Morgunblaðið - 13.04.1996, Side 1

Morgunblaðið - 13.04.1996, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ilforgiutltfafeifc D 1996 LAUGARDAGUR 13. APRIL BLAD Formannskjör í HSÍ Rætt við Asgerði og Guðmund ÓLAFUR B. Schram hefur ákveðiö að hætta sem formaður Handkuattleikssambands íslands á árs- þingi þess í vor og hefur uppstillinganefnd þegar rætt við tvo forystumenn sem þykja koma til greina sem eftirmenn Ólafs. Það eru Ásgerður Halldórsdóttir og Guðmundur Ingvarsson. Ásgerður er fyrrverandi formaður Gróttu á Seltjarnarnesi, hefur setið í stjórn handknattleiks- deildar félagsins og á nú sæti í stjórn HSÍ. Guð- mundur er núverandi formaður landsliðsnefndar sambandsins. Ásgerðiu- og Guðmundur munu bæði hafa tekið jákvætt í málaleitan uppstiilinga- nefndar. Páll Gislason, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, er formaður uppstillinganefndar HSÍ, en með honura í nefndinni eru Jón Auðunn Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH og Pálmi Kristinsson frá Víkingi. VELSLEÐAR Verður íslands- mótið haldið á Langjökli? KEPPNI til íslandsmeistara í véjsleðaakstri, sem átti að vera á Ólafsfirði um helgina, hefur verið frestað vegna snjóleysis. Snjónum hefur rignt burt að mestu og sá sem eftir er þykir of krapakenndur fyrir vélsleða- keppni. Hugsanlegt er að keppni sem halda átti á ísafirði síðar í mánuðinum verði einnig frestað af sömu ástæðu. Fátt er til ráða ef mótunum er frestað, því þau eiga bæði að gilda til íslandsmeistara í vélsleða- akstri. Til að íslandsmótið sé lög- legt verður að halda þrjú mót á keppnistímabilinu, en aðeins eitt hefur þegar farið fram, í Bláfjöllum. Snjór finnst helst í nágrenni jökla þessa dagana og því hefur sú hug- mynd komið upp að halda íslands- mótið á Langjökli, jafnvel tvær umferðir á 3-4 dögum. Að öðrum kosti verða ekki krýndir íslands- meistara í vélsleðaakstri á þessu ári. „Við erum að skoða þennan möguleika, að halda mótið á Lang- jökli og gista í Húsafelli i nokkra daga. Þetta er spurning um hvort hægt er að flytja allan tækjakost upp á jökulinn. Þetta væri skemmti- leg nýjung og gæti þess vegna orð- ið framhald á þessu, ef vel tekst til,“ sagði Bragi, Bragasson, fram- kvæmdastjóri Landsambands ís- lenskra akstursíþróttafélaga, í sam- tali við Morgunblaðið. Ákvörðun um þetta mál verður tekin í næstu viku. Pétur skoraði SKIÐI Morgunblaðið/Kristján Tvöfalt hjá ísfirdingum ÍSFIRÐINGAR fögnuðu slgri í stórsvigi karla og kvenna á Alþjóðlegu skíðamótl í Hlíðarfjalli vlð Akureyri í gær. Arnór Gunnarsson sigraðl í karlaflokki og Slg- ríður Þorláksdóttir í kvennaflokki en þau eru hér að lokinni keppnl. ■ Nánar um mótið / B3 FRI vill vinna með KSÍ að bættri að- stöðu innanhúss HELGI Haraldsson, formaður frjálsíþróttasam- bandsins, hefur sent stjórn knattspyrnusambands- ins erindi þess efnis að samböndin standi saman í baráttu fyrir bættri innanhússaðstöðu fyrir báð- ar íþróttagreinar. „Það er báðum íþróttagreinun- um mikilvægt að komið verði upp góðri innan- hússaðstöðu og því tel ég hyggilcgt að við vinnum saman að þessu markmiði 5 stað þess að hver sé að kljást, í sínu horni og fái kannski litlu sem engu framgengt,“ sagði Helgi á fundi með frétta- mönnum í gær. Hann sagðist ekki hafa fengið nein viðbröð við erindi sínu enn frá KSÍ, enda væri stuttur tími liðinn síðan það var sent. „Bætt aðstaða er okkur lykilatriði og þar tel ég hagsmuni þessara tveggja sambanda fara sam- an.