Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 8
Kaupverð í sameigin- legan sjóð ÞÝSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að félög sem fá til sín ósamningsbundna leik- menn frá og með haustinu 1997 greiði fyrir þá í ákveðinn sjóð sem verður síðan skipt á milli allra félaga samkvæmt ákveð- inni regiu. Til þessa hefur þurft j _ að greiða félagi fyrir kaup á i leikmanni en úrskurður Evrópu- | dómstólsins í svonefndu Bos- man-máli í desember á liðnu ári ' þýðir að ósamningsbundir leik- menn eru lausir allra mála. Því tóku Þjóðveijar fyrrnefnda ákvörðun til að vemda hags- muni minni félaga sem hafa að mörgu leyti byggt reksturinn á sölu leikmanna. Evrópudóm- stóllinn úrskurðaði einnig að félagi væri óheimilt að takmarka §ölda erlendra leikmanna frá þjóðum innan Evrópska efna- hagssvæðisins en Þjóðverjar gengu lengra og ákváðu að frá og með næsta vetri mættu félög tefla fram ótakmörkuðum fjölda leikmanna frá þjóðum innan Knattspymusambands Evrópu. Fredericks fór ágóðumtíma Zelezny óánægður með 90,60 m kast! verkum að hann er í svo góðri æf- ingu nú. Heimsmeistarinn í míluhlaupi, FRANKIE Fredericks, sprett- hlaupari frá Namibíu, náði mjög góðum tfma í 100 metra hlaupi á alþjóðlegu stigamóti (Grand Prix), sem fram fór í Osaka íJapan um helgina. Hann hljóp á 10,09 sek. og sýndi að hann er í mjög góðri æfingu og til alls líklegur á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Fredericks, sem setti heimsmet í 200 metra hlaupi innanhúss fyrr á þessu ári, sagði að þetta yrði erfitt tímabil. „Bandaríkja- mennirnir verða á heimavelli í Atl- anta og þeir munu gera allt til að sigra þar,“ sagði Namibíumaðurinn sem vann silfurverðlaun bæði 100 og 200 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Barcelona. Hann æfði með breska spretthlauparanum Linford Christie í Ástralíu og Flórída í byijun þessa árs og sagði það hafa gert það að 1.500 og 3.000 metra hlaupi, Nou- reddine Morceli frá Alsír hafði nokkra yfirburði í míluhlaupi. Hann hljóp á 3.51,30 mín. og var meira en sex sekúndum á undan Paul McMullen frá Bandaríkjunum sem varð annar. „Þetta var fyrsta mótið hjá mér í átta mánuði og ég er sáttur við árangurinn," sagði Morc- eli. Stefka Kostadinova frá Búlgaríu sigraði örugglega í hástökkinu, stökk 1,96 metra. Heimsmet hennar er 2,09 metrar. Jan Zelezny frá Tékklandi kastaði 90,60 metra í spjótkasti en var ekki ánægður þrátt fyrir þetta mjög góða kast. „Eg átti í vandræðum með tæknina og eins virkuðu fæturnir ekki eins og ég hefði viljað," sagði Zelezny. Urslit / B7 Reuter Fráir á fæti FRANKIE Frederlcks kemur í mark f 100 m hlaupinu í Japan. Bandaríkjamaðurlnn Dennls Mitchell, lengst til hægri, varð annar og Kanadabúlnn Bruny Surln (111) I þriðja sætl. Ágústa leik- maður árs- Sunna setti íslandsmet SUNNA Gestsdóttir, USAH, setti íslandsmet i 300 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti HSK um helgina. Hún h(jóp á 39,0 sekúndum og bætti met Helgu Halldórsdóttur um 0,3 sekúndur. Markús ívarsson, Umf. Sam- hygð, bætti Islandsmet öldunga í míluhlaupi 40 til 50 ára með því að hlaupa á 6.12,7 min. Ingvar Garðarsson, Umf. Skeiðamanna, sló HSK-met öldunga í míluhlaupi 30 til 40 ára, hljóp á 5.09,5 mín. Jafet for- maður BSÍ JAFET Ólafsson var um helgina kjörinn formaður Badmintonsam- bands