Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 4
ÍÞRám FRJALSIÞROTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg BORGFIRÐINGURINN Slgmar Gunnarsson tók snemma forystuna í Víðavangshlaupl ÍR á sumardaglnn fyrsta. Hér er hann, f hvítri treyju og bláum buxum, til hægrl, að geysast af stað. Borgfirðingurinn Sigmar sigraði Ijórða árið í röð BORGFIRÐINGURINN Sigmar Gunnarsson sigraði auðveld- lega fjórða árið í röð f Víða- vangshlaupi ÍR en það var hald- ið í 81. sinn á sumardaginn fyrsta. í öðru sæti varð Gunn- laugur Skúlason UMSS annað árið í röð og í þriðja sæti hafn- aði annar Borgfirðingur, Guð- mundur Valgeir Þorsteinsson. Laufey Stefánsdóttir kom fyrst í mark f kvennaflokki, tveimur sekúndum á undan Gerði Rún Guðlaugsdóttur úr ÍR. j þriðja sæti varð Hólmfríður Ása Guð- mundsdóttir UMSB. Keppendur voru 275, ívið færri en í fyrra, en þá var metþátt- taka. Hlaupnir voru tveir hringir um Tjörnina og Hljóm- skálagarðinn, tæp- lega fimm kílómetrar í ákjósanlegu hlaupaveðri, sólskini og golu. „Þetta var óvenju öruggur sigur. Ég átti von á mun meiri keppni en raun varð á en margir sterkir hlaupar létu sig vanta að þessu sinni,“ sagði Sigmar er hann kom í mark og fjórði sigurinn í röð var í höfn. Sigmar er fjórði maðurinn til að vinna hlaupið íjögur ár í röð, hin- ir eru Sverrir Jóhannesson, KR, á árinum 1936 til 1939, Stefán Gunn- arsson, Ármanni, 1948 til 1951 og Kristleifur Guðbjörnsson, KR, frá 1960 til 1963. Oftast hefur ÍR-ing- urinn Ágúst Ásgeirsson sigrað, sjö sinnum. Sigmar tók forystu snemma í hlaupinu og hljóp mestan hluta leið- arinnar án verulegrar samkeppni frá öðrum þátttakendum. Þrátt fyrir sig- urinn sagðist Sigmar ekki vera í eins góðri æfingu og hann hefði kosið. „Ég hef lítið æft upp á síðkastið og þess vegna kom sigurinn mér á óvart en það hjálpaði mér að aðrir hlaupar- ar voru ekki í betri æfingu en ég. En ég vonast til þess að komast í betra form fyrir sumarið." Sigmar kvaðst glaður með þann áfanga að hafa sigrað í fjórða sinni í röð og reiknar með að vera meðal þátttak- enda að ári. „Það þarf eitthvað óvænt að gerast til þess að svo verði ekki.“ Houston var meistari í NBA- deildinni 1994 og 1995 og lið- ið hóf titilvömina að þessu sinni með sigri í Los Angeles. New York qg Atlanta sigruðu einnig á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og Útah hafði betur á heimavelli. Houston vann 87:83. Hakeem Olajuwon skoraði 33 stig fyrir Ho- uston og Clyde Drexler 21 stig en þetta var áttundi sigur liðsins í röð á útivelli. Cedric Ceballos skoraði 22 stig og tók 11 fráköst fyrir Los Angeles og Magic Johnson gerði 20 stig og tók 13 fráköst en liðið skor- aði ekki í átta mínútur í fjórða leik- hluta. „Við erum með hávaxinn mann að nafni Hakeem Olajuwon og hann var yfirburðamaður. Um það snýst málið en svona er úrslita- keppnin,“ sagði Drexler. „Álagið minnkar við sigurinn," sagði Olaiuw- Mun meiri keppni varð í kvenna- flokki og skildu aðeins tvær sekúnd- ur að fyrstu og aðra konu í mark. Laufey Stefánsdóttir, FH, sigraði á 18,12 mínútum en skammt á eftir var Gerður Rún Guðlaugsdóttir, ÍR, og réðust úrslitin ekki fyrr en við marklínuna. Laufey varð önnur í fyrra en Gerður var þá fjórða. Sig- urvegari þriggja undanfarinna ára, Anna Jeeves, hljóp ekki með að þessu sinni vegna þess að hún hafði nýlega on. „Við höfum verið lengi saman og við vitum hvemig á að sigra þeg- ar það skiptir verulegu máli.“ Útah fór á kostum gegn Portland og vann 110:102. John Stockton átti 23 stoðsendingar, Karl Malone skoraði 33 stig og Jeff Hornacek 30 stig fryrir heimamenn sem vom 12 stigum undir í hálfleik og unnu 37:21 í fjórða leikhluta. Rod Strick- land gerði 27 stig fyrir Portland og Arvydas Sabonis 26 stig. „Við getum leikið betur," sagði Malone og var óánægður þrátt fyrir sigurinn. „Ég var óstöðugur og get gert mun bet- ur en þetta var mikilvægur sigur.