Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 B 7 Yfirtaka Svíar danska bygging- armarkaðinn ? Tvö stærstu byggingarfyrirtækin í Svíþjóð, Skanska og NCC, segjast líta á Norðurlönd sem sinn heimamarkað FYRST hjálpa þeir okkur með brýrnar og síðan koma þeir með alla sína krana og gröfur og gleypa í sig markaðinn eins og gráðugir úlfar. Þannig er talað í Danmörku og þá er átt við Svíana, Skanska og NCC, tvö stærstu byggingarfyr- irtæki á Norðurlöndum, en við hlið- ina á þeim eru dönsku byggingar- fyrirtækin eins og hverjar aðrir búðarholur. í byggingariðnaðinum í Dan- mörku og meðal sérfræðinga efast enginn um, að sænsku fyrirtækin tvö verði á fáum árum mjög stór á markaðnum þar og muni í millitíð- inni ryðja burt eða kaupa upp mörg dönsk fyrirtæki. Ástandið er líka þannig núna, að það er ekki nóg til skiptanna fyrir dönsku fyrirtæk- in, hvað þá þegar stóru, sænsku fyrirtækin bætast við. Peter Falk-Sorensen hjá Dansk Aktie Analyse spáir því, að Skanska og NCC verði orðin drottnandi fyrir- tæki á danska byggingarmarkaðin- um á skömmum tíma og það muni gerast á sama tíma og verkefnum dönsku fyrirtækjanna erlendis, að- allega í Þýskalandi, lýkur. Það er fyrst og fremst vinnan við stóru brýrnar, Stórabeltis- og Eyrar- sundsbrúna, sem hefur komið sænsku fyrirtækjunum á bragðið en þau hafa á síðustu árum verið iðin við að koma sér upp dönskum dótturiyrirtækjum. Stærra en 20 stærstu fyrirtækin í Danmörku til samans Skanska, sem er stærra en 20 stærstu byggingarfyrirtækin í Danmörku til samans, er til dæmis með dótturfyrirtækið C.G. Jensen en það hefur bólgnað út á nokkrum árum með uppkaupum á öðrum fyrirtækjum og er nú það fjórða stærsta í Danmörku. „Skanska lítur á Svíþjóð, Dan- mörk, Finnland og Bandaríkin sem sinn heimamarkað og það skiptir máli að vera í fararbroddi," segir Lennart Hallberg, upplýsingastjóri hjá Skanska, en tekur fram, að til að vera í fararbroddi þurfi fyrir- tækið ekki að vera það stærsta. NCC, sem er helmingi minna en Skanska, beitir aðallega fyrir sig byggingarfyrirtækinu Armton í Danmörku og metnaðurinn er ekki minni en hjá Skanska að því leyti, að NCC ætlar sér stóra hluti á Norðurlöndum. Þessi innrás Svíanna í Danmörk hefur valdið mikilli ókyrrð þar og ugg og ekki síst vegna þess, að dönsku fyrirtækin hafa átt í mik- VIÐSKIPTI illi samkeppni innbyrðis. Á síðustu árum hefur orðið umtalsvert verð- fall á danska byggingarmarkaðin- um og er meðal annars Svíunum kennt um en þeir segjast aftur hafa tekið að sér verk, sem þeir hafi tapað á, til þess eins að hafa vinnu fyrir starfsfólkið. Sænsku fyrirtækin eru hins vegar mjög fjársterk og Danir óttast, að verð- fallið á markaðinum muni halda áfram. Borgum herkostnaðinn Lennart Hallberg hjá Skanska sagði þetta um líkurnar á verðstríði: „Þegar við hjá Skanska höfum ákveðið kúrsinn þá fylgjum við hon- um 100% og erum tilbúnir til að borga herkostnaðinn." Flestir eru sammála um, að koma Svíanna muni valda miklum breytingum í danska byggingariðnaðinum. Krafan um hagræðingu verður meiri en áður og vafalaust verður eitthvað um, að stóru fyrirtækin í Danmörku kaupi upp þau smáu. Sérfræðingarnir hjá Dansk Aktie Analyse segja, að ein af ástæðunum fyrir lítilli þróun hjá donskum bygg- ingarfyrirtækjum sé sú, að mjög mörg þeirra eru fjölskyldufyrirtæki. Metnaður eigendanna beinist ekki minnst að því að halda á loft nafni fjölskyldunnar og sjálfstæði hennar en viljinn til samstarfs við aðra, oft aðrar fjölskyldur, sé að sama skapi lítill. Stærsta