Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG CAFÉ Kranzler við Kurfiirstendamm, aðalstræti þeirrar borgar sem áður gekk undir nafninu Vestur-Berlín. Betri Berlín í byggingu FÆRA má fyrir því gild rök að Berlín sé aðeins sjö ára gömul. Múrinn sem var martröð Austur- Berlínarbúa féll í nóvember 1989 og íbúar austurborgarinnar flykktust yfír í vesturhlutann til að skoða allt sem þeir höfðu aldr- ei séð með eigin augum. Fjölskyldur og vinir sem höfðu verið sundraðir í þijá áratugi sameinuðust í faðmlögum og grétu af gleði. Sagt er að Róm hafi ekki verið byggð á einni nóttu. Tvær Berlínarborgir sameinuðust í eina á nokkrum mín- útum. Ný borg varð til. Sameiningin kostaði vaxtaverki sem hafa staðið yfír síðastliðin sjö ár og gera enn. Svo miklar breytingar eru ekki átakalausar en átökin fela einnig í sér sprengikraft framkvæmda. AIls staðar má sjá byggingarkrana, alls staðar er verið að byggja upp nýja borg, nýjar vonir. Þjrár miðborgir Þegar ekið er inn í borgina úr austurátt má sjá þijú breið vegaskilti með dágóðu millibili sem vísa veginn í tiltekna átt. Á þeim öllum stendur Berlin Zentrum. Nú mætti ætla að ef ekið væri inn á þessa þijá hliðarvegi kæmi maður á sama stað; að miðborg Berlínar. En því er ekki að heilsa. Hvert skilti visar á sinn stað, þrenns konar Berlin Zentrum. Ein miðborgin gengur í daglegu tali undir nafninu Ku’damm sem er stytting á Kurfiirst- endamm, aðalstræti þeirrar borgar sem áður gekk undir nafninu Vestur-Berlín. Annað skiltið vísar til hinnar eig- inlegu miðborgar sem gengur undir nafninu Mitte (Miðj- an) og er miðborg þess borgarhluta sem áður var Aust- ur-Berlín. Þar er hið nafnkunna breiðstræti Unter den Linden með fjölda sögufrægra bygginga frá fyrri öldum og Alexanderplatz umkringt kuldalegum byggingum þess byggingastíls sem kenndur er við sósíalískt raunsæi. Þriðja skiltið vísar til Potsdamer Platz sem var auðn- in ein í tvískiptri borg. Landsvæði sem tilheyrði vestur- hlutanum en lá utan í þeim eystri. Potsdamer Platz á sér langa sögu á stuttum tíma. I byijun aldarinnar og á millistríðsárunum var þar iðandi athafnalíf Berlínar, einni mestu iðnaðarborg Evrópu. í seinni heimsstyijöld- inni voru sögulegar byggingar Potsdamer Platz þurrkað- ar út. Á árunum eftir stríð var þar gróðalind svartamark- aðsbraskara því á svæðinu mættust sovéski, breski og ameríski hluti borgarinnar. Á tímum tveggja borga naut þetta svæði þess vafasama heiðurs að vera algert eyði- flæmi en um leið aðdráttarafl fyrir ferðamenn því hvergi var múrinn skrautlegar skreyttur, hvergi var sýnin yfir járntjaldið dapurlegri. Nú er öldin önnur. Við Potsdamer Platz slær hjarta Berlínar á ný. Urgandi byggingakranar þekja svæðið. Þangað streymir fjármagn utan úr heimi, Sony er að byggja Evrópuhöfuðstöðvar sínar þarna, Mercedes Benz og fjölmörg önnur fyrirtæki fjársterk vilja sjá háreistar byggingar sínar rísa á þessum sögufræga stað. Nýtt fjármála- og viðskiptahverfi í smíðum.' Eitthvað við allra haefi Ferðalangar fínna allir eitthvað við sitt hæfí í Berlín. Borgin býr yfir stórbrotinni sögu sem í mörgu endurspegl- ar sögu þýsku þjóðarinnar. í