Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 C 5 Fersk rafabelti af grálúðu ígulker o g þurrkuð loðna ÞAÐ ER mikil gróska í þró- unarstarfinu um þessar múnd- ir,“ segir Alda Möller, sem stýr- ir starfi þróunardeildar Sölum- iðstöðvar hraðfrystihúsanna. Hún segir að vöruþróun byggist á miklu samstarfi þróunardeildarinnar við frystihús, frystiskip, aðrar deildir SH, dótturfyrirtæki SH erlendis o.s.frv. Hlutverk þróunardeildar sé að taka að sér verkefni sem miða að nýjum vörum og hugmyndum og hafa yfirsýn yfir þróunarstarfið. Margt er að gerast hjá þróunadeild SH Þróunardeild SH vinnur þannig að lögð er áhersla á að vinna á fram- leiðslustað. „Við vinnum með fram- leiðendum okkar um allt land við að prófa nýjar tilgátur og fá þá inn í verkefnið," segir hún. „Svo fer það eftir verkefninu sjálfu hvaða frysti- hús taka þátt.“ Bitavinnsla og smásöluafurðir Helstu verkefni þróunardeildar eru verkefni sem miða annarsvegar að ýmiskonar bitavinnslu og hins- vegar að ýmsum smásöluafurðum. „í bitaskurðinum erum við mest að hugsa um þorsk, ýsu og ufsa og okkar framlag felst í að aðstoða fram- leiðendur við að ná sem bestum ár- angri í þessari vinnslu," segir Alda. „Það er ekkert auðvelt verk að ná hámarksnýtingu úr hveiju flaki sem getur verið allt frá 300 grömmum upp, í heilt kíló. En því meira sem fellur utan bitanna þeim mun síðri verður afkóman. Þess vegna verður að leggja mikla áherslu á heildar- nýtingu-flaksins í þessari vinnslu svo hún borgi sig.“ Alda segir að þetta verkefni sé unnið fyrir mark- aði í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Þetta séu að uppistöðu til fiskbitar fyrir veitingahús. Sú þróun hafi verið áberandi að veit- ingamenn kaupi alla þætti réttanna tilbúna þeirra starf felist fyrst og fremst í að raða þeim saman. „Þróunin hefur verið mjög áber- andi yfir í ná- kvæmt flokkuð flakastykki," segir Alda. „Þetta er ekki beint byltinga- kennt en heyrir til nýjunga á mark- aðnum.“ Aukning í lausfrystingu Alda víkur nú máli sínu að smásölu- afurðum fyrir verslanir. „Við höfum greint mikla aukningu á einum hluta þessa markaðar sem felst í fram- leiðslu á lausfrystum vörum í plast- umbúðum," segir hún. „Þær ná því að vera mjög þægilegar í notkun en einnig tiltölulega ódýrar á markaðn- um miðað við ýmsar aðrar smásölu- afurðir.“ „Annað verkefni sem hefur vakið athygii er þurrkun á loðnu. „Við erum komin með samninga við Japan og Evrópu,“ segir Alda. „I Evrópu kaupa Asíubúar þessa vöru og þeir fá hana ekki nema frá okkur. Aður fengu þeir hana frá Japan en vegna innflutningstakmarkana í Evrópu hefur lausnin falist í því að við fram- leiðum þessa vöru.