Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 1
Danmörk Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga Vikugjald: OpelCorsa, dkr. 1.795 OpelAstra, dkr. 1.995 Opel Astra st., dkr. 2.195 Opel Vectra, dkr. 2.495 Tvegg ja vikna gjaid: Opel Corsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st., dkr. 3.990 Opel Vectra, dkr. 4.390 Innif. ótakm. aksturog tryggingar. Fáið nánari verdtilboö. International Car Rental ApS. Uppl. á íslandi sími 456-3745. PASKASKIÐI SKÍÐAFÓLKI stendur til boða um pásk- ana, ef veður leyfir, að fljúga með þyrlu urip á Eyjafjallajökul og renna niður jökul- inn á skíðum. Hægt er að vefla nokkrar leið- ir niður, allar brattari, lengri og erfiðari en fólk þekkir frá skíðasvæðum landsmanna. Þátttakend- ur verða því að vera góðir skiðamenn og vanir að renna sér utan troðinna brauta. Hægt er að renna sér á svigskíðum, gönguskíðum, fjalla- skíðum og snjóbrettum. Flogið er frá Seljavöllum. Nánari upplýsingar fást ^^ hjá Bátafólkinu og í Týnda hlekknum í Reykjavík þar sem er bókað í ferðirnar. MALIORKA PLÚSFERÐIR bjóða nú í vor 2 ferðir til Mallorka á tilboðs- verði. Fyrri, 17.-25. apríl, er á .29.990 kr. miðað við að tveir gisti saman í stúdíói. Seinni ferðin, 25. apríl.-20. maí, er á 39.900 kr. Innifalið er flug, gisting á Hótel Pillari Playa við Playa Del Palma ströndina, íslensk fararstjórn og flugvallagjöld. SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 BLAÐ C Lægsta verð a bílaleigubílum hverff sem Ierðinni er heifið Hringdu (okkur og fáðu sendan sumarbældlnglnn s: 588 35 35 vor hefjast siglingar ó svokallaðri norðurleið með nýju skipi Eimskips. I f rfíð með f raktskipi I FRAKTSKIPUNUM Laxfossi og Brúar- fossi er pláss fyrir tólf farþega í hvoru. FRA árinu 1988 hefur Eimskip boðið upp á farþegaflutninga í Laxfossi og Brúarfossi. í hvoru skipi er pláss fyrir tólf farþega. Að meðaltali kjósa 450-500 far- þegar á ári þennan ferðamáta. Leiðin liggur frá Reykjavík til Immingham í Bretlandi, Hamborg- ar í Þýskalandi, Rotterdam í Hol- landi og aftur til Immingham og Reykjavíkur. I hringferðinni er yfírleitt stopp- að í nokkra klukkutíma í hverri höfn. Ferðin tekur tólf daga og miðað við tvo í klefa er fargjaldið 67 þúsund krónur á mann. Sé bíll- inn hafður með í för bætast 36.300 kr. við og fyrir tjaldvagninn kostar 3.500 kr. fyrir hvern metra sem er umfram 5 metra lengd bílsins. Vilhelmína Þór í utanlandsdeild Eimskips segir að innifalið sé fullt fæði, aðgangur að gufubaði, far- þegar hafi sérsetustofu og sjón- varp sé í öllum klefum. Að sögn Vilhelmínu er lagt frá Reykjavíkurhöfn vikulega út maí- mánuð og geta farþegar farið með skipinu til eins ákvórðunarstaðar BOÐIO er upp a iullt f ædi, aðgang aó guf ubaði, sér- setustof u, auk þess sem- sjónvarp er í öllum klef um. og heim frá öðrum. Vilhelmína segir að farþegar geti haft alla sína hentisemi; siglt heim með næstu ferð eða jafnvel tekið flug aðra leiðina, en þeir verði að ákveða fyrirkomulag ferðarinnar áður, því fargjaldið miðast við sigl- ingadaga. Sem dæmi segir hún að hægt sé að sigla til Hamborgar og heim frá Rotterdam að ákveðn- um tíma liðnum fyrir 57.100 kr. á manninn miðað við tvo í klefa. Nýtt sklp og norðurleið Farþegasiglingar