Berlín skynjar ferðalangur- inn mikilfengleikann í sögu Prússlands í fyrri alda bygg- ingum. íbyijun aldarinnar réð Bauhaus byggingarstíllinn ríkjum. í austurhluta borgarinnar má sjá þær byggingar sem frammámenn í kommúnistaflokknum vildu sjá sem tákn um sæluríki sósíalismans. Og nú er hægt að skyggn- ast inn í framtíðina á fjölmörgum stöðum innan borgar- innar. Ný Berlín er í byggingu. En Berlín er ekki bara byggingar. Mannlífíð í Berlín er gróskumikið. Til Vestur-Berlínar safnaðist fólk frá Vestur-Þýskalandi fyrir fall kommúnismans í Evrópu, ENDURUPPGERT hús framan við byggingarkrana. TÁKN sameinaðrar borgar, Brandenborgarhliðið. UPPLÝSINGAGÁMUR á grind við Potsdamer Platz, sem hefur að geyma allar upplýsingar fyrir forvitna ferðalanga um byggingarfram- kvæmdir á svæðinu. listamenn, bóhemar, ungir menn á flótta undan her- skyldu og þannig mætti áfram telja. Einnig er mikið um innflytjendur í borginni, sérstaklega frá Tyrklandi, og hafa þeir sett sterkan svip á Berlín. Eftir sameininguna hefur fjöldi fólks flykkst til borgarinnar úr austurhluta Evrópu. Berlín skartar skrautlegri mannlífsflóru og það er gaman að virða hana fyrir sér. Austur-Berlín var höfuðborg Austur-Þýskalands og þar var miðstöð stjórnsýslu, vísinda og lista. Bæði í ræðu og riti var fjallað um borgina eins og tvíburinn handan við múrinn væri ekki til. Fullkomin afneitun gagnvart ríkjandi heimsmynd var við lýði hjá valdhöfum í austri. Þessi afneitun, en um leið landfræðileg nálægð við vestrið, skapraunaði mörgum íbúum austurborgarinn- ar, sérstaklega unga fólkinu sem gat ekki fallist á þróun kommúnismans yfír í algert einræði. Samruni þessa fólks sem áður var aðskilið hefur skapað ákaflega sérstakt borgarsamfélag. Berlín, beggja vegna múrs, var ávallt þekkt fyrir auðugt listalíf og nú er listin lifandi sem aídrei fyrr. í sameinaðri Berlín er mikið að gerast, ferðalangurinn skynjar lífíð og fjörið alls staðar. Veitingastaðir, þýskir sem alþjóðlegir, og kaffíhús hafa sprottið upp um alla borg, götusalar eru á víð og dreif. Verslunarmiðstöðvar og sérverslanir með framandi varning eru auðfundnar. íbúar sameinaðrar Berlínar vilja gleyma öllu sem á undan er gengið. Sársauka stríðs og eftirstríðsára og þeirru sundrungu sem kalda stríðið olli. Múrinn hefur verið brotinn niður en leifar hans standa enn sem minnis- merki um martröð sem er liðin. Vonin um betri framtíð handa börnunum í Berlín er ríkjandi meðal þeirra sem hafa lifað tímanna tvenna. ■ EFTIR því sem maður nálgast meir skýjum hulin eldfjöllin á landamærum Zaire, Rwanda og Uganda, þeim mun verri verður vegurinn. Við ókum í gegnum Uganda í átt til landamæranna og þar sem malbikinu sleppti tók við malarvegur, sem varð eftir því sem nær dró smátt og smátt að lélegum slóða. Hann endaði svo í hálfgerðum ruðningi þegar til Zaire kom og loks var ekki hægt annað en að skilja bílinn eftir og ganga. Górillur eru náskyldar okkur mönnunum. Þeim er skipt í þijár undirtegundir og eru fjallagórillur sú sjaldgæfasta. Þeim hefur fækkað mjög mikið síðustu áratugina vegna ágangs manna. í dag eru aðeins til 500-600 dýr. Fjallagórillur