“ Ólympíufarar FRÍ æfa samanytra íjúlí ÓLYMPÍUFARAR Frjálsíþróttasambandsins verða saman í æfingabúðum í Athens í Georgíu- ríki frá 1. júlí og fram að þeim tíma að leikarnir hefjast tæpum þremur vikum siðar. Jafnvel gæti svo farið að einhverjir keppendur fari ekki inn í Ólympíuþorpið fyrr en degi áður en keppni í þeirra grein hefst. Þetta upplýsti Knútur Óskars- son, framkvæmdastjóri FRÍ, á fundi með blaða- mönnum í gær, en þess má geta að einn kepp- andi íslenska liðsins, Guðrún Arnardóttir, leggur stund á nám við háskólann í Athens. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem sá háttur er hafður á að hafa hópinn saman við æfingar síðustu vikumar fyrir Ólympíuleika. Kostnaðurinn við búðimar nemur um einni milljón króna. Gísli Sigurðsson verður sem kunnugt er þjálfari íslenska fijáls- íþróttafólksins fram að leikum. FRJALSIÞROTTIR Landsliðsmenn í æfingabúð- ir í Athens í Bandaríkjunum PÉTUR Marteinsson opnaði markareikning sinn hjá Hammarby í fyrrakvöld en hann gerði annað mark liðsins í 3:0 sigri gegn Sylvia í átta liða úrslitum sænsku bikar- keppninnar. Pétur skoraði sjö mínútum fyrir leikslok, skaut úr þvögu eftir homspyrnu. Hammarby mætir AIK í und- anúrslitum en AIK vann Örgryte 2:1 og lagði Rúnar Kristinsson upp mark Orgryte. FJÓRIR frjálsíþróttamenn, þ. á m. Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi og íþrótta- maður ársins í fyrra, eru á för- um til Bandaríkjanna í æfinga- búðir. Þeir verða tæpar sex vik- ur ytra og Gísli Sigurðsson þjálfari verður með í för. Jón Arnar Magnússon úr Tinda- stóli, Ólafur Guðmundsson, HSK, og Theódór Karlsson úr Smára í Skagafirði, sem allt eru landsliðsmenn í tugþraut, fara utan ásamt Atla Guðmundssyni, stangarstökkvara, sem einnig er úr Smára. Þeir fara í dag, laugar- dag, og koma aftur 20. maí. ís- lenski hópurinn verður við æfingar í borginni Athens í Georgíuríki, skammt frá Atlanta, þar sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. „Við vorum þarna í fyrra, þetta er sveitavöllur og mjög þægi- legt í alla staði að vera þarna,“ sagði Gísli Sigurðsson þjálfari við Morgunblaðið í gær. Vert er að geta þess að Guðrún Arnardóttir, hlaupakona, er við nám í Athens. Jón Arnar, Ólafur og Theódór voru allir í landsliðinu sem vann sig upp í 1. deild Evrópubikarkeppninn- ar í tugþraut í fyrra. „Segja má að þetta -sé hálfgerð landsliðsf^rð. Þessir þrír eru vænlegastir fyrir Evrópubikarkeppnina, sem verður í Tallin í Eistlandi um miðjan júní, en þar fyrir utan eru þrír einstakl- ingar, Auðunn Guðjónsson, Friðgeir Halldórsson og Þórður Þórðarson sem bítast um fjórða sætið fyrir Evrópubikarkeppina," sagði Gísli. Þjálfarinn segir Ólaf í mikilli framför í þrautinni og segist eiga von á að hann og Theodór bæti sig mikið á næstu mánuðum. Gísli sagði Ólaf myndu keppa í tugþraut í Bandaríkjaferðinni, á móti sem verður í Fairfax í Virginíu í byijun maí. Hópurinn kemur heim 20. maí sem fyrr segir og strax helgina á eftir keppir Jón Arnar á hinu árlega tugþrautarmóti í Götzis í Austur- ríki. HANDKNATTLEIKUR: VIGGÓ í ÆFINGABÚÐIR MEÐ RÚSSUM / C4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.