Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Áfeng þar ilmar jörðin Kammer- sveit Kaup- manna- hafnar KAMMERSVEIT Kaupmanna- hafnar heldur tónleika í Nor- ræna húsinu á sunudag kl. 16. Kobenhavns Kammerensemble var stofnað árið 1978. Sveitin hefur haldið tónleika víða í Danmörku hjá tónlistarfélög- um, á tónlistarhátíðum og á kirkjutónleikum. Auk jiess hafa þau haldið tónleika á Islandi og víða um heim. < Kobenhavns Kammeren- semble hefur sérhæft sig í flutningi barokk- og nútímatón- listar og hafa mörg norræn tón- skáld sérstaklega samið tónlist fyrir sveitina. Á efnisskrá hljómsveitarinnar á tónleikun- um eru verk eftir J.B. Bois- mortier, Erik Norby, Jón Nor- dal, G. Ph. Telemann, Antonio Vivaldi, Þorkel Sigurbjömsson og Johan Helmich Roman. Allir eru velkomnir og ókeyp- is aðgangur. „Vipá Saltkrákan“ KVIKMYNDASÝNING fyrir börn og unglinga verður í Nor- ræna húsinu á sunnudag kl. 14. Á sunnudaginn kemur sýnir Norræna húsið myndina „Vi pá Saltkrákan". í kynningu segir: „Sól, skemmtileg ævintýr og uppá- tæki einkennir lífið á eyjunni Saitkráku í skeijagarði Stokk- hólms. Þar eyðir fjölskyldan Melkerson sumarfríunum sín- um. Þar er alltaf h'f og fjör og krakkamir eyða tímanum með- al annars í að róa og fara í alls- kyns ævintýraleiðangra". Myndin er með sænsku tali og er 52 mín. að lengd. Allir 'eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Arnesinga- kórinn í Vinaminni ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Vinaminni Akra- nesi sunnudaginn 5. maí kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. íslensk þjóðlög og kirkjuleg tónlist, íslensk og er- lend. Meðal einsöngvara verða Signý Sæmundsdóttir, sópran. Stjórnandi Árnesingakórsins í Reykjavík er Sigurður Braga- son og undirleikari Bjarni Jóna- tansson. Danskir kaffihúsa- tónleikar DÖNSK stemmning verður á efri hæð Sólonar Islandusar í dag laugardag kl. 16. Þá mun danska vísnasöngkonan Pia Raug flytja lög sín og ljóð við eigin undirleik. í kynningu segir: „Pia Raug er löngu orðin einn hjartfólgn- asti tónlistarmaður Dana. Allt frá fyrstu tíð hefur hún verið í fremstu röð danskra vísna- söngvara og lagahöfunda. Lag hennar „Rigningardagur í nóv- ember“ er lýsandi dæmi um vinsældir hennar, en það hefur verið þýtt á öll Norðurlandamál- in. Hún hefur einnig fengist við flutning annarskonar tónlistar, meðal annars sálma og ættjarð- arlög í jassútsetningum. Að þessu sinni er gítarinn í för með henni og mun hún sýna á sér trúbadorhliðina." Tónleikamir eru í boði Danska sendiráðsins og er að- gangur ókeypis. LEIKUST Leikfclag Sauðárkróks SUMARIÐ FYRIR STRÍÐ Höfundur: Jón Ormar Ormsson. Höfundar söngtexta: Arsæll Guð- mundsson, Bjöm Bjömsson, NN. Leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir. Lýsing: Páll A. Ólafsson. Tónlistar- stjóm: Rögnvaldur Valbergsson. Sýningarstjóm: Gunnar Már Ingólfs- son. Helstu leikendur: Agnar Gunn- arsson, Kristinn Einarsson, Styrmir Gislason, Guðbrandur Guðbrands- son, Einar Þorbergsson, Halldóra Helgadóttir, Stella Hrönn Jóhanns- dóttir. Frumsýning í Bifröst við upphaf Sæluviku á Sauðárkróki 28. apríl sl. í FRÓÐLEGRI leikskrá segir frá því að á þessu ári eru liðin 120 ár frá því að fyrsta