Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 C 3 URSLIT KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Knattspyrna 2. deild karla FH - Völsungnr...............,..2:1 Hörðui- Magnússon (63.,vítasp., 85.,vítasp.) - Guðni Rúnar Helgason (65.). ÍR-Víkingur.....................0:3 Sigurður Eyjólfsson (14.), Atli Einarsson (61.), Magni Þórðarson (79. sjálfsmark). KA-Þór..........................1:2 Dean Martin (31.) - Hreinn Hringsson (68.), Bjarni Sveinbjömsson (85.). Fj. leikja U J T Mörk Stig SKALLAGR. 2 2 0 0 7: 0 6 ÞÓR 3 2 0 1 5: 5 6 LEIKNIR •2 1 1 0 4: 1 4 ÞRÓTTUR 2 1 1 0 7: 5 4 FRAM 2 1 1 0 5: 3 4 FH 3 1 1 1 3: 3 4 VÖLSUNGUR 3 1 0 2 5: 5 3 VÍKINGUR 3 1 0 2 5: 5 3 KA 3 1 0 2 4: 6 3 ÍR 3 0 0 3 0: 12 0 3. deild Víðir-HK........................ 3:1 Davis Hauls 2, Steinar Ingimundarson - Guðjón Bjömsson. 4. deild, A-riðil. GG - Framherjar...................4:2 Noregur Leikir á miðvikudagskvöld: Bodö/Glimt - Branr................1:3 Kongsvinger - Viking..............3:1 Molde - Vaalerenga................2:0 Skeid - Moss......................2:1 Strömsgodset - Rosenborg..........0:1 Tromsö - Stabæk...................1:0 Staðan: 10 6 6 2 2 2 3 29: 9 26:12 20 20 11 Lilleström 10 6 2 2 21:11 20 Skeid 11 6 1 4 16:19 19 Brann 10 5 3 2 17:18 18 Tromsö 10 5 2 3 12:10 17 Viking., 11 4 4 3 18:12 16 Stabækk 10 3 5 2 19:15 14 Strömsgodset 11 3 3 5 11:18 12 Kongsvinger 10 3 2 5 11:21 11 Moss 11 2 4 5 8:19 10 Bodö/Glimt 11 2 3 6 14:20 9 Vaalerenga 11 2 2 7 9:18 8 Start 9 2 1 6 10:19 7 Hjólreiðar Ítalíukeppnin í gær var 19. dagur keppninnar en þá var aðeins farin 62 km leið frá Vicenza og komu eftirtaldir kappar fyrstir í mark. 1. Evgeny Berzin (Rússl.).....1:13,59 2. Abraham Olano (Spáni).........0,01 3. Alex Gontchenkov (Úkrafnu)....0,46 4. Pavel Tonkov (Rússl.).........1,27 5. Stefano Faustini (Ítalíu).....2,24 Staðan að loknum 19. leiðum: 1. Tonkov....................85:28,22 2. Olano.........................0,01 3. Berzin........................0,14 4. Ugrumov......................1,58 5. Faustini.....................2,12 Ikvöld Knattspyrna 1. deild karla, 3. umferð: Fylkisvöllur: pýlkir-UMFG....kl. 20 Keflavík: Keflavik - Stjaman....kl. 20 2. deild karla: Borgames: Skallagr. -Fram ...,kl. 20 Valbjarnarv.: Þróttur - Leiknirkl. 20 2...deild..kvenna:........... Grindayík: UMFG-Fjölnir......kl. 20 Ólafsfjörður: Leiftur-KS.....kl. 20 3. deild karla: Egilsstaðir: Höttur - Dalvík.kl. 20 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Reynir S.kl. 20 á..deild,.Jd..^Q:............ Gervigras: KSÁÁ - Léttir Varmárvöllur: UMFA - HB Akranes: Brani - Víkingur Ó. Ásvellir: Haukar - TBR Vestm’eyjar: Smástund - Ármann Bolungarvík: Bol'vík - Emir ísafjörður: Bl - Reynir Hnífsdal Grenivik: Magni - Hvöt Hofsós: Neisti - SM Sauðárkr. Tindast. - Kormákur Reyðarflörður: KVA - Sindri Seyðisfjörður: Huginn - Einheiji KR-ingar stenda fyrír þríþraut Þríþrautarkeppni verður haldin á morgun, laugardag, á vegum KR í sundlagu Vesturbæjar og nágrenni. Keppt hefst kl. 10 og keppt verður í tveimur vegalengdum, en keppni felst í því að synda, hjóla og hlaupa. Upplýsingafundur verður í KR- heimilinu í kvöld kl. 20.30 þar sem allar upplýsingar eru gefnar. Leiðrétting f grein blaðsins í gær um Siglingadag SÍL og ÍFA voru tveir drengir rangfeðraðir. Drengirnir á neðri myndinni heita Ólafur Víðir Ólafsson og Ævar Eðvaldsson og leið- réttist það hér með. Búist við miklu af frábæru liði Frakka VEÐBANKAR í Englandi telja Frakka sigurstranglegasta í B-riðlinum, sem leikinn verður á Eiland Road í Leeds og á St. James’ Park i Newcastle. Veð- bankarnir telja líkurnar sex á móti einum að Frakkar verði Evrópumeistarar en likurnar á að Spánverjar hampi bikarnum telja veðbankar vera átta á móti einum. Búlgaría og Rúm- enía eiga minni möguleika samkvæmt spám, eða 25 á móti einum. Frakkar hafa lengi staðið framar- lega í knattspyrnunni og ávallt byggt lið sitt að meira eða minna leyti upp á tveimur leikmönnum, dúett. A sjötta áratugnum voru það Kopa og Fontaine, flestir muna síðan eftir Platini og Giresse og nú síðast voru það Papin og Cantona. Nýjasti dúett Frakka er Djorkaeff og Zid- ane. Aime Jacquet, þjálfari Frakka, þurfti að gera eitthvað. Papin og Cantona voru báðir frábærir leik- menn, en lar.dsliðinu gekk illa í Evr- ópukeppninni 1992 og einnig j heimsmeistarakeppninni 1994. Hann ákvað að skipta um dúett - fá nýjan miðjudúett, eins og þá Plat- ini og Giresse. Þjálfarinn varð ekki vinsælasti maðurinn í Frakklandi við þetta en breytingin hefur verið til góðs því franska landsliðið hefur ekki tapað í síðustu 22 landsleikjum sínum og kemur því væntanlega með sjálfstraustið í lagi til Englands. Franskt landslið hefur aldrei verið ósigrað svo lengi og liðið hefur sigr- að í síðustu sjö leikjum og aðeins fengið á sig tvö mörk í síðustu ell- efu leikjum. Valið á „nýja Giresse“ var í raun auðvelt. Zinedine Zidane, sem lék með Bordeaux en var keyptur nýver- ið til Juventus, var augljós kostur fyrir Jacquet. Þessi ungi leikmaður, sem á ættir sínar að rekja til Norð- ur-Afríku, er geysilega flinkur með boltann, gælir við hann eins og hann sé að stijúka gæludýri. En hann er líka snöggur og sparkviss og send- ingar hans splundra oft vörn mót- herjanna. Þá hefur hann einnig gott auga fyrir því að gera mörk. Þjálfarinn var hins vegar í meiri vanda með að finna nýjan Platini og má líkja verkefni hans við að finna nýja Edith Piaf eða nýjan de Gaulle. Þó svo Jacquet hafi verið hikandi í fyrstu gaf hann Youri Djorkaeff tækifæri og nú efast eng- inn um að hann valdi rétt. Djorka- eff, sem skipti nýlega frá París Sa- int Germain til Inter á Ítalíu, er 28 ára gamall og á ættir sínar að rekja til Armeníu. Faðir hans var varnar- maður í franska landsliðinu á sjö- unda áratugnum og var fyrirliði þess. Djorkaeff hefur verið iðinn við að skora, gerði meðal annars fimm mörk í sjö leikjum landsliðsins í haust og hefur verið í miklum ham eftir