sjónvarpsfyrir- tæki Evrópu komið á fót Tap hjá Swissair vegna hag- ræðingar Ziirich. SWISSAIR hefur skýrt frá tapi upp á 147 milljóna svissneskra franka eða 123 milljónir doliara í fyrra vegna „verulegs“ kostnaðar við end- urskipulagningu. Svissneska flugfélagið hefur aldr- ei áður verið rekið með tapi og hall- inn kemur á óvart. Sérfræðingar höfðu búizt við 5-25 milljóna franka hreinum hagnaði. Þrátt fyrir tapið jókst rekstrar- hagnaður verulega og telja sérfræð- ingar að það sýni að félagið sá á batavegi. Rekstrarhagnaðurinn jókst um 81% í 237 milljónir franka. Niðurskurðaráætlun fyrirtækisins á að auka tekjur um allt að 700 milljónum franka á ári frá 1997. Arður verður ekki greiddur í ár, þriðja árið í röð. Á næstu 18 mánuðum verður störfum hjá Swissair fækkað um 2.000 úr 32.703. Bonn. Reuter. BERTELSMANN AG og hluthafar Audiofina í Luxemborg hafa boðað fyrirætlanir um að koma á fót stærsta útvarps- og sjónvarpsfyrir- tæki Evrópu með tímamótasamn- ingi, sem getur haft mótandi áhrif á þróunina á fjölmiðlamarkaðnum í heiminum. Samkomulagið er að finna í vilja- yfirlýsingu um sameiginleg yfirráð yfir Cie. Luxembourgeoise de Télediffusion (CLT) og er svar Evr- ópu við sanruna risafjölmiðla í Bandaríkjunum í fyrra. Að nýja félaginu standa Bertels- mann Ufa Film- und Fernseh GmbH og CLT. Það mun ráða lögum og lofum á nokkrum helztu mörkuðum sjónvarpsauglýsinga í Evrópu og er metið á meira en 6 milljónir doll- ara. Með samningnum verður öll út- varps- og sjónvarpsstarfsemi Bert- Samningur sem getur haft áhrif á þróun fjölmiðlunar í heiminum elsmanns og CLT sameinuð undir einn hatt og að auki mun Bertels- mann greiða Audiofina 1.6 milljarða marka út í hönd fyrir 50% hlut í 97% hlut Audiofina í CLT. „Þar með er komið á fót evr- ópsku risafyrirtæki og við munum báðir eflast á markaðnum," sagði Michael Dornemann úr stjórn Bert- elsmanns. „Bandarísku risarnir munu hitta fyrir öflugan samstarfsaðila í Evr- ópu. Við viljum ekki að Bandaríkja- menn komi einir inn á þennan mark- að, heldur með okkur.“ Samningurinn er hagstæður Bertelsmann, sem verður öflugur í Evrópu í heild, eins og að hefur verið stefnt lengi, og hagstæður CLT, sem virðist hafa staðið illa að vígi að undanförnu, í útjaðrinum á miklum markaði áskriftarsjón- varps, sem er að mótast í álfunni. Bertelsmann fær örugg yfirráð yfir RTL, arðasamasta útvarps- og sjónvarpsfyrirtæki Þýzkalands, sem megnið af tekjuöflun CLT hefur byggzt á hin síðari ár, og hætt verður við málarekstur við CLT um yfirráðin. Á sjónvarpssviðinu ráða Bertels- mann og CLT nú yfir netkerfi RTL í Þýzkalandi, Luxemborg og Belgíu, auk sjónvai'ps- og útvarpsstöðva í Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og Tékklandi. Dornemann kvaðst ekki búast við að erfitt mundi reynast að fá fjölm- iðlayfirvöld í Evrópu til að sam- þykkja samninginn. Listin að ná samningum •STJÓRNUNARFÉLAG íslands efnir til námstefnu með Don Hushion og Howie Clavi- er, kanadískum lögmönnum, sáttasemjurum og sérfræðingum í samningatækni verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 17. apríl 1996 frá kl. 9.00 til 16.00. í fréttatilkynn- ingu segir að stjórnendur þurfi daglega að glíma við snúin úrlausnarefni, hvort heldur sem er að semja um verð vöru og þjónustu, semja um kaup og kjör við starfsfólk, semja við lánar- drottna eða skuldunauta, leysa úr deilum á vinnustað eða greiða úr ágreiningi við viðskipta- vini. Mikilvægt sé að ná hagstæðri niðurstöðu sem sátt sé um og þar sem eftirmálar verða