Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 B 7 DAGLEGT LÍF Tákntímans ÞEIR sem heillast af fallega hönn- uðum hlutum ganga svo langt að segja að það sé alltaf ánægjulegt að rísa úr rekkju eftir að hafa vaknað við hljómfagra hringingu úr fallegum vekjaraklukkum. Það eru líklega ekki allir sammála því, en þessar klukkur eru falleg- ar. Það er eiginlega þess virði að láta þær vekja sig til þess eins að dást að þeim. Svo er alltaf hægt að fara aftur að sofa. | ^SVISS ARMY. Ferðavekjaraklukka úr trefjagleri sem kostar um 4.000 krónur í Banda- ríkjunum. Fram- leiðandinn ábyrgist að hringingin fái fólk til að stökkva upp úr þéttustu svefn- pokum. ► SKAGEN. Silfur liúðuð vekjara- klukka í Art-Deco stíl. Klukkan sem kostar 15 þús- und kr. likist beltissylgju þegar hún er lokuð. •4 LEXON. Mött álklukka á 3.500 krónur. Þegar klukkan er opn- uð hvílir hún á lokinu. Hring- ingin verður sí- fellt háværari eftir því sem notandinn þrjóskast leng- ur við að vakna. AHERMES. Klukka í leður- ramma á 34.000 kr. Klukkuskíf- an hvílir í skeifulaga stál ramma. ► TIFFANY. Þessi klukka kostar um 28 þúsund kr. og fæst í rauðum, svörtum, grænum eða bláum lit. Hulstri úr eðluskinni er rennt í sundur og þá kemur i Ijós látúns- skífa og standur þannig að klukkan getur staðið á borði. ► GEORG JENSEN. Vekjaraklukka úr stáli og 24 karata gulli eftir danska hönnuðinn Lene Munthe. Kostar um 62 þúsund krónur. Klukkan hvílir á lokinu þegar hún er opnuð. Svart leðurhulstur fylgir. Stólarnir gleðja augað en hafa ekki hagnýtt gildi JJJ NU ER hægt að láta drauminn um sérhannaða klassíska stóla á heimilið rætast fyrir mun minni 2 pening en áður. Sá böggull fylgir hins vegar mm skammrifi að stólarnir eru svo litlir að það fer . líklega betur um þá uppi í hillu en á stofugólf- inu. Þeir eru sem sagt ekki ætlaðir ® til hagnýtra nota, aðeins til þess að gleðja augað og hjörtu eig- enda sem með sanni geta sagst eiga sérhannaða stóla eftir heimsþekkta hönnuði. Þýska safnið, Vitra Design Museum , sem meðal annars hýsir stærsta safn veraldar af nútímalega hönnuðum , húsgögnum, hefur sett á markað 27 tegundir smá- stóla sem allir eru um 10 sentimetrar á hæðina. Stólarnir eru seldir í hús- gagnaverslunum víða um heim, nokkrir fást til dæm- is í Danmörku, í Illums Bolighus á Strikinu, og kosta frá sjö þúsundum ís- lenskra króna upp í ellefu þúsund krónur. I ÞESSI stóll sem Barbiedúkk- an stendur við, kallast Verner Panton og er frá árinu 1958. ÞRÍR litlir en þekktir. Efstur er tréstóll eftir Gerrit T. Rietvelds, í miðjunni stóll hannað- ur af Alvar Aalto og neðst stóll eftir Hans J. Wegner. Hæð stól- anna þriggja er 10-13 sentimetrar. MEÐ AUGUM LANDANS Sjónvarp á íslandi og í Moskvu 1.......... María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutnings- ráðs íslands við íslenska sendiráðið. i ÞRÁTT fyrir lesenda- k bréf í dagblöðum um furðulega metnaðar- lausar dagskrár sjón- ■ varpsstöðva átti ég ^ von ^ neinum [ M ) breytingum þegar ég jL. kom síðast heim i frí, Odagskrárnar höfðu ekki verið svo félegar fyrir. Ekki veit ég hvort minni mínu er um að kenna, en þegar ég settist fýrir framan sjónvarpið til að eiga þar notalega stund flaug mér í hug, að lengi gæti vont versn- að. Ég held að þeir sem ráða ríkj- um við val á dagskrárefni sjón- varpsstöðvanna