Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 4
 íHóniR KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Draumur Seattle rættist Nær Auxerre tvöföldu í Frakklandi FRANSKA Iiðið Auxerre frá Búrgundarhéraðinu hefur tekið stefnuna á að vinna tvöfaldan sigur, bæði deild og bikar i Frakklandi, í fyrsta skipti í sögu félags- ins. Leikmenn liðsins geta tekið fyrra skrefið í kvöld þegar þeir leika gegn 3. deildarliðinu Nimes á Pare des Princes í París. Nimes er fyrsta 3. deildarliðið til að komast í úrslit í sögu frönsku bikarkeppninnar. Liðið hefur slegið út þrjú I. deildarlið á leið sinni til Parísar. Auxerre getur orðið átt- unda liðið frá seinní heims- styijöldinni til að vinna tvö- falt, Marseille gerði það síð- ast 1989. Ef liðinu tekst þetta mun það verða mikili sigur fyrir þjálfarann Guy Roux, sem hefur verið með liðið í 35 ár. Leikurinn er sögulegur fyrir Christian Perez, Nimes, fyrrum lands- liðsmann Frakklands, sem náði ekki að fagna sigri í bikarúrslitaleik sem leik- maður með Mónakó og París St Germain. Pierre Barlagu- et, þjálfari Nimes, hefur leikið tvo úrslitaleiki með liðinu og tapað þeim báðum - 1958 og 1961. • Leikurinn verður sýndur beint á Eurosport kl. 18. Fær peysu lan Wrtight IAN Wright, miðherji Arse- nal, sem hefur oft lent í úti- stöðum við dómara og oft fengið að sjá gula spjaldið. ætlar að skipta á peysu sinni við dómarann Keith Cooper, sem dæmdi sinn síðasta leik þegar Arsenal lék gegn Blackburn á dögunum. að það verður ekki vandamál að komast að,“ sagði hann. „Ég vil endilega halda áfram að spila, en það sem rekur mig áfram er sigurviljinn, ég vil endilega vinna. Ég vil leika eins og þeir [leikmenn Houston] og langar alls ekki að vera í þessu liði [Lak- ers] eins og það er núna,“ sagði Magic. MEISTARAR Houston Rockets áttu ekki íteljandi vandræðum með að komast í aðra umferð úrsli- takeppninnar í NBA-deildinni í körfuknattleik. Liðið sigraði Lakers 3:1 og sömu sögu er að segja um Seattle sem lagði Sacramento. Seattle hefur átt í erfiðleikum undanfarin ár og þrátt fyrír að vera með eitt af bestu liðunum í deild- inni hefur gengið illa að komast áfram í úrslita- keppninni. En það tókst að þessu sinni. Leikmenn Houston stefna ótrauðir að þriðja meistar- atitlinum í röð þrátt fyrir að fáir hafí trú á að þeim takist það. Engu að síður hefur liðið leikið betur og betur með hveijum leiknum og Lakers, með Magic Johnson í broddi fylkingar, var engin hindrun fyrir meistarana, sem mæta Seattle í næstu umferð. Hakeem Olajuwon gerði 25 stig þegar Rockets vann Lakers 102:94 og tryggði sér sæti í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Olajuwon, eða „Draumurinn" var ómetanlegur að vanda. Hann kom Houston yfir 91:81 með fallegu húkkskoti er 6 mínútur voru eftir og þeg- ar Lakers minnkaði muninn í fímm stig skoraði hann frá endalínu þegar skotklukkan var að tifa út og varði síðan skot frá Eiden Campbell. Hann tók 11 fráköst, átti sjö stoðsendingar, stal knettinum fjórum sinnum og varði tvívegis skot frá mótheijum sínum. „Vörnin hefur verið aðal okkar í síðustu tveimur leikjum, sér- staklega í síðasta leikhlutanum," sagði Olajuwon eftir sigurinn. „Robert Horry var frábær í kvöld. Hann barði okkur saman í sókninni, lék frábæra vörn og gerði gríðarlega mikilvæg stig, sérstaklega þessar tvær þriggja stiga körfur," bætti hann við. Horry og Kenny Smith gerðu hvor um sig 17 stig. Del Harris, þjálfari Lakers, hafði Magic á bekknum mikinn hluta leiksins og meðal annars síðustu sex mínúturnar. „Hann [Magic] var ekki í stuði í dag. Okkur vantaði ein- hvern neista og hann er auðveldara að fá hjá ungum mönnum,“ sagði Harris. Seattle tókst loks að reka af sér slyðruorðið og komst áfram úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Liðið brá sér til Sacramento og sigr- aði Kings næsta örugglega, 101:87. Gary Payton gerði 29 stig, þar af 10 í þriðja leikhluta og hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sín- um. „Ég vildi alls ekki fara heim til að leika fimmta ieikinn þannig að ég ákvað að axla meiri ábyrgð og það gerði ég,“ sagði Payton ánægður með að vera kominn áfram í keppninni. „Ég vissi að við gætum þetta. Við