Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR / NBA Phil Jackson, þjálfari Chicago, eftir sigurá Seattle ífyrsta úrslitaleiknum Tókum stjórn- inaíokícar hendur í lokin Chicago Bulls, með Michael Jordan í fararbroddi, átti ekki í miklum vandræðum með Shawn Kemp og félaga í Seattle Super- ' Sonics þegar liðin mættust í fyrsta leiknum í úrslitum NBA-deildarinn- ar í Chicago í fyrrinótt og sigraði 107:90. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og eftir þrjá leikhluta hafði Chicago einungis tveggja stiga forskot, 79 stig gegn 77, en í fjórða og jafnframt síðasta leik- hluta gerðu heimamenn út um leik- inn, sýndu stórkostleg tilþrif og skoruðu 28 stig gegn aðeins 13 stigum gestanna. „Við fundum "rétta taktinn seint í leiknum og náðum þá að taka stjórnina í okkar Helgi leikur íAusturríki HELGI Kolviðsson knatt- spyrnumaður sem leikið hef- ur síðastliðin tvö með þýska 4. deildar f élaginu Pfullen- dorf hefur gert þriggja ára samning við austurríska 2. deildarliðið Austria Lustenau. Félagið varð í sjöunda sæti deildarinnar nú í vor og ætlar sem að ná lengra á næstu leiktf ð. Helgi lék með HK áð- ur en liann f ór til Þýskalands. Hann spilaði í f yrsta sinn með landsliðinu gegn Rússum á Möltu í febrúar á þessu ári. hendur," sagði Phil Jackson, þjálf- ari Chicago, að leik loknum en þjálf- ari Seattle, George Karl, var þung- ur á brún í leikslok og sagði sína menn hafa tapað leiknum sökum þess hve oft liðið missti knöttinn í hendur andstæðinganna. í liði heimamanna var Michael Jordan stigahæstur með 28 stig, næstu'r kom Scottie Pippen með 21 og Króatinn Toni Kukoc gerði 18. Ron Harper átti góðan leik fyrir Chicago, skoraði 15 stig, tó'k fimm fráköst, átti sjö stoðsendingar og stal knettinum tvisvar á örlagarík- um augnablikum á lokasprettinum. Þá stóð hinn hárprúði Dennis Rod- man fyrir sínu að vanda, hirti knðtt- inn 13 sinnum undir körfunni auk þess sem hann gerði 7 stig, og Ástralíumaðurinn Luc Longley sýndi einnig góðan leik í byrjun og lék vörnina mjög vel. Besti leikmaður Seattle-liðsins, Shawn Kemp, var útilokaður frá leiknum með sex villur eftir að hafa brotið á Dennis Rodman þegar tæp- ar tvær mínútur voru til leiksloka, en áður hafði hann náð að skora 32 stig og var hann stigahæstur leikmanna Seattle. Sam Perkins, sá eini úr leikmannahópi gestanna sem áður hefur leikið til úrslita í NBA- deildinni, átti góðan leik og gerði 14 stig, en þeir Detlef Schrempf og Gary Payton skoruðu 13 stig hvor. Næsti leikur liðanna fer fram í Chicago í nótt og búast má við spennandi leik þar sem strákarnir frá Seattle sætta sig öruggiega ekki við að halda heim á leið með tvo ósigra á bakinu. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI Kef lavík og Val- ur komin áfram! Keflavík og Valur eru örugg með að eiga lið í 16-liða úrslit- um Mjólkurbikarkeppninnar, eftir dráttinn í 32-liða úrslitum í gær. Ungmennalið Keflavíkur (U-23) dróst gegn 1. deildarliði Keflavík- ur og sama var uppi á teningnum í herbúðum Vals. „Það er ljóst að ferðakostnaðurinn kemur ekki til með að þvælast fyrir okkur í þessari umferð," sagði Kjartan Georg Gunnarssón, settur for- maður knattspyrnudeildar Vals, sem dró mótherja U-23 ára liðsins sjálfur upp úr mjólkurbrúsanum og var Ánægður með það. „Ég tryggði Val öruggt sæti í 16-íiða úrslitum," bætti hann við. Bikarmeistarar KR drógust gegn Magna frá Grenivík. Magni leikur í „KR-búningum" og því verða KR-ingar að grípa til vara- búningsins þegar þeir fara til Grenivíkur. íslandsmeistarar Akraness þurfa að fara til Egils- staða og etja kappi við Hött. Leikirnir í bikarkeppninni dreifast nokkuð um landið; þrír leikir fara fram á