“ New York gerði 20 stig án þess að Cleveland svaraði fyrir sig á sama kafla í fjórða leikhluta og gestirnir unnu 106:83. Patrick Ewingskoraði 23 stig og John Starks 21 stig fyrir New York sem setti niður 17 þriggja tekið þátt í Lundúnamaraþoninu. „Mér fannst þetta hlaup frekar erfitt og ég hvíldi ekkert fyrir það. Hélt bara mínu striki við æfíngaáætl- un sumarsins," sagði Laufey og var ánægð með sigurinn, en hún keppir yfírleitt í millivegalengdum. „Við vorum þijár að kljást um sigurinn og ég náði forystu eftir fyrri hringinn en Gerður var alltaf rétt á eftir mér og ég rétt hafði hana. Annars var þetta fínt hlaup í góðu veðri.“ stiga körfur í 22 tilraunum. Dan Majerle var ekki í byrjunarliði heimamanna en gerði 23 stig. „Við vitum hvaða árstími er,“ sagði Anth- ony Mason, sem gerði 10 stig fyrir New York. „Reynsla og einbeiting hafa mikið að segja. Sjálfstraustið var ávallt til staðar og nýtt tímabil er að hefjast." Steve Smith skoraði 27 stig og Christian Laettner 14 stig fyrir Atl- anta í 92:80 sigrí í Indiana. Rik Smits var með 19 stig og Derrick McKey 15 stig fyrir heimamenn en Reggie Miller lék ekki með þeim vegna meiðsla og verður sennilega ekki meira með á tímabilinu. „Það er mikill áfangi að koma hingað og sigra,“ sagði Smith. „Við gerðum allt sem við gátum gegn sterku liði og það er gott að sigra á réttum tíma - í úrslitakeppninni.“ Gylfi dæmir ekki í bráð GYLFI Orrason, alþjóða og 1. deildar dómari og A-dómari í knattspyrnu, meiddist í þrek- prófi dómara í gær, sleit vöðva i læri, og getur sennilega ekki dæmt fyrr en um miðjan júní. Gylfi var í spretthalupi þegar atvikið átti sér stað en hann tekur skriflega prófið á dóm- araráðstefnu að Laugarvatni um helgina. Líklegt að Róbert fari til Þýskalands „ÞAÐ eina sem hægt er að segja er að iíkurnar eru meiri en minni að ég leiki í Þýska- landi næsta vetur,“ sagði Ró- bert Sighvatsson, ieikmaður UMFA, en hann er að velta fyrir sér tilboðum frá þýsku félögunum Fredenbeck og Shuttenwald. Róbert vildi ekkert frekar tjá sig en sagð- ist telja liklegt að botn fengist um helgina í það hvað hann gerði næsta vetur. Samkvæmt heimiídum Morgunblaðsins er líklegt að Schuttenwald verði fyrir valinu. Héðinn Gilsson úr FH hefur á hinn bóginn tekið tilboði Fredenbeck og gert tveggja ára samning við félagið. Fred- enbeck hefur vænlega stöðu í 2. deildarkeppninni og er lík- legt til að fylgja Schuttenwald eftir upp í fyrstu deild. Þá hefur Matthías Matthí- asson verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs ÍR. Matthías hefur undanfarin þijú ár dvalið við nám í Noregi og leikið með Elverum og varð meðal annars Noregsmeistari með félaginu f fyrra. Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður UMFA, skrifar undir nýjan samning við félag- ið á mánudaginn en sá orð- rómur hafði heyrst að hann væri að leita á önnur mið. Bergsveinn þvertók fyrir að hann væri að yfírgefa herbúð- ir Mosf ellinga í samtali við Morgunblaðið. „Ég býst við að við seijum stafina okkar undir samninginn á mánu- dagskvöldið.“ fráleikTeka og Lemgo í dag SÍÐARI úrslitaleikur spænska fé- lagsins Teka Santander og Lemgo frá Þýskalandi í Evrópukeppni bik- arhafa í handknattleik verður í beinni útsendingu Stöðvar 3 í dag og hefst kl. 16. Þetta mun í fyrsta skipti sem íslensk sjónvarpsstöð sýnir beint frá úrslitaleik í Evrópu- keppninni í handknattleik. Lemgo sigraði með fimm marka mun í fyrri leiknum en í dag er leikið á Spáni. Þekktir leikmenn eru i báðum liðum; hjá Lemgo t.d. örv- henta stórskyttan Volker Zerbe og Svisslendingurinn Marc Baum- gartner og í liði Teka Hvít-Rússinn Mikhaíl Jakímovítsj og Talant Do- uchebaev, Kírgístaninn snjalli sem gerðist spænskur ríkisborgari skömmu fyrir HM í fyrra og lék hér með spænska landsliðinu. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson dæma leikinn í Santand- er en verða ekki í Noregi eins og ranghermt var í blaðinu í vikunni. ívar Benediktsson skrifar KORFUKNATTLEIKUR Vömin hófst með sigri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.