Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF Hinn frjálsi lífsstíll SN J ÓBRETT AÍÞRÓTTIN er ekki eyland, hún er stak í mengi menningar kenndrar við Free style eða frjálsa aðferð. Henni tilheyrir einnig iðkun á hjólabrettum, brimbrettum, free sty/e-reiðhjólum, og breik. Frjáls aðferð umvefur bæði hugsun og hátterni. Einkenni hennar er að leggja meira upp úr stemmningunni en samkeppninni. Frjáls aðferð er lífsviðhorf gagnvart heiminum, tjáning í formi fatnaðar, tónlistar og íþrótta. Mottó- ið er: „Gerðu það sem þú vilt gera - núna!“ Hug- myndin er líka að vera allur í því sem gert er, af allri sál og öllum líkama. Þessi frjálsa menning er byggð á viljanum til að framkvæma langanir eins fljótt og auðið er. Allt er auðvelt og hindranir til að sneiða hjá. List- in kemur úr úðabrúsum og úðarinn er listamaður, en fer ekki endilega í margra ára nám vegna þess að hann langar til að verða listamaður. Hér er á ferðinni sama viðhorf og í pönkinu, það er ekki skilyrði að kunna á hljóðfæri til að vera í hljómsveit og fremja músík. Eins og það krefst þrotlausrar vinnu að læra á hljóðfæri krefst þolin- mæði að læra að verða góður á brimbretti eða skíðum, en aftur á móti ekki á snjóbretti. Snjóbrettamaðurinn þarf ekki að mæta á æfingu þjá íþróttafélagi. Hann fer bara upp í fjall og ger- ir það sem hann langar til að gera með tónlist úr vasadiskói í eyrum og skemmtir sér. Afstæðis- og sældarhyggja í frjálsu aðferðlnni Frjálst lífsviðhorf er afstæðishyggja gagnvart heiminum eða að haga lífinu eftir eigin hentugleika og láta ekki segja sér hvernig æskilegt sé að vera. Markmiðið er að njóta dagsins og þurrka út skilin milli tómstunda og vinnu með því að láta gleðina vera ávallt í fyrirrúmi. Hugmyndin um gleðina framar öllu í frjálsum lífsstíl á hinsvegar rætur að rekja til forngrísku sældarhyggjunnar um að hamingjan felist í nautn- inni. Sæla snjóbrettamannsins er falin í spennunni og adrenalininu sem streymir um líkamann til að mynda þegar hann flýgur fram af hengju og bíður lendingarinnar. Launin eru ánægjan og tilgang- urinn er ævinlega að hámarka gleðistundir dagsins. Fijálsa aðferðin eða lífsstíllinn merkir að hver maður megi nota þann háttinn sem honum fellur best til að öðlast gleði, ráða sér sjálfur og velja hindrunarlaust það sem hann langar til að gera. Andstæðan er hið dæmigerða líf; starfa við það sem veitir litla sem enga gleði og koma heim á kvöldin og krefjast næðis til að fá að gleyma degin- um. Þar ríkir bölmóður og svartsýnisraus ofar öllu og lekur úr andliti hvers manns, og fólkið vinnur mánuðum saman í leiðindum sínum til að safna peningum til að kaupa sér sumarskemmtun í öðru landi. Að stunda fijálsan lífsstíl er ekki að hafna ábyrgðinni, heldur að taka hana ekki of alvarlega. Stíllinn krefst ekki glímu við spurningarnar: Hvað er rétt og hvað rangt? Heldur að sigla milli skers og báru, og halda samviskubitinu í skefjum. Frjálsi lífsstillinn er uppreisn gegn leiðindum og streitu. Hann er afslappað viðhorf gagnvart regl- um, hefðum og siðum. Hann er lífstaktur sem stefnt er gcgn lyftutónlist fjöldans. Viðhorfið er „You don’t need a weatherman to know which way the wind bIows,“ eða á öðru tungumáli: „Við þörfn- umst ekki veðurfræðings til að segja okkur vindátt- ina.