lifa einungis í Vir- unga-fjalllendinu á landamærum Uganda, Rwanda og Zaire, sem eru meðal fátækustu landa heims auk þess sem þar hefur ríkt mikill póli- tískur óstöðugleiki og styijaldir. Því veltir maður því fyrir sér hvaða framtíð fjallagórillurnar geti átt. Það sem hefur orðið þeim til bjargar, að minnsta kosti tímabundið, er ferða- mennskan, sem byggst hefur upp í kringum þær. Það er að mörgu Ieyti kaldhæðnislegt, en margir fullyrða að án ferðamannanna væri líklega búið að útrýma fjallagórillunum. Þetta snýst um einfalda hagfræði. Hver ferðamaður greiðir um 10 þús. kr. fyrir skoðunarferð, sem eru mikl- Górillur í f jöllum Fjallagórillum hefur fækkað mjög síðustu óratugina en svo virðist sem ferðaþjónustan ætli að verða þeim til bjargar. Jon GeSr Pétursson og Kristin Lóa Ólafsdóttir fóru til Zaire til að skoða fjallaqórillur, en þær lifa einungis í Virunga-fjalllendinu ó landamærum Uganda, Rwanda oq Zaire. ir peningar á þessum slóðum. Því eru górillurnar verðmætari Iifandi en dauðar og er því lagt kapp á að vernda þær. Veiðiþjófnaður hefur minnkað mikið og þær lifa nú að miklu leyti í afmörkuðum þjóðgörð- um, sem njóta gæslu. Fjallagórillun- um hefur því farið hægt fjölgandi núna allra síðustu árin. „Gorillas fn the Mist“ Virunga-þjóðgarðurinn er uppi í fjöllunum, þar sem ræktunarlandinu sleppir og regnskógmrinn tekur við. Fjöllin eru hulin skýjum mestan hluta sólarhringsins ogþví auðvelt að skilja af hveiju Dian Fossey, frægur frum- kvöðull verndunar íjallagórillana, kallaði bók sína um þær „Gorillas in the Mist“, sem samnefnd bíómynd var gerð eftir. í þjóðgarðinum fékkst Primus-bjór, sem er frægur meðal ferðalanga í Afríku, bruggaður í Zaire og erfitt er að fá í öðrum lönd- um. Vegna óreiðu í efnahagslífinu er bent á það í ferðabókum að kaupa flösku af Prímus til að átta sig á síbreytilegu gengi zaireanska gjaldmiðilsins. Fyrir hana þarf alltaf að borga í kringum 1 bandaríkjadoll- ar alveg sama hvað gengið er fellt mikið. Því eigi maður að reikna hvað margar flöskur af Primus hlutir kosti, en ekki hvað mörg milljón zaires. Bjórinn er seldur í 750 ml flöskum og er enginn miði á flösk- SVEITABÆR í Zaire. FÁTÆKT er mikil í Zaire og búa börnin víða við kröpp kjör. KARLGÓRILLAN Marcel með yngsta afkvæmið sér við hlið. Hann var nýlega drepinn af veiðiþjófum. unni heldur málað á hana nafnið Primus. Virkaði flaskan dálítið skuggaleg í fyrstu en bjórinn reynd- ist alveg Ijómandi góður. Lagt var af stað í górilluskoðunina í sólarupprás og blöstu þá hvassydd Virunga-eldíjöllin við, skýlaus allt í kring, en þau hæstu eru 4.500 m há. Við fórum í hóp með tveimur þjóðgarðsvörðum til að finna górill- urnar. Annar var með frumskóga- sveðju til að höggva leiðina og finna dýrin, en hinn með vélbyssu til að halda frá buffalóum, hlé- börðum, veiðiþjóf- um eða öðru ill- þýði, sem hann sagði að væri al- gengt þarna og gæti ráðist á okk- ur í skóginum. Aðalhættan fannst okkur þó vera af honum sjálfum því vél- byssa er greini- lega talsvert stöðutákn á þess- um slóðum. Var stressandi að ganga á eftir honum með hlaðna byssuna á öxlinni og hiaupið vísandi að