Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 B 3 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Þorkell INGIBJORG á margar barnungar vinkonur úr hverfinu og þær koma oft við á útimarkaðinn sem hún heldur á pallinum hjá sér. Sjálf stendur hún lengst til vinstri á myndinni og henni á vinstri hönd Þórarinn Samúelsson. A milli þeirra er málverk sem Þórarinn málaði af Hestfirði, einum af Jökulfjörðum. leldur ömmur,“ segir sú á inni- skónum og Ingibjörg leggur hlæj- mdi til málanna að sjálf sé hún jrðin langamma. „Það erum við tiú ekki orðnar,“ svarar konan. ,,Þau eru ekki svo dugleg í okkar Ijölskyldu. Annars heyrði ég fyrir stuttu um einn þrettán ára sem ifar búinn að eignast barn. Það er nú meiri dugnaðurinn,“ segir hún og velur sér tvo lukkupakka til að kaupa. Æi, hann var ekkert sérstakur Ingibjörg reynir að vekja at- hygli kvennanna á öðrum vörum: „Hérna er ég með heklunálar. Dætur mínar voru svo duglegar að gera handavinnu en nálarnar tíndust alltaf. Ég fann þær um daginn og núna ætla ég bara að selja þær á 100 krónur stykkið. Svo ætla ég að selja þennan stramma,“ segir hún og dregur hann fram, rauðan og jólalegan, „ég keypti hann handa dætrum mínum en svo var hann aldrei not- aður.“ „Ég er löngu hætt að sauma út,“ segir önnur kvennanna hratt, „ég er svo slæm í augunum. En ég pijóna mikið.“ Ingibjörg hefur ekki erindi sem erfiði fyrr en konan sem er ekki í inniskónum kemur auga á hests- höfuðsplatta til að hengja upp á vegg. Ingibjörg vefur hann inn í dagblaðapappír og réttir konunni sem borgar 50 krónur fyrir. Síðan kveðja þær og önnur segir um leið og hún lokar hliðinu: „Upp, upp mín sál, og allt mitt geð.“ „Já, þú ferð bara með Hallgrím Péturs- son,“ segir Ingibjörg og ekki stend- ur á svari: „Æi, hann Hallgrímur Pétursson var svo sem ekkert sér- stakur.“ Af einum ketti Vinur Ingibjargar, Þórarinn Samúelsson, fóstursonur Samúels Jónssonar í Brautarholti í Selárdal, snarast út úr dyrunum með greiðu og nær ketti sem hefur verið að sniglast um í nági'enninu. Stuttu seinna kemur hann til baka með greiðuna fulla af kattarhárum og segir: „Sjáiði hvað kemur af einum ketti.“ Sólin skín en það hvessir svo Ingi- björg snarast inn fyrir og nær í kápuna sína. Hún hefur haldið markað á pallinum hjá sér frá því í fyrrasumar og segist hvergi nærri búin með dótið sitt. Hún gleðst yfir hveijum seldum hlut, en segir að ánægjan af markaðshaldinu sé ekki síst fólgin í að hitta allt þetta fólk sem leggur lykkju á leið sína og lítur inn á pallinn til hennar. ■ mhg skurðaðgerð eða beita geislum til að drepa krabbameinsfrumurnar, lengi ekki líf karla með staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein. Viss- ar rannsóknir benda til þess að allt að 80% karla með staðbundið mein séu á lífi 10 árum eftir grein- ingu með eða án meðferðar. Ástæðan er talin vera sú að meðal- aldur þeirra sem greinast með meinið er nokkuð hár, eða um 70 ár og eins vex meinið oft mjög hægt. Undanfarið hefur færst í aukana að meðhöndla ekki stað- bundið blöðruhálskirtilskrabba- mein ef sjúklingum er umhugað um að halda kyngetu sinni, enda er minnkandi kyngeta auk vanda- mála við þvaglát og hægðir helstu fylgikvillar meðferðar." Til marks um hversu kynlíf er ríkur þáttur í lífi karlanna, sem þátt tóku í rannsókninni, sögðust 20% ekki myndu gangast undir meðferð ef miklar líkur væru á að kyngetan minnkaði miðað við 80% líkur á að vera ofar moldu eftir tíu ár frá meðferð. 