-13 Aston V. 6 4 6 18-17 56 30 7 5 2 24-14 Arsenal 7 4 5 18-13 51 31 8 4 3 28-14 Everton 5 5 6 20-20 48 31 12 1 2 38-12 Blackburn 2 5 9 9-24 48 29 8 3 5 21-16 Tottenham 5 6 2 16-12 48 31 6 6 3 22-15 Chelsea 5 5 6 14-19 44 29 8 4 1 21-10 Notth For. 3 7 6 18-30 44 31 7 3 5 18-17 West Ham 5 3 8 17-25 42 29 7 3 4 18-13 Leeds 4 3 8 17-29 39 32 7 3 6 23-21 Middlesbro 2 6 8 6-21 36 30 6 4 6 27-26 Sheff. Wed 2 4 8 14-23 32 31 6 6 4 16-14 Man. City 1 3 11 8-31 30 30 4 6 6 19-23 Coventry 1 6 7 18-32 27 30 3 6 7 23-31 Wimbledon 3 3 8 19-30 27 28 4 6 4 16-16 Southamptn 14 9 12-26 25 31 3 5 8 16-25 QPR 3 0 12 11-24 23 30 3 3 8 9-24 Bolton 3 1 12 22-34 22 1. deild 36 10 5 2 25-8 Sunderland 8 7 4 23-18 66 37 11 7 1 36-16 Derby 6 7 5 20-24 65 37 8 7 3 30-18 C. Palace 8 6 5 24-23 61 35 7 7 3 24-19 Charlton 7 7 4 25-20 56 35 9 6 3 25-12 Stoke 5 6 6 21-24 54 35 10 4 4 39-26 Ipswich 4 7 6 26-26 53 36 11 4 3 32-17 Huddersfld 3 7 8 15-26 53 36 9 6 2 29-21 Barnsley 4 6 9 21-32 51 37 9 6 4 24-19 Southend 4 5 9 20-29 50 36 5 7 5 22-23 Leicester • 7 6 6 30-30 49 35 8 6 4 26-19 Birmingham 4 5 8 20-27 47 37 6 6 7 18-20 Millwall 6 5 7 17-27 47 37 6 7 5 26-22 Wolves 5 6 8 22-28 46 36 5 8 5 20-19 Norwich 6 4 8 28-25 45 35 6 6 5 29-22 Tranmere 5 5 8 18-21 44 36 8 5 5 32-25 Portsmouth 3 6 9 22-32 44 35 6 9 4 21-20 Grimsby 4 3 9 18-30 42 36 6 7 6 25-27 Reading 2 10 5 17-22 41 35 8 5 6 27-24 WBA 3 2 11 17-33 40 35 7 6 5 29-19 Oldham 2 6 9 16-23 39 32 5 4 6 19-21 Port Vale 4 8 5 19-22 39 37 6 5 7 22-23 Sheff. Utd 3 7 9 19-28 39 36 6 5 7 24-25 Luton 3 5 9 7-22 87 35 4 6 6 20-19 Watford 2 8 9 19-32 32 ENGLAND staðan SNOKER Sá stigahæsti var ekki valinn í landsliðið Jóhannes R. Jóhannesson, sem um helgina sigraði í síðasta stiga- móti snókermanna og varð um leið stigahæstur eftir veturinn, fór ekki utan með landsliðinu er það hélt til Belgíu í gærmorgun á undankeppni Heimsbikarkeppni landsliða, sem fram fer í Tælandi í október. Astæð- an er sú að Jóhannesi var sagt að hans væri ekki þörf í landsliðinu og telur Jóhannes að það sé vegna þess að hann vildi ekki samþykkja að Snókersambahd íslands fengi helm- ing verðlaunafiár íslensku spil- aranna á mótinu í Tælandi, en fyrir að vinna sér inn þátttökurétt fær hver spilari um 150 þúsund krónur. Jóhannes R., Kristján Helgason og Jóhannes B. Jóhannesson eru allir skráðir í atvinnusamband snók- erspilara og fá upplýsingar um mót sambandsins. Þar er tekið fram að við val á landsliði skuli fara eftir hveijir eru stigahæstir og einnig að verðlaunafé úr mótum skuli renna til spilara sjálfra og Jóhannes segist búinn að fá það staðfest hjá atvinnu- mannasambandinu. Fyrir þremur vikum var ljóst að þeir félagar yrðu stigahæstir eftir veturinn og því sjálfkjörnir á mótið en Snókersam- bandið krafðist þess þá að fá helm- ing verðlauna þeirra. „Ég ætlaði að ganga að þessu þó að mér þætti það óréttlátt eins og öðrum spilurum en þegar ég sagði þeim hjá Snókersambandinu að ég samþykkti þetta ekki, sögðust þeir ekki hafa þörf fyrir mig í liðinu. Ég bauðst til að borga fimmtíu þúsund af verðlaunafénu en það kom ekki til greina,“ sagði Jóhannes R. „Ég hef alltaf borgað fyrir mig sjálfur á mót nema þeir borguðu einu sinni fyrir mig á mót í Brunei í Suðaustur- Asíu. Ferðakostnaður við mótið í Belgíu er 30 þúsund krónur, móts- haldarar greiða 15 þúsund og Snók- ersambandið 15 þúsund og það er þegar búið að finna styrktaraðila fyrir því en við spilararnir eigum að kenna snóker í félagsmiðstöðvum.