Morgunblaðið - 02.04.1996, Page 8

Morgunblaðið - 02.04.1996, Page 8
mam SBOBBBBBH KNATTSPYRNA / ENGLAND Fowler óstöðvandi isitSÍSI Reuter ROBBIE Fowler, framherjlnn ungl og stórhættulegl hjá Llverpool, kann grelnllega vel vló slg á Old Trafford. Hér fagnar hann fyrra markl sínu gegn Aston Vllla á sunnudaginn. FOLK DRAUMUR flestra unnenda ensku knattspyrnunnar rættist á sunnudag er Manchester Un- ited og Liverpool komust í úrslit bikarkeppninnar. Þetta eru tvö af bestu liðum landsins og Ijóst að um sannkallaðan stórslag verður að ræða á Wembley 11. maf þegar úrslitaleikurinn fer fram. Leikmenn Chelsea og As- ton Villa urðu að bíta í það súra epli að falla við síðustu hindrun fyrir úrslitaleikinn, og verða sigrar stórliðanna að teljast sanngjarnir þó svo Chelsea hafi fengið góð marktækifæri gegn United og munurinn hafi verið of stór miðað við gang leiks Li- verpool og Villa. Manchester United hefur nú ekki tapað í síðustu 15 leikj- um, síðan 1. janúar og liðið á mögu- leika á tvennunni eftirsóttu: að sigra bæði í deildar- og bikarkeppni. Un- ited er komið í úrslit bikarkeppninnar þriðja árið í röð og er einungis þriðja liðið á þessari öld til að afreka það. Vörn United var ekki eins og alla jafna; bakvörðurinn Denis Irwin og miðverðirnir Steve Bruce og Gary Pallister voru allir illa fjarri góðu gamni vegna meiðsla. David May og Gary Neville voru ekki sannfærandi sem miðvarðarpar í byrjun og Chelsea var tvívegis nálægt því að skora. Litlu munaði reyndar að David Beckham kæmi United yfir eftir fimm mín. er skot hans úr teignum small í stönginni en síðan tók Chelsea völdin. Aðeins munaði millimetrum að Steve Clarke skoraði er gott skot hans smaug framhjá markinu og varnarmaðurinn Michael Duberry þrumaði svo í neðanverða þverslána en þaðan hrökk knötturinn út. Það kom því ekki á óvart er Chelsea náði forystu á 11. mín. Mark Hughes, sem varð þrívegis bik- armeistari með Man. Utd. - síðast 1994 er hann skoraði í úrslitaleiknum - braust upp vinstri kantinn og sendi glæsilega fyrir mark fyrrum félaga sinna, þar var Ruud Gullitt kominn og Hollendingurinn skallaði örugg- lega í netið. Eric Cantona var óheppinn að jafna ekki rétt fyrir hlé er gott skot hans utan teigs fór í stöngina. Un- ited náði sér annars ekki á strik fyr- ir hlé en í seinni hálfleik var allt annað uppi á teningnum. Andy Cole jafnaði á 55. mín. - rak stóru tána í knöttinn andartaki áður en hann sveif yfir marklínuna eftir glæsilegan skalla Cantonas og þremur mín. síð- ar gerði áðurnefndur Beckham sigur- markið eftir hroðaleg mistök í liði Chelsea. Miðvallarleikmaðurinn Cra- ig Burly, sem annars lék mjög vel, vann knöttinn á miðjum eigin vallar- helmingi og hugðist senda til baka á Hitchcock markvörð. Sendingin var hins vegar ónákvæm, fór rakleiðis til Beckhams sem var á auðum sjó og þakkaði kærlega fyrir sig með því að skora framhjá Hitchcock sem kom á móti. Eftir að Chelsea hafði lent undir var alltaf á brattann að sækja hjá leikmönnum liðsins. Þeir fengu þó ákjósanleg færi á að skora en Peter Schmeichel, hinn danski markvörður United, var í miklum ham eins og venjulega. Varði vel þegar á þurfti að halda og aðeins einu sinni missti hann af knettinum; fast skot John Spencers fór framhjá honum og stefndi í markið en þá var Eric Can- tona kominn til baka og skallaði ör- ugglega frá af marklínu! „Þetta er besti undanúrslitaleikur síðan ég kom til United. Ég held að sigurinn hafí verið verðskuldaður. Ruud Gullit setti okkur í smá vand- ræði í fyrri