“ Svar viA valdi hef Aarinnar yfir vfAhorfum og hegAun Tákn fijálsa lífsstílsins eru falin í „kiæðnaði" en ólíkt hippamenningunni og pönkinu er fijálsi lífs- stíllinn tengdur íþróttaiðkun eins og snjóbretta- rennsli. Hins vegar eru þessar lífsstefnur og við- horf í kjarna sinum sama andstaðan við stöðnun og firringu sem birtist meðal annars í því að eiga fyrirtæki til að græða peninga en ekki vegna áhuga á vörunni eða velferð viðskiptavinarins. Lífsvið- horfið er uppreisn gegn lágkúru yfirborðsmenns- kunnar. Ahugi á að vera sannur og viðmót á að vera satt en ekki leikið. Snjóbrettamanninum finnst gaman á brettinu og hann lætur ekki aðra segja sér að það sé óskynsamlegt að eyða svona miklum tíma í að renna sér og að betra væri að gera eitt- hvað nytsamlegra við tímann. Snjóbrettanianninum finnst á hinn bóginn í anda fijálsu aðferðinnar fátt nytsamlegra en að gera það sem veitir honum mesta gleði og þess vegna rennir hann sér, stekkur og flýgur án teljandi sam- viskubits. Free style eða frjálsi lifsstíllinn er eitt af fjöl- mörgum svörum unga fólksins við valdi hefðarinn- ar og sögunnar yfir viðhorfum og hegðun manna. Hlekkir vanans eru óvinurinn. ■ svipuð og 68-kynslóðin er nú að upplifa, en hún hefur sætt sig við að lífið er leiðinlegt og að hún verði að bera þunga ábyrgð.“ Rúnar kallar fólk sem langar til að vera hitt eða þetta, eins og til dæmis skáld eða hugvitsmaður, „vil- vera“. Það vill vera skáld í stað þess að vera það. Hann segist til dæmis ekki vera ánægður að selja einhveijum sem vill vera snjóbrettá- maður flotta úlpu, og stundum reyú- ir hann að koma í veg fyrir söluna, því úlpan færi góðum snjóbretta- manni miklu betur. Rúnar og tfélagar kaupa ávallt lítið af hverri vörutegund og frá mörgum fýrirtækjum til að skapa fjölbreytni og koma í veg fyrir áð allir séu til dæmis með eins húfut. Stundum kemur bara ein peysa eða einn jakki í pósti og sá sem kaupir getur verið nokkuð viss um að mæta engum eins klæddum. Það er bílskúrsfílingur í Týnda hlekknum og þangað koma margir snjóbrettamenn til að sýna sig og sjá aðra. í innsta herberginu er smíðaverkstæði til að gera innrétt- ingar og gera við bretti. „Við uppgötvuðum að við erum ekki í þessu til að gera eitthvað annað eða safna peningum heldur til að lifa og njóta,“ segir Rúnar. „ímynd fyrirtækisins er ekki tilbúin eða fundin upp, hún hefur orðið til ósjálfrátt. Þetta er lítil lókal-búð og starfmennirnir nota hvert tækifæri til að nota vörur eins og þeir selja." Tilbúln ímynd getur ekki verlA sönn, hún á aA uppgötvast „Við erum ekki sammála því að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér og að við eigum að skríða fyrir honum. Hvað er búð?“ spyr Rúnar og svar- ar, „staður þar sem viðskipti fara fram, en ekki endilega eftir fyrir- fram ákveðnum reglum.