Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 8
DAGLEGT LÍF 8 B FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VÍKINGA- PAR úr fjöru- steinum. Hráefnið sótt í náttúruna RÓSIRNAR, sem bóndinn gaf henni í síðustu viku, hýðið af lauknum í fiskisúpunni frá í gær, gömul dag- blöð og rauði ballkjóllinn hennar eru meðal aðskiljanlegustu hluta, sem Freygerður Kristjánsdóttir hef- ur tekið með sér í vinnuna og notað sem efnivið í tækifæriskort og alls konar minjagripi. Freygerður lét nýverið af störfum sem framkvæmdastjóri kortaútgáf- 0^ unnar og heildverslunarinnar S Kórundar hf, sem hún og eig- Qa inmaður hennar, Ingibergur 33 Þorkelsson, hafa rekið um tveggja áratuga skeið. Við stöðunni tók Sigurbjörg 2 Kristjánsdóttir, sem hóf störf sem sendill fyrir tólf árum. 3a! En þótt Freygerður hafi lagt skjalatöskuna á hilluna og sett upp svuntu, starfar hún áfram við fyrirtækið og að eigin sögn af meiri móð en nokkru sinni fyrr. Ásamt Margréti Ingólfsdóttur, nán- asta samstarfsmanni sínum, og fjórum öðrum er hún núna í óða önn að búa til minjagripi úr ósviknu íslensku hráefni, kort úr endurunn- um pappír og ýmislegt fleira, sem senn verður sett á markað undir vöruheitinu „Móðir jörð“. Draumurinn að framlelða fallega mlnjagrfpl „Trúlega myndi líða yfir gamla handavinnukennarann minn ef hann vissi hvað ég er að bralla. Ég var aldrei hneigð fyrir handavinnu af nokkru tagi. Mamma þurfti allt- af að bjarga mér fyrir horn í þeim efnum í gamla daga. Þótt draumur- inn hafi lengi verið að framleiða fallega minjagripi óraði mig ekki fyrir að ég ætti sjálf eftir að búa þá til,“ segir Freygerður og liggur ekki á þeirri skoðun sinni að allt of margir minjagripir sem seldir eru hér og annars staðar séu með ein- dæmum hallærislegir og tilgerðar- legir. Hún viðurkennir samt að hug- myndin að „Móður jörð“ framleiðsl- unni hafi ekki fæðst án undangeng- inna_ mistaka. „Ég fór á minjagripasýningu í Þýskalandi í fyrra og féll í þá gryfju eins og margir aðrir að hefja fram- leiðslu minjagripa að þýskri fyrir- Hálsmen með íslenskum stein- um, á myndinni fyrir ofnan. Freygerður þótti fínust í á árum áður. „Við klipptum kjólinn í litla búta, límdum þá haganlega á hjartalöguð pappaspjöld, sem við höfðum síðan til skreytingar á kort í tilefni dags elskendanna, Valentín- usardagsins. Rósablöð og laukhýði notum við í pappír, alls konar jurtir til litunar og ekki hvarflar lengur að okkur að henda efnisbút eða tölu.“ Freygerður segir að Margrét, sem er lærður auglýsingateiknari og útstillingarmaður, slái sér við hvað verkvit varðar. „Ég hafði aldr- ei neina trú á getu minni þegar kom að verkum, sem kröfðust fimra fíngra og kom mér yfirleitt hjá slíku. Núna finnst mér ég bara vera orðin nokkuð fær og helli mér út í hvaðeina sem mér dettur í hug. Hér ríkir mikil sköpunargleði og á næstunni verða ráðnir tveir starfs- menn til viðbótar til að anna eftir- spurn.“ Vlð borðstofuborðlð heima Upphaf framtaksins segir Frey- gerður að megi rekja til þess að fyrir ári hafi hún fengið fjölda fyrir- spurna frá blómaverslunum um gjafakort úr endurunnum pappír. „Ég fékk send allmörg sýnishorn af slíkum kortum að utan en var ekki ánægð með neitt. Sjálf var ég ekkert sérstaklega umhverfisvæn í hugsun, en fannst þó að ég hlyti að geta gert betur. Ég hóf að endur- vinna pappír úr gömlum dagblöðum og síðan settist ég við borðstofu- borðið heima hjá mér, bjó til kort, skreytti á allra handa máta og var hin ánægðasta með árangurinn, enda runnu þau út eins og heitar lummur." ■ vþj Morgunblaðið/Sverrir VINNUSTOFAN í húsakynum Kórundar hf. er orðin miðpunktur fyrirtækisins. F. v. Margrét Ingólfs- dóttir, Margrét Helga Einarsdóttir, Olga Jónsdóttir og Freygerður Krisljánsdóttir. SLÍPAÐIR orkusteinar í leðurpungum, til hægri. björg í bú. Við fáum ótal hugmynd- ir á hveijum degi og í rauninni eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að búa til skemmtilega og fallega hluti úr ýmsu, sem náttúran hefur upp á að bjóða.