hálfleik en í síðari hálf- leik vorum við betri,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. Glæsileg mörk Fowlers Robbie Fowler, framheijinn ungi og stórhættulegi hjá Liverpool, kann greinilega vel við sig á Old Trafford, leikvangi Manchester United. Hann gerði tvö frábær mörk gegn United í deildinni fyrr í vetur og á sunnudag voru tvö stórglæsileg mörk hans hápunktar leiks Liverpool og Aston Villa. „Everton kom með bikarinn til Liverpool í fyrra og nú ætlum við halda honum þar en færa hann yfir á Anfíeld," sagði Fowler. Fowler kom Liverpool á bragðið strax á 16. mín. Jamie Redknapp, sem hefur lengi verið meiddur og var nú í byijunarliðinu í fyrsta skipti í fimm mánuði, tók aukaspyrnu frá hægri, Fowler kastaði sér fram í teignum og skallaði glæsilega neðst í markhornið íjær. Leikurinn var lengstum ekki sér- lega skemmtilegur á að horfa, Liv- erpool hörfaði og gaf Aston Villa eftir stór svæði á vellinum en treysti á skyndisóknir. Villa lék vel á kafla í fyrri hálfleik, skapaði þá ágæt færi en tókst ekki að skora, og þegar á leið var eins og leikur liðsins fjaraði út. Undir lokin gulltryggði Liverpool svo sigurinn með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Fowler á 86. mín. með glæsilegu vinstri fótar skoti utan úr teig; eftir aukaspyrnu Redknapps frá vinstri skallaði varnarmaður frá, Fowler tók knöttinn á bijóstið og skaut viðstöðulaust með vinstra fæti í stöngina fjær og inn. Hann hefur þar með gert 33 mörk í vetur. Jason McAteer gerði svo þriðja markið á 90. og síðustu mínútu: Steve McManaman lék upp vinstri kantinn, inn á teig og renndi á McAteer sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Villa, sem sigraði í deildarbikar- keppninni með 3:0 sigri á Leeds á Wembley um fyrri helgi, var talsvert með knöttinn í leiknum um helgina og skapaði sér þokkaleg færi en sig- ur Liverpool var þó sanngjam. „Við lékum vel í 80 mínútur en seinna markið var rothöggið," sagði Brian Little, knattspymustjóri Villa, og bætti við að lið hans hafí ekki náð að skora í þremur leikjum gegn Li- verpool í vetur. ■ GARRY Flitcroft, sem Black- burn keypti frá Man. City á 3,2 millj. punda í sl. viku, var rekinn af leikvelli í sínum fyrsta leik — eftir aðeins þijár mín. gegn Ever- ton fyrir ofsafengna hegðun. ■ GRAHAM Kavanagh tryggði Middlesbrough sinn fyrsta sigur frá 23. desember, með marki úr . vítaspyrnu gegn Leeds, 1:0. Gary McAllister misnotaði vítaspyrnu fyrir Leeds. ■ JOHN Lukic, markvörður Le- eds, meiddist í seinni hálfleik og tók varnarmaðurinn Lucas Radebe frá S-Afríku stöðu hans. ■ NIALL Quinn skoraði eftir að- eins 80 sek. gegn Bolton, sem náði að jafna með marki John McGinlay. Guðni Bergsson lék vel með Bol- ;J ton. ■ BARCELONA nálgast Atletico Madrid á toppnum á Spáni með hveijum leik. Heppnin var með Barcelona gegn Albacete — sig- urmarkið skoraði Oscar Garcia. Atletico Madrid tapaði fyrir Real Madrid, 1:2. Michael Laudrup skoraði sigurmark Real Madrid. Átta umferðir eru eftir og á Atletico eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp 20. apríl. ■ ALLY McCoist skoraði þrennu fyrir Glasgow Rangers gegn Raith Rovers, 4:2. ■ HOLLENSKI markvörðurinn Theo Snelders, sem Rangers keypti frá Aberdeen á 200 þús. 1 pund, lék sinn fyrsta leik með liðinu. ■ PORTÚGALSKI landsliðsmað- urinn Jorge Cadete, sem Celtic Keypti frá Sporting Lissabon, lék sinn fyrsta leik gegn Aberdeen í gærkvöldi, 5:0. Cadete skoraði fimmta markið, aðeins þremur mín. eftir að hann kom inná sem vara- maður, við mikinn