Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR AKSTURSIÞROTTIR Rétlu græjurnar Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ISLANDSMEISTARINN í rally krossi, Guðbergur Guðbergsson, eiginkona og börn ásamt aðstoð- arliði hafa undirbúlð sig vel. Hér sést búnaðurinn sem þeir nota í mótum ársins. Sérsmíðaður Porsche 911 keppnisbíllinn er fluttur í rútunni ásamt tilheyrandi varahlutum og dekkjabúnaði á keppnissvæðið við Krýsuvíkurveg. Einar ekur á Benz með Chevrolet vél Bílkross og rallmóttil ísla'ndsmeistaratitils á Suðurnesjum TVÖ akstursíþróttamót verða um helgina. A laugardag verð- ur fyrsta rallmót ársins á Suð- urnesjum og á sunnudag kl. 13.30 verður fyrsta bílkross keppni ársins á keppnissvæði við Krýsuvíkurveg. Bæði mótin gilda til íslandsmeistaratitils. Líkur er á mikilli keppni í flokki stórra keppnisbíla í bílkrossi. Keppt er í þremur flokkum í bíl- krossi, flokki rally kross bíla, ódýrra bíla og stórra bíla, eða í teppaflokki eins og það er kallað. Yfirleitt eru amerískir drekar í fyrirrúmi, en meðal keppenda í flokknum í ár UMHELGINA Knattspyrna Laugardagur: Meistarakeppni KSÍ Laugardalsvöllur: ÍA - KR............14 4. deild karla: Ásvellir: ÍH - Framheijar............14 Gervigr. í Laugardal: KSÁA - HB......14 Gervigr. í Laugardal: SR - Víkingur Ó.17 Surmudagur: 1. deild kvenna: Vestm.ey.: ÍBV - ÍA..................14 KR-völlur: KR - Stjarnan.............14 Varmá: Afturelding - ÍBA.............14 Kópavogur: Breiðablik -Valur.........17 3. deild karla: Kópavogur: HK - Grótta...............13 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Selfoss.....14 Garður Vlðir- Höttur.................14 Sandgerði: Reynir S. - Þróttur N.....14 Þorlákshöfn: Ægir- Dalvík............14 4. deild: Vestm.ey.: Smástund-TBR..............14 Mánudagur: 2. deitd karla: Þróttarvöllur ÞrótturR. - Fram....,...,..20 Golf Gðlfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar'verð- ur með sérstaka kynningardaga á velli .fé- lagsins við Vífilsstaði um helgina. Allir íbú- ar bæjarfélaganna tveggja, sem áhuga hafa á að kynnast íþróttinni, eru velkomnir. Mönnum verður leiðbeint og golfkennari verður á svæðinu. Allir sem koma fá að spreyta sig að slá í holu, sem er dálítið stærri en venjuleg golfhola, og fá þeir sem slá „holu í höggi“ verðlaun. Hlaup ■ Hið árlega Landsbankahlaup fer fram í 11. sinn í dag. Hlaupið verður samtímis á 34 stöðum á landinu kl. 11. ■ Fjórða Breiðholtshlaupið verður á morg- un kl. 13. Skráning fer fram ! Gerðubergi 1. Hlaupið verður um Elliðaárdalinn og efra Breiðholt. verður V8 Benz Einars Hjaltason- ar, sem varð meistari 1994. Það er ekki upprunaleg vél í bílnum heldur Chevrolet 454 vél, sem Einar hefur komið fyrir í vélarsalnum. Níu bílar keppa í flokki Einars, en búist er við hátt í tuttugu bílum síðar í sumar. í flokki rally kross bíla er meðal keppenda Islands- meistarinn Guðbergur Guðbergsson á Porsche 911. Ásgeir Örn á Ford Mustang verður meðal andstæð- inga, færði hann sig úr flokki stærri bíla. Þá hefur Guðmundur Fr. Páls- son á 400 hestafla Ford Escort Cosworth endurbætt sinn keppnis- bíl í