Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 B 5 KIMATTSPYRNA KNATTSPYRNA Glæsilegt mark Cantonas og Manchester United varð fyrst liða til vinna tvennuna ítvígang Merkileg- ur áfangi ERIC Cantona var kjörinn besti leikmaður Englands á fimmtu- dag. Hann var ekki áberandi í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en gerði eina markið, glæsilegt mark og minnisstætt, og varð fyrstur eriendra leikmanna til að taka við bikarnum sem fyrir- liði. Manchester United varð fyrst liða til að endurtaka sigur í bikar og deild á sama tfmabili. Þetta var í níunda sinn sem félag- ið fagnaði titlinum og hefur ekkert félag verið eins sigursælt í keppninni. United hefur skarað fram úr í Englandi undanfarin ár, varð deildarmeistari 1993,1994 og 1996, bikarmeistari 1990, 1994 og 1996, Evrópumeistari bikarhafa 1991 og deildarbikar- meistari 1992. Alex Ferguson, sem hefur verið við stjórnvölinn í nær 10 ár, er kominn á stall með helstu knattspyrnustjórum sögunnar og nálgastfélagsmetið sem Matt Busby náði á sínum tíma. Sögulegu staðreyndirnar eru merkar út af fyrir sig en leik- ur Manchester United og Liverpool á Wembley á laugardaginn olli vonbrigðum. Mikið var í húfí og liðin komust aldrei almennilega úr sporum vamar og varkámi. Li- verpool átti aðeins eitt skot sem rataði á mark mótheijanna en United fékk tvö góð færi áður en Cantona gerði út um leikinn fimm mínútum fyrir leikslok. Eftir fimm mínútna leik varði David James glæsilega eftir skot frá David Beckham og í byrjun seinni hálf- ■leiks mátti hann hafa sig allan við að verja eftir skot Frakkans úr þröngu færi. Hins vegar átti hann ekki möguleika á að veija frá Can- tona undir lokin. Engin hætta var á ferðum en Liverpool gaf United homspymu og Beckham gaf fyrir markið. Aðþrengdur samheijum sló James boltann frá marki. Hann barst til Cantona utarlega í víta- teignum, snillingurinn bakkaði og án þess að vera í fullkomnu jafn- vægi náði hann að skjóta hnitmið- að framhjá þremur leikmönnum Liverpool og í netið. Alltaf tromp á hendi „Eric gerir gæfumuninn," sagði Ferguson. „Ekki bar mikið á hon- um að þessu sinni en hann hefur alltaf tromp á hendi. Hann gætir þess að sprengja sig ekki og hefur því ávallt kraftinn og orkuna þegar á þarf að halda. Að skora eins og hann gerði krefst sjálfstjórnar og öryggis og ég veit ekki um marga leikmenn sem hafa þessa hluti í Iagi á 85. mínútu. Hann þurfti að taka boltann viðstöðulaust og stýra honum nákvæma leið. Hann tryggði okkur titilinn." Fyrir tveimur árum skoraði Can- tona úr tveimur vítaspymum þegar United vann Chelsea 4:0 í bikarúr- slitum en hann var í leikbanni þeg- ar Everton vann United 1:0 á Wembley í fyrra. „Það skiptast á skin og skúrir og ég er ánægður núna,“ sagði kappinn sem átti stór- an þátt í að United varð Englands- meistari í þriðja sinn á fjórum árum. Elnstakur „Það var frábært að fá Eric aft- ur í liðið á tímabilinu og hann hef- ur verið einstakur," sagði miðju- maðurinn Roy Keane. „Menn geta rétt ímyndað sér hvað við hefðum gert í fyrra ef hann hefði ekki verið í banni. Það er stórkostlegt að hafa sigrað í deild og bikar tvisvar á þremur árum en að þessu sinni mátti gera