Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA L A N D $ M A N N A *qfmib!Ubib 1996 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 18. MAI BLAÐ B Eggert Magnússon formaður KSÍ um væntanlegar viðræður borgar- yfirvalda og sambandins um að það taki við rekstri Laugardalsvallar BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að ganga til við- ræðna við Knattspyrnusam- band íslands um að sam- bandið taki við rekstri Laug- ardalsvallar og sjái um og fjármagni framkvæmdir þar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að líkleg- ast yrði það ákveðið strax eftir helgi að ganga formlega til við- ræðna um þessi mál. „Það eru komnar fram hugmyndir um hvernig þetta geti litið út, en það er ekki búið að draga upp neinn formlegan samning," sagði Ingi- björg Sólrún. Samkvæmt heimildum Morg: unblaðsins er hugmyndin að KSÍ taki við rekstri Laugardalsvallar- Mikil gleði- tíðindi fyrir sambandið ins og framkvæmdum við hann, þar með talið byggingu nýrrar stúku þannig að leikvangurinn verði löglegur samkvæmt reglum alþjóðaknattspyrnusambandsins. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann væri ánægður með að málið væri komið þetta langt. „Það eru okkur geysileg gleðitíðindi að málið skuli vera komið á þann rekspöl að við get- um vonast til að fara að sjá fyrir endann á því. Ég vil þakka borgar- stjórn Reykjavíkur fyrir þann skilning sem hún hefur sýnt og við hjá KSÍ vonumst til að nú sjái fyrir endann á þeim vanda sem Laugardalsvöllurinn hefur verið fyrir Knattspyrnusambandið. Við höfum. ekki getað boðið upp á, iöglegan keppnisvöll undanfarin ár, en nú sér vonandi fyrir endann á því og það eru mikil gleðitíðindi fyrir sambandið," sagði Eggert. KSÍ hefur unnið að þessu í mörg ár og formaðurinn var því ánægður í gær þegar ljóst var að aðilar ætluðu að setjast að samn- ingaborðinu. „Þetta verður bylt- ing fyrir Knattspyrnusambandið og ég er þess fullviss að við náum samkomulagi og vonandi tekur það ekki mjög langan tíma. Um leið og samningar hafa tekist munum við bretta upp ermarnar og hefjast handa," sagði Eggert. IA og KR leika um meistara- titil KSÍ LEIKIÐ verður til úrslita í meist- arakeppni Knattspyrnusam- bands Islands á Laugardalsvelli í dag. Það verða íslandsmeistar- arnir frá Akranesi og bikar- meistarar KR sem mætast og hefst leikurinn kl. 14. Þetta verð- ur í síðasta sinn sem meistara- keppnin fer fram á þessum tima því á síðasta ársþingi Knatt- spyrnusambandsins var sam- þykkt að keppnin skuli fara fram á haustin, að afloknu íslandsmót- inu, og því verður aftur leikið í meistarakeppninni í haust og síð- an á hverju hausti. Þessi sömu félög léku í meist- arakeppninni í fyrra, þá var leik- ið á Akranesi, og Skagamenn sigruðu af mjöjí miklu öryggi. Þá var Guðjón Þórðarson þjálfari KR-inga en nú er hann þjálfari Skagamanna og Lúkas Kostíc þjálfar KR, en hann lék lengi með Skagamönnum, meðal ann- ars unciir sljórn Guðjóns. Búast má við fjörugum og skemmtileg- um leik á Laugardalsvelli, enda til mikils að vinna. Hér má sjá þjálfarana og félagana með bik- arinn sem keppt er um. Kristján kom- inn í undanúr- slit á EM KRISTJÁN Helgason tryggði sér í gær rétt til að leikaí undanúrslitum á Evrópumóti einstakl- inga i snóker sem fram fer í Antwerpen í Belg- íu. Jóhannes B. Jólianncsson f éil hins vegar ur keppni í 16 manna úrslitum, tapaði 2:5 f yrir Björn Hanoveer frá Belgiu. Kristján vann Mario Goudens frá Belgíu 5:4 f hörkuleik í 16 manna úrslitunum í gærmorgun og í gærkvöidi lagðí hann Yivan van Veel thof en frá Belgíu 6:4. Kristján var komiim í 4:0 í síðari Ic i knuin en gaf þá ef tir og h eimam aðu r i nii, ót rú - lega vel studdur af áhorfendum, náði að minnka muniun. Kr is tjáu mætír Björn Hanoveer í undanúrslit- um £ dag. „Hann er rosalega góður spilari," sagði Jóhann- es um hann. „Hann komst í 3:1 gegn mér og ég miunkaði mu ninn í 3:2 með því að gera 96 f stuði, en eftír það átti ég ekki möguleika. Hann gerði 88 i næsta stuði og var þá kominn í 4:2 og siðan gerði hann 114 og allt var búið," sagði Jóhannes. Þeir félagar sögðu að áhorf endur væru nokkuð furðulegir og létu eins og þeir væru á fótboltaleik, köll- uðu og púuðu ef þannig stæði á. „Það er dálitíð furðulegt að f ylgjast með áhorfendun- um, en maður lætur það ekk- ert á sig fá. Annars list mér ekkert á þennan Björn. Ég sá hann á mótí Jóhannesi og það var allt annað en uppörvandi að fylgjast með hversu góður hann er. En það getur auð vit- að allt gerst og maður vonar það besta," sagði Kristián f gærkvöldi. Rússarnir koma TVEIR rússneskir hand- knattleiksmenn koma hingað tíl lands í dag til að skoða aðstæður hjá tveimur íslensk- um félögum. Landsliðsmað- urinn Alexei Demidov, sem lék meðal aiinars hér á landi fyrir áramótín í Evrðpu- keppninni, mun líta á aðstæð- ur hjá Selfyssingum og annar Rússi mun fara tíl Akureyrar og ræða við Alfreð Gíslason og hans menn hjá KA. Þriðji Rússinn er siðan væntan leg- ur á næstunni til að ræða við Eyjamenn. UMFAfær liðsstyrk GREINILEGT er að forráða- menn 1. deildarliðs Aftureld- ingar í handkna Uleik hafa sett stefnuna hátt. Þeir hafa svo sannarlega verið að safna liði að undanfðrnu oghafa fengið öflugan liðsstyrk. Fyrst fengu þeir Sigurð Sveinsson, hornamann hjá FH, og Einar Gunnar Sig- urðsson, hægrihandarskyttu frá Selfossi, til liðs við sig. Þá er búi ð að ganga frá þ v í að Sigurjón Bjarnason, Ifnu- maður frá Selfossi, og J6n Anðri Finnsson, hornamaður hjá Fram, gangi til liðs við Aítureldingu. Monjunblaðið/Sverrir KÖRFUKNATTLEIKUR: UTAH OG SEATTLE MÆTAST í VESTURDEILDINNI / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.