með Eimskip taka nokkrum breytingum í vor, en þá verður lokið smíði nýs skips, sem leysa mun Laxfoss og Brúar- foss af hólmi. Um leið og nýja skipið verður tekið í notkun breyt- ast siglingaleiðir og hafnar verða siglingar á svokallaðri norðurleið. Siglt verður frá Reykjavík hálfs- mánaðarlega, til Færeyja, Ham- borgar, Árósa, Kaupmannahafnar, Helsingsborgar, Gautaborgar og Fredrikstad, aftur til Færeyja og þaðan til Reykjavíkur. Vilhelmína segir að mikið sé spurt um nýju siglingaleiðina. Ferðaskrifstofan Úrval/Utsýn er einkaumboðsaðili fyrir farþega- siglingar með Eimskip. Bókanir eru ekki hafnar því ekki er vitað nákvæmlega hvenær nýja skipið verður tilbúið. Ragnar Pálsson, starfsmanna- stjóri Samskipa, segir að farþega- flutningar hafi ekki tíðkast hjá fyrirtækinu i tvö ár. Hins vegar sé starfsmönnum boðið að nýta sér fjóra klefa í Dísarfelli. „Samskip er með þýska skipið Úranus á leigu og hafa eigendur þess boðið upp á farþegaflutninga gegn nokkuð háu gjaldi. Siglingaleiðin er Hull, Rotterdam, Bremerhaven, Aarhus, Varberg, Moss, Þórshöfn og Reykjavík. Ég held að einungis Þjóðverjar, sem vilja prófa eitthvað nýtt, hafi keypt sér far, enda er ferðín nánast tólf daga samfelld sigling." Jöklar íhuga að bjóða far vestur um haf Birgir Ómar Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Jökla, segir að fólk tengt fyrirtækinu og starfsmenn þess hafi verið þeir einu sem mann- að hafi farþegaklefana í Hofsjökli, en nú sé í athúgun að gera samn- ing við ferðaskrifstofu og bjóða almenningi upp á að kaupa sér far með skipinu, sem siglir til Boston, Nýja-Englands og Kanada. Hefur þú séð undur heimsins með Heimsklúbbi Ingólfs? - Tvöfallt verðgildi peninganna &£<4l4 *-y€&/i &tti/ Brottför á föstvdögum árið um kríng! Gífurleg aukning hefur orðið í ferðum Heimsklúbbsins til Karíbahafsins frá ársbyrjun, og gildir það bæði um siglingar á glæsilegustu skemmtiskipum heimsins frá CARNIVAL CRUISE LINE og dvöl á hinni draumfögru eyju DÓMINÍKANA. Margir velja fyrst siglingu og bæta síðan við dvöl á hinum vinsælu baðströndum RENAISSANCE CAPELLA BEACH eða PUERTO PLATA VILLAGE, þar sem þú lilír sældarlífi og allt er innifalið. Með tilkomu lægri flugfargjalda ogsérsamninga við gististaði er verðið ótrúlega hagstætt og samanburður sýnir að heildareyðslan er minni en á Kanaríeyjum. Bæði siglingar og dvöl á Dóminíkana standa nú til boða allt árið. Per/ur Austurlanda 5. okt. - Töfrar „1001 "nætur 17. október Ferðir til Austurlanda eru spennandi valkostur og kosta að jafnaði lítið éða ekkert meira en tveggja eða þriggja vikna Evrópuferð. Heimsklúbbur Igólfs & Príma geta gert slíkan ferðadraum að veruleika með einstaklega hagkvæmum samningum við nokkur bestu flugfélög heimsihs og valda gististaði í öllum helstu borgum Asíu. Hvers vegna ekki að reyna nýtt og tvöfalda verðgildi peninganna? íslendingar þurfa ekki að leita til Danmerkur um fyrirgreiðslu í Austurlöndum. Þar byggir Heimsklúbbur Ingólfs á langri reynslu, samböndum og samningum við yfir 50 hótel á stórlækkuðu verði. FERÐASKRIFSTOFAN mtrw HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17.4. hæð 101 Reykjavik. slml 56 20 400. lax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.