Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 4
KAPPAKSTUR Damon Hill efstur en Scumacher eflist Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaidsson FJÖLMIDLAMENN eru aldrei langt undan þegar Mlchael Schumacher er ð ferll. Heimsmelstar- inn þýskl þénar um 60 mllljónlr dollara, þau tvö ðr sem hann er samnlngsbundlnn Ferrari. WILLIAMS-liðið hefur unnið öll fimm Formula 1 kappaksturs- mót ársins. Bretinn Damon Hill hefur unnið fjögur og kana- díski ökumaðurinn Jaques Vil- lenueve eitt, en báðir aka Will- iams Renault. Heimsmeistar- inn þýski, Michael Schumnac- her, hefur ekki unnið mót á árinu á Ferrari. Schumacher hefur hins vegar náð öðru sæti í síðustu tveimur mótum á nýjum keppnisbíl sínum, en hann skipti um lið „ , í lok síðasta árs. Fór Rögnvaldsson frá hmu sigursæla skrífar Benetton-liði, til Ferrari-liðsins ít- alska fyrir litlar 40 milljónir dollara, en að auki fær hann um 20 milljón- ir dollara í auglýsingatekjur næstu tvö árin. Ný 10 cylindra vél er í Ferrari Schumacher, en liðið var þekkt fyrir 12 cylindra vélar sínar. Það hefur tekið Schumacher tíma að ná tökum á endurhönnuðum Ferr- ari-bílnum og álagið á hann er mik- ið. Minnstu munaði að hönnuður bílsins, Bretinn John Barnard, yrði látinn fjúka fyrir skömmu, þar sem árangur lét á sér standa, þrátt fyrir mikil fjárútlát. Það segir kannski sína sögu um hæfileika Schumachers að Benetton- liðið, sem vann hvert mótið á fætur öðru í fyrra og titla, hefur ekki náð sérstökum árangri á árinu. Öku- mennimir Jean Alesi frá Frakklandi og Austurríkismaðurinn Gerhard Berger hafa ekki náð tökum á bílun- um, sem reyndar voru hannaðir í kringum aksturstækni Schumac- hers. Frakkinn Jean Todt ræður nú hjá Ferrari-liðinu og hefur breytt mörgu til hins betra, þessi smái en knái keppnisstjóri stýrði Peugeot- rallliðinu til margra heimsmeistara- titla og liðið vann París-Dakar rallið nokkmm sinnum. Ekkert lið hefur unnið eins oft í kappakstri og Ferr- ari, en síðustu ár hafa verið mögur og það réð því að ítalarnir fengu utanaðkomandi aðila til að ráða. Helsta vandamál nýju mannanna er það að fjöldi ráðríkra ítala vill hafa puttana í rekstri keppnisliðsins. Todt hefur þó staðið uppi í hárinu á þeim. Á meðan vinnur Schumacher sitt verk og Ferrari-bíllinn hefur batnað með hverri keppni. Um næstu helgi verður keppt í Mónakó, þar sem ekið er um götur skattaparadísarinn- ar. Keppnin er mjög erfið þar sem ekið er meðfram grindverkum og mjög hlykkjóttri leið um götur Món- akó. Schumacher vann í Mónakó í fyrra, en Hill hefur aldrei náð að vinna þessa keppni. Faðir hans, Gra- ham Hill, var einnig kappakst- ursökumaður og vann fimm sinnum í Mónakó. Hill er staðráðinn í að halda áfram á sigurbraut, en Schumacher er sömuleiðis ákveðinn í að vinna fyrsta gullið. Það væri ekki verra fyrir hann að vinna á heimavelli, því hann býr í Mónakó. Ástæðan er einföld, skattfríðindi Mónakó borgar og há laun Schum- achers. Vernharð tryggði sér sæti á ÓL VERNHARÐ Þorieifsson, júdókappi úr KA á Akureyri, varð í þrettánda sæti í sínum þyngdarflokki á Evrópumót- inu í júdó. Þessi árangur Vernharðs tryggði honum rétt til keppni á Ólympíuleik- unum í Atlanta í Bandaríkj- unum i sumar, en þangað fara níu efstu menn á Evrópulist- anum en Vemharð er í átt- unda sæti. Bjarni Friðriksson úr Ármanni tók einnig þátt í Evrópumótinu, í yfirþunga- vigt, og hann tapaði báðum viðureignum sinum. Guðmundur formaður GUÐMUNDUR Á. Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf., var á fimmtu- daginn kjörinn næsti formaður Handknattleikssambandsins á ársþingi þess. Hann sigraði Ásgerði Halldórsdóttur i for- mannskjörinu, en hún var hinsvegar kjörin sem með- stjórnandi ásamt Kjartani Steinbach og Bjama Á. Jóns- syni. Varaformaður HSÍ verð- ur Sigurjón Péturson, gjald- keri Ásdis Höskuldsdóttir og ritari verður Ragnheiður Karlsdóttir. Varamenn verða Sigfús Karlsson, Reynir Krist- jánsson og Svavar Geirsson. ÚRSLIT Knattspyrna íslandsmótiö 4. deild A: Léttir - Njarðvík.............1:1 Siguijón Siguijónsson - Högni Þórðarson. GG-UMFA.......................2:0 Jóhann Júliusson, Ingvar Guðjónsson, báðir úr vítaspymu. 