Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 8
TEYMI teymi@oracle.is ORACLE HUGBÚNADUR Á ISÍANDI msapn/jammuúF FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 ORACLG, Enabling the Information Age I Nýiryfirmenn hjá Vífilfelli ehf. • SIGURJÓN A. Friðjónsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Vífilfelli ehf..' Siguijón er fæddur árið 1961. Hann stundaði nám í félagsráðgjöf við Den Sociale Höjskole í Kaupmanna- höfn og lauk þaðan prófi árið 1988. Frá því að hann lauk námi hefur Sig- urjón sótt ýmis námskeið í sölu- og markaðsmálum. Siguijón hefur starfað að ýms- um verkefnum varðandi sölu- og markaðsmál fyrir Vífilfell frá 1990 og var hann fastráðinn hjá fyrir- tækinu frá árinu 1992 en tók þá við sem markaðsstjóri fyrir heims- meistaramótið í handknattleik frá mars 1994 til júní 1995. Hann hefur einnig starfað að ráðgjöf í markaðs- og sölumálum fýrir, Handknattleikssamband Is- lands, íþróttasambands íslands og Ólympíunefnd íslands. Siguijón er í sambúð með Björgu Ingadóttur fatahönnuði og eiga þau þijú börn. • Tryggvi Harðarson hefur ver- ið ráðinn forstöðumaður tölvu- deildar hjá Vífil- felli. Tryggvi er fæddur árið 1959. Hann lauk prófí í vélaverkfræði frá Háskóla ís- lands árið 1983. Að því búnu hóf hann nám í tölvunar- fræði við HÍ og lauk þaðan Bsc. prófi árið 1985. Tryggvi hélt til náms til Danmerkur árið 1989 og lauk Msc. prófi í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höj- skole árið 1991. Árið áður en Tryggvi hóf störf hjá Vífilfelli var hann markaðs- stjóri hjá íslenskri forritaþróun ehf. Tryggvi er kvæntur Oddfríði R. Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvær dætur. • Páll Jóhann Hilmarsson tók við starfi deildarstjóra matvöru- deildar Vífilfells þann 1. mars sl. Páll Jóhann er fæddur árið 1962. Hann lauk prófi frá viðskipta- deild Háskóla íslands árið 1987. Páll Jóhann hóf störf hjá Hans Petersen hf. árið 1975 og var hann mark- aðsstjóri fyrir- tækisins frá árinu 1986 til ársins 1991. Þá tók hann við starfi deild- arstjóra matvörudeildar hjá Skag- fjörð hf. árið 1992. Sama ár stofnaði Páll Jóhann heildverslun- ina HPH ehf. og gegndi stöðu framkvæmdastjóra þar til ársins 1996 en þá keypti Vífilfell fyrir- tækið. Páll Jóhann er kvæntur Kol- brúnu Jónsdóttur fjármálastjóra hjá Húsasmiðjunni og eiga þau tvö börn. • Lárus Þórarinn Árnason hef- ur verið ráðinn innkaupa- og flutn- ingastjóri hjá Vífilfelli. Lárus er fæddur árið 1969. Hann er nú að ljúka námi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands af framleiðslu- sviði. Lárus hefur unnið sem að- stoðarmaður fjármálastjóra Vífil- fells undanfarin tvö ár með námi. Frá 1986 hefur Lárus starfað við ýms- ar deildir hjá fyrirtækinu, m.a. í söludeild, innheimtu og framleiðslu. Lárus er kvæntur Guðlaugu Ósk Þórisdóttur og eiga þau einn son. • Alexander Þórisson rekstrar- hagfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsrannsókna og vöruþróunar. Alexander lauk prófi frá við- skiptadeild Há- skóla Islands 1985 . Að því loknu hélt hann utan og lauk MBA prófi frá University of Central Florida árið 1987. Alexander var markaðs- og sölustjóri hjá Sól hf. í fjögur ár og starfaði síðan sem markaðsráð- gjafi. Alexander var fram- kvæmdastjóri samstarfshóps um sölu á lambakjöti á árunum 1994-1995. Sambýliskona Alexanders er Oddný Guðmundsdóttir rekstrarhagfræðingur og eiga þau tvö börn. Nýryfirmað- urhugbúnað- ardeildar hjá Flugleiðum • GÍSLI S. Karlsson hefur tekið við starfi deildarstjóra hugbúnaðar- deildar innan