Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 4
4 IÞROmR |HtipoUtiiÍi> HANDKNATTLEIKUR Tekst Haukastúlkum að láta kné fylgja kviði? ÚR ÞVÍ fæst skorið í dag hvort lið Stjörnunnar eða Hauka verður íslandsmeistari í hand- knattleik kvenna. Hvort lið hef- ur sigrað tvívegis f úrslitarimm- unni, þannig að oddaleik þarf til - og hann hefst í Garðabæn- um kl. 15.30. Flestir hölluðust að því áður en til úrslitaleikjanna kom að Stjaman yrði öruggur sigurvegari en raunin hefur orðið önnur. Stjörnustúlkurnar sigruðu reyndar með tíu marka mun á heimavelli í fyrstu viðureigninni og síðan í öðr- um leiknum í Hafnarfirði með íjór- um mörkum. Stóðu því með pálm- ann í höndunum, en Haukastúlkur neituðu að játa sig sigraðar, girtu sig megingjörðum og sigruðu ör- ugglega í tveimur næstu leikjum. Fyrst með fjögurra marka mun í Garðabæ - þar sem flestir bjugg- ust við að heimamenn næðu að klára dæmið - og þvínæst með átta marka mun á heimavelli í Hafnarfirðinum. Herdís Sigurbergsdóttir, leik- stjómandi Stjömunnar, meiddist í öðrum leik liðanna og var ekki með í þeim þriðja og við það hrundi leik- ur liðsins. Það var vitaskuld ekki eina ástæðan fyrir sigri Hauka því allt annað var að sjá til Hafnarfjarð- FATLAÐIR Hjólastóla- tennis Hjólastólatennis verður kynntur í tennishöllinni í Kópavogi um helgina á vegum íþróttasambands fatlaðra og Tennissambandsins. Jóhan Hag- lund, sem er atvinnumaður og sænskur meistari í íþróttinni, og Stig Ericson komu til landsins í þeim tilgangi og verða í tennishöllinni í dag kl. 14.30 til 17.30 og formleg kynning verður á morgun kl. 15 til 17. Fatlaðir og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. arliðsins er þarna var komið sögu, bæði í sókn og vöm og Vigdís markvörður Sigurðardóttir fór að verja eins og berserkur. Það sama var uppi á teningnum í fjórða leikn- um, þar sem Haukar gjörsigruðu íslands-, deildar- og bikarmeistar- ana með átta marka mun. Herdís var þá aftur með Stjörnunni, þó meidd væri, og svo verður einnig í dag. Lokapunkturinn verður settur aftan við íslandsmótið í handknatt- leik með leiknum í dag og þá kem- ur í ljós hvort Stjarnan verður meistari annað árið í röð eða Hauk- ar í fyrsta skipti í 41 ár og haldi þannig upp á 65 ára afmæli félags- ins, en það var stofnaði 12. apríl 1931 og fagnaði því afmælinu í síð- ustu viku. Miðað við það sem á undan er gengið virðist ógjörningur að spá um úrslit, sveiflurnar hafa verið ótrúlega miklar í leikjunum fjómm, en eitt er víst að spenna ætti að vera til staðar, meiri en í hinum fyrri því nú er að duga eða drepast. Bikarnum verður hampað í dag og líklegt að þeir sem mæti í bestu skapi á lokahóf handknatt- leiksfólks í íþróttahúsinu á Seltjarn- arnesi í kvöld verði annaðhvort leik- menn kvennaliðs Hauka eða Stjöm- unnar. Morgunblaðið/Bjami VIGDÍS Sigurðardóttir, markvörður Hauka, hefur leikið geysi- lega vel í tveimur síðustu leikjunum gegn Stjörnunnl. Stuðningur við ÓSI EGGERT Magnússon, for- maður viðræðunefndar ÍSÍ og Óí, gerði grein fyrir til- lögum að lögum fyrir nýtt samband, Ólympíu- og íþróttasamband íslands, ÓSÍ, á sambandsstjórnarfundi ÍSI í gærkvöldi. Hann sagði að reynt hefði verið að sam- ræma hugmyndir ISÍ og Óí og nefndinni bæri að skila fullmótuðum tiUögum fyrir íþróttaþing ÍSÍ í haust og næsta aðalfund Óí. Tillögunum var almennt vel tekið en bent á að erfíð- ast yrði að semja um breyt- ingar á vali fulltrúa á þing. EUert B. Schram, forseti ISÍ, sagði að aUir 22 formenn sér- sambandanna hefðu undirrit- að yfírlýsingu þar sem þeir lýstu sig samþykka samein- ingu. Júlíus Hafstein, formað- ur Óf, sagði við Morgunblaðið eftir umræðurnar