Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Könnun SVG bendir til að afkoma hótela hafi batnað á sl. ári Bætt herbergjanýting og auknar tekjur íslenska útvarpsfélagið hf, Kaupir Plastoshúsið við Krókháls ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. hefur keypt Plastoshúsið við Krókháls 6 af Plastosi hf. Með kaupunum stækkar félagið athafnarými sitt um 3.300 fermetra. Starfsemi íslenska útvarpsfélags- ins fer nú fram í tveimur húsum við Lyngháls og Krókháls. Fyrirtækið á húsnæðið við Lyngháls en hefur hingað til leigt 1.200 fermetra af Plastoshúsinu við Krókháls undir starfsemi sína. Húsið er alls um 4.500 fm að stærð þannig að með kaupunum stækkar húsnæði ÍÚ alls um 3.300 fermetra og hyggst fyrir- tækið nýta allt það rými undir eigin starfsemi. ÍÚ hefur í nokkurn tíma leitað að stærra húsnæði undir starfsemi sína <jg óskaði það nýlega eftir við- ræðum við Ríkisútvarpið um hugs- anleg kaup á sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins verður ekkert af slíkum viðræðum enda mun hið nýkeypta húsnæði duga undir starf- semi IÚ í fyrirsjáanlegri framtíð. Ekki náðist í forráðamenn fyrirtæk- isins vegna málsins. Plastos leitar að húsnæði Plastos mun afhenda íslenska út- varpsfélaginu húsið um næstu ára- mót. Jenný Stefanía Jensdóttir, framkvæmdastjóri Plastos, segir að fyrirtækið ætli sér að fínna nýtt húsnæði undir starfsemi sína eins fljótt og auðið er. Til dæmis komi vel til greina að fyrirtækið reisi nýtt hús í því skyni. Söluverð hússins fæst ekki gefíð upp en fasteignamat þess nemur tæpum 148 milljónum króna Og brunabótamat tæpum 397 milljónum. TÖLUVERÐUR bati varð í rekstri hótela á síðasta ári bæði í Reykja- vík og á landsbyggðinni, sam- kvæmt nýútkominni ársþriðjungs- könnun Sambands veitinga- og gistihúsa (SVG). Hún leiðir í ljós að herbergjanýting í heild batnaði talsvert og meðaltekjur hækkuðu af hverju herbergi. Könnunin nær til sex hótela í Reykjavík með samtals 778 gisti- herbergjum og sjö hótela á lands- byggðinni með 275 herbergjum. Helstu niðurstöður urðu þær að herbergjanýting varð að meðaltali 62,4% í Reykjavík á sl. ári saman- borið við 60% árið áður. Tekjur af hveiju framboðnu herbergi námu að meðaltali 1.173 þúsund krónum án virðisaukaskatts sem er um 10,3% hækkun frá fyrra ári. Á landsbyggðinni hækkaði nýt- ingin úr 36,6% í 40,9% milli ára. Tekjur af hveiju framboðnu her- bergi námu um 665 þúsund krón- um og hækkuðu þær um 12,4%. Framboð hætt að aukast Gunnar Karlsson, fyrrum hótel- stjóri á Hótel KEA, hefur annast þessar kannanir fyrir SVG. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að ýmsar ástæður væru fyrir aukningunni hjá hótelum í Reykja- vík. T.d. hefði verið veruleg aukn- ing í febrúar og mars á sl. ári vegna Norðurlandaráðsþings og annars stórs viðburðar um svipað leyti. „Afkoman í Reykjavík hefur verið að batna verulega á síðustu tveimur árum vegna þess að þar hefur aukning á framboði stöðv- ast. Það vantar núna lítið upp á það að afkoma hóteianna þar geti talist viðunandi og sæmilegt jafn- vægi er að skapast á milli fram- boðs og eftirspurnar. Á lands- byggðinni eru einnig teikn á lofti um að framboðsaukning sé að stöðvast en þar er lengra í land,“ sagði Gunnar. Hann benti á að ýmsar sértæk- SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið að gera samkeppnislega athugun á greiðslukortamarkaðnum. Ráðið ákvað að efna til þessarar athugun- ar eftir að því barst kvörtun vegna gjaldskrár greiðslu- kortafyrirtækj anna Visa Islands og Eurocard. Meðal annars var kvartað yfir því að fyrirtæk- in gæfu viðskipta- vinum sínum mis- munandi afslátt eft- ir kortaveltu við- komandi. Samkeppnis- stofnun hefur þegar átt fundi með forr- áðamönnum greiðslukortafyrir- tækjanna þar sem þeim hefur verið skýrt frá þessu. Umrædd kvörtun barst ráðinu á síðasta ári frá Sigurði Lárussyni, verslunareiganda í Hafnarfirði og var hún þá tekin til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. Samkeppnis- ráð efnir til athugunarinnar nú, m.a. í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram við þá meðferð. I kvört- un Sigurðar var óskað eftir því að kortafyrirtækin birtu gjaldskrár sínar opinberlega ásamt skýringum á því hvað lægi til grundvallar mis- munandi gjaldþrepum. Hann óskaði einnig eftir rökstuðningi um það ar ástæður lægju að baki aukningu á landsbyggðinni