vetur. í flokki krónubíla eru 15 bílar skráðir. íslandsmeistararnir Rúnar Jóns- son og Jón Ragnarsson fá ekki mikla keppni í fyrsta ralli ársins, sem verður á sérleiðum á Suður- nesjum, en hefst við Aðalskoðun í Hafnarfirði á laugardagsmorgun. Hinsvegar eru átta bílar skráðir í flokk ódýrra bíla, Norðdekk flokk- inn svokallaða. Keppt er til meist- ara í þessum flokki; Magnús Bergs- son og Guðmundur T. Gíslason náðu bestum árangri í þessum flokki í fyrra á Toyota Corolla. Bílar í þess- um flokki eru mjög svipaðir að búnaði og því er slegist um hveija sekúndu á sérleiðum. Átta sérleiðir verða eknar, um Kleifarvatn, ísólfs- skála og Reykjanes. KNATTSPYRNA Robson til Barcelona? BOBBY Robson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, mun taka við stjórninni hjá Barcelona af Hollendingnum Johann Cruyff. Robson, sem er 62 ára, hætti sem þjálfari enska lands- liðsinseftir HM á Ítalíu 1990og tókvið Eindhoven íHol- landi. Undir hans stjórn varð liðið hollenskur meistari. Frá Hollandi hélt hann til Portúgal, gerði Sporting Lissabon að meistara og tvö sl. ár hefur Porto orðið meistari í Portúgal undir hans stjórn. Gengi Barcelona hefur ekki verið sem best í vetur og fyr- ir nokkrum vikum fóru forráða- menn liðsins að líta í kringum sig eftir eftirmanni fyrir Johann Cru- yff, sem hefur verið þjálfari Barc- elona sl. átta ár. Ekki var búið að ganga frá ráðningu Robson í gær, en hann sagði í viðtali að málin yrðu ljós á næsta sólar- hringnum. Aðrir þjálfarar sem hafa verið undir smásjánni hjá Barcelona eru Van Gaal, þjálfari Ajax, sem á eftir tvö ár af samn- ingi sínum við Evrópumeistarana, og Luis Fernandez, þjálfari París Saint Germain. Blöð í Englandi sögðu frá því í gær, að Robson væri búinn að gefa Barcelona jákvætt svar og að hann fái 10,7 millj. ísl. kr. í laun á mánuði. Þá segja blöð á Spáni að allt bendi til að sonur Cruyff, Jordi, fari einnig frá Barc- elona. Feðgarnir vildu ekkert láta hafa eftir sér í gær. Richard Witschge frá Bordeaux til Ajax „ÉG er á förum til Ajax og mun skrifa undir fímm ára samn- ing,“ sagði hollenski landsliðsmaðurinn Richard Witschge, sem hefur leikið með Bordeaux í Frakklandi. Witschge, 26 ára, er miðvallarleikmaður, bróðir landsliðsmannsins Rob, sem leikur með Feyenoord. Hann hóf feril sinn sem unglingur hjá Ajax, var seldur til Barcelona 1990 og tveimur árum síðar gerðist hann Franz Beckenbauer fluttur á sjúkrahús FRANZ Beckenbauer, stj órnarformaður og þjálfari Bayern Miinchen, var fluttur á sjúkrahús í MUnchen í gær, nyög kval- inn. Við læknisskoðun kom í ljós að nýmasteinn olli sársaukan- um. Beckenbauer, sem er 51 árs, verði ekki á bekknum í dag þegar Bayern leikur gegn DUsseldorf á Ólympíuleikvanginum í MUnchen. Bæjarar ætla síðan að fagna UEFA-meistaratitlinum í kvöld. ISHOKKI Efast um gildi HM Tékkar fögnuðu heimsmeist- aratitlinum í íshokkí um helgina eftir að hafa unnið Kanadamenn 4:2 í úrslitaleiknum í Vín í Austurríki en umræða um gildi keppninnar var á sömu nót- um og fyrr. Bestu íshokkileik- menn heíms leika í NHL-deiidinni í Bandaríkjunum og Kanada og þeir taka hana fram yfir