tölvudeildar Flug- leiða. Tölvudeild skiptist í þijár undirdeildir, rekstrardeild, fjarskiptadeild og hugbúnaðar- deild. Hefur sú síðarnefnda um- sjón með kerfis- greiningu og þróun á upplýs- ingakerfum Flugleiða og tengist þannig á einhvern hátt öllum deildum félagsins. Glsli starf- aði áður sem kerfisfræðingur en með nýju stöðunni hefur hann yfir- umsjón með störfum 11 manna inn- an sinnar deildar. Gísli lauk námi frá EDB (Elektr- onik Data Behandling) skolen í Kaupmannahöfn árið 1985 og kom um haustið sama ár til starfa í tölvudeild Flugleiða. Þar hefur hann starfað að undanskildu einu og hálfu ári frá 1994 til 1995 þegar hann var með eigin rekstur á Akur- eyri. |||bestun EJ^P Kynning á hugbúnaðarlausnum fyrir lnter-/lntranet og kerfisstjórnun frá Computer Associates og Microsoft þriðjudaginn 23. apríl á Skandic Hótel Loftleiðum Dagskrá: Inter-/Intranet Kerfisstjórnun 9.00 Setning. 13.30 System Management Server Gísli R. Ragnarsson, Bestun sf. (SMS) og Back Office frá 09.05 Inter-/Intranet. Lausnir og stefna Microsoft. Microsoft. Staðan í dag og stefna Microsoft. Örn Arason, Einari J. Skúlasyni hf. Jóhann Áki Björnsson, Einari J. 09.45 Computer Associates - Software Skúlasyni hf. superior by design. 14.30 Kaffihlé. Björn von Herbst, CA-Sales 14.45 The CA-Unicenter Solution and Manager. Microsoft SMS. 10.10 Databases for your Inter-lntranet. Steen Bendtsen, CA-Nordic CA-Openlngres/ICE og JASMINE. Product Manager. Karl-Anders Falk, CA-Nordic 15.45 Spurningar ogsvör. Product Manager. 16.00 Léttar veitingar. 11.05 Kaffihlé. 11.20 Managing your Inter-/Intranet. CA-Unicenter/ICE Steen Bendtsen, CA-Nordic Product Manager. 12.15 Hádegishlé. Micmsoft GÍOmputer jHssociates Þátttaka tilkynnist í síma 587 6788 eða til ritara söludeildar EJS í síma 563 3000. Þeir sem vilja nota tölvupóst geta sent tilkynningu um þátttöku á gisli@throun.is. og orna@ejs.is. Torgið Vaxtaverkjum að linna EFTIR stöðugt vaxandi vaxtamun milli íslands og nágrannaríkjanna virðist íslenskur fjármagnsmarkað- ur loks hafa vaknað til lífsins. Skarpar vaxtalækkanir undanfar- innar viku vekja óneitanlega upp spurningar um hvað kunni að vera framundan á fjármagnsmarkaði. Eftir mikla sölu húsnæðisbréfa í kringum páskana og vaxtalækkun Seðlabankans skömmu síðar hafa bæði skammtíma- og langtíma- vextir lækkað verulega. Skamm- tímaendinn hefur lagað sig að 0,75% lækkun Seðlabankans en lækkanir á langtímamarkaði hafa verið heldur minni, en engu að síð- ur umtalsverðar. En er svigrúm til frekari vaxtalækkana í bráð eða mun markaðurinn láta staðar num- ið hér að sinni? VÍB kynnti í vikunni spá sína fyrir 2. ársfjórðung þessa árs þar sem því er spáð að skammtímavextir muni lækka um 0,8%, langtíma- vextir um 0,2% og að hlutabréf muni hækka að jafnaði um 10% í verði. Þess ber að geta að þessi spá miðast við tímabilið frá 1. apríl - 1. júlí og en þær vaxtalækk- anir sem spáð er hafa þegar komið fram. Þær forsendur sem þar eru nefndar fyrir lækkun vaxta á lang- tímaendanum eru fyrst og fremst að eftirspurn verði umfram fram- boð. Því til stuðnings er bent á að ríkissjóður hafi, það sem af er þessu ári, tekið lán erlendis að fjár- hæð 14 milljarða króna. Þetta slái verulega á lánsfjárþörf ríkissjóðs á innlendum lánsfjármarkaði og dragi því úr framboðinu. Á skammtímamarkaði er bent á minni verðbólgu en gert var ráð fyrir í upphafi árs, batnandi lausafj- árstöðu viðskiptabankanna ásamt mun lægri vöxtum erlendis. Spár sínar um áframhaldandi hækkanir á gengi hlutabréfa byggir VÍB fyrst og fremst á því að eftirspurn eftir hlutabréfum verði áfram mikil, m.a. í Ijósi að stórir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði og hlutabréfasjóði muni áfram sækjast eftir hlutabréfum. Hins vegar er talið að hlutafjárút- boð fyrirtækja muni auka framboð á markaðnum og koma þar á betra jafnvægi. Hlutabréfaverð á niðurleið? Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspá, setti fram nokkur athyglisverð sjónarmið í þessum efnum á fundi VIB. Hann ræddi um þróunina á hlutabréfa- markaði og skuldabréfamarkaði í sögulegu Ijósi og kom fram með nýtt innlegg í umræðuna um hvað sé framundan. Meðal þess sem hann benti á var leitni ávöxtunarkr- öfu spariskírteina niður á við á und- anförnum árum. Þrátt fyrir nokkar sveiflur hafi leitnin verið skýr niður á við og út frá því mætti ætla að hún myndi lækka enn frekar. Sagð- ist hann reikna með því að ávöxtun- arkrafa lengri spariskírteina kynni að lækka niður í 5,30% áður en langt um liði. Þetta samsvarar um 30-35 punkta lækkun. Yngvi ræddi einnig um samband gjaldeyrisinnstreymis og ávöxtun- arkröfu spariskírteina. Það héldist nokkuð vel í hendur að þegar að gjaldeyrisinnstreymi væri mikið, líkt og nú, færi ávöxtunarkrafa spari- skírteina niður á við. Sagði hann að gjaldeyrisinnstreymi hefði ekki verið jafn mikið frá því á fyrri hluta árs 1994, en þá hafi gríðarleg lækk- un ávöxtunarkröfu spariskírteina fylgt í kjölfarið. Þá fór krafan lægst niður í um 4,82%. Yngvi segir að þessa lækkun megi að hluta til rekja til stjórnvaldsaðgerða þá, en engu að síður bendi þetta til þess að töluverð vaxtalækkun kunni að vera framundan enda fylgnin þarna á milli mjög greinileg. Hvað þróun hlutabréfaverðs varðaði taldi Yngvi að spá VÍB fyr- ir þennan ársfjórðung kynni að vera nokkuð bjartsýn. Hann benti á samanburð á þróun vöruskipta- jöfnuðar og gengi hlutabréfavísi- tölunnar. Vöruskiptajöfnuður væri í raun ekkert annað en mælikvarði á þjóðhagslegan sparnað. Svo virt- ist sem hækkandi vöruskiptajöfn- uður skilaði sér í hækkandi hluta- bréfaverði u.þ.b. 15-18 mánuðum síðar. Miðað við þróunina á síðasta ári mætti því vænta þess að hækk- anirnar myndu að fullu verða komnar fram í haust og gæti hluta- bréfavísitalan þá legið á bilinu 1.900-2.000 stig. Á síðari hluta þessa árs mætti hins vegar gera ráð fyrir því að hlutabréf myndu lækka talsvert í verði. Sagði Yngvi að svo gæti farið að markaðurinn myndi láta reyna á lækkun hlutabréfavísitölunnar allt niður í 1.200-1.300 stig. Þó gæti svo farið að bati í vöruskiptajöfnuð- inum á fyrri hluta þessa árs myndi styðja við hlutabréfaverð eða í það minnsta hamla eitthvað gegn lækk- unum. Ekki virðast menn því á eitt sátt- ir um það hvernig gengi hlutabréfa muni þróast á þessu ári. Hins vegar virðast allir telja að vextir séu hér á niðurleið. Ekki þurfa menn að furða sig á því ef vaxtastig hér á landi er borið saman við vaxtastig erlendis. í raun er það furðulegt hversu lítið íslenskir fjárfestar hafa nýtt sér þann möguleika sem þetta ástand býður upp á með erlendum lántökum sem síðan er varið til fjár- festinga hér á landi. Þó mun þetta hafa færst í vöxt upp á síðkastið. Þessi mikli vaxta- munur sem náði hins vegar að myndast ber þess þó merki að ís- lenski fjármagnsmarkaðurinn er enn mjög einangraður, þrátt fyrir að öll höft í fjármagnshreyfingum á milli landa hafi verið afnumin fyrir þó nokkru síðan. Hins vegar má kannski segja að markaðurinn sé að vakna af værum blundi um þess- ar mundir. ÞV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.