Norðuríandi, tveir á Austurlandi, einn á Vest- urlandi, einn á Vestfjörðum og átta á höfuðborgarsvæðinu. Enn er ekki komið á hreint hvaða lið frá Austfjörðum verður Reuter MICHAEL Jordan smeygir sér á milll Shawn Kemps og Qary Paytons í fyrsta úrslitalelknum í fyrrlnótt. Calipari til New Jersey Nets JOHN Calipari var í gær ráðinn þjálfari New Jersey Nets. Hann var áður þjálfari háskólaliðs Massachusetts og undir hans stjórn komst það í vor í fyrsta skipti í undanúrslit. Kemur hann í stað Butch Beard sem rekinn var í vor eftir slakt gengi Nets á síðustu leiktíð þar sem það vann aðeins þrjátíu leiki af áttatíu og tveimur. Samningur Calipari er til fímm ára en ekki fékkst uppgefið hvað hann fengi í sinn hlut. Hann mun einnig sjá um ýmis tækinmál félagsins auk þjálfuninnar. mótherji Stjörnunnar. Kærumál kom'upp eftir bikarleik KVA og Leiknis, sem KVA vann. Leiknis- menn kærðu þar sem þeir töldu að einn leikmaður KVA hafi átt að taka út leikbann í umræddum leik. Það lið sem vinnur kæruna mun síðan leika við Sindra um sætið í 32-liða úrslitum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson KJARTAN G. Gunnarsson, formaður knattspyrnudelld- ar Vals (t.w.), og Birglr Þór Runólfsson, gjaldkerl knatt- spyrnudelldar Keflavíkur, voru ánægdir með mótherj- ana í 32-liða úrslltunum. Llð frá fólögum þeirra er öruggt með sa»tl f 16-llða úrslltum. „Magic" tilBoca Juniors? MAUKICIO Marci stíórnar- f orinaður argentínska íþr óttafélagsins Boca Juniors fullyrti í gær að Earvin „Magic " Johnson myndi leika med félaginu í deildarkeppn- inni þar í landi frá febrúar og fram í mai lok á næsta ári. Frá samniugi yrði gengið snenuna í næsta mánuði. Eng- in yfirlýsing héfur borist frá „Magic" vegna þessarar um- mæla Marcis. Sem kunnugt er tilkynnti „Magic" er Los Angeles Lakers féll úr keppni í NB A í vor að hann hefði nú endanlega lagt skóna á hilluna, hvort svo eður ei kemur væntalega í Ijós er á næstunni, en Marci og hans félagar eru farnir að leita að nýju keppnishusi því núver- andi heimavöllur Boca tekur aðeins 2.000 áhorfendur en reikna má með að talsvert fleiri vilji sjá „galdramann- inn" verði af þessum samn- ingi. Vert er að geta að annar heimsfrægur íþróttakappi Ieikur með Boca Juniors þó reyndar sé á öðru sviði; Diego Maradona er í knatt- spyrnuliði félagsins. Baslá Basler MEÐ ö 11 u er ó vist að Mario Basler einn miðvallarleik- manna þýska landsliðsins í knattspyrnu geti verið með liðinu í lokakeppni EM sem hefst um helgina, a.m.k. þyk- ir með oliu útílok að hann leiki með í fyrsta Ieiknum gegn Tékklandi á sunnudag- inn. Hann er meiddist i upp- hitun fyrir viðureignina gegn Liechtenstein á þriðju- dagskvöldið og í gær var hann enn illa bólginn. Strax og og þýska liðið kom tíl Englands í gær fór hann tíl skoðunar og meðferðar hjá sjúkrþjálfurum Manchester United liðsins. Wolfgang Niersback talsmaður þýska liðsins sagði gær að útlitið hjá Basler væri ekki gott. 32-liða úrslít Eftirtalin lið drógust saman í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Liðunum var skipt í tvo 16-liða hópa, fyrstu deildarlið- in og sex efstu liðin úr 2. deild frá síðasta ári voru í öðrum hópnum og gátu því ekki dreg- ist saman. Þriðjudag 18. júuí: Stjarnan U-23 - Pram Miðvikudag 19. júní: Keflavík U-23 - Keflavík Fimmtudag 20. júnl: Fram U-23 - Breiðablik Leiknir Rvk. - Þór Akureyri Dalvfk - Leittur Víkingur Öl. - Fylkir KVA-Leiknir/Sindri - Stjarnan Magni Grenivfk - KR Bolungarvík - FH Víkingur Rvk. - Skallagrímur Föstudag 21. júní: Völsungur - KA ÍR - Þróttur Reykjavfk Valur U-23 - Valur Breiðablik U-23 - ÍBV Höttur - ÍA Ægir - Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.