Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR7.JÚNÍ1996 C 3 KNATTSPYRNA aö heyja haröa baráttu er liö þelrra mœtast í Englandi. Frakkinn inn og Rúmenlnn Gheorghe Popescu fylglr fast á eftir. Hvort tveggja menn sem eru í lykilstöðum umrœddra landsllða. Spánverjar hafa mikla hæfileika | iklar væntingar voru gerðar til landsliðs Spánar sem hélt til Englands fyrir þrjátíu árum til að taka þátt í HM. Liðið féll úr keppni í riðlakeppninni og leikmenn EM liðsins eru staðráðnir að láta söguna ekki endurtaka sig. Spán- verjar komust áfram með glæsibrag úr undanriðlinum og ætla að gera enn betur í Englandi á næstu dög- um. Þeir hafa lítið leikið að undan- förnu og þegar þeir léku tvo vináttu- leiki við Norðmenn ekki alls fyrir löngu, virkuðu þeir allt annað en sannfærandi. Spánverjum hefur oftast gengið vel í Evrópukeppninni þó svo þeim hafi ekki tekist að komast í úrslita- keppnina 1988 og 1992. í undan- keppninni núna sigruðu þeir í átta leikjum og gerðu tvö jafntefli; markatalan 25:4. Þjálfarinn, Javier Clemente, er búinn að setja saman ungt og efnilegt lið - lið sem hefur alla möguleika til að standa sig vel, en fleiri spænsk landslið hafa lofað góðu, en síðan vantað herslumuninn. En nú er öldin önnur. Spánverjar voru þekktir fyrir að vera blóðheitir og skapbráðir á leikvelli og oft voru óánægðir einstaklingar í liðinu sem Rúmenía Markverðir: 1 Bogdan Stelea (Steaua Búkar.) 12 Florin Prunea (Dinamo Búkar.) 22 Florin A. Tene (Rapid Búkarest) Varnarmenn: 2 Dan Vasile Petrescu (Chelsea) 8 Daniel Prodan (Steaua Búkar.) 4 Miodrag Belodedici (Villareal) 13 Tibor Selymes (CS Briigge) 15 Anton Dobos (Steaua Búkarest) 16 Gheorghe Mihali (Guingamp) 17 Iulian Filipescu (Steaua Búkar.) Miðjumenn: 5 Ioan A. Lupescu (Leverkusen) 6 Gheorghe Popescu (Barcelona) 8 Ovidiu Ioan Sabau (Brescia) 10 Gheorghe Hagi (Barcelona) 11 Dorinel Ioan Munteanu (Köln) 14 Constantin Galca (Steaua) 18 Ovidiu Stinga (Salamanca) 19 Adrian Ilie (Steaua Búkarest) Sóknarmenn: 7 Marius Lacatus (Steaua Búkar.) 9 Florin Raducioiu (Espanyol) 20 Viorel Moldovan (Neuchatel) 21 Ion Vladoiu (Steaua Búkarest) I^jálfari: Anghel lordanescu skemmdu út frá sér. Það vantaði aga og menn voru værukærir og tóku lífinu með ró, ekkert ósvipað því sem einkennir hinn almenna Spánverja. Leikmenn taka hlutverk sitt alvar- lega núna og eru vel á sig komnir, bæði líkamlega og andlega. Meðal þeirra leikmanna, sem Spánverjar vona að drífi liðið áfram með krafti sínum og -útsjónasemi, er Jose-Luis Caminero hjá Atletico Madrid, en hann var hetja liðsins í úrslitakeppni HM fyrir tveimur árum og gerði þá þrjú mörk. Einnig er vert að veita þeim Fernando Hierro og Luis Enrique Martinez athygli því þeir eru skemmtilegir leikmenn, þó svo þeir hafi ekki leikið vel í vet- ur enda náði lið Real Madrid sér aldrei almennilega á strik á leiktíð- inni. Óneitanlega sakna menn nokk- urra snjallra leikmanna. Þar ber fyrstan að telja hinn 18 ára Raul Gonzales hjá Real Madrid, en þjálf- arinn hefur kosið að nota hann í Ólympíulið og valið í hans stað hinn skotfasta Juan Antonio Pizzi frá Tenerife í framlínuna ásamt Kiko, sem raunar heitir Franxisco Narva- ez. Því hefur stundum verið haldið fram að landslið Spánar ætti að ná lengra en það gerir. Félagsliðin hafa ævinlega náð langt, en þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Félögin eru rík og því kaupa þau gjarnan sterka sóknarmenn frá öðrum lönd- um, en spænskir sóknarmenn leika í neðri deildum. Einn þeirra útlead- inga sem gert hafa garðinn frægan á Spáni gæti einmitt orðið Spánverj- um erfiður í riðlakeppninni í Eng- landi, Búlgarinn Hristo Stoichkov, sem var hjá Barcelona við frábæran orðstír áður en hann fór til ítalíu í fyrra. Þrátt fyrir að margir hafi gagn- rýnt Clemente þjálfara fyrir að velja ekki yngri markvörð hefur hann haldið sig við Zubizarreta og hann hefur einnig verið mjög harður á því að hafa Julio Salinas í liðinu. Fjölm- iðlar kenndu þessum leikmönnum um að Spánn komst ekki í undanúr- slit í HM 1994. Helsta ástæðan fyr- ir því að hann velur þessa tvo er talin vera að þeir eru báðir Baskar, eins og hann. Tvær vítaspyrnur tryggðu FH sigur Sigurgeir Guölaugsson skrifar Það var fátt sem gladdi augað í fyrri hálfleik í leik FH-inga og Völsunga í Kaplakrika í gær- kvöldi sem lauk með sigri FH, 2:1. Fyrri hálfleikur- inn einkenndist af miðjuþófi og er óhætt að segja að hvort lið hafi ekki fengið nema eitt umtalsvert marktækifæri. Völsungar voru ná- lægt því að skora þegar Jónas Garð- arsson komst í gott færi eftir mis- tök í vörn FH-inga en Daði Lárus- son, markvörður heimamanna, varði glæsilega. FH-ingar voru svo óheppnir að skora ekki rétt fyrir leikhlé þegar Sigurður B. Jónsson átti fast skot að marki, en varnar- menn Völsungs björguðu í horn. Þjálfarar liðanna hafa eflaust lesið hressilega yfir sínum mönn- um í leikhléinu því í síðari hálfleik komu leikmenn mun frískari til leiks og allt annað var að sjá til liðanna. FH-ingar sóttu meira og uppskáru laun erfiðis síns þegar Hörður Magnússon var felldur inn- an vítateigs Völsunga og Eyjólfur Ólafsson dómari dæmdi umsvifa- laust vítaspyrnu. Hörður tók spyrnuna sjálfur og skoraði örugg- lega í hægra hornið, sendi Björg- vin markvörð í öfugt horn. En Adam var ekki lengi í para- dís og aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Guðni Helgason fyrir gestina með föstu skoti eftir að hann hafði fengið boltann óvæíit, utarlega í vítateig heimamanna. Eftir jöfnunarmarkið skiptust liðin á að sækja og uppskáru nokk- ur þokkaleg færi en það var ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leiks- lok að FH-ingar náðu að tryggja sér sigurinn og aftur var það Hörð- ur Magnússon sem skoraði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu, nú eftir að Lúðvík Arnarsson hafði verið togaður niður í vítateig andstæð- inganna. Völsungar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin en FH-ing- ar drógu mestan hluta liðs síns til baka og allt kom fyrir ekki hjá Völsungum, FH-ingar uppskáru sigur á heimavelli í heldur bragð- daufum leik og innbyrtu þrjú mikil- væg stig í baráttunni um sæti í 1. deild að ári. Edwin Rögnvaldsson skrifar ' Fyrsti sigur Víkinga Víkingar sóttu ÍR-inga heim og þurftu bæði lið á sigri að halda. Víkingar voru mun betri aðilinn í leiknum og verð- skulduðu 3:0 sigur. Þeir hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrsta mark sitt eftir 14 mín. leik og var þar Sigurður Eyjólfsson að verki. Hann skoraði með skoti neðst í vinstra hornið. Víkingar höfðu yfírhöndina lengst af í fyrri hálfleik og náðu oft