40% karl- anna sögðust fara í slíka meðferð ef sannað væri að húnyki lífslíkur þeirra um a.m.k. tíu ár og 40% sögðu að einu gilti hvort kyngetan minnkaði ef meðferðin yki lífslík- urnar. Ásgeir sagði að kynlíf aldraðra hefði löngum verið undarlega mik- ið feimnismál, ekki aðeins hjá þeim öldruðu heldur líka hjá þeim sem yngri eru. „Vonandi eru viðhorfin að breytast og mönnum að verða ljóst að kynlíf á gamals aldri er eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir.“ ■ Valgvrflur Þ. Jónsdóttir Tíðni kynvirkni „síðustu mánuði" meðal 319 manna á aldrinum 50-80 ára í Stokkhólmi Fjórum sinnum eða oftar á mánuði Þrisvar til fjórum , sinnum á mánuði Einu sinni til tvisvar á mánuði Sjaldnar en einu sinni á mánuði SAMTALS Aldrei Draumar 5% 5% 16% 39% 35% Kynþrá 33% 12% 25% 17% 12% Holdris 32% 16% 21% 14% 17% Sáðlát 22% 18% 26% 17% 17% Sáðlát í svefni 0% 0% 3% 12% 85% Samfarir 14% 14% 22% 21% 29% 50-59 ára (62) ' ' Draumar 11% 10% 28% 38% 13% Kynþrá 68% 16% 11% 3% 2% Holdris 61% 24% 8% 3% 3% Sáðlát 61% 21% 13% 3% 2% Sáðlát í svefni 2% 0% 3% 13% 82% Samfarir 34% 21% 18% 20% 7% 60-69 ára (111)1 Draumar 6% 3% 18% 43% 30% Kynþrá 35% 14% 28% 17% 6% Holdris 35% 15% 26% 13% 11% Sáðlát 25% 25% 25% 16% 8% Sáðlát í svefni 0% 0% 3% 14% 83% Samfarir 17% 17% 24% 21% 21% 70-80 ára (142) Draumar 3% 4% 8% 37% 48% Kynþrá 17% 9% 29% 25% 21% Holdris 16% 13% 24% 19% 29% Sáðlát 4% 11% 31% 23% 31% Sáðlát í svefni 0% 0% 3% 9% 88% Samfarir 4% 8% 22% 22% 44% Akta öryggisbúnaður fyrir öil börn í alía bíla á mjög hagstæðu verði. Toyota aukahlutir hafa fengið umboð á íslandi fyrir öryggisbúnað frá sænska fyrirtækinu Akta. Það hefur með yfir 2Q ára rannsóknar- og þróunarstarfi hlotið þann sess að vera leiðandi í framleiðslu á vörum sem tryggja öryggi barna í bílum. Öryggisbúnaðurinn frá Akta hefur því algera sérstöðu á markaðnum. Hjá Akta duga engar málamiðlanir - einfaldlega vegna þess að IjklHfc ekkert er eins mikil- Bl vægt og öryggi Sjjr barnsins þíns. Öryggisbelti fyrir ófædd börn og verðandi mæður 4.400 kr. Öryggisbúnaður"*00*5041^ fyrir burðarrúm 10.900 kr. Topsy burðarstóll fyrir börn upp að 10 kg 7.700 kr. DuoFlex bílstöll fyrir börn upp að 25 kg 12.700 kr. DuoFlex Softline bílstdfl fyrir börn upp að 25 kg 15.990 kr. Bílseta með baki fyrir börn 15-36 kg 6.900 kr. Bilseta fyriroörn Premier bllstóll fyrir Á barniö þitt öruggt sæti í bflnum? AHTfl börn 9-18 kg 14.400 kr. 15-36 kg 2.400 kr. Akta - örugglega það öruggasta sem þú getur keypt! <S> TOYOTA Aukahlutir Nýbýlavegi 4-8 Kópavogi Sími 563 4550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.