að hann fékk draumastöðu sína, að leika sem fremsti maður á miðj- unni. Það, sem ef til vill er meira um vert fyrir franska liðið, er að hann og Zidane hafa náð ótrúlega vel saman. Jacquet hefur samt sem áður ver- ið gagnrýndur fyrir að hafa ekki Cantona í liðinu, og jafnvel Ginoia. Báðir hafa leikið vel í Englandi og segja þeir sem gagnrýna þjálfarann mest að það hefði verið snjall leikur að hafa þá í liðinu. Reynslan af því að leika í Englandi hefði vegið þungt og ekki síður hefði verið gott að hafa enska áhorfendur á sínu bandi. Það dylst engum að franska liðið er sterkt, alveg frá Lama í markinu til Patrice Loko í fremstu vígiínu. Þegar „vélin“ gengur á öllum er hún bæði öflug og hættuleg, en það mun þó ráðast á nýja dúettnum hvort Frakkar verða í röð þeirra fremstu. Markmið þjálfarans er að standa sig .vel, helst áð verða meistari, og koma síðan með reynslumikið og sterkt lið á heimsmeistarakeppnina 1998. í Frakklandi. Leitin að því liði er haf- in, en hvort Jacquet verður við stjórnvölinn þang'að til ræðst af ár- angri liðsins í Englandi. Brosa Stoich- kovog félagar BÚLGARAR bíða spenntir eftir Evr- ópukeppninni og velta fyrir sér hvort gott gengi iandsliðs þeirra í HM 1994 hafi verið tilviljun. Auðvitað vona menn að svo sé ekki, heldur að velgengnin þá hafi verið upphafið á langri sigurgöngu Búlgara í knatt- spyrnu. FJestir knattspyrnufræðing- ar telja að fjórða sætið á HM hafi verið toppurinn hjá Búlgörum, of margir gamlir leikmenn séu í liðinu núna og svo virðist sem lítið sé til af ungum og efnilegum leikmönnum. Einnig er bent á að leikmenn sem leika erlendis hafí ekki náð að festa sig í sessi með liðum sínum og því sé búlgarska landsliðið ekki líklegt til afreka. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, því þeir verða allir klárir í slaginn þegar flautað verður tii leiks í Eng- landi," sagði Dimitar Penev, þjálfari Búlgara, nýlega í viðtali. En það er eitt að vera í góðri æfíngu og tilbú- inn til að leika í 90 mínútur er ekki það sama og að vera í leikæfingu. Í liði Búlgaríu eru þungavigtar- menn frá því á HM 1994, Stoich- kov, Balakov, Peter Hubchev, Yord- an Lechkov og Emil Kostadinov. Verði þessir Ieikmenn heilir og leiki þeir vel á Englandi getur lið þeirra staðið i hvaða liði sem er þannig að of snemmt er að afskrifa Búlgaríu. Þjálfarinn treystir á að þeir sextán leikmenn sem leika með liðum utan Búlgaríu muni leiða liðið til frægðar og frama, en þetta er í fyrsta sinn sem Búlgaría kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins. Síðasta tækifæri gömlu mannanna Rúmenar eru með mikið af „göml- um“ leikmönnum sem hafa gríðarlega mikla reynslu og verður Evrópukeppnin að öllum líkindum síðasta tækifæri þeirra til að vinna til verðlauna með landsliðinu. Rúm- enar hafa verið framarlega í knatt- spyrnunni í heiminum og „gömlu“ mennirnir eru staðráðnir í að sýna hversu mikið reynslan hefur að segja. „Nokkrir leikmenn í liði mínu eru á síðasta snúningi í alþjóðlegri