ráð fyrir jöfnum leik. Við byijuðum vel en fengum öfluga mótspymu frá sterku liði þó við hefðum á tilfinningunni að við yrðum ekki yfirbugaðir." Cantona sýndi rétt fyrir verð- launaafhendinguna að ekkert gat eyðilagt daginn og hann var reynslunni ríkari. Þegar hann fór fyrir sínum mönnum upp tröppurn- ar að heiðursstúkunni lagðist einn stuðningsmaður Liverpool lágt og hrækti á fyrirliðann. Hann sneri sér snöggt að honum, horfði í augu hans, en hélt síðan áfram og brosti dulúðlega. Hann var hinn sanni sigurvegari og átti það skilið, en framkoma áhorfandans í lokin var honum til skammar. Reuter FRANSKI landsllAsmaAurinn Erlc Cantona hampar enska bikarnum á Wembley á laugardag, fyrstur útlendinga sem fyrirllAi. Honum á vlnstri hönd eru Danlnn Peter Schmelchel, markvörAur United, írlnn Denls Irwln og Englendingurlnn Davld May. Cantona ætlaði sér alHaf að vera áfram í Englandi Eric Cantona, kóngurinn á Old Trafford, sagði í viðtali við Reuter PETER Schmeichel markvöröur Manchester Unlted fagnar sigurmarkl Eric Cantonas meö tilþrifum ásamt félögum sínum. Verðum ad geva vel í Meistaradeildinni Manchester United varð Evrópu- meistari meistaraliða 1968, fyrst enskra liða, og lék til úrslita ári síðar en hefur ekki síðan verið nálægt því að vinna til æðstu verðlauna sem félagslið í Evrópu á kost á. Eftir bikarsigurinn gegn Liverpool sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, að aðalatriðið væri að gera vel í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil. „Við skuldum okkur og enskri knatt- spyrnu að standa okkur betur í Evrópu- keppninni en við höfum gert,“ sagði hann. „Það besta við félag okkar er að ávallt er haldið áfram veginn. Við höfum hæfi- leikana en þurfum að bæta tæknina og einn eða tveir leikmenn til viðbótar styrkja okkur til muna. Ef til vill erum við á byijunarreit. Við vitum að við verð- um að gera betur og við ætlum að gera það. Það er á hreinu." United féll úr Evrópukeppninni 1993 til 1994 í annarri umferð og komst ekki áfram í Meistaradeildinni í fyrra. En síðan hafa orðið þijár veigamiklar breytingar. í fyrsta lagi eru engar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna frá Evrópska efnahagssvæðinu í kjölfar úr- skurðar í Bosman-málinu. í öðru lagi eru ungu leikmenn félagsins reynslunni ríkari og þrátt fyrir ungan aldur hræðast þeir ekki mótheijana á einn eða annan hátt, en sex leikmenn sem tóku þátt í bikarúrslitaleiknum voru yngri en 22 ára. í þriðja lagi er United með snillinginn Eric Cantona. „Ég vil veita stuðnings- mönnunum þá ánægju sem þeir eiga skil- ið, þó ekki sé nema í 15 sekúndur,“ sagði hann við BBC-sjónvarpsstöðina fyrir leik- inn. Hann gerði það og gott betur með markinu en tók undir orð Fergusons eftir leikinn og sagði að huga þyrfti að því að verða meistari í Meistaradeildinni. „Miklar væntingar eru gerðar til okkar en við höfum reynsluna og tækifærið er okkar. Til að gleymast ekki er ekki nóg að verða landsmeistari - lið verður að standa sig í Evrópu.