leiksýningin fór fram á Sauðárkróki. Þá voru íbúar á staðnum tuttugu. Ef ég væri ekki löngu orðinn leiður á orðaleikjum myndi ég segja að snemma beygist Krókurinn. Og nú brá svo við að heima- og heimsmaðurinn og leik- ritshöfundurinn Jón Ormar Orms- son var einatt með frumsýningar- gesti í keng því sum atriðin í Sumr- inu fyrir stríð eru bráðfyndin. Til- svör eru oft smellin, endurspegla stóiskt lífsviðhorf og málatilbúnað- ur stundum svo kostulegur að ekki er annað hægt en að hlæja að öllu saman. Það er því alveg klárt að í þessu stykki er húmorinn í góðu lagi, bæði sá sem kemur úr huga höfundar og hinn sem leikstjóri og leikendur skapa á sviðinu. Vissulega er fyndni nauðsynleg þeim leikverkum sem vilja létta mönnum lund, gera þá sælli á Sælu- vikunni. En Sumarið fyrir stríð er miklu meira en samansafn brandara sem mistækir áhugaleikmenn reyta „AUGNABLIKÍГ er yfirskrift sýningar í boði Hans Petersen á ljósmyndum Sigríðar Bachmann eða Siggu. Sýningin er í verslun Hans Petersen í Austurveri og hefst 4. maí og stendur til 3. júní. í kynningu segir: „Sigga leit- ast við að fjötra töfra augna- bliksins á listrænan hátt í svart- af sér frammi fyrir sveitungunum. Þetta söngva- og leikverk er al- þýðuskemmtun eins og hún gerist best á íslandi. Þetta verk er sprott- ið af þekkingu og ást á landinu og því fólki sem enn er í nánum tengsl- um við umhverfi sitt og átthaga. Þetta er leikrit um mannlíf sem á sér styrkar rætur og sögulega vit- und. Þetta er leikrit um fólk sem hvíta filmu. Myndir hennar eru þekktar fyrir kímni og léttleika. Portrettmyndir hennar hafa vakið sérstaka athygli og unnið til ljósmyndaverðlauna. Hún nýtur þess að taka myndir af eldra fólki og telur ljósmynd ómetanlega heimild fyrir kom- andi kynslóðir." hefur aldalangt næmi í mjaðma- grindinni fyrir gangi góðhesta og kann að meta dreitil úr pytlu á góðri stundu (og eflaust líka slæmri). Svo ekki sé nú talað um vel kveðna vísu. Jónas Ámason hefur í sínum bestu verkum gefið þessu efni þekkilegt og hæfilegt listrænt form og er ánægjulegt að sjá Jón Ormar KÓR Langholtskirkju heldur tón- leika nk. sunnudagskvöld kl. 20.30 og eru þeir til styrktár Langholts- kirkju. Yfirskriftin er „Steypu- styrktartónleikar“, en kirkjubygg- ingin er illa farin af völdum steypu- skemmda. Tónleikarnir em haldnir í samvinnu við sóknarnefnd og kvenfélag kirkjunnar. í kynningu segir: „Kór Lang- holtskirkju hefur margsinnis lagt hönd á plóginn til styrktar kirkj- unni og má minna á „Þaktón- leika“, „Glertónleika“, „Hitatón- leika“ og „Orgelstyrktartónleika". Öllum ágóða af tónleikunum verð- ur varið til sprunguviðgerða. Efnisskráin verður glæsileg, en fram koma sópransöngkonurnar Sigríður Gröndal og Þóra Einars- NORRÆNIR barnatónleikar verða haldnir í Möguleikhúsinu í dag, laug- ardag, kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Norrænir vísna- dagar 1996 sem fram fer víðsvegar um landið. Á tónleikunum koma fram Geirr Lystrup frá Noregi og Aðal- steinn Ásberg og Anna Pálína. í kynningu segir: „Geirr Lystrup er mikill barnakarl. Á tuttugu ára ferli sínum hefur hann varið dijúgum hluta vinnu sinnar í börnin. Enda eru margar af vinsælustu barnavísum Noregs ættaðar úr smiðju Geirrs