að brjóta sér leið að vítateig ÍR en tókst ekki að reka smiðshöggið á snarpar sóknirnar. ÍR-ingar sóttu í sig veðr- ið undir lok fyrri hálfleiks en ógnun af þeirra hálfu var lítil. Litlu mun- aði að Víkingar næðu að skora á 45. mínútu er Atli Einarsson skaut í þverslána. . Síðari halfleikur var tíðindalítill en besta færi ÍR kom á 58. mínútu þegar varamaðurinn Kristján Brooks skallaði knöttinn í stöngina. Þremur mínútum síðar komst Atli Einarsson inn fyrir vörn ÍR og skoraði einn á móti Ólafi markverði. Breiðhyltingar reyndu að klóra í bakkann en náðu ekki að ógna nægi- lega. Allur kraftur ÍR-inga þraut að lokum er Magni Þórðarson spyrnti knettinum í eigið mark og er það kannski dæmigert fyrir gengi liðsins í þremur fyrstu leikjum sumarsins. Reynir B. Eiriksson skrifar frá Akureyri Þórssigur áerki- fjendunum Þórsarar fögnuðu innilega að leikslokum eftir að hafa lagt erkifjendurna í KA að velli, 2-1, á Akureyri. í upphafi seinni hálfleiks, þegar KA hafði gert eina mark leiksins, fékk Þórsari að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með það rauða og útlitið því ekki gott hjá Þórsurum. Þeir efld- ust hinsvegar við brottvísunina og náðu að snúa leiknum sér í hag og stóðu uppi sem sigurvegarar. Leikurinn var fremur daufur í fyrri hálfleik og fátt um færi fram- anaf en hvort lið um sig fékk eitt þokkalegt færi. Það var svo Dean Martin sem náði forystunni fyrir KA á 31. mínútu þegar hann skor- aði af stuttu færi eftir góða fyrir- gjöf frá Þorvaldi Sigbjörnssyni. I upphafi síðari hálfleiks fór hins- vegar að draga til tíðinda og fékk Guðmundur Hákonarson að líta sitt annað gula spjald eins og áður sagði og Þórsarar því einum færri það sem eftir lifði leiksins. Tveimur mínútum síðar var brotið á Bjarna Sveinbjörnssyni inni í teig KA og dæmt víti. Eggert Sigmundsson markvörður KA gerði sér hinsvegar lítið fyrir og varði víti Zoran Zikic mjög glæsilega. Litlu síðar fengu KA menn svo gullið tækifæri til þess að auka forskot sitt, en fóru illa með gott færi. Á 68. mínútu jafnaði svo Hreinn Hringsson með góðu skoti úr þröngu færi, eftir góða sókn Þórsara. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk svo Bjarni Svein- björnsson sendingu innfyrir vörn KA frá Árna Þór, rétt fyrir framan miðju, geystist upp völlinn og skor- aði framhjá markverði KA sem kom út á móti. Hvorugt lið fékk hættu- legt færi eftir þetta og sigur Þórs- ara staðreynd og þrjú dýrmæt stig þeirra. Þessi leikur verður ekki i minnum hafður vegna góðrar knattspyrnu, en liðin áttu þó fáa en þokkalega spretti. Þórsarar efldust við brott- vikningu eins sinna manna og gáfu hvergi eftir, en KA-menn naga sig eflaust í handarbökin yfir því að liafa ekki náð að nýta sér liðsmun- inn í seinni hálfleik. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson BJARNI Sveinbjörnsson snýr hér af sér tvo varnarmenn KA í lelknum í gærkvöldl. Hann skoraöl sigurmark Þórs á loka- mínútunum. ISLANDSBANKI Islandsbankamót Verður haldið á Keilisvelli í Haínarfirði laugardaginn 8. júní Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti Aukaverölaun: Neest holu á6,9og 16 braut, lengsta uppbafshögg á 7 braut Dregið úr skorkortum í móislok Ræst út frá kl. 8.00 • Skráning er í síma 555 33 60 ISLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.