“ Á heimilum Freygerðar og Mar- grétar fer sáralítið í súginn. Þær segja að með útsjónarsemi og hug- myndaflugi sé hægt að nýta flest sem til fellur og möguleikarnir séu óþijótandi. Til marks um góða nýt- ingu nefna þær rauða kjólinn, sem skinn og fískroð, af verksmiðjum. Einnig endurnýtum við dagblöð og hrossatað í tækifæriskort og svo FRÁ vöggu til grafar. Tækifæriskort af flestu tilefni úr endurunnum pappír. mynd. Ég tók póstkort með íslensku landslagi, lét skera þau í hringi, sendi utan til að láta líma myndirn- ar á glasaplatta. Ég dauðskammað- ist min fljótlega fyrir smekkleys- una, innkallaði plattana og fleygði þeim í ruslið." Víða leltað fanga Freygerður er öllu ánægðari með nýju vörurnar, sem hún segir um- hverfisvænar og ósvikna íslenska afurð. „Við leitum fanga í náttúr- unni, notum ijalla- og fjörusteina, birkiskífur, laufblöð, skeljar og kuð- unga auk þess sem við kaupum alls konar skinnafganga, þar á meðal LYKLAKIPPUR úr birkiskíf- um með laxa- og hlíraroði, til vinstri. BIRKISKÍFUR með segul- stáli, hafðar til skrauts á ísskápa, til hægri. mætti lengi telja. Flest hráefni tín- um við eða verðum okkur úti um sjálfar, en ættingjar og vinir eru líka duglegir að færaokkur Blöðruhálskirtill fjarlægður með misgóðum árangri KARLAR sem fá krabbamein í blöðruháls- kirtilinn vilja sumir hveijir láta fjarlægja kirtilinn þar sem þeir telja það einu leiðina til að losna við meinið í eitt skipti fyrir öll. Samkvæmt nýjum rannsóknum sem gerðar voru í Harvard, Dartmouth, Háskólanum í Harvard og Krabbameinsstofnun Banda- ríkjanna er það hins vegar alls ekki raunin. Saga 3.173 karla, allra eldri en 65 ára, sem höfðu látið fjarlægja blöðruhálskirtilinn á árunum milli 1985 og 1991, var skoðuð og kom þá í ljós að þriðjungur þeirra þurfti frekari meðferð við krabbameininu innan fimm ára. Fjórðungur þeirra karla sem upphaflega hafði krabbameinið einskorðað við blöðruhálskirtilinn hafði farið í geisla- meðferð, fengið krabbameinslyfjameðferð eða þurft að láta fjarlægja eistun. Þessar niðurstöður, sem vissulega ollu vonbrigðum, náðu til manna sem taldir voru líklegri en aðrir til að ná bata færu þeir í aðgerð til að láta fjarlægja blöðruháls- kirtilinn. Læknar áttu von á að þeir fengju einhveijar aukaverkanir af skurðaðgerð- inni, svo sem getuleysi eða þvagleka, en það kom þeim á óvart að svo margir skyldu þurfa á frekari meðferð að halda. „Það er ekki vafi á að margir hljóta bata af að láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn,“ segir Michael Barry, aðstoðarprófessor í lyflæknisfræði við Læknaskólann í Har- vard. „Þeir sem fara í þesa aðgerð ættu hins vegar að hafa augun opin fyrir því að þeir gætu þurft frekari meðferð við krabba- meininu síðar.“ Snarað yfir ó íslensku úr Harvard Health Lctt- cr, maí 1996. Eyrun stækka með aldrinum ÞVI hef- ur oft verið haldið fram að eyru manna stækki stöðugt þannig að gamalt fólk sé með hlutfallslega stór eyru. Þetta fékkst nýlega staðfest í vís- indalegri könnun sem framkvæmd var á 206 manna úrtaki fólks á aldrinum 30-93 ára. Dr. James Heathcote, sem framkvæmdi könnun- ina mældi eyrnalengd fólksins og bar saman við aldurinn. Nákvæmar mælingar leiddu í ljós að eyru mann stækka að meðaltali um 0,22 mm á ári. Dr. Heathcote treysti sér ekki til þess að skýra þennan vöxt, en ýmsir telja að skýringanna sé að leita i versnandi heyrn manna með aldrinum. Vöxtur eyrnanna sé andsvar við þeirri þróun. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.