“ BBC-sjónvarpsstöðina sem birt var fyrir bikarúrslitaleikinn að eftir að hann var úrskurðaður í átta mánaða keppnisbann í fyrra hefði aldrei annað hvarflað að sér en vera áfram í Englandi. Hann sagði einnig að hann ætlaði að vera áfram í Eng- landi og gæti hugsað sér að verða knattspyrnustjóri þegar hann hætti að leika. Ennfremur kom fram hjá Frakkanum að hann væri tilbúinn að leika með franska landsliðinu í Evrópukeppninni í júní ef eftir því yrði óskað en hann hefði ekkert á móti því að fá frí til að hlaða raf- hlöðurnar fyrir næsta tímabil. Cantona fór'til Frakklands eftir að hafa sparkað í áhorfanda og stuðningsmenn Manchester United víða um heim biðu í ofvæni eftir því hvort hann snéri aftur. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Un- ited, fór til Frakklands til að ræða við Cantona en Frakkinn sagðist aldrei hafa verið í vafa um fram- haldið. „Hann vissi að þetta var erfiður tími hjá mér og spurði að- eins hvort ég vildi yfirgefa ensku knattspymuna en ég sagði einfald- lega „nei“. Hann reyndi ekki að tala um fyrir mér en vildi aðeins hafa mig ef ég vildi vera. Ég var nálægt því að semja við annað félag því ég vissi ekki hvort Manchester United vildi að ég yrði áfram hjá félaginu. Ég var harðlega gagn- rýndur og félagið líka en ég vildi vera áfram.“ Ákvörðunin reyndist ekki auð- veld í framkvæmd. „Eiginkona mín var ófrísk en þetta var erfiðast fyr- ir sjö ára son okkar því börn eru óvægnari en fullorðið fólk og hann fékk að finna fyrir því. En við rædd- um málin við hann og töluðum mik- ið saman. Konan stóðst álagið og þar sem ég gat ekki leikið knatt- spyrnu töluðum við um eitthvað annað.“ Fjölskyldan hefur staðið af sér mótlætið og hefur ekki í hyggju að flytja aftur til Frakklands. „Eg verð áfram í Englandi og verð jafnvel knattspyrnustjóri. Ég vil vera hérna vegna barnanna því þau eru í skóla, vinirnir eru hérna og þau eru ánægð.“ Cantona sagði að gaman yrði að spila fyrir Frakkland í Evrópu- keppninni en líka væri gott að fá frí fyrir átökin næsta tímabil. „Ég þarf frí vegna þess að tímabilið er langt í ensku knattspyrnunni og svo erum við í Meistarakeppni Evrópu. Það tekur á að vera í Meistaradeild- inni og menn verða þreyttir eftir hana rétt eins og eftir síðustu Heimsmeistarakeppni og reyndar öll slík mót. Meistaradeildin er mjö gmikilvæg fyrir Manchester United og við viljum allir verða meistarar. Það er mikilvægt fyrir enska knatt- spyrnu, mikilvægt fyrir Manchester United.“ Manchester United hefur gengið vel undanfarin ár en Cantona sagði að næsta tímabil yrði prófraun fyr- ir ungu leikmenn félagsins. „Strák- arnir hafa verið dásamlegir en næsta tímabil er mikilvægast fyrir þá. Það verður erfiðast eftir að hafa orðið meistarar." Hann sagðist ekki vera fyrir- mynd elsta sonar síns, því strákur- inn dýrkaði danska markvörðinn Peter Schmeichel. „Hann hefur litið upp til Peters síðan hann var þriggja eða ijögurra ára. Hann er fyrirmyndin, ekki ég. Ég er vinur hans og ég vil að hann sé vinur minn því ég elska hann.“ Cantona hældi ensku knattspyrn- unni, sagði að tæknin væri sú besta í Evrópu „en hugsanlega má vinna meira i skemmtanagildinu og sköp- uninni.