lslands, BSÍ. Sigríður Jóns- dóttir, sem hefur verið formaður sl. 6 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn eru: Ágúst Ágústsson, Halldór Gunn- arsson, Hrólfur Jónsson og Þórar- inn Einarsson. ins hjá Ribe ÁGÚSTA Edda Björnsdóttir, sem er 19 ára, var valin leikmaður ársins hjá handknatt- leiksliði Ribe sem leikur í 2. deild í Danmörku. Ágústa Edda hóf nám ytra sl. haust og skipti þá úr KR í Ribe. Fyrir tíma- bilið var talið - . . aðliðiðættií A9usta erfiðleikum með að halda sæti sínu í deildinni. Þegar til kom lék það við liðíl. deild um sæti í efstu deild en tapaði úrslitaleikj- unum. FRJALSIÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR / NBA Styttist í ein- vígi Oriando og Chicago Seattle sló meistarana út Chicago og Orlando eru einum sigri frá því að mætast í úrslit- um Austurdeildar NBA í körfuknatt- leik eftir leiki sunnudagsins. Chicago vann New York 94:91 á útivelli og er 3:1 yfir en Orlando vann 103:96 í Atlanta og er staðan 3:0. Chicago tapaði óvænt fyrir New York á laugardag, fyrsta tap liðsins í úrslitakeppninni, en New York hef- ur tapað níu leikjum í röð í Chicago. „New York er með reynda leik- menn,“ sagði Michael Jordan, sem gerði 27 stig fyrir Chicago, „og við vanmetum þá ekki.“ Hann fór á bekkinn eftir að hafa fengið fimmtu viiluna rúmlega sjö mínútum fyrir leikslok en innsiglaði sigurinn með því að skora úr tveimur vítaskotum 11 sekúndum áður en yfir lauk. „Ég átti ekki að koma mér í þessa stöðu,“ sagði hann um villuvandræðin. „Ég var ekki eins öruggur fyrir vikið en hinir strákarnir tóku af skarið.“ Shaquille O’Neal lenti líka i villu- vandræðum í Atlanta en komst yfir þau og gerði 24 stig fyrir Orlando. Penny Hardaway var með 21 stig. Orlando tapaði fyrir Houston í úrslit- um NBA í fyrra en er eina liðið sem hefur ekki tapað í líðandi úrslita- keppni. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra og vitum hvemig á að sigra,“ sagði Hardaway. „í fyrstu leikjunum gegn Atlanta byrjuðum við með látum en nú þurftum við að hugsa um vörnina." Christian Laettner var stigahæst- ur hjá Atlanta með 26 stig. „Við lékum betur en áður en greinilega ekki nógu vel. Við komumst nær þeim en í fyrri leikjum en áttum ekki alls kostar við þá.“ Seattle vann meistara Houston 114:107 eftir framlengdan leik og er komið í úrslit Vesturdeildar, sigr- aði í öllum fjórum leikjum liðanna. „Ég er feginn að þessu er lokið,“ sagði Gary Payton sem gerði 24 stig. Shawn Kemp var stigahæstur hjá Seattle með 32 stig en þetta var 13. sigur liðsins í röð gegn meisturunum. „Þetta er mikill léttir,“ sagði George Karl, þjálfari Seattle. „Við höfum ekki leikið eins vel og í fjórum undan- fömum leikjum og ég held að fram- hald verði á en við erum afslappaðri en áður.“ Utah vann San Antonio 101:86 og er 3:1 yfír. „Við hittum ekki vel,“ sagði Bob Hill, þjálfari San Antonio. „Utah hefur leikið mjög vel að und- anfömu og allt gengur upp hjá lið- inu.“ Reuter Leiðin í úrslit / B2 HAKEEM Olajuwon, sem fagnaðl slgrl í NBA-deildinnl tvö síðustu ár ásamt samherjum sínum I liði Houston Rockets, mlsslr hér af boltanum gegn Seattle um helglna - og llðlð mlssti af lestlnnl. Tapaðl fjórum slnnum og er úr lelk. ENGL./SVIÞJ.: 2 11 22X 1X1 211X ITALIA: 1 X1 122 X11 212X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.