Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR Jón Axel vann tvenn verðlaun Ivar Benediktsson skrifar Fyrsta íslandsmeistaramót ungl- inga í tennis innanhúss fór fram í Tennishöllinni í Kópavogi um síðastliðna helgi. Yfir eitt hundrað keppendur mættu til leiks í átta aldurs- flokkum, en ein- göngu var leikinn einliðaleikur. Keppni var bráðfjörug og spennandi í flestum þeirra tvö hundruð leikja sem fram fóru. Mikla athygli vakti frammistaða 12 ára drengs af Álftanesi, Jóns Axels Jónssonar en hann sigraði auðveldlega í sínum flokki, 13-14 ára og varð í þriðja sæti í 15-16 ára aldursflokki. „Pabbi hafði prófað tennis og þótt gaman. Hann benti mér á að prófa og það má segja að ég hafi strax fengið mikinn áhuga. Eg hef æft tæp fjögur ár og mæti nú alla daga vikunnar nema á fimmtudög- um, reyndar æfi ég tvisvar á mánu- dögum í staðinn. Það fara um fjór- tán tímar á viku í æfingar," sagði Jón Axel í samtali við Morgunblað- ið. Þetta var fjórði íslandsmeistara- titillinn sem hann vinnur á ævinni, en hann hefur þrisvar sinnum sigr- Morgunblaðið/ívar ÍSLANDSMEISTARAR unglinga, aftari röð f.w.: Margrét Guð- mundsdóttir, Ingunn Eiríksdóttir, Arnar Sigurðsson, Stella Rún Kristjánsdóttir, Jón Axel Jónsson. Fyrir framan eru f.v.: Freyr Pálsson, Þórir Hannesson og Rebekka Pétursdóttir. að utanhúss. „Auk þess að vera í tennis æfi ég líka knattspyrnu með FH,“ bætti hann við. En var þetta létt keppni hjá honum? „Það er erfit að segja. Leikirnir í riðlunum voru frekar léttir en þeir urðu erfiðari eftir því sem á leið. í eldri flokknum var það sama upp á teningnum. Létt framan af en síðan var mjög erfitt þegar kom- ið var í undanúrslit og þar tapaði ég fyrir strák sem er tveimur árum eldri en ég. Mér tókst samf að ná í bronsið." Jón Axel var ekki í vafa hvert hann stefnir í tennisíþrótt- inni. „Halda áfram að æfa og verða atvinnumaður í tennis.“ Stella Rún Kristjánsdóttir krækti sér í sinn þriðja íslandsmeistaratitil í unglingaflokki í tennis. Fyrir hafði hún í tvígang sigrað _ utanhúss. Stella er fjórtán ára. „Eg hef æft í fjögur ár. Úrslitaleikurinn við Rakel [Pétursdóttur] var erfiður. Við höfum margoft keppt og þekkj- um vel hvor aðra, en mér tókst að sigra nú 6-4,“ sagði Stella glað- beitt sem sigurinn. „Við Rakel keppum saman í tvíliðaleik, en ekki var keppt í honum að þessu sinni." Hún sagðist æfa þrisvar í viku og í æfingarnar færu um sjö tímar á viku. Jafnframt væri hún í körfu- knattleik með Breiðabliki. „Ég hef æft með meistaraflokki í vetur og fékk að spila talsvert í síðasta leikn- um gegn Keflavík á föstudaginn,“ bætti hún við. „Ég ætla að halda áfram í báðum íþróttum eitthvað áfram.“ Bróðurleg skipting Meistara- mót þeirra yngstu um helgina MEISTARAMÓT íslands í fijáls- íþróttum í aldursflokknum 12 til 14 ára verður haldið í Laugardalshöll um næstu helgi. Skráðir keppendur eru 440 frá 22 félögum víðs vegar að af landinu. Að þessu sinni verður mótið allt haldið í Laugardalshöll en undanfarin ár hefur það verið haldið jöfnum höndum í Höllinni og í Bald- urshaga. Ástæðan er sú að „aðstaða til mótahalds er mjög bágborin í Baldurshaga," eins og segir í tilkynn- ingu frá fijálsíþróttadeild ÍR, en hún er iimsjónaraðili mótsins. I fyrsta sinn í innhússmeistara- móti þessa aldursflokks verður raf- magnstímatöku beitt við tímamæl- ingar í öllum hlaupum. Notaður verð- ur hinn fullkomni rafmagnstíma- tökubúnaður sem er í eigu Laugar- dalsvallar. Einnig er það nýjung að þessu sinni að keppt verður á átta brautum í öllum spretthlaupum en með viðbyggingunni sem reist var við Höllina fyrir HM í handknattleik skapaðist aðstaða til að hlaupa 50 metra hlaup á átta brautum. Keppni