“ Hún segir að það muni koma fljót- lega í ljós hvort eitthvað sé á þessum útflutningi að græða: „Þetta hefur hingað til þótt vafasamt vegna launakostnaðar, en við gætum gert vinnsluna hagkvæmari á margan hátt, t.d. með vélvæðingu." Rækja á smásölumarkaðinn Sem dæmi um nýjungar í starfsemi framleiðenda SH nefnir Alda fram- leiðslu á rækju fyrir smásölumark- aðinn með tæknivæddri vinnslu. „Fyrir nokkrum árum var allri rækju pakkað handvirkt í poka,“ segir hún. „Nú er þetta orðið fullkomlega vél- vætt á nokkrum stöðum og þá skap- ast um leið for- sendur til að fram- leiða í minnstu pakkningar. Það eru smásölu- pakkningar sem fara á markað í Evrópu.“ Önnur nýjung er útflutningur á ferskum afurðum, t.d. þorskflökum, ígulkeij ahrognum, hrossakjöti, reykt- um laxi og kavíar. „Það hefur verið vaxandi starfsemi í ferskfiskútflutningi, sérstaklega á þessu ári,“ segir Alda. Hún nefnir út- flutning á ferskum flökum til Þýska- lands og að hrossa- kjötsútflutningur hafi verið vaxandi. „SH hefur verið stærsti útflytjandi á hrossakjöti héðan í nokkurn tíma,“ segir hún. Að lokum nefnir hún athyglisverða vöru sem hún segir með dýrustu vörum sem SH flytur út. Það eru rafabelti af grálúðu. „Þetta er nýleg vara sem við framleiðum fyrir veitingahús," segir hún. „Þetta eru ræmur sem eru notaðar á sushi- stöðum og eru dýr- ustu afurðirnar úr grálúðunni.“ SH hefur tekið uppsamvinnu við íslenskt-franskt og selur full- unnar neytendafurðir þaðan á mörkuðum í Evrópu. PÖKKUN á rækju í neytenda umbúðir er vaxandi ÞURRKUÐ loðna fyrir markaði í Evrópu er nýjung hjá SH. SKELFISKBA TAR Nafn 1 S.-rt 1 "" 1 Sl«. Löndunarst. HAFÖRN HU 4 \ 1 20 1 14 1 1 2 ! 1 Hvammgtangi ! Utankvóta skip Nafn Stærö Afll Sjóferðfr Löndunarst. I SINDRI ve 60 641 271 Úthafskarfí Vestm.eyjar ! AKUREY RE 3 857 284 Úthafskarfi Reykjavík HRINGUfí SH 136 488 87* Úthafskarfí Grundarfj. HUMARBÁ TAR Nafn StærA Afll Flskur Sjóf Löndunarst. AOALBJÖRG fíE ð 59 6 Porlékshöln DALARÖSTÁR 63 104' 3 5 - 2 Þorlákshöfn EYRÚNÁR66 24 2 V j Þorlókshöfn ] GULLTOPPUR ÁR 321 29 4 3 V Þorlákshöfn [ HÁSTEINN ÁR 8 113 3 11 2 Þorlákshofn SNÆ TÍNDUR ÁR 88 88 3 4 2 Þorlákshöfn SVERRIR BJARNFINNS ÁR 11 58 2..: 3 2 Þorlékshöfn SÆRÓS RE 207 15 1 1 1 Þorlákshöfn '• SÓLRÚNEA3SI 147 2 3 3 Þorlékshofn TRAUSTIÁR 313 149 2 5“' 2 Þorlákshöfn i ÁLABORG ÁR 25 93 ‘4' 7 2 Þorlékshöfn GAUKUR GK 660 181 l 2 1 Grindavfk PORSTEINNGK 16 179 2 3 1 Grindavík ] FREYJA GK 364 68 2 8 2 Sandgeröi HAFNARBERG RE 404 74 2 : 7 2 Sandaertl JÚN GUNNLAUGS GK 444 105 2 3 1 Sandgeröi ÓSKKES 81 1 j 5 1 $awlg6ril ] BJARNI GÍSLASON SF 90 101 1 12 2 Hornafjöröur ERLINGUfí SF 65 101 2 9 2 Hornofjorður HRAFNSEY SF 8 63 1 5 2 Hornafjöröur ! HVANNEY$F61 115 124 2 1 13 2 Homafjöröur SIGURÐUR ÖI.AFSEON SF 44 15 2 Hornafjörður [ STEINUNN SF 10 ' ’ 116 2 " 10 : 3 Hornofjörður ; ÞÍNGANES