4. Deild B: Bruni - Haukar.............. 2:8 Ágúst Valsson, Karl - Sigurður Ágústsson 2, Brynjar Gestsson 2, Hjati Jóhannesson 2, Orri Baldursson, Hlynur Guðlaugsson. GG-UMFA.......................2:0 Jóhann Júltusson, Ingvar Guðjónsson, báðir úr vítaspymu. Minningarleikur ÍBV - Fylkir..................2:0 Ingi Sigurðsson (68.), Kristinn Hafl- iðason (90.). ■ Þetta var minningarleikur um Lárus Jakobsson. IBK lagt niður og ÍRB stofnað KORFUKNATTLEIKUR Utah komið í úrslK vesturdeildarinnar Utah Jazz er komið í úrslit vest- urdeildarinnar í NBA-deild- inni í körfuknattleik og mætir þar Seattle SuperSonics. Utah vann San Antonio Spurs 108:81 í sjötta leik liðanna í fyrrinótt og gerði Karl Malone 25 stig auk þess sem hann tók 13 fráköst. Adam Keefe kom sterkur af bekknum og gerði 18 stig og Bryon Russell gerði 15. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Utah kemst í úrslit vesturdeild- arinnar. Það bar annars helst til tíðinda í leiknum að David Robinson, leik- maður Spurs, gerði ekki stig í fyrri hálfleik en hann náði að setja 17 stig í þeim síðari eins og Vinny Del Negro og Sean Elliott gerði einu stigi minna en þeir félagar. Robin- son lenti í villuvandræðum snemma leiks og var allt annað en ánægður með einn dómara leiksins, Steve Javie. „Ég er ekki vanur að tala um dómgæsluna, en Steve dæmdi illa og ég held að þetta hafi verið eitthvað persónulegt hjá honum gegn mér,“ sagði Robinson eftir leikinn. Frðbærir varamenn „Varamenn okkar voru frábær- ir,“ sagði Malone um samheija sína. „Ég held það sé ekki hægt að fara frammá að þeir leiki betur. Bryon hefur mikið verið á bekknum í vet- ur en kemur síðan sterkur inná,“ sagði hann. I austurdeildinni verða það Orl- ando og Chicago sem leika til úr- slita, en Orlando sigraði Atlanta 96:88 í fimmta leik liðanna og sigr- aði því 4:1. Leikurinn var jafn fram- an af og það var ekki fyrr en í síð- asta leikhluta sem Orlando náði undirtökunum fyrir alvöru. O’Neal gerði 27 stig og tók 15 fráköst fyr- ir Orlando og Penny Hardaway var með 24 stig og 11 fráköst. Hjá Atlanta var Grant Long stigahæst- ur með 24 stig. Nýlega var stofnað nýtt íþrótta- bandalag á Suðurnesjum, íþróttabandalag Reykjanesbæjar (IRB) og á sama tíma var ÍBK lagt niður. Fyrir á Suðumesjum var ÍS, íþróttabandalag Suðurnesja, og verður það áfram til, en mun veikara en áður þar sem Njarðvíkingar gengu úr því og í ÍRB. Þegar Keflavík og Njarðvík voru sameinaðar kom upp sú staða að íþróttafélögin í bæjunum voru í tveimur íþróttabandalögum, ÍS og ÍBK, en slíkt er óheimilt. Flest félög- in á Suðumesjum vildu að Keflvík- ingar gengju í IS og ÍBK yrði lagt niður, en Keflvikingar vildu stofna annað bandalag, ÍRB, fyrir Keflvík- inga og Njarðvíkinga, en ÍS yrði áfram til og í því væm meðal annars Grindvíkingar og Sandgerðingar. íþróttanefnd ríkisins úrskurðaði að Njarðvíkingar og Keflvikingar skyldu mynda með sér bandalag, ÍRB, og gengu Njarðvíkingar að því - treglega þó. Aukaaðalfundur UMFN, sem haldinn var í Stapa 6. maí; samþykkti að gerast stofnaðili að IRB enda töldu fundarmenn „að ákvörðun íþróttanefndar ríkisins um skipan íþróttamála á Suðumesjum neyði félagið til að ganga úr íþrótta- bandalagi Suðurnesja." Njarðvíkingar benda á að stefna ISI sé að fækka íþróttabandalögum í landinu. Þarna hafi gefist tækifæri til að stíga skref í þá átt en íþrótta- nefnd ríkisins hafi lagst gegn því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.