“ Hann sagðist hafa róast eftir atvikið í fyrra en neitaði að það hefði breytt sér. „Sjálfstraustið hef- ur alltaf verið mikið hjá mér. Ég er ekki hrokafullur eins og fólk segir heldu rfullur sjálfstrausts. Ég hef ekki breyst heldur geri aðeins það sem ég hef alltaf gert. Ég reyni að lifa í sátt og samlyndi við sjálfan mig og ef til vill er það ástæðan fyrir því hvernig ég spila núna.“ KR Reykjavíkurmeist- arí þriðja áríð í röð ValurB. Jónatansson skrifar KR-INGAR urðu Reykjavíkur- meistarar í meistaraflokki karla knattspyrnu þriðja árið í röð á sunnudaginn. Þeir sigruðu Fylkismenn 4:2 í skemmtileg- um úrslitaleik sem fram fór við frábærar aðstæður á Laugar- dalsvelli. Guðmundur Bene- diktsson skoraði þrennu fyrir KR og var markahæsti leikmað- ur mótsins annað árið í röð. Leikurinn fór ijörlega af stað og strax á fyrstu mínútu leiksins fengu Fylkismenn sannkallað dauðafæri. Andri Marteinsson komst upp að endamörk- um hægra megin og sendi fyrir markið og þar kom Finnur Kolbeinsson á fullri ferð að ijærstöng en skaut yfir markið. KR-ingar svöruðu með því að skora fyrsta markið á 3. mínútu. Guðmundur Benediktsson tók þá aukaspyrnu rétt utan víta- teigs og Kjartan varði gott skot hans, en missti knöttinn frá sér til Ólafs Kristjánssonar sem fylgdi vel á eftir og skoraði. Vesturbæjarliðið fylgdi þessu eftir með miklum sóknarþunga og oft skall hurð nærri hælum við mark Fylkis og Kjartan markvörð- ur hafði nóg að gera fram að hálf- leik. KR skoraði úr sinni fyrstu alvöru sókn í síðari hálfleik. Einar Þór Daníelsson átti heiðurinn að því. Hann vann boltann á miðjunni, lék upp að vítateig og sendi inn á Guðmund Benediktsson sem lyfti knettinum snyrtilega yfir Kjartan í markinu. Fimm mínútum síðar minnkaði Gunnar Þór Pétursson, sem var nýkominn inn á sem varamaður, muninn með fallegu marki. Hann skaut föstu vinstri fótar skoti frá vítateig sem Kristján átti ekki möguleika á að veija. Fylkismenn voru enn að fagna marki Gunnars er þeir fengu á sig þriðja markið sem var nokkuð skondið. KR-ingar tóku miðju. Ásmundur sendi á Guðmund Benediktsson sem skor- aði frá miðju. Kjartan markvörður áttaði sig ekki á þessu og var kom- inn of langt út úr markinu og það nýtti Guðmundur sér. Fjórða mark KR kom á 72. mín- útu og kom það eftir þunga sókn. Guðmundur fékk boltann inn í víta- teiginn frá Hilmari og lagði hann fyrir sig í rólegheitum og sendi hann örugglega í vinstra mark- hornið og innsiglaði þar með þrennu sína. Tveimur mínútum síð- ar fengu Fylkismenn vítaspyrnu er Finni Kolbeinssyni var brugðið inn- Morgunblaðið/Bjami HILMAR Björnsson, lelkmaður KR, með knöttinn andspænls Ómari Valdimarssynl einum varnarmanna Fylkis. an vítateigs KR. Kristinn Tómasson tók spyrnuna og skoraði af öryggi, 4:2, og það urðu lokatölurnar. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa þó svo að vorbragur hafi verið á honum á stundum. Leik- menn eiga enn eftir að fínpússa spilið en hann lofar góðu fyrir sum- arið. KR-ingar voru mun betri og sigur þeirra sanngjarn. Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Bene- diktsson voru bestu leikmenn KR og Einar Þór og Hilmar voru ógn- andi á köntunum. Hjá Fylki var Þórhallur Dan bestur og eins komst Finnur Kolbeinsson vel frá sinu. Lofar góðu fyrir sumarið „Ég er auðvitað ánægður með sigurinn. Það var margt ágætt í þessum leik og hann lofar góðu fyrir sumarið," sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR, eftir sigurinn á Fylki í úrslitum Reykjavíkurmótsins. „Það er hálfur mánuður í íslands- mót og þann tíma ætlum við að nota vel til að fínpússa leik okkar.