SF 25 162 3 10 ‘2 Hornafjörður Erlend skip Nafn Stærö Afll Sjófaröir Löndunarst. GRUNNINGUR F 53 1 17 Ufsi Vsstm.ayjar j VOLUNTEER F 46 1 13 Ufsi Vestm.eyjar DOROTHY GRAYT 4 1 103 Þorskur Þorlákshöfn j BORIS SYRÖMYATNI. R 107 1 148 Þorskur Dalvik Síidarbátar Nafn Stærö Afll Sjófarölr Lðndunarst. HUGINN VE 65 424 612 1 Vestm.eyjar ; KAP VE 4 402 720 1 Vestm.eyjar SIGHV. BJARNASON VE Bt 666 549 1 Vestm.eyjar : ELLIÐI GK 445 731 822 1 Akranes HÖFRUNGUfí AK 91 445 838 1 Akranes J GUÐMUNDUR VE 29 486 966 1 Akureyri ARNÞÓR EA 16 316 408 2 Raufarhöfn BJÖRG JÓNSDÓTTIR ÞH 321 499 804 1 Raufarhöfn ‘ FAXI REZ4I 331 818 1 - Þórshöfn | JÚLLI DAN GK 197 243 386 1 Þórshöfn ARNARNÚPUR ÞH 272 404 204 . 1 Seyðisfjörðuií DAGFARI GK 70 299 263 1 Seyöisfjörður GULL8ERG VE 292 446 652 1 Seyðisfjöröur HÁKON ÞH 250 821 929 1 Seyðisfjöröur GLÓFAXI VE 300 243 235 1 Neskaupst. GLÓFAXl II VE 301 108 144 1 Neskaupst. HRUNGNIR GK 50 216 281 1 Neskaupst. SIGHVATUR GK 67 233 289 1 Neskaupst. ÞORSTEINN EA 810 794 1237 1 Neskaupst. | ÞÖRSHÁMÁR GK 76 326 578 1 . Neskaupst. GUÐRÚN ÞORKELSD. SU 211 365 759 1 Eskifjörður ] 272 489 1 Eskifjöröur rBERGUR VE 44 266 517 1 Faskiúösfj l BERGUR VIGFUS GK 53 280 814 2 Fáskrúösfj. HÚNARÖST SF SSO 338 151 1 Hornafjörðuri SIGURREIFIR handflakarar að lokinni verðlaunaafhendingu. Margir fylgdust með handflökun OPNA íslandsmótið í handflökun var haldið laugardaginn 1. júní í tjáldinu á Miðbakka við Reykja- víkurhöfn. 24 keppendur frá 6 löndum tóku þátt í keppninni og vakti hún mikla athygli og fylgdust um 400 manns með henni þegar mest var. Sigurvegari mótsins og íslandsmeistari í handflökun var Ámundi Tómasson frá Sætoppi í Kópavogi, Einar Sigurhansson frá Frostfiski hf. í Reykjavík varð í öðru sæti og Þorvaldur Rúnarsson frá Hamrafelli I Hafnarfirði í því þriðja. Hlutu þeir allir verðlaunabikar og ferðaúttekt frá Samvinnuferðum-Landssýn að launum. Ámundi Tómasson Islandsmeistari Ennfremur voru veittir verð- launagripir fyrir sigur í hveijum flokki fisktegunda; ýsu, karfa og kola og í þeim þáttum sem dæmt var eftir, þ.e. hraða, nýtingu og gæðum. Ýsumeistari varð Harpa Ingólfssdóttir frá Eyjavík hf. Vest- mannaeyjum, karfameistari varð Maria Florinda P. Cajes frá Bylgj- unni hf. í Ólafsvík og kolameistari varð Allan Wayne Mattthews. Hraðameistari varð Baldur Karls- son frá Sjófangi hf. í Reykjavík, ívar Bjarnason frá Tor hf. í Hafnar- firði varð nýtingarmeistari og Sig- urður H. Hansen frá Fiskvinnslu G. Kristjaánssonar í Reykjavík varð gæðameistari. EINAR Sigurhansson lenti í öðru sæti. ÞORVALDUR Rúnarsson sem varö í þriðja sæti og Grétar Karls- son, íslandsmeistari frá því í fyrra, fiaka ýsu á örskotsstundu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.