Lystrup. Hann hefur á síðari árum snúið sér meira að leikritun fyrir börn og má þar m.a. nefna verð- gera það einnig, ekki hvað síst í tilsvörum og persónusköpun. Hið sögulega baksvið er mannlíf í Skagafirðinum á fjórða áratugn- um. Hér er ýjað að stéttabaráttu og stjórnmálaátökum, atvinnuleysi, brúarvinnu og nýjum tækifærum sem glittir í við sjóndeildarhringinn. Og ekki gleymast hestar, vín og víf. Þetta er mannmörg sýning og atriðaskipti tíð. Þau gengu hratt og snurðulaust enda enda Gunnar Már Ingólfsson sýningarstjóri van- ur í leikhúsinu. Smekklegt var að bregða svarthvítum myndum á bak- grunn sviðsins til að staðsetja atrið- in bæði í tíma og rúmi. Undir stjóm leikstjórans tekst þessum mörgu leikendum að skapa með sýningunni andblæ sem minnir á liðna tíð án þess að vera væminn. Þar eru margir eftirminnilegir fyrir tilþrif sín, ekki síst þau Halldóra Helgadóttir sem Hlaðgerður Her- móðsdóttir, húsfrú á Skerðingsstöð- um, sem lætur hlut sinn hvergi, hvorki fyrir yfirvaldinu né kaupfé- lagsstjóranum, og Einar Þorbergs- son, hennar fjörugi eiginmaður sem kann Krók á móti (brugg)bragði. Þá brá Guðbrandur J. Guðbrands- son sér í mörg gerfi og öll ágæt og Jón Þór Bjarnason var bráð- skemmtilegur sem metnaðargjarn ungur maður sem trúir á framfarir og landsins gæði. Annars er næsta ósanngjamt að nefna einstaka leik- endur, því allir stóðu sig vel. Skagfirðingar hafa löngum haft það orð á sér að vera góðir söng- menn og það sannast í þessari sýn- ingu, því lögin voru öll ágætlega sungin og hæfilega. Þessi sýning reyndi aldrei að sýn- ast. Hún yar laus við alla tilgerð, rembing. Á þann hátt er hún eins og köflótta derhúfan sem þarna sést á hverjum karlmannskolli. Hún passar og er sönn. dóttir, kvartettinn „Út í vorið“ og Kór og Gradualekór Langholts- kirkju. Kvenfélag Langholtssóknar verður með kaffi og kökusölu í hléi. Allir sem fram koma gefa að sjálfsögðu vinnu sína. Miðaverð er 500 kr. en öllum er fijálst að leggja meira af mörkum. Kórinn er kannski fyrst og fremst að höfða til safnaðarfólks, en í ljósi þess að Langholtskirkja er eitt fjölsóttasta tónleikahús landsins má búast við að margir utan safnaðarins muni vilja veita liðsinni sitt. Eru þeir því einnig velkomnir í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið til að hlýða á söng og leggja jafnframt lóð á vogarskálina til styrktar góðu málefni." launaleikritið Brakar og Johanna. Hann mun því flytja margar þekktar barnavísur og ný lög úr leikritum sínum. Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg er þekktust fyrir að hafa verið „Berrössuð á tánum“ í vetur. En þau hafa flutt þessa söng- og sögudag- skrá sína í leikskólum suðvest- urhornsins. Þar er blandað saman í lögum, Ijóðum og sögum vangavelt- um um lífið, veðrin, dýrin og árstíð- irnar og öðru því sem 3-6 ára börn bijóta heilann um.“ Tónleikarnir eru haldnir í boði norska sendiráðsins og er aðgangur ókeypis. Guðbrandur Gíslason „AUGNABLIKIÐ" er yfirskrift sýningar í boði Hans Petersen á Ijós- myndum Sigríðar Bachmann í verslun Hans Petersen í Austurveri. „Augnablikið“ Steypustyrktar- tónleikar Kórs Langholtskirkju Barnatónleikar í Möguleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.