héims- meistarákeppnina sem fer fram á sama .tíma og úrslitakeppni NHL. Margir óttast að áhuga- menn um íshokkí í Evrópu kom- ist fljótlega að sömu niðurstöðu - að HM sé lítið annað en nafn- ið - en talsmenn Alþjóða íshokkí- sambandsins, IIHF, minna áfram á að keppnin er undirstaða upp- byggingar íþróttarinnar í aðildar- löndunum. Missi hún marks hverfí ekki aðeins HM af sjónar- sviðinu heldur ómældar milljónir dollara sem hún hefur gefið af sér í uppbyggingarstarfið. Heimsmeistarakeppnin líður einnig fyrir það að samstaða hefur náðst um að leikmenn í NHL geta verið með í Heimsbik- arnum og á Ólympíuleikum og ný Evrópudeild með hugsanlegri þátttöku NHL-liða getur sett strik í reikninginn. Lettland tryggði sér rétt til að leika í A- keppninni næsta ár og kemur í staðinn fyrir Austurríki og talið er að Hvíta-Rússland tryggi sér einnig þátttökurétt en því er haldið fram -að lið þessara þjóða vekji ekki eins mikla athygli pen- irigaafla og iið t.d. Frakklands, Ítalíu pg Noregs sem óttast er að verði að víkja. HM nýtur ekki vinsælda vest- anhafs. Aðeins tveir fréttamenn frá Kanada fylgdust með keppn- inni og enginn frá Bandaríkjun- um þrátt fyrir að Bandaríkja- menn ynnu til verðlauna í fyrsta sinn í 34 ár. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að keppnin kemur öllum íshokkísamböndum til góða og þau treysta á hagnað- inn af henni. Hann var 30 millj. dollara (um 2 milljarðar kr.)í Sví- þjóð í fyrra og fór að mestu leyti í uppbyggingarstarf og rekstur landsliða en 51 þjóð er í IIHF. Skipting fjárins fer m.a. eftir árangri. Sæti í undanúrslitum tryggir 750.000 dollara og gullið gefur milljón dollara í aðra hönd (um 67 millj. kr.). „Við værum illa staddir ef liðið hefði ekki leik- ið um verðlaun," sagði Boþ Nic- holson, varaformaður Íshokkí- sambands Kanada. „Við miðuð- um fjárhagsáætlun okkar við að ná fimmta til áttunda sæti og miðað við þann árangur hefðum við komið út á sléttu. Níunda til 12. sæti hefði þýtt mikið tap og niðurskurð á næsta ári. Fólk ger- ir sér ekki grein fyrir að heims- meistarakeppnin fjármagnar uppbyggingarstarfið í íþróttinni um allan heim.“ Rene Fasel, forseti IIHF, sagði að útkoma HM væri ekki háð NHL. „Er þetta ekki góð keppni vegna þess að Gretzky, Lemieux og Messier eru ekki hér?“ spurði hann. „Við fáum mikla peninga frá fjárfestum vegna þess að mikill áhugi er á keppninni í Evrópu. Mér fellur ekki í geð að fólk haldi að þetta sé annars eða þriðja flokks keppni. Við spilum líka í Evrópu og 'hér eru 300 milljóhir manns.“ Svo virðist sem IIHF hafi ekki áhyggjur ,þó bestu leikmenn heims taki ekki þátt í HM .en sambandið vill efla tengslin við NFL. NBA-deildin í körfuknatt- leik og NFL-deildin "hafa þegar náð fotfestu í Evrópu og NHL hyggur á sömu mið en deildin hefur þegar opnað markaðsskrif- stofu í Sviss með Evrópudeildina í huga. „NHL verður að skilja mikilvægi heimsmeistarakeppn- innar,“ sagði Murray Costello, forseti Ishokkísambands Kanada. „Heimsmeistarakeppnin verður að halda velli því hún stendur undir IIHF og uppbyggingunni íþróttarinnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.