á sl. ári. Aukn- ingu á Vestfjörðum mætti t.d. að nokkru rekja til þeirra hörmunga sem þar dundu yfir á árinu. Á öðrum stöðum hefði veður hins vegar hamlað ferðum eins og t.d. heigarferðum til Akureyrar. „Yfír sumartímann batnaði nýt- ing talsvert á dæmigerðum lands- byggðarhótelum. Nýtingin í maí og september batnaði einnig mikið sem sýnir að ferðamannatímabilið er að lengjast," sagði Gunnar. hvers vegna mikil velta gæfi tilefni til lægri gjalda. Sigurður, sem sjálfur tekur ekki á móti greiðslukortum í verslun sinni, Dalsnesti, er mjög ósáttur við þær aðferðir sem greiðslukortafyr- irtækin nota við gjaldtöku af við- skiptavinum sínum. Hann telur mismun- andi posaleigu, gjaldskrárflokkun og áhættuflokkun kortafyrirtækjanna ekki standast sam- keppnislög. Visa Island hefur svarað því til hjá Samkeppnisstofnun að þjónustugjöld ráðist af þremur atriðum, tegund viðskipta, veltu og áhættuþáttum, enda sé slíkt í sam- ræmi við alþjóðlegar venjur. Gjöld hérlendis séu hófleg í þeim saman- burði, einkum í neysluvöruviðskipt- um. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, segir að í fram- haldi af kvörtun Sigurðar og í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafi komið í svörum greiðslukortafyrir- tækjanna hafi verið ákveðið að efna til víðtækrar athugunar á starfsemi beirra. _______________j Áburðarútboð hjá Ríkiskaupum Aburðar- verk- smiðjan bauð lægst RÍKISKAUP hafa ákveðið að ganga til samninga við Áburðarverksmiðjuna hf. um kaup á tilbúnum áburði fyrir Landgræðslu ríkisins og Vegagerðina í kjölfar útboðs. Var ákveðið að taka aðaltil- boði verksmiðjunnar að upp- hæð rúmlega 32 milljóna króna. Um er að ræða kaup á 1.300 tonnum af áburði. Áburðarverksmiðjan keppti við tvö önnur fyrirtæki í útboðinu, Áburðarsölunna ísafojd hf. og GLV hf. Aðaltil- boð ísafoldar hljóðaði upp á 33.820 þúsund krónur en aðaltilboð GLV 38.250 þús- und. Nokkur frávikstilboð bárust en ekki var gengið að neinu þeirra að sögn Olafs Ástgeirssonar, verkefn- isstjóra hjá Ríkiskaupum. Þetta er í annað sinn sem áburður er boðinn út en Áburðarverksmiðjan hefur ekki lengur einkaleyfí til að framleiða og selja áburð hér- lendis. Eftir þessu að dæma virðist verksmiðjan því vera vel samkeppnishæf við inn- fluttan áburð. SKÝRR færir út kvíarnar SKÝRR hf. hefur gerst söluaðili fyrir norska við- skiptahugbúnaðinn Agresso, en að sögn Þorsteins Garðars- sonar hjá SKÝRR hefur þessi búnaður átt mikillar vel- gengni að fagna í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Þorsteinn segir að hér sé um að ræða búnað sem henti fyrst og fremst fyrir millistór og stærri fyrirtæki og stofnanir. Hann sé þó ekki hentugur fyrir framleiðslu- fyrirtæki heldur miði hann einkum við þarfir þjónustu- fyrirtækja. Hann segir þenn- an búnað því sniðinn að þörf- um þeirra aðila sem SKÝRR hafi verið að þjónusta fram til þessa. Búnaðurinn er í Windows umhverfi en ekki á neinn hátt bundinn ákveðnum teg- undum gagnagrunna eða vél- búnaðar. Þorsteinn segir að hægt sé að sníða hann auð- veldlega að þörfum einstakra fyrirtækja. Leiðrétting VEGNA fréttar, sem birtist í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins 11. apríl, vill Baldur Guðnason hjá Samskipum taka fram að fyrirtækið mun opna eigin skrifstofu í Harbo- ur Grace á Nýfundnalandi en ekki í skrifstofu Harbour Grace Coldstore eins og kom fram í fréttinni. Starfsmaður skrifstofunnar verður Jóhann Bogason og segir Baldur að samstarf Samskipa við Harbour Grace Coldstore miðist við að það sjái um af- greiðslu á skipum Samskipa og viðskiptavina þeirra. 1996 Aöalfundur Granda hf. verður haldinn miövikudaginn 24. apríl 1996, kl. 17:00 í matsal fyrirtækisins aö Noröurgaröi, Reykjavík. DAGSKRÁ /. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnartil aö hækka hlutafé meö sölu nýrra hluta. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Atkvæðaseölar og fundargögn veröa afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir aö ákveðin mál verði tekin til meðferöar á aöalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það aö hafa borist félagsstjóm með nægilegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera þaö skriflega. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVIK Samkeppnisráð Starfsemi kortafyrirtækj- anna íathugun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.