Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996 B 3 T Ferguson með nýjan samning við Man. Utd. ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., hefur skrifað undir fjðg- urra ára samning við liðið. Ferguson, sem er 54 ára, óskaði eftir sex ára samningi. Hann hefur verið mjög farsæll á Old Trafford - undir hans stjórn hefur liðið unnið þijá meist- aratitla, þijá bikartitla, einn deildar- bikar, orðið Evrópumeistari bikar- hafa og orðið einu sinni meistari meistaranna í Evrópu. Bikarinn til Árhus ÁRHUS valrð bikarmeistari Dan- merkur, er liðið lagði Bröndby að velli, 2:0, í Kaupmannahöfn fyrir framan 36.103 áhorfendur, met- áhorfendafjöldi á bikarúrslitaleik í Danmörku. Þetta var níundi bikar- meistaratitillinn hjá Áhrus. Peter Degn skoraði fyrra markið á 32. mín. og síðan bætti Stig Töfting marki við tólf mín. síðar. Bröndby, sem hefur forystu í keppninni um danska meistaratitilinn, náði öllum völdum í seinni hálfleik, en sterkur varnarmúr Árhus hélt. Reuter Eindhoven bikarmeistari LEIKMENN Eindhoven tryggðu sér sigur í bikarkeppninni í Hollandi, með því að vinna sigur á Sparta frá Rotterdam, 5:2, í Rotterdam. Jan Wouters, fyrirliði Eindhoven, heidur á blkarnum á myndinni til hliðar. Hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og gerast þjálfari hjá Utrecht. Á myndlnni fyrlr ofan sjást þeir Jaap Stam, Elndhoven, og Gerard de Nooijer, Sparta, berjast um knöttinn. Pallister ekki með Englandi í GARY Pallister, miðvörður Manchester United, verður ekki með Englendingum í Evrópukeppni landsliða, sem hefst í Englandi 8. júní. Pal- lister hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og hefur misst af 21 deildar- og bikar- leik með United frá áramót- um. Hann er ekki í enska landsliðshópnum sem mætir Ungverjum á Wembley í dag og fer ekki með landsliðinu í stutta ferð til Kína og Hong Kong í næstu viku. Terry Venables, landsliðsþjálf- ari Englands, hefur vaikl 27 manna landsliðshóp fýrir leikina gegn Ungverjalandi, Ifína 23. maí og Hong Kong 26. maí. Steve Howey, varnarmaður hjá Newc- astle, er ekki í hópnum vegna meiðsla og þá mun Paul Gascoigne missa af leiknum gegn Ungvetj- um, þar sem hann leikur bikarúr- slitaleik með Glasgow Rangers gegn Hearts. Tony Adams, fyrir- liði Arsenal, er kominn á ný í landsliðshópinn eftir meiðsli. Ad- ams hefur ekki leikið síðan hann meiddist í janúar og mun Venebles láta á hann reyna gegn Ungvetj- um. Eini nýliðinn í hópnum er Ugo Ehiogu, varnarmaður hjá Aston. Hann er valinn vegna meiðsla margra varnarleikmanna. Enski landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: David Seaman (Arsenal), Tim Flowers (Black- bum), Ian Walker (Tottenham). Varnarleikmenn: Gary Neville (Man. Utd.), Tony Adams (Arsen- al), Mark Wright (Liverpool), Ugo Ehiogu (Aston Villa), Gareth So- uthgate (Aston ViIIa), Sol Camp- bell (Tottenham), Stuart Pearce (Nottingham Forest), Phil Neville (Man. Utd.). EM Miðjumenn: Darren Anderton (Tottenham), Steve Stone (Nott. Forest), Paul Gascoigne (Glasgow Rangers), Paul Ince (Inter Mílanó), Dennis Wise (Chelsea), David Platt (Arsenal), Robert Lee (Newcastle), Jamie Redknapp (Li- verpool), Jason Wilcox (Black- burn), Steve McManaman (Li- verpool). Sóknarmenn: Les Ferdinand (Newcastle), Robbie Fowler (Liv- erpool), Nick Barmby (Middlesbro- ugh), Peter Beardsley (Newc- astle), Teddy Sheringham (Totten- hahi), Alan Shearer (Blackburn). Mikill uppgangur hjá liðum í Ruhr-héraðinu KNATTSPYRNULIÐ frá Ruhr-héraðinu í Þýskalandi hafa heldur betur verið í sviðsljósinu. Dortmund er þýskur meistari og Schalke 04 tryggði sér UEFA-sæti á dögunum, en liðið hefur ekki leikið í Evrópukeppni í nítján ár. Svo mikill áhugi er fyrir Evrópuleik liðsins að nú þegar er búið að selja tuttugu þús. miða á leikinn - löngu áður en vitað er hver mótheijinn verður. Bochum er svo gott sem búið að vinna sér rétttil að leika í 1. deild og einnig er líklegt að Duisburg fylgi liðinu upp. Þá hefur Rot-Weiss Essen tryggt sér rétt til að leika í 2. deild. Basler til Bayern BAYERN Miinchen hefur fengið góðan liðsstyrk, þar sem þýski landsliðsmaðurinn Mario Basler er. Bæjarar hafa keypt hann frá Werder Brem- en á 220 millj. ísl. kr. Basler er mjög sterkur miðvallar- leikmaður og kemur til með að styrkja UEFA-meistarana mikið. Bayern hefur boðið Bremen Austurríkismanninn Andreas Herzog aftur, hann hefur ekki náð sér á strik hjá Bayern. Herzog hefur ekki samþykkt að fara til Bremen, þar sem hann hefur verið í viðræðum við hollenska liðið Feyenoord. Miðjan hjá Bayeni verður sterk með þá Basler og félaga hans í þýska landsliðinu, Thomas Strunz og Mehmet Scholl, og Svisslendinginn Ciriaco Sforza, sem hefur verið orðaður við lið á Ítalíu. ÍÞRÚmR FOLK ■ MAURO Tassotti, varnarleik- maður AC Milan, sem er 36 ára, hefur ákveðið að vera áfram hjá liðinu. Hann ætlaði að fara frá AC Milan, en forseti liðsins Silvio Berlusconi bað hann um að verar eitt ár til viðbótar. ■ ÍTALSKA liðið Vicenza hefur keypt 17 ára pilt, miðvallarspilar- ann Pierre Wome frá Canon Yaounde í Kamerún. ■ SAMPDORÍA hefur keypt franska miðvallarspilarann Pi- erre Laigle frá Lens á 198 millj. ísl. kr. Hann skrifaði undir fjög- urra ára samning og mun leika við hlið landa síns Christian Ka- rembeu. ■ ÍTALSKA stúlkan Silvia Caci- oli hefur verið dæmd í eins árs keppnisbann fyrir að sparka í dóm- ara, sem rak hana af leikvelli eftir að hún hafði sparkað í mótheija. sinn í leik. ■ SOUTHAMPTON hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við markvörðinn Bruce Grobbela- ar þegar samningur hans rennur út í júní. Hann lék aðeins tvo leiki með liðinu sl. vetur. Þá verður heldur ekki samningur við Mark Walters, fyrrum leikmann Li- verpool, endurnýjaður. ■ WEST HAM er að ganga frá kaupum á portúgalska landsliðs- manninum Paolp Alves frá Sport- ing Lissabon á 1,5 millj. punda. Alves mun skrifa undir þriggja ára samning og fá rúmlega 500 þús. ísl. kr. í laun á viku. ■ WEST HAM hefur gefið Alvin' Martin og markverðinum Les Sealeý fijálsa sölu til Leyton Orienti ■ GARY Megson, knattspyrnu- stjóri Norwich, hefur tilkynnt að Ian Crook og Jeremy CoSs sé frjálst að í'ara frá liðinu, án þess að það fari fram á peningagreiðsl- ur fyrir þá. ■ FRANSKI landsliðsmaðurinn Daniel Bravo er á leiðinni til Parma á Italíu. Hann varð Evr- ópumeistari með París St. Germa- in á dögunum. ■ MICHEL Gonzalez, miðvallar- spilari hjá Real Madrid, tilkynnti í gær að hann sé hættur að leika með liðinu eftir þetta keppnistíma- bil. Gonzalez hefur verið í þrettán ár hjá liðinu og fagnað sex meist- aratitlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.