hefst klukkan tíu á laugardaginn og stendur til klukkan fimm síðdegis. Daginn eftir hefst keppni einnig klukkan tíu og áætluð mótsslit eru klukkan sextán. jpf VERÐLAUNUM var bróðurlega skipt á pollamóti Skautafélags Reykjavíkur í íshokki á skauta- svellinu í Laugardal um síðast- liðna helgi. Þau þrjú félög sem æfa íshokkí hér á landi sendu lið sín til leiks í 2., 3. og 4. fiokki drengja og varð úr hörku- keppni. Björninn sigraði íöðr- um flokki, Skautafélag Akur- eyrar í þriðja flokki og Skauta- félag Reykjavíkur í þeim fjórða. Við sóttum í okkur veðrið eftir því sem á keppnina leið,“ sagði Jón B. Magnússon, fyrirliði 2. flokks Bjarnarins, *^^**^* eftir að hann hafði Ýar tekið á móti gull- Benediktsson verðlaunum að lokn- skrifar „ c o • • - c a um 5:2 sign a SA. „Fyrri keppnisdaginn var eitthvað slen yfir okkur en við hristum það af okkur í dag og sigruðum létti- lega. Flestir okkar hafa æft í um það bil fimm ár og stefnan er tekin á að vera betri á næstu árum,“ bætti hann við. Sigur þeirra var öruggur en þeir lögðu grunninn að honum með góðum leik í fyrri hálf- leik, en Björninn hafði 4:1 yfir í leikhléi. „Nú er íslandsmótið um næstu helgi og við erum staðráðnir að sigra þar einnig.“ Skautafélag Akureyrar hafði yf- irburði í 3. flokki pilta og lék til úrslita við A-lið frá SR. Þrátt fyrr- ir að norðandrengir hefðu fá tæki- færi fengið til æfinga upp á síðkast- ið kom það ekki í veg fyrir öruggan sigur, 6:2. Sama má segja af 4. flokki drengja þar sem A-lið SR og Björn- inn léku til úrslita. SR lék andstæð- SIGURLIÐ Skautafélags Reykjavíkur í 4. flokki Morgunblaðið/ívar Gígja Hrönn komin í unglinga hópSSÍ GÍGJA Hrönn Árnadóttir sundkona úr UMFA hefur náð lágmarki í 100 metra bringusundi fyrir alþjóðlegt ungiingamót í sundi sem haldið verð- ur í Luxemborg 12. til 14. apríl nk. Þar með hefur Gígja komist í ungl- ingahóp Sundsambandsins en fyrir voru í honum þau Lára Hrund Bjarg- ardóttir, Ægi, Halldóra Þorgeirsdótt- ir, Ægi og Omar Friðriksson úr SH. Þau fjögur ungmenni sem eru í fram- tíðarhóp SSI taka einnig þátt í mót- inu en það eru þau Kolbrún Yr Kristj- ánsdóttir, ÍA, Hanna B. Konráðsdótt- ir, Keflavík, Örn Arnarson, SH og Tómas Sturlaugsson, Ægi, Þjálfari þessa hóps fram að mótinu er Sigur- lín Þorbergsdóttir úr ÍA og farar- stjóri hópsins verður hinn góðkunni sundkappi Eðvarð Þór Eðvarðsson úr Keflavík. ing sinn sundur og saman, að leik lokum höfðu SR-drengir skorað sex sinnum en Bjarnardrengir ekkert. íslandsmótið í yngri flokkunum fer fram á Akureyri um helgina ef aðstæður leyfa en í þrígang hefur mótinu verið frestað sökum hlýinda, en er ekki sagt að fullreynt skuli í fjórða sinn. Fjölmenni á skrúfumóti FSÍ STEFAN Hrafnsson fyrirliAi SA hampar bikarnum. SKRÚFUMÓT Fimleikasam- bandsins fór fram í íþrótta- húsinu í Kaplakrika um síðastliðna helgi. Alls voru keppendur 142. Er þetta með allra stærstu fimleika- mótum sem haldin eru ár hvert. Keppt var í almennum fimleikum eftir reglum „skrúfustiga" FSÍ. Af Skrúfumóti vinna bestu kepp- endurnir sér þátttöku á Meistara- móti í skrúfustiga þar sem stiga- hæstu aðilarnir keppa um titilinn Skrúfustigameistari. Þátttakendur komu víða að eða frá Akranesi, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Selfossi, Hvera- gerði, Kefalvík, Gerplu í Kópa- vogi, úr Reykjavíkurfélögunum Ármanni, Fylki og KR auk fram- kvæmdaaðila mótsins, Hafnar- fjarðarfélaginu Björk. EFNILEGAR stúlkur sem kepptu í 3. þrepi í flokki stúlkna fæddra 1983-’85 og sópuAu tll sín verAlaunum, f.v.: Lísa María Markúsdóttlr, Björk, Bryndfs Bjarnadóttlr, Gerplu og Stelnunn Sif Sverrisdóttir, Gerplu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.