Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 6
6 C FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR Jón Auðunn meistari í þriðia sinn ÍSLANDSMÓTIÐ í skvassi barna og unglinga fór fram í Veggsporti á laugardaginn og voru þátttakendur um fjöru- ti'u, sem er viðlíka fjöldi og í fyrra. Keppt var í átta flokkum á aldrinum sjö til sautján ára, en yngsti keppandinn var sex ára. Greinilegt var á mótinu að miklar framfarir eru í skvassi hér á landi og um leið hefur áhugi vaxið að sama skapi. fyrir ofan. Birgir og Ólafur sögð- ust hafa æft fótbolta með Fjölni en væru hættir. „Ég er í golfi,“ sagði Birgir, „og ætli ég dragi hann ekki með mér í það í sum- ar,“ bætti hann við og benti á Ólaf, sem kinkaði kolli til sam- þykkis. Reynir Páll Helgason og ungur frændi hans Kristinn Helgi Hilm- arsson voru að leika sér í einum salnum er Morgunblaðið hitti þá. „Ég er bara sex ára og er yngsti Jón Auðunn Sigurbergsson sigr- aði í elsta unglingaflokknum eftir að hafa lagt Hauk Örn Stein- arsson í úrslitaleik með þremur vinningum gegn jvar einum. Var þetta í Benediktsson þriðja sinn sem Jón skrifar hreppir íslands- meistaratitilinn í sínum flokki. í sama flokki stúlkna hafði Þorbjörg Sveinsdóttir yfir- burði og vann alla sína leiki 3:0 nema úrslitaleikinn við Hildi Sonju Guðmundsdóttur, þar lenti hún í kröppum dansi. Leikur þeirra var jafn og æsispennandi þar sem Þorbjörg hafði sigur að lokum, 3:2. „Ég byrjaði að æfa fyrir tveim- ur árum og æfi nú tvisvar í viku í einn og hálfan tíma í senn,“ sagði Birgir Guðjónsson en hann sigraði í flokki tólf og þrettán ára hnokka. „Nágranni minn var að æfa skvass og spurði hvort ég vildi ekki prófa og mér fannst strax mjög gaman og dreif kunningja minn með mér,“ sagði Birgir, en hann var að taka þátt í sínu öðru íslands- móti og að hampa sínum öðrum íslandsmeistaratitli, sigraði líka í fyrra. Nú sigraði hann framan- greindan kunningja sinn, Ólaf Gylfa Gylfason, í úrslitaleik 2:0. Ólafur hlaut brons í fyrra og var ánægður með silfurverðlaunin nú. „Það voru svo fáir keppendur í okkar flokki. Við hefðum viljað hafa haft fleiri og meiri keppni," sögðu þeir félagar og stefndu að því að keppa einnig í næsta flokki Morgunblaðið/ívar ÞRÍR af keppendum í flokki 16-17 ára stúlkna, f.w.: Jóhanna Gylfadóttlr, Hildur Guðmundsdóttir og Bára Ingibergsdóttlr. keppandinn, allir hinir eru átta ára,“ sagði Kristinn og bætti því við að hann hefði æft mjög stutt, en samt náð bronsverðlaunum í flokki sjö og átta ára. Reynir Páll er hins vegar fjórtán ára og hafði nýlokið keppni í flokki 14 til 15 ára þar sem hann krækti í brons- verðlaun. „Ég var í úrslitum í fyrra og fékk þá silfurverðlaun en er alveg sáttur við bronsið núna,“ sagði Reynir, en hann hefur æft í fjögur ár. „Eg er búin að leika tvo leiki og tapa báðum, en á einn eftir,“ sagði Jóhanna Gylfadóttir, sem tók þátt í keppni 16 til 17 ára. „Þorbjörg, Hildur og Bára hafa allar æft mun lengur en ég og eru sterkar, ég hef bara æft í hálft Morgunblaðið/Jón Svavarsson ALLIR verðlaunahafar á íslandsmótinu, þau sem standa f.v. eru: Blrgir Guðjónsson, Ólafur Gylfason, Haukur Steinars- son, Dagný ívarsdóttir, Jón Auðunn Sigurbergsson, Þorbjörg Sveinsdóttir, Hólmfríður Pálmadóttir, Hlldur Sonja Guð- mundsdóttir, Áslaug Reynisdóttir, Bára Björk Inglbergsdótt- ir, Signý Þorsteinsdóttir, Daníel Benedlktsson, Reynir Páll Helgason. Fremst krjúpa f.v.: Hjörtur Jóhannsson, Kristinn Helgi Hllmarsson, Erna Guðmundsdóttir, Gyða Sigurðardótt- Ir, Dagný Ólafsdóttir og Árnl Ólafsson. Morgunblaðið/ívar ÞESSIR ungu skvassmenn heita f.v.: Birgir Guðjónsson, Reynir Páll Helgason, Kristinn Helgi Hilmarsson og Ólafur Gylfason. ár,“ bætti hún við, en sagðist stað- með bróður mínum og finnst þetta ráðin Fað halda áfram. Skvass er fín hreyfing og æfi tvisvar í viku eina íþróttin sem hún leggur stund en kem síðan oft á milli og leik á. „Ég byijaði að koma hingað