fögnuð 25.994 áhorfenda. ■ ROMARIO skoraði fimm mörk fyrir Flamengo gegn Olaria, 6:2 í Brasilíu. ■ ANDY Möller byijar að æfa fyrr með Dortmund en fyrirhugað var — meiðsli hans, liðbönd á fæti tognuðu, eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Sagt var í sl. viku, að hann yrði sex vikur frá æfingum og keppni, nú er ljóst að hann fari að æfa á næstu dögum og leiki með gegnKöln 9. apríl. ■ JOHANN Cruyff, þjálfari Barc- elona, sagði í gær að hann yrði áfram á Spáni — væri ekki að ger- ast þjálfari Bayern Miinchen, eins og orðrómur hefur verið um. „Það er skemmtilegt að vera orðaður við lið eins og Bayern," sagði Cruyff. ■ CRUYFF sagði einnig, að hann hafi ekki áhuga á að taka við hol- lenska landsliðinu. „Ég tel að ég sé ekki rétti maðurinn fyrir það starf. Ég er þjálfari, sem vill um- gangast leikmenn sína daglega." Bayem lagði Dortmund Bayern Múnchen skaust upp í efsta sæti þýsku deildarinnar með l:0-sigri á Dortmund um helg- ina. Það var þýski landsliðsmaðurinn Mehmet Scholl sem gerði sigurmark- ið á 38. mínútu og var það einkar glsæislegt — skot utan vítateigs hægra megin af 20 metra færi og boltinn sveif í fjærhornið. „Þetta átti að vera fyrirgjöf," sagði Scholl um markið. Bayern hefur nú tveggja stiga forskot á Dortmund þegar níu um- ferðir eru eftir en Dortmund á einn leik til góða. Leikur Bayern þótti ekki góður en engu að síður var sigur- inn mikilvægur því tap á heimavelli hefði þýtt að möguleikar á meistarat- itlinum hefðu orðið mun minni. Papin lék með Bayern og virkaði nokkuð frískur og eins átti Lothar Matthaus góðan leik. Klinsmann fann sig hins vegar ekki og var daufur. Eftir leikinn sló Scholl svissneska landsliðsmanninn hjá Dortmund Stephane Chapuisat því hann hafði eitthvað verið að ergja hann á vellin- um. Scholl gæti átt yfir höfði sér allt að átta vikna keppnisbann. „Það er slæmt þegar leikmenn eins og Scholl missa stjórn á skapi sínu. Hann er frábær leikmaður en á enn mikið eftir ólært. Ef hann ætlar sér að vera leikmaður á heimsmæli- kvarða þarf hann að læra að stilla skap sitt, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari Dortmund. Gladbach van Frankfurt 2:0 og er í þriðja sæti, 10 stigum á eftir Bayern. Það er því ljóst að keppnin um meistaratitilinn stendur á milli Bayern og Dortmund. Eftir leikinn var Karl-Heinz Körbel rekinn sem þjálfari Frankfurt en við starfi hans tekur fyrrum þjálfari liðsins, Serbin Dragoslav Stepanovic, sem var rek- inn frá spænska liðinu Athletic Bilbao fyrir tveimur vikum. Það verður hlutverk hans að bjarga liðinu frá falli. Tímamófaleikur hjá Baresi Leikm'enn AC Milan heldur sínu striki á toppi ítölsku deildarinn- ar. Á sunnudaginn lögðu þeir Piac- enza að velli, 2:1. Leikurinn markaði tímamót á ferli fyrirliða AC Milan, Franco Baresi. Hann lék þarna sinn 500. deildarleik með félaginu sem hann hefur verið hjá allan sinn feril. Það var lítill meistarabragur á leik- mönnum Juventus er þeir mættu Parma. Þó tókst þeim að sigra með marki Del Piero eftir skelfíleg mistök markvarðar Parma, Luca Bucci. Giuseppi Signori hlaut ekki_ náð fyrir augum landsliðsþjálfara Itala, Árrigo Sacchi, í síðustu viku er hann kallaði saman landsliðshóp til æfinga. En hann lét það ekki á sig fá og skoraði öll þijú mörk Lazio í sigri á Vicenza á Olympíuleikvanginum í Rómaborg, 3:0. Inter Milan hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið varð að játa sig sigrað á heimavelli gegn Fior- entina, 1:2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.