Dagbók engir því dómstólaleiðin er bæði kostnaðarsöm og tímafrek. Don Hushion er stofnandi fyrirtækisins Resol- ution Alliance Inc. Sérsvið hans er sköpun og þróun kerfa, leikreglna og aðferða til að fyrir- byggja og leysa deilur og ágreining og viðhalda árangursríkri samvinnu og samstarfi. Howie Clavier sameinar það að vera lögmað- ur og vera með háskólagráðu í skipulagsfræð- um. Hann hefur starfað hjá nokkrum virtustu lögmannastofum Kanada og hefur sérhæft sig sem sáttasemjari. SFÍ aðildarverð er kr. 18.700. — almennt verð 29.900. Innifalið: Vönduð og ítarleg náms- stefnugögn, verkefni þátttakenda, morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Gæðaráðstefna hjá Viðskiptaskor HÍ •GÆÐARÁÐSTEFNA verður haldin fimmtudaginn 11. apríl á vegum nemenda við Viðskiptaskor Háskóla íslands. Þar verða kynnt verkefni sem unnin hafa verið í tengsl- um við fjögur fyrirtæki; Bakkavör hf., Sól hf., VKS hf. og Össur hf. Það sem meðal annars verður tekið fyrir í þessum verkefnum er hvemig innleiðing gæðakerfa hefur gegnið og hvaða stefnu fyrirtækin hafa tekið í sínum gæðamálum í framhaldi af vottun. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðarbókhlöðu, 2.hæð og hefst kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis og verð- ur boðið upp á kaffiveitingar í hléi. Charge- urs hætt- ir við að kaupa MGM París. Reuter. FRANSKA vefnaðar- og skemmti- iðnaðarfyrirtækið Chargeurs hefur staðfest að það sé hætt við að kaupa MGM kvikmyndaverið í Hollywood, sem frönsk stjórnvöld hafa sett á uppboð. Franska ríkið varð óvænt eig- andi MGM vegna aukinna umsvifa ríkisbankans Crédit Lyonnais og setti kvikmyndaverið í sölu í síð- asta mánuði. Talsmaður Chargeurs kvað for- stjóra fyrirtækisins, Jerome Seydo- ux hafa komizt að þeirri niðurstöðu að það mundi færast of mikið í fang ef það keypti MGM. Ekkert opinbert verð hefur verið sett upp samkvæmt góðum heim- iidum, en fréttir herma að franska stjórnin vonist til að fá 1.5-2 millj- arða dollara og ef til vili meira fyrir MGM til að bæta upp 2.5 milljarða dollara, sem Crédit Ly- onnais lagði í kvikmyndaverið. Bankinn eignaðist MGM 1992 þegar þáverandi eigandi, ítalski fésýslumaðurinn Giancarlo Parr- etti, lenti í vanskilum. Kvikmynda- verið komst síðar í eigu ríkiseignar- haldsfélags, Consortium de Réalis- ation (CDR) þegar stjórnvöld björg- uðu bankanum. Eftir er aðeins einn hugsanleg- ur, evrópskur bjóðandi í MGM: tón- listar- og kvikmyndafyrirtækið PolyGram, sem Philip ræður yfir. Tvö önnur evrópsk fyrritæki, sem hafa verið talin koma til greina, þýzka fjölmiðlafyrirtækið Bertelsmann og franska áskriftar- sjónvarpsfélgið Canal Plus, hafa sagt að þau hafi ekki áhuga. Vinsælar kvikmyndir Starfshópur undir stjórn Frank Mancuso hefur gert nokkrar kvik- myndir fyrir MGM, sem hafa geng- ið vel að undanförnu, þar á meðal Birdcage, James Bond myndina Gullauga og Get Shorty með Jolin Travolta. Væntanlegur kaupandi má gera ráð fyrir miklum ijárútlátum, því að talið er að MGM þurfi hundruð milljóna dollara á næstu árum til að auka framleiðsluna. Aðrir hugsanlegir bjóðendur eru Hollywood framleiðandinn Arnon Milchan hjá New Regency Enter- prises, Walt Disney Co, Paramount eigandinn Viacom Inc og sjón- varpsnetið NBC, sem er í eigu General Electric. CDR hefur fengið fjárfestinga- bankann Lazard Freres — sem hef- ur að baki langa reynslu af samn- ingum í Hollywood — til að sjá um söluna, sem talið er að taki þrjá til sex mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.