okkur öllum á eftir. Fyrstu kynnln Fyrstu kynni okkar af górillunum voru þó alls ekki eins rómantísk eða tilfinningaþrungin og margir hafa lýst þegar þeir sjá þennan stórvaxna ættingja í fyrsta skipti. Höfðum við gengið um stund í gegnum þéttan regnskóginn þegar við heyrðum und- arleg hljóð. Fyrst lágvært prump og síðan langdregin búkhljóð sem óm- uðu í skóginum líkt og einhver væri á ferli sem hefði lifað á rúgbrauði og malti síðustu vikurnar. Við stopp- uðum og litum í kringum okkur og sáum þá sökudólginn, ungan górillu- karl, sem sat í lágvöxnu tré og hám- aði í sig gróðurinn. Lét hann lítið fara fyrir sér í þéttu laufinu, hélt áfram að éta en gjóaði augunum forvitinn við og við í áttina til okkar. Þetta kom leiðsögumönnunum á sporið og sveigðu þeir út af stígnum inn í þéttan og ógreiðfæran skóginn og hjuggu með sveðjunum á báða bóga til að auðvelda okkur leiðina. Töldu þeir fullvíst að foringi hópsins, silfurbakurinn Marcel, væri í ná- grenninu, því górillurnar eru vanar að halda hópinn. Eftir að hafa höggv- ið dágóða stund hægðu þeir skyndi- lega á sér og skipuðu okkur að fara hljóðlega. Var ekki laust við að hjart- að í okkur færi að slá hraðar þegar þeir sögðu að líklega væfi Marcel í næsta nágrenni. Fikruðum við okkur hljóðlega áfram í dimmum skóginum i humátt á eftir þeim og vissum ekki hveiju við áttum von á; hvort górill- urnar kæmu stökkvandi út úr skógin- um beijandi á bijóst sér „a la King Kong“ eða hyrfu á brott þegar við nálguðumst. Skyndilega sáum við risastóran, svartan og loðinn apa liggja makindalega nokkrum metrum fyrir framan okkur á skógarbotnin- um, ásamt fimm öðrum öpum. Við nálguðumst Marcel hljóðlega og virt- ist honum standa nákvæmlega á sama um nærveru okkar. Hann lá makindalega á maganum með aðra höndina yfir höfuð sér, en kíkti síðan laumulega til okkar í gegnum fingur sér, líklega til að athuga hvort túr- istar dagsins væru eitthvað frá- brugðnir öðrum. Hjá honum var lít- ill ungi, sem hjúfr- aði sig upp að baki pabba síns. Ekki virtist honum finnast við neitt spennandi þvi hann lokaði aug- unum fljótlega aftur og hélt áfram að blunda. Þessu var hins vegar öfugt farið með okkur túrist- ana, frændur hans, því við höfð- um ekki átt von á að komast í seilingarfjarlægð frá fullvaxinni górillu. Marcel sér ferða- menn nánast daglega, en flestir ferðamennirnir sjá górillur aðeins einu sinni á ævinni. Drepinn af veiðiþjófum Eftir nokkra stund fór Marcel að bæra á sér eftir blundinn. Reisti hann sig upp, barði sér á bijóst, greip blaðstilk og fór að éta. Eftir að hafa étið um stund fór hann að verða óró- legur og fór okkur að líða eins og hann vildi að við færum að hypja okkur. Stóð hann að lokum upp og gekk í burtu inn í skóginn ásamt nokkrum öðrum úr hópnum. Höfðum við þá verið hjá honum í um eina klukkustund, en það er sá tími sem ferðamannahópar dvelja hjá górillun- um. Virtist eins og Marcel vissi að „tíminn" væri liðinn og mál að hætta þessu hangsi og fara að gera merki- legri hluti. Eftir að við vorum komin heim frá Afríku bárust okkur váleg tíðindi frá Zaire; Marcel og ein kvengórilla höfðu verið drepin af