Morgunblaðið - 02.04.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 02.04.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 B 3 KÖRFUKIMATTLEIKUR Slógum þær út af laginu „VÖRNIN gekk nyög vel lyá okkur og við náðum að slá þær útaf laginu. Við tókum smá áhættu og skiptum um varnarleik, og það gekk allt upp. Við náðum 19 fyrstu stigunum og þær höfðu ekki skorað eftir rúmar tíu mínút- ur. Sóknin brást i seinasta leik en núna gekk hún upp. Stelpurnar tóku skynsamleg skot og hittu vel. Ég lagði upp fyrir leikinn að hafa bara gaman af þessu og það gekk eftir,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur ánægður með stelpurnar sínai- að leik lokn- um. „Stelpurnar komust ekk- ert áleiðis gegn vörn Kefla- víkurliðsins, en þetta er alls ekki munurhm á liðunum. Við áttum við veikindi að stríða, en það útskýrir ekki endilega þennan ósigur. Við spiluðum okkar versta leik i vetur og réðum aUs ekki við þessa vörn. Við vorum samt búin að fara í gegnum þenn- an möguleika fyrir ieikinn, en þetta gekk ekki. Ég er samt nyög stoltur af stelpun- um og óska þeim til ham- ingju með þennan árangur um leið og ég óska Keflvík- ingum tii liamingju með titil- ixm,“ sagði Óskar Krisíjáns- son þjálfari KR niðurlútur eftir leikinn. Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflvíkinga, var að vonum ánægð eftir að hafa hampað bikarnum. „Við breyttum vörninni og náðum að slá þær útaf laginu. Við spiluðum stífa pressuvörn sem gekk vel. Við hittum nyög vel og það gekk í raun allt upp. Við fengum skell á föstudaginn og spiluðum þá ekki nógu vel. En þetta var okkar besti leikur í vetur.“ Keflavík meistari KEFLAVÍK nældi sér í íslands- meistaratitil með litlum erfið- leikum þegar stelpurnar sóttu KR heim í Hagaskóla á sunnu- dagskvöldið. Ef körfuboltamenn í Keflavík hafa verið niðurlútir eftir ósigur karlaliðsins á sunnu- daginn komu stelpurnar í veg fyrir að það yrði langvarandi. Keflavík átti ekki í minnstu erfið- leikum og með frábærri vörn og góðri hittni tryggðu stúlkurnar sér íslandsmeistaratitil númer sjö á níu árum og unnu tvöfalt í sjötta skipti. Keflavíkurstelp- urnar léku sér að slöku liði KR og eftir að hafa skorað fyrstu 19 stigin, áttu þær ekki í erfið- leikum með að klára dæmið og luku leiknum með 33 stiga mun, 37:70. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi verið nær einstefna í átt að körfu KR í fyrri hálfleik. Keflavík- urstelpurnar spiluðu 2-3 vörn á allan völl- inn og pressuðu vel. Sú vörn gekk betur en besta ævintýri og þegar 10 mínútur voru liðnar voru þær komnar með 19 stig á móti engu. Anna María Sveinsdóttir og Veronika Cook fóru fyrir Keflavíkurliðinu sem átti ekki í minnstu erfiðleikum með að verjast slökum leik KR stelpnanna sem áttu einn sinn slakasta leik í vetur. Helga Þorvaldsdóttir braut þó ísinn þegar hálf ellefta mínúta var liðin. Stig KR urðu á endanum 11 í hálfleiknum, og í leik um íslands- meistaratitil er það of lítið, jafnvel í handbolta. Keflavíkurstelpurnar héldu áfram að skora og þegar fyrri hálfleiknum lauk var munurinn 21 stig Keflavík í vil. Nýting KR stelpnanna í fyrri hálf- leik var með því slakara sem sést hefur og hittu þær aðeins í 3 skotum af 15 utan af velli og misstu boltann 22 sinnum og náðu honum aðeins 5 sinnum. Seinni hálfleikurinn var öllu skárri hjá KR. Það tók ekki nema 6 mínút- Sindri Bergmann Eiðsson skrifar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Keflavík íslandsmeisfari kvenna 1996 KEFLAVÍKURSTÚLKUR unnu þrefalt í ár; bikar-, deildar- og íslandsmelstarar. í llðinu eru, neðrl röð frá vinstrl: Lóa Björk Gestsdóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Erla Reynlsdóttlr, BJörg Hafsteins- dóttlr, Anna María Svelnsdóttir, fyrirliðl og Margrét Sturlaugsdóttlr. Efri röð frá vlnstrl: Ingi- mundur Guðjónsson, lukkutröll, Sígurður Valgeirsson, liðsstjórl, Inglbjörg Emilsdóttlr, Elín- borg Herbertsdóttir, Ería Þorstelnsdóttir, Veronica Cook og Sigurður Ingimundarson, þjálfari. ur að bæta stigaskorið frá fyrri hálf- leik og náðu þær að laga nýtinguna, úr 20% í 50%, en vörnin var jafn galopin og í þeim fyrri. Keflavíkur- stelpurnar héldu áfram að hitta vel og áttu ekki í miklum erfiðleikum með að fá góð færi. Veronika og Erla Reynisdóttir sem og Anna Mar- ía sáu um að KR ætti enga mögu- leika á að minnka bilið milli liðana og juku muninn í 33 stig áður en yfir lauk. Lokatölur leiksins 37:70. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið einn slakasti leikur KR í vetur og ekki kom hann á besta tíma. Veikindi tóku sinn toll af liði KR og áttu fjórar stelpur í liðinu við veik- indi að stríða, þar af tvær í byijunarl- iðinu, Guðríður Norðfjörð sem var með slakasta móti og Kristín Jóns- dóttir sem gekk einnig illa. Majenica Rupe, sem þrátt fyrir mörg mistök verður að teljast besti leikmaður KR-liðsins í leiknum, gerði 18 stig og tók 10 fráköst. Anna María átti góðan leik í liði Keflavíkur og skoraði 11 stig, tók 7 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Ver- onica átti einnig mjög góðan leik og gerði 18 stig og tók 11 fráköst og náði boltanum 7 sinnum. Keflavíkurstelpurnar eru vel að titlinum komnar og kórónuðu gott tímabil sitt með stórsigri. Anna Mar- ía tók við þriðja bikarnum í vetur fyrir hönd stelpnanna og kann greini- lega vel við sig í því hlutverki og ekkert bendir til þess að þetta verði hennar síðasti. í sjöunda sinn Keflvíkingar voru rassskelttir Grindvíkingar jöfnuðu metin í einvíginu við Keflvíkinga um íslandsmeistaratit- ilinn í körfuknattleik á sunnudaginn - og heldur betur. Qftir að hafa Skúli Unnar tapað fyrsta leiknum á Sveinsson heimavelli gerðu Grindvík- skrifar ingar sér lítið fyrir og burst- uðu Keflvíkinga í Keflavík. Lokatölur urðu 54:86 eftir að heimamenn höfðu lagað stöðuna örlítið undir lok leiksins. Það er skemmst frá því að segja að Kefl- víkingar léku mjög illa og áttu aldrei mögu- leika. Hefði hann verið fyrir hendi eyðilögðu leikmenn hann með stöðugu tuði út í dómar- ana. Dómararnir voru reyndar mjög slakir, en engu að síður mun skárri en leikmenn Keflavíkur. Vörn heimamanna var hræði- lega léleg. Grissom var sá eini sem reyndi að beijast og stíga fyrir mótheija sína til að ná fráköstum. Aðrir í liðinu fylgdust með. Helgi Jónas og Hjörtur gerðu fyrstu 18 stig Grindvíkinga og fékk sá fyrrnefndi ein- staklega góðan frið til að skjóta því Guðjón Skúlason réð ekkert við hann. Eina skiptið sem Helgi Jónas fann fyrir Guðjóni var þegar hann fékk hressilegt olnbogaskot er boltinn var víðsijarri. Helgi Jónas lá eftir en hafði vit á að láta þetta ekki fara í skap- ið á sér, heldur einbeitti sér að leiknum. Kynningin á liði Keflvíkinga, með ljósa- sýningu og reyk, var það eina sem var í lagi að þessu sinni hjá Keflvíkingum. Allt annað brást. Sóknin var mjög vandræðaleg gegn svæðisvörn gestanna, sem skiptu end- rum og sinnum í maður á mann. Þrátt fyrir allt var munurinn í leikhléi aðeins 11 stig og heimamenn komu honum niður í 6 stig í upphafi þess síðari, 35:41. Þá kom einn hræðilegasti kafli, sem sést hefur hér á landi hjá einu liði og stóð í átta mínútur. Gestirnir gerðu 38 stig gegn fjór- um stigum Keflvíkinga - munurinn orðinn 40 stig. Keflvíkingar hefðu mátt skipta ungu strákunum inná fyrr til að leyfa þeim að spreyta sig og hvíla lykilmenn meira. Leikur liðsins gat vart versnað þó ungu strákarnir fengju að prófa. Svæðisvörn Grindvíkinga gekk vel, enda gerðu Keflvíkingar aðeins 27 stig í hvorum hálfleik. Hjörtur var sterkur í sókninni og stjórnaði leik liðsins af festu. Helgi Jónas hitti vel og raunar léku flestir þokkalega, en það var fyrst og fremst vörn Grindvík- inga sem var sterk. 24 Villur 9 Morgunblaðið/Einar Falur RODNEY Dobard tekur hér boltann af Guðjóni Skúlasyni sem ætlaðl sér að leggja knöttlnn { körfuna. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1996 Annar leikur liðanna iúrslitunum, leikinn i Keflavik31. mars 1996 KEFLAVÍK NJARÐVÍK •———mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrn 54 Stig 86 0/0 Víti 22/34 6/21 3ja stiga 8/24 m 39 Fráköst 43 25 (vatiBjáJ. 32 14 (sóknar) 11 6 Bolta néð 11 16 Bolta tapað 12 14 Stoðsendingar 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.