“ Jóhannes hefur verið í sambandi við atvinnusamband snókermanna um þetta mál en segir að á þeim bæ vilji forráðamenn sem minnst skipta sér af vinnu einstakra þjóða. „Ég sagði þeim að ég væri ekki sáttur því verið væri að verðlauna spilara sjálfa auk þess sem verðlaun- in á Tælandi yrðu gefin upp til skatts. Þetta þýðir að ég fer hvorki til Belgíu né Tælands, það er að segja ef íslenska liðið kemst áfram, og verð bara að taka því,“ sagði Jóhannes að lokum. Formaður Snókersambandsins Réttlætanlegt að hluti verðlaunafjár renni til okkar Björgvin Hólm Jóhannesson, for- maður Snókersambandsins, segir réttlætanlegt að landsliðs- mennirnir borgi helming af verð- launafénu til sambandsins, ef til þess kemur, því fjárhagur þess sé mjög bágur og kostnaður við lands- liðið mikill. „Við viljum tryggja að Snóker- sambandið komi ekki út með tapi frá þessu því kostnaðurinn er mik- ill. Jóhannes var í síðustu stjórn og veit að miklar skuldir hvíla á sam- bandinu en við erum að ná okkur á strik,“ sagði Björgvin. „Landsliðið á einnig eftir að taka þátt í Evr- ópu- og heimsmeistarakeppni og það þarf peninga í það auk þess sem stefnan er að þessir strákar þurfi ekki að borga með sér. Kostn- aður sambandsins við hvem kepp- anda í Belgíuferðinni er um hundr- að þúsund krónur, með mat, ferðum og dagpeningum, þegar upp er stað- ið. Það er því langur vegur frá því að við séum að taka af þeim pen- inga og það eru enn sjö mánuðir að Tælandsferðinni, ef til kemur." Björgvin segir að ætlunin sé að þegar, og ef, landsliðið fer til Tæ- lands verði skiptingin þannig að sambandið fái 20 hundruðustu af verðlaunafé og 80% renni til allra sem taka þátt í því að koma liðinu þangað, keppenda sem fara til Belg- íu og þeirra sem fara trl Tælands, því það er ekki víst að það verði sömu mennirnir. Reglur segja að landsliðið skuli skipað bestu spilurum hvers lands en Snókersambandið hafði sam- band við alþjóðasamband atvinnu- spilara og það gaf leyfi til að breyta liðinu. „Við vildum ekki hafa Jó- hannes óánægðan á mótinu í Belg- íu því við vorum ekki vissir um að hann myndi ná árangri þannig. Hins vegar stendur hann jafnfætis öðrum með að fara út í haust og hann nýtur góðs af því ef hinir ná að koma liðinu til Tælands því hann á möguleika á að komast í liðið. Því er einnig við að bæta að Snóker- sambandið skyldaði landsliðsmenn til að æfa fimmtán tíma á viku til að halda sér í æfingum en Jóhann- es hefur ekki uppfyllt það skilyrði," bætti Björgvin við. FELAGSLIF Herrakvöld Stjörnunnar ÁRLEGT herrakvöld Stjömunnar verður föstudaginn 22. mars á Garðaholti og verð- ur húsið opnað kl. 19. Svavar Gestsson verður ræðumaður kvöldsins og Jóhannes Kristá morgun, föstudagsjánsson eftir- herma skemmtir gestum. Miðasala er í Stjömuheimilinu. Ostakvöld hjá GR-konum GR-KONUR halda árlegt ostakvöld í Golf- skálanum í Grafarholti nk. föstudagskvöld kl. 20.00. Veitt verða verðlaun fyrir pútt- kvöld vetrarins. Páskabingó Hauka PÁSKABINGÓ handknattleiksdeildar Hauka verður i kvöld, fimmtudag 21. mas, í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 20.00. Bingóið er til styrktar meist- araflokki kvenna. Konukvöld Vals KONUKVÖLD Vals verður haldið að Hlíðar- enda annað kvöld, föstudag 22. mars, og verður húsið opnað kl. 20. Veislustjóri verð- ur Hemmi Gunn, Hannes Hólmsteinn Giss- urarson ræðumaður og heiðursgestur Erla Lúðvíksdóttir, sem lék handknattleik og knattspyrnu með Val i mörg en er nú bú- sett f Sviss. Miðar em seldir á skrifstofu Vals og er aðgangseyrir 2.200 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.