knatt- spyrnu, en ég held að endasprettur- inn sé eftir hjá þeim og þeir geti komið mörgum af yngri mönnum keppninnar á óvart,“ segir Anghel Iordanescu þjálfari Rúmena, sem verið hefur með liðið síðan í júlí 1993. „Rúmenía verður að rísa á ný úr öskustónni þannig að „gullna kyn- slóðin" geti hætt með reisn og þeir yngri tekið við góðu búi,“ bætir hann við og er þá að höfða til leikmanna eins og Gheorghe Hagi og Marius Lacatus. Ilie Dumitrescu er meiddur' og getur ekki verið með, en hefði annars verið í liðinu. Rúmenar telja B-riðilinn þann erf- iðasta í Evrópukeppninni. Þeir leika fyrst við Frakka og vilja sigur þar því Frakkar sigruðu er þjóðirnar mættust í HM. Þjálfarinn segir sigur mikilvægan, ekki bara til að jafna metin heldur einnig heiðursins vegna. „Við verðum að vinna ætlum við okkur í úrslitin," segir Iord- anescu. Leikstíll Rúmena hefur einkennst af sterkri vörn og snöggum sóknum eins og menn sáu glöggt þegar Rúm- enía vann Kólumbíu og Argentínu í HM í Bandaríkjunum. I þessari leik- aðferð leikur Hagi stórt hlutverk og það mæðir mikið á honum. ÞESSIR kappar koma til meö aö heyja haröa baráttu er liö þeirra mœtast í Englandl. Frakkinn Zinedlne Zidane er með knöttinn og Rúmenlnn Gheorghe Popescu fylgir fast á eftlr. Hvort tveggja frábærir leikmenn sem eru í lykllstööum umræddra landsllða. Spánveijar hafa mikla hæfileika JOSE-Luis Caminero er lykil- maður á miöjunni hjá Spán- verjum. Hann lýsti því yfir í vikunni aö hann vildi fara frá nýbökuöu meistaraliði At- letio Madrld í sumar. Buro Miklar væntingar voru gerðar til landsliðs Spánar sem hélt til Englands fyrir þijátíu árum til að taka þátt í HM. Liðið féll úr keppni í riðlakeppninni og leikmenn EM liðsins eru staðráðnir að láta söguna ekki endurtaka sig. Spán- veijar komust áfram með glæsibrag úr undanriðlinum og ætla að gera enn betur í Englandi á næstu dög- um. Þeir hafa lítið leikið að undan- förnu og þegar þeir léku tvo vináttu- leiki við Norðmenn ekki alls fyrir löngu, virkuðu þeir allt annað en sannfærandi. Spánveijum hefur oftast gengið vel í Evrópukeppninni þó svo þeim hafi ekki tekist að komast í úrslita- keppnina 1988 og 1992. í undan- keppninni núna sigruðu þeir í átta leikjum og gerðu tvö jafntefli; markatalan 25:4. Þjálfarinn, Javier Clemente, er búinn að setja saman ungt og efnilegt lið - lið sem hefur alla möguleika til að standa sig vel, en fleiri spænsk landslið hafa lofað góðu, en síðan vantað herslumuninn. En nú er öldin önnur. Spánveijar voru þekktir fyrir að vera blóðheitir og skapbráðir á leikvelli og oft voru óánægðir einstaklingar í liðinu sem Frakkland Spánn Búlgaría Rúmenía Markverðir: Markverðir: Markverðir: Markverðir: 1 Bernard Lama (Paris SG 1 Andoni Zubizarreta (Valencia) 1 Borislav Mihailov (Reading) 1 Bogdan Stelea (Steaua Búkar.) 22 Bruno Martini (Montpellier) 13 Santiago Canizares (Real Madr) 12 Dimitar Popov (CSKA) 12 Florin Prunea (Dinamo Búkar.) 