veiðiþjófum, sem námu á brott með sér lítinn unga, líklega þann sem við skoðuð- um. Talið er að górillurnar hafi verið drepnar þegar veiðiþjófarnir reyndu að nema ungann á brott frá hópnum. Því er greinilega full ástæða til að halda áfram að leggja mikla áherslu á verndun górillanna, ef takast á að tryggja framtíð þeirra. Hættan er óneitanlega mikil að þessar fáu eftir- lifandi fjallagórillur eigi eftir að hljóta sömu örlög og Marcel. ■ Á slóðum Jane Austin og Virginiu Woolf ÞEKKTIR enskir rithöfundar og skáld fyrri tíma hafa mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn sem heim- sækja landið. Skoðunarferðir eru skipulagðar af ferðamálayfirvöldum viðkomandi staða, gjarnan með bók- menntalegu ívafi þar sem ferðamenn geta hlýtt á fyrirlestra um æviferil skáldsins og upplestur úr verkum þess. Meðal þeirra staða sem ferðamenn heimsækja gjarnan er heimili Jane Austin, höfundar Hroka og hleypi- dóma og Vona og væntinga í Chaw- ton í Hampshire, Steventon, bærinn þar sem hún fæddist árið 1776, og Winchester Cathedral þar sem hún var jarðsettárið 1817. CHAWTON Cottage í Hampshire, þar sem rithöfundurinn Jane Austin bjó síðustu átta æviár sín. Annar vinsæll viðkomustaður ferðamanna með bókmenntaáhuga er heimili Virginiu og Leonards Woolf í Rodmell, East Sussex. í leið- inni er gjarnan farið til Charleston Farmhouse rétt hjá þar sem systir Virginiu, málarinn Vanessa Bell bjó með listamanninum Duncan Grant og vini þeirra David Garnett. Upplýsingar um þessa staði og aðra álíka, svo sem upplýsingar um uppákomur sem boðið er upp á í tengslum við viðkomandi listafólk, er hægt að nálgast hjá upplýsinga- miðstöðum fyrir ferðamenn alls staðar í Englandi. ■ Kynningartilboð og nýtt hótel ó Aruba ÚRVAL-Útsýn hefur samið við hótel á Aruba; Wyndham Aruba Beach Resort & Casino. í fréttatil- kynningu frá ferðaskrifstofunni segir að um sé að ræða glæsilegt hótel á Palm Beach ströndinni, um 5 mínútna akstur frá höfuðstaðnum Oranjestad. Á hótelinu er m.a. að finna stóra sundlaug með barnalaug, barna- klúbb, körfuboltavöll, tennisvelli, heilsurækt, 5 veitingastaði, bari og spilavíti og stutt er í 18 holu golfvöll. Allar vistarverur eru loftkældar og í þeim er kaffivél, ísskápur, sími, gervihnattasjónvarp, útvarp, hár- þurrka og öryggishólf. Allar vistar- verur eru með svalir og útsýni til sjávar. Wyndham Aruba Beach Resort & Casino var áður Aruba Hilton. Það var nýlega keypt af Wyndham hótelkeðjunni sem rekur fjölmörg hótel víða um heim. Við eigenda- skiptin var allt hótelið endurnýjað. Kynningartilboð Úrval-Útsýn er með kynningar- verð á ferðum til Aruba í sumar. Til dæmis kostar 8 daga ferð 97.480 krónur. Innifalið er New York, flugvallarskattar, gisting á Holiday Inn á Kennedy flugvelli í eina nótt, flug áfram til Aruba með American Airlines og gisting í viku í tvíbýli á Wyndham Aruba Beach Resort. DANMÖRK KAUPMANNAHÖFN TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI hvora leið með flugvallarskatti Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, Sími: 0045 3888 4214 Fax: 0045 3888 4215

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.