“ „KR er búið að taka þátt í þrem- ur mótum síðan ég tók við liðinu og unnið þau öll. Fyrst íslandsmót- ið innanhúss, síðan Reykjavíkur- mótið innanhúss og nú Reykjavík- urmótið utanhúss. Þetta er góð byrjun á tímabilinu og nú þarf að fylgja henni eftir í sjálfu Islands- mótinu. Við erum með gott lið og ég treysti strákunum til að ná góð- um árangri í sumar og er bjartsýnn á gott gengi.“ íslendingar unnu Svía ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði unglingalandslið Svía, skipað stúlkum 20 ára og yngri, 2:1 í vináttuleik í Sandgerði á sunnudag. Svíar gerðu eina mark fyrri hálfleiksins en Ragna Lóa Stefánsdótt- ir jafnaði; skoraði úr þröngu færi eftir að hafa komist í gegnum vörn gestanna. Allt virtist stefna í jafntefli þegar Guðrún Sæmundsdóttir skoraði sigurmark íslands af harðfylgi skömmu fyrir leikslok. Dortmund varði titilinn Dortmund tryggði sér þýska meistaratitilinn i knattspyrnu í fjórða sinn um helgina þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við 1860 Múnc- hen og Bayern Miinchen tapaði 2:1 í Schalke. Dortmund er með ijög- urra stiga forystu á Bayern og aðeins ein umferð eftir. Þýski landsliðsmaðurinn Stefan Reuter skoraði fyrir Dortmund á 38. mínútu og Michael Zorc bætti öðru marki við um miðjan seinni hálfleik en Olaf Bodden tryggði heimamönnum jafntefli, skoraði á 61. og 81. mínútu. Andreas Muller gerði sigurmark Schalke gegn Bay- ern á síðustu mínútu og þar með var Dortmund orðið meistari. Dortmund hefur eini sinni áður varið titilinn en félagið varð meist- ari 1956, 1957, 1963 og 1995. „Þetta fór eins og við áttum von á,“ sagði Franz Beckenbauer, for- maður Bayern, sem tók við stjóm liðsins fyrir skömmu. „Við gerðum okkur sjálfir lífið leitt á stundum í leiknum en það er gleymt og grafið,“ sagði Reuter. „Þetta er mikilvægari sigur en í fyrra. Mörg lið hafa fagnað meist- aratitilinum en lið þurfa að vera mjög góð til að veija hann.“ Gífurleg fagnaðariæti brutust út á ólympíuleikvanginum í Munchen, heimavelli Bayern og 1860 Munchen, þegar úrslitin í Schalke lágu fyrir. „Þungu fargi er af mér létt,“ sagði Ottmar Hitz- feld, þjálfari Dortmund. „Þetta var erfiður leikur og ekki var hlaupið að því að verja titilinn. Það voru hæðir og lægðir í þessu hjá okkur og oft þurftum við að vera sterkir á taugurn." Hann gaf sér tíma til að styðja Otto Rehhagel, sem var rekinn frá Bayern fyrir tveimur vikum þrátt fyrir að hafa komið liðinu í úrslit í Evrópukeppni fé- lagsliða. „Hann var látinn fara þegar fjórar umferðir voru eftir og það er slæmt mál. Ég vona að hann fái starf hjá sterku félagi fljótlega." Beckenbauer viðurkenndi eigin mistök. „Ég vissi að ég gerði ekki kraftaverk á þremur vikum. Þetta var allt of seint. Annaðhvort átti ég að láta slag standa eða taka fyrr í taumana.