16 Fabien Barthez (Mónakó) 22 Jose Molina (Atletico Madrid) 22 Zdravko Zdravkov (Slavia) 22 Florin A. Tene (Rapid Búkarest) Varnarmenn: Varnarmenn: Varnarmenn: Varnarmenn: 2 Jocelyn Angloma (Tórínó) 2 Juan Manuel Lopez (Atl. Madr.) 2 Radost. Kishishev (Neftohimik) 2 Dan Vasile Petrescu (Chelsea) 3 Eric Di Meco (Mónakó) 3 Alberto Belsue (Zaragoza) 3 Trifon Ivanov (Rapid Vín) 3 Daniel Prodan (Steaua Búkar.) 4 Franck LeBouef (Strasbourg) 4 Rafael Alkoita (Real Madrid) 4 Ilian Kiriakov (Aberdeen) 4 Miodrag Belodedici (Villareal) 5 Laurent Blanc (Auxerre) 5 Abelardo Fernandez (Barcel.) 5 Petar Hubchev (Hamburger) 13 Tibor Selymes (CS Brúgge) 8 Marcel Desailly (AC Milan) 6 Fernando Hierro (Real Madrid) 17 Emil Kremenliev (Olympiakos) 15 Anton Dobos (Steaua Búkarest) 12 Bixente Lizarazu (Bordeaux) 12 Sergi Baijuan (Barcelona) 18 Zsanko Zsvetanov (Mannheim) 16 Gheorghe Mihali (Guingamp) 15 Lilian Thuram (Mónakó) 20 Miquel Angel Nadal (Barcelona) 19 Gosho Ginchev (Denizlispor) 17 Iulian Filipescu (Steaua Búkar.) 20 Alain Roche (Paris SG) Miðjumenn: Miðjumenn: Miðjumenn: Miðjumenn: 8 Julen Guerrero (Athletie Bilbao) 5 Zlatko Yankov (Uerdingen) 5 Ioan A. Lupescu (Leverkusen) 6 Vincent Guerin (Paris SG) 10 Donato Gama da Silva (Coruna) 10 Krasimir Balakov (Stuttgart) 6 Gheorghe Popescu (Barcelona) 7 Didier Deschamps (Juventus) 15 Jose Luis Caminero (Atl. Madr.) 11 Yordan Lechkov (Hamburger) 8 Ovidiu Ioan Sabau (Brescia) 9 Youri Djorkaeff (Inter) 16 Jorge Ptero (Valencia) 13 Bontcho Genchev (Luton) 10 Gheorghe Hagi (Barcelona) 10 Zinedine Zidane (Juventus) 18 Guillermo Amor (Barcelona) 15 Ivaylo Yordanov (Sporting) 11 Dorinel Ioan Munteanu (Köln) 14 Sabri Lamouchi (Auxerre) 21 Luis Enrique (Real Madrid) 16 Daniel Borimirov (1860 Múnch) 14 Constantin Galca (Steaua) 19 Christian Karembeu (Sampd.) Sóknarmenn: Framherjar: 18 Ovidiu Stinga (Salamanca) 21 Corentin Martins (Auxerre) 7 Jose Amavisca (Real Madrid) 7 Emil Kostadinov (Bayern) 19 Adrian Ilie (Steaua Búkarest) Sóknarmenn: 9 Juan Antonio Pizzi (Tenerife) 8 Hristo Stoichkov (Parma) Sóknarmenn: 11 Patrice Loko (Paris SG) 11 Alfonso Perez (Real Betis) 9 Luboslav Penev (Átl. Madrid) 7 Marius Lacatus (Steaua Búkar.) 13 Christophe Dugarry (Bordeaux) 14 Francisco Narvaez (Atl. Madr.) 14 Nasko Sirakov (Slavia) 9 Florin Raducioiu (Espanyol) 17 Mickael Madar (Mónakó) 17 Javier Manjarin (Coruna) 20 Georgi Donkov (CSKA) 20 Viorel Moldovan (Neuchatel) 18 Reynald Pedros (Nantes) 19 Julio Salinas (Sporting Gijon) 21 Ivo Georgiev (Spartak Varna) 21 Ion Vladoiu (Steaua Búkarest) Þjálfari: Aime Jacquet Þjálfari: Javier Clemente Þjálfari: Dimitar Penev Þjálfari: Anghel Iordanescu skemmdu út frá sér. Það vantaði aga og menn voru værukærir og tóku lífinu með ró, ekkert ósvipað því sem einkennir hinn almenna Spánveija. Leikmenn taka hlutverk sitt alvar- lega núna og eru vel á sig komnir, bæði líkamlega og andlega. Meðal þeirra leikmanna, sem Spánveijar vona að drífi liðið áfram með krafti sínum og útsjónasemi, er