Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA rágmilMbiMfr 1996 FÖSTUDAGUR 7. JUNI BLAÐ C HANDKNATTLEIKUR MikhaelAbk- ashev þjáífari Mistök að gefa munnlegt, jákvætt svar „MÉR leist vel á tilboð það sem Selfyssingar buðu mér og eflaust voru það mín mistök að gefa munnlegt, jákvætt svar við því og ef til vill tókumst við í hend- ur, ég og formaður Self oss, en það var aldrei skrifað undir neinn samning," sagði Mikhael Abkashev i samtali við Morgun- blaðið í gær. Þar með staðfesti hann yfirlýsingu sem birtist í blaðinu í gær frá handknattleiks- deild Selfoss um að hann verði ekki næsti þjálfari liðsins. Sel- fyssingar halda því fram að hann hafi handsalað samning á vor- dögum en Abkashev segist ekki viss um það. ÞjáffunekklfulKstarf „Eg hef rætt við formann handknattleiksdeildar Selfoss og greint honum frá því að það var ekkert í samningi þeim sem fé- lagið bauð sem mér leist ekki á. Hins vegar verð ég að hugsa um fjölskyldu mína einnig. Þjálfun handknattleiksliðs hér á landi er ekki f ullt starf og ég vildi fá fjðrutíu eða fimmtíu prósent starf við íþróttakennslu meðfram þjálfuninni til þess að geta fram- fleytt fjölskyldu minni. Þessa ósk mína gátu forráðamenn Selfoss ekki uppfyllt og þar með varð ekkert af því að ég tæki að mér þjálfun félagsins." Harmar málalok Mikhael sagðist ennfremur harma að svona hefði farið. Hann hefði verið of jákvæður þegar tilboðið kom upp og hitt f orráða- menn félagsins nokkrum sinnum bæði fyrir austan og í Reykjavík. „Ástæðan fyrir því að ég tók ekki tilboðinu er persónuleg og hefur ekkert með þennan samn- ing að gera. Konan mín hefur sótt um að komast í hjúkrunar- fræðinám í Háskóla Islands, verði af þvi er nauðsynlegt að ég hafi öruggt starf og þjálfun er ekki öruggt starf." Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson VELKOMINN í hóplnnl Patrekur Jóhannesson landsliösmaöur úr KA, sam er á leið til Essen í Þýskalandí, sýnlr Julian Róbert Duranona, félaga sínum ur Akureyrarllðlnu, landsllðstreyju sína fyrir norðan í gær. Julj Horvat Slóveni ráðinn þjálfari hjá KR HANDKNATTLEIKSDEILD KR hefur ráðið nýjan þjálfara til félagsins, Juij Horvat, og kemur hann frá Slóveníu. Horvat er 32 ára gamall og iék á árum áður með liðinu Slovan Ljubljana, sem m.a. keppti í undanúrslitum Evr- ópukeppni meistaraliða árið 1987. Árangur Horvats sem þjálf- ara er mjög góður, en á 10 árum hafa lið hans 7 sinnum hlotið meistaratitla og sex sinnum hafa þau lent í ððru eða þriðja sæti. Síðustu tv 8 árin hefur Horvat þjálfað meistara- flokkslið Slovan og á nýliðnu keppnistímabili var hann annar tveggja þjálfara kvennaliðs Olimpija Lubljana, sem hafnaði í öðru sæti í deildarkeppninni. Horvat tekur til starfa hjá KR15. júlí nk. og mun hann taka að sér þjálfun meistaraf lokks kvenna og 3. flokks pilta auk þess sem hann mun sjá um tækniþjál f un meis taraflokks karla. Graf og Vicario leika til úrslita Þ AÐ verða þýska stúlkan Steffi Graf og hin spænska Sanches Vicario sem mætast í úrslitum Opna franska meistaramótsins Í tennis á sunnii- daginn. Þetta verður i þriðja skiptið sem þær mætast i úrslitum. Sanches hafði betur árið 1989 en Graf náði fram hefndum i fyrra með sigri i þremur settum. í undanúrslitum i gær lenti hvorug þeirra í vandræðum með að innbyrða vin ninginn og Graf lét þess getið að hún hefði viljað leika lengur, áhorfenda vegna. „Svona stuttir og ójafnir leikir verða oft lftt skenimtilegir fyrir áhorf cndur." Graf ¦ vaun landa Vicario, Conchitu Martincz, 6-3, 6-1. Voicario lagði hins vegar Jana Novotnu frá