ættu að sýna meiri ábyrgð og metnað og hafa í huga að án áskrifenda verða þeir eins og vængstífðir fuglar, ríkissjónvarpið líka. Ég hef velt því fýrir mér hvaða sjónarmið ráði ferðinni við rekstur sjónvarpsstöðva. Það hlýtur að vera það, að velja efni sem vekur áhuga sem flestra og ná þannig fleiri áskrifendum og fleiri aug- lýsendum. Eru þá þessar dag- skrár í samræmi við smekk fólks, eru þessar kennslustundir í of- beldi, pyntingum, skemmdarverk- um af öllum toga og virðing- arleysi fyrir öðru fólki, það sem við, áskrifendurnir og uppalend- urnir, viljum bjóða börnunum okkar og sjálfum okkur á notaleg- um samverustundum fjölskyld- unnar? Er þetta efnið sem auglýs- endur vilja hafa í bland við kynn- ingar á vörum sínum? Við vitum að áhrif sjónvarpsefnis eru mikil, líklega má sjá afleiðingar þessa þáttar í uppeldi heimilanna, í markvissum fantabrögðum of- ' beldisseggja. Hvernig væri að áskrifendur ættu sína fulltrúa, þegar valið er sjónvarpsefni og niðurröðun þess ákveðin á útsend- ingartíma sjónvarpsstöðvanna, venjulegt fólk, mæður og feður, sem hafa það að leiðarljósi að dagskráin sé skaðlaus öllu venju- legu fólki, metnaðarfull og upp- byggileg. Þaö þarf aö veita aðhald Auðvitað höfum við þann möguleika, að segja upp áskrift og gera það harða atlögu að ríkis- sjónvarpinu, að þeir sæju sig til- neydda til úrbóta. Líklega höfum við ekki staðið okkur sem skyldi í að veita þessum stöðvum nauð- synlegt aðhald, það er svo auð- velt að hugsa sem svo, að einhver annar en ég hljóti að eiga auð- veldara með að kvarta. Mér finnst nokkuð súrt að hugsa til þess, að þegar ég gagnrýni eitthvað kemst ég alltof oft að þeirri niður- stöðu, að líklega eigi mitt eigið aðgerðarleysi sinn þátt í að við- halda ástandinu. Kannast fleiri við_ þetta? Islenskir þáttagerðarmenn og innflytjendur sjónvarpsefnis ættu að leita í smiðju sjónvarps- stöðvanna hér í Moskvu, ýmis- legt gætu þeir lært þar hvað varðar þáttagerð. Margir þeirra þátta sem hér eru á dagskrá, eiga erindi til íslendinga. Því miður ætla Rússar að ganga í gegnum skeiðið, allt er best sem útlent er, sem við könnumst svo vel við, og því er ógnvænlegt að sjá hvað erlendar lélegar myndir ryðjást inn í dagskrárnar og varla líður sú vikan að ekki byrji nýr þáttur úr flokknum 199 þátta vandamálin. Virðing fyrir lífinu Ég hef svo sannarlega undrast það, hvað sjónvarpsstöðvarnar hér í Moskvu hafa komið því við, að gera góða og metnaðarfulla þætti af ýmsum toga. Heimsóknir í gamlar, fallegar byggingar, þar sem kynnt er saga þeirra og mannlífið sem þar nærðist, upp- lestur ljóða og skáldverka, þekkt- ir listamenn kynntir, ævi þeirra og störf, söngfuglar á öllum aldri og með margvíslegan bakgrunn. Þessir þættir eru áhugaverðir og hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa, í þá er lagður metnaður. Með ívafi tónlistar, mynda úr unaðsheimum náttúr- unnar, röddum sögumanna sem flytja mál sitt af tilfinningu fyrir verkefninu, en ekki í neinum skýrslutón, eru þættirnir gæddir lífi og lotningu fyrir því sem fal- legt er og vel gert. Mér finnst ég vera ríkari eftir að hafa notið slíkrar dagskrár. Boðskapur þess- ara þátta gæti verið berið virð- ingu fyrir lífinu og leggið metnað í að lifa því. ■ María Elínborg Ingvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.