Jose-Luis Caminero hjá Atletico Madrid, en hann var hetja liðsins í úrslitakeppni HM fyrir tveimur árum og gerði þá þrjú mörk. Einnig er vert að veita þeim Fernando Hierro og Luis Enrique Martinez athygli því þeir eru skemmtilegir leikmenn, þó svo þeir hafi ekki leikið vel í vet- ur enda náði lið Real Madrid sér aldrei almennilega á strik á leiktíð- inni. Óneitanlega sakna menn nokk- urra snjallra leikmanna. Þar ber fyrstan að telja hinn 18 ára Raul Gonzales hjá Real Madrid, en þjálf- arinn hefur kosið að nota hann í Ólympíulið og valið í hans stað hinn skotfasta Juan Antonio Pizzi frá Tenerife í framlínuna ásamt Kiko, sem raunar heitir Franxisco Narva- ez. Því hefur stundum verið haldið fram að landslið Spánar ætti að ná lengra en það gerir. Félagsliðin hafa ævinlega náð langt, en þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Félögin eru rík og því kaupa þau gjarnan sterka sóknarmenn frá öðrum lönd- um, en spænskir sóknarmenn leika í neðri deildum. Einn þeirra útlend- inga sem gert hafa garðinn frægan á Spáni gæti einmitt orðið Spánveij- um erfiður í riðlakeppninni í Eng- landi, Búlgarinn Hristo Stoichkov, sem var hjá Barcelona við frábæran orðstír áður en hann fór til Italíu í fyrra. Þrátt fyrir að margir hafi gagn- rýnt Clemente þjálfara fyrir að velja ekki yngri markvörð hefur hann haldið sig við Zubizarreta og hann hefur einnig verið mjög harður á því að hafa Julio Salinas í liðinu. Fjölm- iðlar kenndu þessum leikmönnum um að Spánn komst ekki í undanúr- slit í HM 1994. Helsta ástæðan fyr- ir því að hann velur þessa tvo er talin vera að þeir eru báðir Baskar, eins og hann. Tvær vítaspyrnur tryggðu FH sigur Sigurgeir Guðlaugsson skrifar Það var fátt sem gladdi augað í fyrri hálfleik í leik FH-inga og Völsunga í Kaplakrika í gær- kvöidi sem lauk með sigri FH, 2:1. Fyrri hálfleikur- inn einkenndist af miðjuþófi og er óhætt að segja að hvort lið hafi ekki fengið nema eitt umtalsvert marktækifæri. Völsungar voru ná- lægt því að skora þegar Jónas Garð- arsson komst í gott færi eftir mis- tök í vörn FH-inga en Daði Lárus- son, markvörður heimamanna, varði glæsilega. FH-ingar voru svo óheppnir að skora ekki rétt fyrir leikhlé þegar Sigurður B. Jónsson átti fast skot að marki, en vamar- menn Völsungs björguðu í hom. Þjálfarar liðanna hafa eflaust lesið hressilega yfir sínum mönn- um í leikhléinu því í síðari hálfleik komu leikmenn mun frískari til leiks og allt annað var að sjá til liðanna. FH-ingar sóttu meira og uppskáru laun erfiðis síns þegar Hörður Magnússon var felldur inn- an vítateigs Vöisunga og Eyjólfur Ólafsson dómari dæmdi umsvifa- laust vítaspyrnu. Hörður tók spyrnuna sjálfur og skoraði örugg- lega í hægra hornið, sendi Björg- vin markvörð í öfugt horn. En Adam var ekki lengi í para- dís og aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Guðni Helgason fyrir gestina með föstu skoti eftir að hann hafði fengið boltann óvænt, utarlega í vítateig heimamanna. Eftir