við sjálfa mig,“ bætti hún við. Om stakk sér eftir gullinu ÚRSLIT Skvass íslandsmótið Drengir 16 - 17 ára: Jón Auðunn Sigurbergsson Haukur Öm Steinarsson FYiðrik Ómarsson Telpur 16 - 17 ára: Þorbjörg Sveinsdóttir Hildur Sonja Bára B. Ingibergsdóttir Sveínar 14 - 15 ára: Daníel Benediktsson Árni F. Ólafsson Reynir Páll Helgason Mejjar 14 -15 ára: Dagný Ólafsdóttir Margrét Sigurðardóttir Gyða Sigurðardóttir Hnátur 12 - 13 ára: Ema Guðmundsdóttir Áslaug Reynisdóttir Signý Hafsteinsdóttir Hnokkar 12 - 13 ára: Birgir Guðjónsson Ólafur Gylfason Snótir 10 -11 ára: Hólmfríður Pálmadóttir Dagný ívarsdóttir Snáðar 7-8 ára: Freyr Sævarsson Kristján Helgi Hilmarsson Hjörtur Jóhannsson Körfuknattleikur Úrslitaieikir bikarkeppninnar Unglingaflokkur drengja: Keflavík - Grindavík............80:63 Drengjaflokkur: Keflavík - Grindavík............59:75 10. flokkur karla: Njarðvík-KR.................... 37:65 StúlknaHokkur: ÍR - Njarðvík.................. 44:30 ÖRN Arnarson sundmaður úr SH sigraði í þremur greinum á alþjóðlegu móti unglinga f sundi í Lúxemborg um síðast- liðna helgi, en þar keppti hann ásamt ásamt sjö öðrum ís- lenskum ungmennum. Örn synti á 1.02,04 mín. í 100 m baksundi og 2.11,95 mín í 200 m baksundi og náði besta tíma sínum til þessa í400 m skriðsundi er hann synti á 4.17,10 mín., gildir þá einu hvort miðað er við fyrri sund hans í 25 eða 50 metra laug- um. Keppt var í glæsilegri 50 metra laug sem notuð var á Smáþjóðaleikunum ífyrra. Eg reiknaði aldrei með þessum árangri," sagði Örn í í sam- tali við Morgunblaðið. „Sér- staklega kom árangurinn í fjögur hundruð metra jvar skriðsundinu mér á Benediktsson óvart. Þar tókst skrifar mér að slá út minn besta tíma í tuttugu og fimm metra laug. Þessi árang- ur gefur mér byr í seglin í fram- haldinu en nú er ég að byija að byggja mig upp fyrir sundmeist- aramótið í Laugardal fyrstu helg- ina í júlí,“ bætti þessi efnilegi sundkappi við. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr ÍA sigraði í einni grein á mótinu, Örn Arnarson í 100 m baksundi, synti á 1.10,66 mín. Þá hafnaði hún í öðru sæti í 200 m baksundi á 2.30,42 mín og varð fjórða í 100 m skriðsundi á 1.03,83 mín. Hanna Björg Konr- áðsdóttir frá Keflavík synti í þrem- ur greinum og hafnaði í öllum þeirra í sjöunda sæti. Það var í 100 m baksundi á 1:14,66, í 100 m flugsundi á 1.14,46 mín og í Kolbrún Kristjánsdóttir 100 skriðsundi á 1.05,94 mín. Kolbrún og Hanna eru báðar fæddar árið 1983. Gígja Hrönn Árnadóttir úr UMFA sem er nýkomin inn í ungl- ingalandsliðið varð í ellefta sæti í 100 m bringusundi á 1.22,64 mín. og í 6. sæti í 200 m bringusundi á 2.55,86 mín. Loks varð hún sjö- unda í 100 m flugsundi á 1.12,57 mín. Gigja er fædd árið 1982. Lára Hrund Bjargardóttir og Halldóra Þorgeirsdóttir, báðar úr Ægi, stóðu sig einnig vel og Hall- dóra krækti m.a. í tvenn brons- verðlaun í 100 m bringusundi á 1.18,64 mín. og í 200 m bringu- sundi á 2.50,16 mín. Þá varð hún sjöunda í 200 m fjórsundi á 2.38,67 mín. Lára Hrund keppti í fjórum greinum. Hún varð fjórða í 400 m skriðsundi á 4.40,78 mín. og í sama sæti í 200 m fjórsundi á 2.31,74 mín. Lára hafnaði í fimmta sæti í 200 m skriðsundi á 2.12,26 mín og varð í sjöunda sæti í 100 m flugsundi á 1.10,46 mín. Bæði Lára og Halldóra eru fæddar árið 1981. Tómas Sturlaugsson sundmað- ur úr Ægi synti til fjórða sætis í 400 m skriðsundi á 4.20,29 mín. og varð fimmti Í 200 m skriðsundi á 2.04,04 mín. í 200 m baksundi var Tómas sjötti á 2.24,49 mín. Tómas er fæddur árið 1981 eins og Örn. Ómar Sævar Friðriksson, SH, synti í tveimur greinum, 200 og 400 m skriðsundi. I skemmra sundinu hafnaði hann í níunda sæti á 2.04,51 mín og í því lengra varð hann sjöundi á 4.20,90 mín. Ómar er fæddur árið 1980. íslenska sveitin varð í fímmta sæti í stigakeppni mótsins en alls voru keppndur um fjögurhundruð frá sextán þjóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.