“ „Við komum fram af kurteisi, en ef kúnninn er dónalegur segjum við honum bara að fara út,“ segir Rún- ar og Jón Teitur bætir við „Mér finnst að hann hafi ekki lengur rétt til að versla við okkur ef hann er með dónaskap. Við þurfum ekkert að selja honum frekar en við viljum. „Við erum fyrirtækið,” segja þau, og fórnum stundum peningum fyrir ánægjuna. „Annað hvort er maður allur í þessu eða ekki neitt,“ segir Jón Teitur og að þetta skili sér bet- ur en að sleikja upp viðskiptavininn. „Markmiðið er að fá kikk út úr hveijum degi,“ segir Rúnar „og ef einhverjar tekjur verða til notum við þær til að gera eitthvað skemmtilegt eins og að leigja þyrlu til að fara á snjóbretti á Eyjafjalla- jökli." ■ SNJ ÓBRETT AIÐKUN Val milli gleði og RÚNAR Ómarsson, Aðalheiður Birgisdóttir og Jón Teitur Sig- mundsson eru miklir snjóbrettaiðk- endur og stunda jafnframt verslun og viðskipti í búðinni Týnda hlekkn- um með allskyns snjóbrettavörur. Týndi hlekkurinn er í Hafnar- stræti 16 og segist Rúnar hafa beitt hinni frjálsu aðferð við hönnun búðarinnar og smíðað innréttingar úr allrahanda drasli. Snjóbrettaverslun Rúnars hófst fyrir nokkrum árum í bílskúr í Skeijafirðinum og er sprottin af áhuga á brettunum. Sjálfur byijaði hann á seglbrettum en það er erfið íþrótt sem tekur langan tíma að ná tökum á. Rúnar segir ákveðna samkennd leiðinda ríkja milli þeirra sem eru á hjóla- eða snjóbrettum og iðkendum fínn- ist þeir skilja hver annan. Hins veg- ar verði þeir stundum varir við for- dóma skíðafólks sem finnst það eiga Qöll eins og Bláfjöll. Munurinn á að langa til að vera og að vera snjöbrettamaður „Hefur þig aldrei langað til að renna þér niður hinumegin í Bláfy'öll- um?“ spyr hann. „Það langaði mig alltaf og á snjóbretti þarf maður ekki að stóla á skíðalyftumar, held- ur getur verið að leika sér hvar sem er í fjallinu og fundið hengjur og flogið fram af þeim, eða stokkið á snjóþúfum." Rúnar, Heiða og Jón Teitur segj- Morgunblaðið/Sverrir í SNJÓBRETTAVERSLUNINNI Týnda hlekknum. Frá vinstri: Jón Teitur Sigmundsson, Aðalheiður Birgisdóttir og Rúnar Ómarsson. ast ekki gera skörp skil á milli vinn- unnar og snjóbrettaiðkunarinnar. „Við fundum upp orðið markaðs- snerting sem er að nota vörur sömu tegundar og við erum að selja. Þann- ig réttlætum við að fara að renna okkur í fjöllum á vinnutíma. Ef það kemur geggjað veður, lokum við búðinni og förum á snjóbretti, og fáum ekki samviskubit fyrir að hlaupa úr búðinni til að leika okk- ur. Viðskiptavinir okkar vita líka að ómótstæðilegt skíðaveður merkir að búðin er lokuð, og þeir em líka að renna sér. Við vinnum stundum fram á morgun og opnum ekki búðina fyrr en á hádegi. En það gerir ekkert til, því við glímum ekki við erfíð vandamál heldur aðeins skemmtileg verkefni.“ „Maður verður að vera sannur í því sem maður er að gera,“ segir Rúnar, „annað þýðir bara leiðindi STEINAR Þorbjarnarson, Jóhann Óskar Heimisson og Kjartan Þorbjarnarson. Bak við snjóbrettaiðkun liggja þræðir inn í menninguna og lífsviðhorf kyn- slóðar. Gunnar Hersveinn fór í Blá- fjöll, greindi hinn frjálsa lífsstíl og ræddi við iðkendur um gleðina. Yið fórum í Bláfjöll með þremur snjóbrettaköpp- um, bræðrunum Steinari og Kjartani Þorbjarnar- sonum og Jóhanni Óskari Heimis- syni, sem sýndu okkur brot af list sinni. Þeir hafa allir stundað snjó- brettin í mörg ár sér til ánægju. Gleðin hófst í stólalyftunni upp fjallið. Rólega