að kröfur Óí og Alþjóða ólympíunefnd- arinnar hefðu verið teknar til greina sem væri forsenda sameiningar en máUð væri viðkvæmt og erfítt. Brasilíu- maður tilKA BRASILÍSKUR knattspyrnu- maður mun í by rjun maí koma til landsins og æfa með KA. Ef mönnum fyrir norðan líst á kappann mun hann lík- lega leika með Uði KA í 2. deildinni í sumar. Þá eru nýög mikiar líkur á að Dean Martin, sem lék með liðinu í fyrra, komi aftur til Akur- eyrar í sumar og leiki með KA. Hann hefur leikið með Brentford í Englandi í vetur. URSLIT Knattspyrna Deildarbikar kvenna KR-UMFA........................5:1 Olga Færseth 3, Guðrún Jóna Kristjánsdótt- ir 1, sjálfsmark - Brynja Kristjánsdóttir. Þýskaland Uerdingen - Freiburg......... 3:1 (Meijer 4., Steffen 77., Laessig 84.) - (Todt 79.) 6.900 Karlsruhe - Kaiserslautern.....0:0 Körfuknattlelkur NBA-deildin Cleveland - New York....... 92: 77 Orlando - Atlanta.........119:104 Chicago - Detroit.........110: 79 Dallas - Denver...........132: 98 Hiuston - La Clippers.....115:107 San Antoonio - La Lakers..103:100 Vancouver-Utah............. 79: 94 Charlotte - Milwaukee.....103:111 KORFUKNATTLEIKUR Ellefu þriggja stiga körfur Dennis Scott, leikmaður Orlando Magic, setti glæsilegt NBA- met i leik gegn Atlanta Hawks - skoraði ellefu þriggja stiga körfur og lauk leiknum með 35 stig, þannig að hann skoraði „aðeins" eina körfu af stuttu færi. Metið setti hann þeg- ar 5,15 mín. voru til leiksloka í leikn- um, sem Orlando vann 119:104. „Scott var hrikalegur, það var hægt- að sjá það í augum hans, sem geisl- uðu - þegar áttunda og níunda skot hans rötuðu rétta leið, ætlaði hann sér ekkert annað en slá metið,“ sagði Steve Smith, leikmaður Atlanta Hawks. Scott skaut sautján skotum - hann skoraði þijár í fjórum skotum í fyrsta leikhluta, eina úr tveimur skotum í öðrum leikhluta, íjórðar úr sex skotum í þriðja leikhluta og þijár úr fimm skotum í fjárða leikhluta. Scott bætti þar með met, tíu þriggja stiga körfur, sem félagi hans Brian Shaw átti - sett þegar hann lék með Miami Heat, ásamt Joe Dumars hjá Detroit Pistons og Ge- orge McCloud hjá Dallas Terrell Brandon, sem skoraði 20 stig, og Danny Ferry voru neistinn sem kveikti bálið sem varð til þess að Cavaliers vann New York Knicks 92:77. Þetta var smá forleikur fyrir úrslitakeppnina, þar sem miklar líkur eru á að liðin mætist. „Ég man ekki eftir að liðið hafí leikið eins illa,“ sagði Jeff Van Gundy, þjálfari New York. „Það getur ekkert lið leyft sér að tapa knettinum tuttugu og einu sinni í leik gegn liði sem er eins sterkt og Cleveland." Patrick Ewing, sem skoraði 18 stig fyrir Knicks, var myrkur í máli: „Þeir settu okkur úr jafnvægi og gengu yfír okkur." Hakeem Olajuwon skoraði átján af 35 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Houston skellti leikmönnum Los Angeles Clippers kylliflötum - og Mario Elie og Clyde Drexler skor- uðu þýðingarmiklar körfur undir lok- in, 115:107. Þegar upp var staðið var Sam Cassell búinn að skora 20 stig og Drexler 18 fyrir Houston. Sean Elliott skoraði 23 stig fyrir San Antonio Spurs, var einnig sterk- ur í vöm - tók ellefu fráköst og varði tvö skot - þegar Spurs lagði Los Angeles Lakers 103:100. David Robinson skoraði 29 stig í 59 sigur- leik liðsins. Elden Campbell skoraði 27 stig fyrir Lakers, sem lék án Magic Johnsons og Nicks Vans Ex- els, sem voru í banni. Reuter Metið er mitt, félagi! BRIAN Shaw fagnar félaga sfnum Dannls Scott, sftir aö hann haföi hlrt af honum metlö í þrlggja stiga skotum — skoraöl ellefu þriggja stlga körfur fyrlr Orlando gegn Atlanta Hawks. HflPMÉflnÉi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.