Tékklandi einnig i tveimur settum, 6-3,7-5. Graf hefur fjórum sinnum borið sigur úr býtum á Opna franska mðtinu en þetta verður i áttunda súm sem hún leikur til úrslita, þá var þetta í t í- unda sinn sera hún leikur í umianú rslit uin. Graf brosti út i annað er hún var spurð að þ ví hvort þessi leikur hennar hefði bara verið formsatriði og sagði einungis. „Ég er ánægð með i hversu góðri æfingu ég er um þessar mundir. „ Viðureign- in við Vicario verður erfið, þótt ég hafi haft bet- ur i fyrra þá telur það ekki nú," sagði Graf og lét þess getið að hún hefði hitt Vicario i búnings- klefanum eftir sigurinn í dag og þær hefðu skipst á árnaðaróskuiu. „Ég lék vel gegn Novotnu, var vel einbeitt og tókst að gera það sém ég ætlaði, sigra," sagði Sanchcz eftir leik inn við Novotna en hann tók 97 mínútur. Sanchez hefur tvisvar sinnum sigrað í Opna franska mótinu, 1989 og 1994. I dag verður leik ið í undanúrslitum i karia- I iokki og þá mætir Pete Sampras Bandaríkjunu ni, Rússanum Yevgeny Kaf elnikov annars vegar og hins vegar leikur Ólympíumeistarinn Marc Rosset frá Sviss gegn hinum þýska Michael Stich. Duranona í landsliðið JULIAN Róbert Duranona, landflótta Kúbumaðurinn sem leikur með KA og fékk nýlega íslenskan ríkisborgararétt, er kominn í íslenska landsliðið. Þorbjöm Jensson, landsliðs- þjálfari, tílkynnti 18 manna landsliðshóp sinn í gær. Liðið mun hefja æf ingar eftir helgi í undirbúningi sínum fyrir und- ankeppni HM íhaust. Liðið leikur tvo vináttuleiki við Sviss í Aarau og Wettingen 29. og 30. júní. Þorbjörn sagði að spennandi yrði að sjá hvernig Duranona komi til með að falla inn í leikmannahóp- inn. „Hann er frábær handknatt- leiksmaður og hefur sýnt það og sannað með KA. Ég er viss um að við getum notið krafta hans og við þurfum á svona leikmanni að halda. Hann á eftir að styrkja liðið," sagði þjálfarinn. „Þessir strákar eru allir tilbúnir í slaginn. Þetta er sá kjarni sem við byggjum á í undirbúningi okkar fyrir undankeppni HM. Þetta eru reynslumiklir strákar og svo hef ég líka valið tvo unga og efnilega með, Valgarð og Gunnar Berg. Það er ekki hægt að gera miklar til- raunir með nýja leikmenn því tíminn er dýrmætur sem við höfum fram á haustið. Ég fæ alla leik- mennina á fyrstu æfinguria á mánudaginn nema Júlíus Jónasson sem er í æfingabúðum með liði sínu. Hann kemur síðan til landsins eftir viku." Aðspurður hvort Héðinn Gilsson væri ekki inni í myndinni sagði Þorbjörn: „Við sáum það í vetur að hann var alls ekki í neinni æfíngu og ég vil sjá hann fyrst koma sér í æfingu áður en ég fer að hugsa um að velja hann. Hann kemur til greina eins og hver annar ef hann nær sér á strik. Ég hef hreinlega ekki tíma til að keyra þrekæfingar því við verðum að fara í gegnum leikkerfi og spilið á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu. Allir leikmennirnir sem ég valdi hafa haldið sér í æfíngu síðan deildar- keppninni lauk í vor." HOPURINN Markverðir: Bjarni Frostason, Haukum Guðmundur Hrafnkelsson, Val Sigtryggur Albertsson, Gróttu Aðrir leikmenn: Björgvin Björgvinsson, KA Gústaf Bjarnason, Haukum Róbert Sighvatsson, UMFA Geir Sveinsson, Montpellier Júlíus Jónasson, TV Suhr Gunnar Berg Viktorsson, ÍBV Sigurður Bjarnason, Stjörnunni Dagur Sigurðsson, Val Jason Ólafsson, Brixen Ólafur Stefánsson, Val Bjarki Sigurðsson, UMFA Valgarð Thoroddsen, Val Julian Róbert Duranona, KA Patrekur Jóhannesson, KA Valdimar Grímsson. Selfossi KNATTSPYRNA: LIÐIN í B-RIÐLIEVRÓPUKEPPNINNAR í ENGLANDI / C2y C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.