Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 8
4 iþtfmœ KORFUBOLTI Sögulegir sigrar KNATTSPYRNA / ENGLAND Glæsimark Cantonas réð úrslitum á Old Trafford Gerði sigurmarkið gegn Arsenal og United íylgir Newcastle sem skugginn ERIC Canton, Frakklnn snjalli hjá Manchester Unlted, sem hér er í baráttu vlð Andy Llnigan í gærkvöldi, hefur verið liðinu dýrmætur upp á síðkastið. LIVERPOOL og Chelsea kom- ust í gær í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og mætir Liverpool Aston Villa og Chelsea leikur við Manchester United. í úrvalsdeildinni sigraði Manchester United Arsenal með glæsimarki frá Cantona og er United með 64 stig eins og Newcastle. Liverpool og Chelsea tryggðu sér rétt til leika í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool átti ekki í nokkrum vand- ræðum með Leeds og sigraði 3:0 á heimavelli og Chelsea sigraði Wimbledon 3:1. Liverpool mætir Aston Villa á Old Trafford 31. mars og Chelsea leikur við Manchester United sama dag á Villa Park í Birmingham. Steve McManaman skoraði tví- vegis fyrir Liverpool og voru bæði mörkin sérdeilis glæsileg. Fyrra markið gerði hann á 57. mínútu og það síðara á þeirri 74. Robbie Fowl- erl gær valinn í enska landsliðshóp- inn í fyrsta skipti, fyrir vináttuleik gegn Búlgörum á Wembley í næstu viku, og hélt uppá daginn með því að gera þriðja mark liðsins og sitt 31. fyrir Liverpool í vetur. Fowler sendi knöttinn rakleiðis í markið með aukaspyrnu af 25 metra færi. John Lukic markvörður Leeds horfði bara á. Chelsea mætir United, en fyrir tveimur árum tapaði Lundúnarliðið fyrir Manchester í bikarúrslitum. Það ": var Rúmeninn Dan Petrescu sem kom Chelsea á bragðið á 20. mínútu í gær en Jon Goodman jafnaði fyrir heimamenn. Michael Dubberry skor- aði með skalla á 79. mínútu og Mark Hughes var réttur maður á réttum stað sex mínútum fyrir leiks- lok og skoraði af stuttu færi. Glæsimark Cantona David Seaman kom ekki við nokkrum vömum þegar Frakkinn Eric Cantona gerði 14. mark sitt fyrir United í vetur. Cantona sendi boltann með föstu skoti af um 25 metra færi, yfir Seaman, í þverslána og þaðan þeyttist knötturinn í netið. Þetta gerðist á 66. mínútu. Þar með er United með 64 stig eins og New- castle sem er með hagstæðari markamismun og á auk þess tvo leiki til góða. Vonir Tottenham um að komast ef til vill í UEFA keppnina á næstu sparktíð kviknuðu á ný í gær- kvöldi, en þær dofnuðu á laugar- daginn er liðið tapaði 3:2 á heima- vell fyrir Blackburn. í gær komst liðið í 3:0 eftir klukkustundar leik gegn Bolton en Guðni Bergsson og félagar gáfust ekki upp og tókst að skora tvívegis fyrir leikslok. Lokakafli leiksins var skemmtilgur og spennandi. Sheffield Wednesday vann Sout- hampton 1:0 með marki frá Belgan- um Marc Degryse á fyrstu mínútu leiksins. Þar með vænkaðist hagur Wednesday og á liðið nú ágæta möguleika á að halda sæti sínu í deildinni, en það sama verður ekki sagt um Southampton. ■ Úrslit / D4 ORLANDO og Chicago unnu bæði 40. heimaleikinn í röð í fyrrakvöld og bættu þar með NBA-metið. Dennis Scott, leikmaður Orlando, setti NBA-met í fy'ölda þriggja stiga karfa á einu og sama tímabilinu. Dennis Scott gerði tvær þriggja stiga körfur fyrir Orlando gegn Detroit í 113:91 sigri. Hann hefur gert 219 þriggja stiga körfur í vet- ur og bætti þar með NBA-met John Starks hjá New York frá síðasta ári um tvær körfur. Anthony Bowie náði loks þrennunni eftirsóttu; gerði 20 stig, tók 10 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Horace Grant átti einnig góðan leik og setti persónu- legt stigamet í vetur með