svifum við ofar og umhverfíshljóðin dofnuðu. Hang- andi í loftinu, dinglandi fótleggj- unum með vaxandi kulda í andliti. Lendingin var mjúk. Hefðbundin skíðabrekka var lát- in eiga sig og gengið og rennt nokkurn spöl að álitlegri snjó- hengju. Jóhann hefur iðkað brettin í átta ár og talinn einn sá besti á landinu. Steinar hefur verið að í fimm ár og Kjartan í fjögur. Þeir eiga bágt með að ímynda sér að einhver geti hætt á snjóbretti eftir að hafa komist á lagið. Snjólagið í fjöllunum er þolan- legt, mætti vera mýkra. Steinar segist hafa verið skíðamaður, æft og keppt á skíðum, en svo prófaði hann bretti, keypti það og hefur verið á því síðan. „Það er strax gaman á snjóbretti, jafnvel þótt maður kunni ekkert og svo verður að alltaf skemmtilegra eftir því sem maður verður betri,“ segir hann. Við erum komnir að henginu og það er langt niður. Strákarnir kanna aðstæður, máta brettin við hengið, fara niður og finna góðan stað til að lenda á. „Hún er hörð. En hún er fín þarna!“ Einn er niðri í lendingarbrekk- unni, hinir fara upp. Lendingar- staður er ákveðinn og hvar best er að fljúga fram af. „Er þetta ekki svolítið glæfralegt?“ „Nei, nei, það er bara verst hvað snjórinn er harður.“ Ólar eru spenntar og flugið undirbúið. Farið STEINAR sleppir brúninni. Morgunblaðið/Þorkell STRÁKARNIR taka flugið fram af 15 metra henginu. hægt að stað og svo skotist fram af og flogið. „Það er ólýsanleg tilfínning að fljúga og skrítið, svo er það spenn- an með lendingua. Það skiptir miklu máli hvernig farið er fram af, hvort góðu jafnvægi er náð til að geta einbeitt sér að lending- unni.“ Kjartan flýgur og gerir „ind- ígrap“ sem er að grípa beint í brett- ið. Jóhann tekur meira tilhlaup og fer 5-60 í loftinu sem er einn og hálfur hringur og hann hefur stíl því hann fer hringinn hægar er margir aðrir geta. Lendingin er hörð eftir 15 metra fall en heppn- ast. Steinar segir að þeir fylgist vel með í sportinu, bæði með því að skoða blöð og myndbönd. „Þróunin hefur verið hröð síðustu ár og mörg ný trix komið fram,“ segir hann. „Einnig er meiri áhersla lögð á stílinn." Skemmtunin er í fyrirrúmi hjá snjóbrettamönnum og þegar keppni er haldin eins og til dæmis í Inns- bruck í Austurríki er meiri áhersla lögð á stemmninguna en medalíur. Tónlist glymur úr hátölurum og hljómsveitir spila á kvöldin. Keppt verður á snjóbrettum á næstu Ólympíuleikum en snjó- brettamenn óttast að of alvarlegur bragur verði á íþróttinni. Steinar, Kjartan og Jói skemmta sér við flugið en svo höldum við til baka. Snjóbrettafólkið í Bláfjöll- um virðist þekkja hvert annað og tekur líka spjall. Spyr um góða staði til að iðka kúnstir sínar og rennur af stað. Orð sem heyrast eru: Ballansera, spyrna, rippa upp í snjóölduna, spreyja ofl. Strákarnir segja að margir hafi byijað á hjólabrettum og stundi þau enn, sumir jafnvel að vetri inni í hentugum húsum eins og bíla- geymslum. Við erum komnir niður fjallið fótgangandi og strákarnir segjast í lokin reikna með að nota hvert tækifæri í framtíðinni til að skemmta sér á snjóbrettum og í fríjum fara til útlanda sömu erinda- gerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.