urðum bara að taka okkur sam- an í andlitinu eftir tapið í öðrum leiknum. Það var mjög gott að sigra þá tvívegis á útivelli," sagði Payton sem tók 6 fráköst og átti auk þess fimm stoðsendingar. Shawn Kemp gerði 23 stig fyrir Seattle og tók 8 fráköst og Detlef Schrempf var með 13 stig, 10 fráköst og níu stoðsend- ingar. Lionei Simmons gerði 24 stig fyrir heimaliðið, Tyus Edney var með 14 og Brian Grant 13. Mitch Richmond tognaði þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og lék ekki meira með og hafði það sín áhrif á leik liðsins. Atlanta tókst ekki að gera út um viðureignina við Indiana Pacers er Reuter HOUSTON Rockets átti ekki í erfiðleikum meö Lakers og meistararnir eru komnir í undanúrsllt. Hér leggur Robert Horry knöttinn í körfu Lakers og Magic Johnson fylgist með. liðið kom í heimsókn í fyrrinótt. Gestirnir sigruðu 83:75 og því þurfa liðin að mætast fímmta sinni. „Ég er mjög ánægður, alla vega í nokkra daga í viðbót," sagði Larry Brown þjálfari Pacers eftir sigurinn. Pacers lék án Reggie Miller og því er sigurinn enn sætari. Það var fyrst og fremst frábær vörn gest- anna sem kom heimamönnum í opna skjöldu, enda skoruðu þeir ekki með skotum utan teigs í sjö mínútur í síðasta leikhluta, en þá var skotnýt- ing liðsins aðeins 22%. Rik Smits var stigahæstur Pacers með 17 stig og hann tók 9 fráköst. Derrick McKey gerði 14 stig, þar af þriggja stiga körfu er þijár mínútur voru eftir og Hawks búnir að minnka muninn í tvö stig. Steve Smith gerði 19 stig fyrir Atlanta og Mookie Blaylock 17, en leikmenn liðsins misnotuðu þrettán skot í röð í fjórða leikhlutanum. EARVIN „Magic“ Johson var ekki ánægður í fyrrinótt þegar Lakers tapaði fyrir Houston Rockets og féll þar með úr úrsli- takeppninni. Honum fannst sem félagar hans í Lakers hefðu ekki nægilega sterkan sigurvilja og eins er hann óhress með að fá ekki að stjórna sóknarleik Lak- ers, en hann hefur að mestu ver- ið notaður sem framheiji eftir að hann kom til liðs við Lakers á ný í vetur, stöku sinnum settur í stöðu leikstjórnanda. Eftir leik- inn sagði hann að fengi hann ekki stöðu leikstjórnanda á næsta tímabili gæti vel hugsast að hann léki með öðru félagi. „Það eru ein tiu lið sem viija fá mig sem leikstjórnanda þannig „Sápuóperan" í Bæjara- landi tekur á sig nýja mynd Fréttir úr herbúðum Bayern Múnchen koma ekki lengur á óvart, þær taka á sig ýmsar mynd- ir daglega og menn í Þýskalandi eru byijaðir að ræða um „Sápuó- peruna" í Bæjaralandi. Ekki var liðinn nema dagur frá því að Bay- em lagði Bordeaux að velli, að sögur um að leikmenn væru að fara frá félaginu skutu upp kollin- um. Glasgow Rangers vill fá Jiirgen Klinsmann á ný til Bret- landseyja, Inter Milan hefur áhuga á svissneska miðvallarspilaranum Ciriaco Sforza og Feyenoord á austurríkismanninum Andreas Herzog, sem hefur einnig verið orðaður við Werder Bremen, þar sem hann var áður en hann kom til Bayern. Ofan á þetta bætist að þjálfarinn Otto Rehhagel, sem var látinn fara frá Bayern á dögunum, segir sitt álit á ástandinu í Bæjaralandi. Rehhagel, sem kemur fram í sjón- varpsþætti á sunnudaginn, sagði í viðtali við blaðið Bild í gær að hann hafi unnið gott starf hjá Bayern Múnchen, sem á nú mögu- leika að tryggja sér fyrsta Evrópu- bikarinn í 20 ár. „Ég hefði fagnað bæði meistaratitli og sigri í UEFA- keppninni. Ég var ráðinn til Bay- ern til að gera liðið af einu af toppl- iðum Evrópu, sem ég og gerði. Vinnufriðurinn hjá liðinu var ekki mikill og það var ekki auðvelt að vinna að ýmsum hlutum. Ég hefði átt að koma til Bayern með aðstoð- armann, sem ég vildi hafa, en ekki láta fyrrum leikmann Bayern, Klaus Augenthaler, starfa áfram.“ „Ég hef lært mikið á að vera hjá Bayern og mun ekki láta margt af því sem þar kom upp, endurtaka sig. Margt að því sem gerðist í búningsklefanum er aðhlátursefni. Margir stjórnarmanna Bayern þótti sjálfsagt að ráfa þar um með börnin sín, þannig að það var ekki friðsælt á stundum sem ég vildi hafa frið. í framtíðinni mun ég ákveða hver verður aðstoðarmaður minn og það verður hans hlutverk að sjá um að það sé vinnufriður." „Magic“ óhress hjá Lakers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.