“ Bayern var nefnt „draumaliðið“ í byijun tímabilsins vegna stjörnu- leikmanna sem félagið keypti og góðrar frammistöðu í fyrstu um- ferðunum en það stóð ekki undir nafni. „Við misstum hvorki af titlin- um á móti Bremen né Schalke held- ur á öllu tímabilinu,“ sagði fyrirlið- inn Lothar Mattháus. „Við sýndum ekki nógu miklan stöðugleika á leiktíðinni og áttum ekki skilið að vera meistarar,“ sagði Jurgen Klinsmann. Spennan hjá toppliðunum var mikil í vetur. Beckenbauer og leik- menn Bayern rifust opinberlega en Dortmund tókst að leysa málin inn- anhúss og Matthias Sammer hrós- aði formanninum Gerd Niebaum fyrir að hafa tekið rétt á málunum. Formaðurinn gerði nýja samninga við leikmenn þegar orðrómur var um að þeir vildu fara og talaði tæpitungulaust við leikmennina fyrir luktum dyrum. „Tvö atriði gerðu það að verkum að við urðum meistarar," sagði Sammer. „í fyrsta lagi stóðu menn saman 0: leystu smáatriðin í sameiningu öðru lagi tók formaðurinn af skarið á réttum tíma.“ „Þetta var tauga- keppni og við vorum taugasterk- ari,“ sagði Niebaum. ÞORMÓÐUR Egilsson fyrir- líði KR með sigurlaunin í Reykjavíkurmótlnu. Signori og Protti marka- kóngar GIUSEPPE Signori hjá Lazio og Igor Protti hjá Bari urðu marka- kóngar í ítölsku deildinni að þessu sinni, gerðu sín 24 mörkin hvor. Signori skoraði í 2:0 sigri á móti fallliði Tórínó en Protti, sem var til þess að gera óþekktur í ítölsku knattspyrnunni fyrir tímabilið, gerði bæði mörkin I 2:2 jafntefli gegn Juventus. AC Milan vann Cremonese 7:1 og varð meistari með 73 stig. Juventus varð í öðru sæti með 65 stig og fer líka í Meistara- keppni Evrópu með sigri gegn Ajax í úrslitaleik keppninnar í Róm 22. maí. Lazio og Fiorentina fengu 59 stig en Roma og Parma 58 stig. Fiorentina fer í Evrópu- keppni bikarhafa sigri liðið Atal- anta í úrslitum bikarkeppninnar, en liðið vann fyrri leikinn 1:0. Þrátt fyrir frammistöðu Prott- is varð Bari að sætta sig við fall ásamt Tórínó, Cremonese og Padova. Auxerre franskur meistari AUXERRE gerði 1:1 jafntefli við Guingamp og tryggði sér þar með franska meistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn. Liðið, sem vann Nimes 2:1 í bikarúrslit- um fyrir 10 dögum, er með fjög- urra stiga forystu á PSG, Món- akó og Metz en ein umferð er eftir. Bernard Diomede skoraði fyr- ir Auxerre eftir 11 mínútna leik og liðið hafði undirtökin þar til Georghe Mihali jafnaði 10 mínút- um fyrir leikslok. Auxerre fagnaði fyrst titli þeg- ar liðið varð bikarmeistari 1994. „Það er sanngjarnt að þeir sem hafa lengi lagt mikið á sig upp- skeri einhvern tíma,“ sagði Guy Roux, sem hefur verið þjálfari Auxerre í 35 ár. Hann er þekktur fyrir að „búa til“ góða leikmenn, m.a. Eric Cantona, sem hóf feril- inn þjá Auxerre, og hrósaði leik- mönnum sinum. „Leikmennirnir hafa verið frábærir allttímabilið og eiga skilið að vera meistarar." Luis Fernandez, þjálfari PSG, sem hefur oft skopast að um- hyggju Roux, samgladdist hon- um. „Ég er ánægður fyrir hans hönd. Ilann hefur beðið eftir þessu svo lengi.“ Auxerre hefur ávallt verið í skugga „stóru“ og ríku félaganna en Fernandez gaf til kynna að það gæti breyst. „Nú getur Roux ekki lengur sagt að hann sé fátækur. Titillinn gerir það að verkum að hann verður ríkur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.