Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 1
 mgniiIMbifcife- 1996 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ BLAÐ C KORFUKNATTLEIKUR Keflavík sigraði aftur KEFLAVIK sigraði KR öðru sinni í ein- vígi liðanna um ís- landsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna í Hagaskóla í gærkvöldi, 63:60, eft- ir að hafa verið einu stigi undir í hálfleik. Næsti leikur liðanna verður í Keflavík á föstudagskvöldið og gætu heimastúlkur þá tryggt sér íslands- meistaratitilinn með sigri. Guðbjörg Norð- fjörð var best í liði KR í gærkvöldi, skor- aði 26 stig, þar af fimm þriggja stiga kðrfur. Hér sækir hún að þeim Erlu Þorsteinsdóttur og Önnu Maríu Sveins- dóttur í vörn Kefla- víkur. Erla og Anna María léku stórt hlut- verk í sínu liði í leikn- um. Nánar/ C3 nce a ny i byrjunarliðið TERRY Venables, landsliðsein- valdur Englendinga, tilkyimti í gær byrjunarliðið sem mætir Búlgörum I vináttuleik á Wembley í kvöld. Paul Ince, sem leikur með Inter Milan, er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í meira en ár, eða síð- an hann lék gegn írum i febrúar á síðasta ári. Robbie Fowfer, Liv- erpool, varð fyrir vonbrigðum, því haim var ekki valinn í byrjun- arliðið þó svo að Alan Sherer, Blackburn, sé meiddur. Venables tók Sheringham og Ferdinand fram yfir Fowler og verða þeir f fremstu víglínu. Byrjunarliðið er þanníg skipað: David Seaman íArsenal); Gary Neville (Man. United), Steve Howey (New- castle), Gareth Soutbgate (Aston Villa), Stuart Pearcc (Nott Forest); Steve Stone (Nott. Forest), Paul Gasco- igne (Rangers), Paul Ince (Inter), Steve McManaman (Liverpool); Teddy Sher- ingham (Tottenham), Les Perdinand (Newcastle). Morgunblaðið/Sverrir HANDKNATTLEIKUR Gunnar Berg í, landsliðshópinn ¦-. GUNNAR Berg Viktorsson, leikmaður úr ÍBV, verður eini nýliðinn í íslenska landsliðinu í hand- knattleik sem tekur þátt í boðsmótinu í Japan í næsta mánuði. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf ¦• ari, hefur ekki tilkynnt hópinn en samkvæmt heim- ildum Morgunbiaðsins er Gunnar Berg í honum. Gunnar Berg var markahæsti ieikmaður íBV í vetui* og skoraði 125 mörk og var níundi marka- hæsti leikmaður deildarinnar. Hann er 19 ára og tæpir tveir metrar á hæð. Þorbergur áframmeðÍBV i ÞORBERGUR Aðalsteinsson, handknattleiksþjálf ari, endurn&jaði í gær samning sinn við ÍBV til eins árs. Hann sagði að allir leikmennirnir sem léku með iiðinu í vetur yrðu áfram með þvi næsta vetur. Eins hafa þeír Erlingur Richardsson, sem lék með Selfqssi, og Guöf innur Kristmannsson, sem lék með IR, ákveðið að snúa heim til Eyja ¦ og leika með ÍBV næsta timabil. Þorbergur sagði einnig hugmynd uppi um að styrkja liðið með úttendingi. Landsleikir í Eistlandi? MIKL AR líkur éru á að íslenska landsUðið í knatt- spyrnu spili landsleik gegn Eistlandi í Talliun 24. april. KSÍ hefur haft samband við knattspyrnu- samband Eistlands og óskað eftir leik þennan dag. Eistlendinga r hafa tekið vei í að leika gegn í slendin gum. Þess má geta að Teilur Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður frá Akranesi, er landsliðs- þjálfari Eistlands, þannig að það yrði fyrsta verk- efni hans að stjórna landsliði Eistlands gegn ís- lendingum. Leikurinn yrði upphitunarleikur ís- lenska liðsins fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM, gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum 1. jímí. Ef af Eistlandsferðinni verður, mun 21 árs landsliðið einnig fara með og leika einn leik. Logi „njósnar" í Makedóníu \ LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari i knattspyrnu, er í Makedóníu, til að „njósna" um heimamenn, sem verða fyrstu mótherjar Islendinga í undankeppni . HM í knattspyrnu — á LaugardalsveUinum 1. júní. • Logi sér Makedóniu leika gegn MÖltu á Gradski- leikvellinum í Skopje i kvöld, í gærkvöldi sá hann leik 21 árs liða þjóðanna. I ! I Landsliðsþjálfarinn safn- ar fyrir Japansferðinni Íslenska landsliðið í handknatt- leik karla tekur þátt í boðsmóti í Japan í byrjun apríl. Japanska handknattleikssambandið greiðir fargjöld fyrir leikmenn og fylgdar- lið frá_ London til Tókýó og til baka. íslenska liðið verður aðsjá um sig sjálft til London. Þar sem litlir sem engir peningar eru til í sjóðum HSÍ hefur landsliðsnefndin undir forystu landsliðsþjálfarans, Þorbjörns Jenssonar, tekið að sér að fjármagna ferðina til London sem mun kosta um 800 þúsurid krónur. Liðið á að fara út 7. apríl og koma heim aftur 16. apríl. Þor- björn sagði í samtali við Morgunblaðið að það gengi vel að safna fyrir ferðinni. „Við höfum fengið góðar móttökur hjá fyrirtækjum og ein- staklingum. Það eru ekki allir sem hafa snúið við okkur baki. Viðbrögðin hafa satt að segja komið mér á óvart eftir nei^ kvætt umtal í garð HSÍ eftir heimsmeistara- keppnina. Margir eru til- búnir að leggja sitt af mörkum svo „Já, íslenskur handbolti komist í fyrsta fremstu röð aftur. Handboltinn er þarf að Þorbjörn sú flokkaíþrótt sem hefur verið flaggskip íslands undanfarin ár og menn vilja leggja sitt á vogar- skálarnar þannig að svo verði áfram. Ég hef trú á því að við náum að safna því sem upp á vantar á næstu dögum." - Er það í verkahring landsliðsþjálfarans að safna peningum til að geta tekið þátt í mótum erlendis? alveg eins. Þetta er ekki í sinn sem landsliðsþjálfari standa í fjáröflun. Það er líka ágætt að fara aðeins út fyrir völlinn og kynnast öðrum hliðum á íþróttastarfinu," sagði landsliðs- þjálfarinn. 14 leikmenn fara til Japans ásamt sjö manna fylgdarliði, eða alls 21. Þorbjörn segist enn ekki endanlega hafa ákveðið leik- mannahópinn. Það er þó ljóst að Bjarki Sigurðsson kemst ekki með vegna vinnu og Jason Ólafsson, sem leikur með Brixen á ítalíu, er í miðri úrslitakeppni á þessum tíma og verður því ekki með. Einnig er óvíst hvort Geir Sveinsson og Júl- íus Jónasson fá sig lausa frá félög- um sínum í Frakklandi og Sviss. HANDKNATTLEIKUR: HAUKAR OG STJARNAN LEIKATIL ÚRSLITA / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.