því að gera 26 stig. Orlando tók leikhlé þegar tv_ær sekúndur voru eftir, 111:91. Ástæðan var sú að Bowie vantaði eina stoðsendingu til að ná þrennunni. Leikkerfi var sett upp þar sem Bowie sendi á Thompson sem skoraði og þrennan fullkomn- uð. Lindsey Hunter gerði 15 stig fyrir Detroit, Allan Houston 14 og Grant Hill 13. Shaquille O’Neal gerði aðeins 10 stig fyrir Orlando, hitti aðeins úr fjórum skotum af 13. Michael Jordan gerði átta af 20 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Chicago sem vann Sacramento 89:67 á heimavelli. Toni Kukoc kom næstur með 18 stig og átti auk þess sjö stoðsendingar. Scottie Pippen og Dennis Rodman léku ekki með Bulls, sem hefur nú þegar tryggt sér sigur í miðriðlinum. Nú þarf Chicago að vinna í 11 af síðustu 16 leikjum sín- um til að verða fyrst liða í NBA til að vinna 70 leiki á einu tímabili. Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Seattle 94:71 þar sem Eddie Jones gerði 26 stig fyrir Lakers. Elden Campbell gerði 14 stig eins og Earwin „Magic“ Johnson. Gary Payton var með 17 stig fyrir Seattle, sem hefur ekki skorað eins fá stig í vetur og í þessum leik. Houston tapaði á heimavelli fyrir Golden State, 105:102, eftir fram- lengdan leik. Joe Smith gerði fjögur af 20 stigum sínum í framlenging- unni fyrir Golden State. B.J. Arm- strong hitti vel og setti niður 10 af 17 skotum sínum utan af velli og 13 af 15 skotum fóru ofaní frá vítalínunni. Hann gerði samtals 35 stig og er það stigamet hjá honum. Robert Horry var stigahæstur í liði meistaranna með 26 stig. Lykil- menn vantaði í liðið, þar á meðal Hakeem Olajuwon, Clyde Drexler, Mario Elie og Sam Cassell, sem allir eru meiddir. Par hjá Sigurjóni SIGURJÓN Arnarsson, kylf- ingur úr GR, heldur áfram keppni í Tommy Armour mótaröðinni í Bandaríkjun- um og á mánudaginn lék í eins dags móti og hafnaði ( 9. sæti af 66 keppendum. Keppt var á Horbor Hill vell- inum sem er par 72 og lék Sigurjón á parinu. Hvasst var og háði það keppendum tals- vert, enda voru aðeins þrír kylfingar sem léku undir 70 höggum. Sigurjón byijaði illa, sió tvívegis út af vellin- um, fyrst á fyrstu braut og síðan á þeirri þriðju og kost- aði það hann fjögur högg. Hann lélþað hins vegar ekki á sig fá og lék vel það sem eftir var hringsins. FIMLEIKAR ísland sigraði ámótiíDublin Islenska kvennalandsliðið í fim- leikum sigraði á móti í Dublin á Irlandi um síðustu helgi. Islensku stúlkurnar hlutu samtals 137,809 stig. í liði íslands voru: Nína Björg Magnúsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Þórey Edda Elíasdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir og Elín Gunnlaugsdóttir. Norður-írland varð í öðru sæti með 135,751 stig og lið Austurríkis í því þriðja með 132,825 stig. A-lið írlands varð í fjórða sæti með 124,584 stig og B-iið írlands rak lestina í fimmta sæti með 111,831 stig. Nína Björg Magnúsdóttir, ný- krýndur íslandsmeistari, varð sig- urvegari í einstaklingskeppninni, hlaut 34,934 stig. Elva Rut Jóns- dóttir varð önnur með 34,633 stig og Holly Murdock frá Norður-ír- landi þriðja með 34,267 stig. Jó- hanna Sigmundsdóttir varð í fimmta sæti í einstaklingskeppninni með 33,791 stig. íslenska sigurliðið er á myndinni til hliðar. Efri röð frá vinstri: Þórey Edda Elíasdóttir, Sólveig Jónsdótt- ir, Jóhanna Sigmundsdóttir og for- maður írska fimleikasambandsins. Neðri röð frá vinstri: Elin Gunn- laugsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir og Nína Björg Magnúsdóttir. VIKINGALOTTO: 3 25 26 27 28 41 + 1 5 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.