jöfnunarmarkið skiptust liðin á að sækja og uppskám nokk- ur þokkaleg færi en það var ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leiks- lok að FH-ingar náðu að tryggja sér sigurinn og aftur var það Hörð- ur Magnússon sem skoraði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu, nú eftir að Lúðvík Arnarsson hafði verið togaður niður í vítateig andstæð- inganna. Völsungar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin en FH-ing- ar drógu mestan hluta liðs síns til baka og allt kom fyrir ekki hjá Völsungum, FH-ingar uppskáru sigur á heimavelli í heldur bragð- daufum leik og innbyrtu þijú mikil- væg stig í baráttunni um sæti í 1. deild að ári. Edwin Rögnvaldsson skrifar • Fyrsti sigur Víkinga Víkingar sóttu ÍR-inga heim og þurftu bæði lið á sigri að halda. Víkingar voru mun betri aðilinn í leiknum og verð- skulduðu 3:0 sigur. Þeir hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrsta mark sitt eftir 14 mín. leik og var þar Sigurður Eyjólfsson að verki. Hann skoraði með skoti neðst í vinstra hornið. Víkingar höfðu yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleik og náðu oft að bijóta sér leið að vítateig ÍR en tókst ekki að reka smiðshöggið á snarpar sóknirnar. ÍR-ingar sóttu í sig veðr- ið undir lok fyrri hálfleiks en ógnun af þeirra hálfu var lítil. Litlu mun- aði að Víkingar næðu að skora á 45. mínútu er Atli Einarsson skaut í þverslána. . Síðari halfleikur var tíðindalítill en besta færi ÍR kom á 58. mínútu þegar varamaðurinn Kristján Brooks skallaði knöttinn í stöngina. Þremur mínútum síðar komst Atli Einarsson inn fyrir vörn ÍR og skoraði einn á móti Ólafi markverði. Breiðhyltingar reyndu að klóra í bakkann en náðu ekki að ógna nægi- lega. Allur kraftur ÍR-inga þraut að lokum er Magni Þórðarson spyrnti knettinum í eigið mark og er það kannski dæmigert fyrir gengi liðsins í þremur fyrstu leikjum sumarsins. Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri Þórssigur aerki- fjendunum Þórsarar fögnuðu innilega að leikslokum eftir að hafa lagt erkifjendurna í KA að velli, 2-1, á Akureyri. í upphafi seinni hálfleiks, þegar KA hafði gert eina mark leiksins, fékk Þórsari að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með það rauða og útlitið því ekki gott hjá Þórsurum. Þeir efld- ust hinsvegar við brottvísunina og náðu að snúa leiknum sér í hag og stóðu uppi sem sigurvegarar. Leikurinn var fremur daufur í fyrri hálfleik og fátt um færi fram- anaf en hvort lið um sig fékk eitt þokkalegt færi. Það var svo Dean Martin sem náði forystunni fyrir KA á 31. mínútu þegar hann skor- aði af stuttu færi eftir góða fyrir- gjöf frá Þorvaldi Sigbjörnssyni. í upphafi síðari hálfleiks fór hins- vegar að draga til tíðinda og fékk Guðmundur Hákonarson að líta sitt annað gula spjald eins og áður sagði og Þórsarar því einum færri það sem eftir lifði leiksins. Tveimur mínútum síðar var brotið á Bjarna Sveinbjömssyni inni í teig KA og dæmt víti. Eggert Sigmundsson markvörður KA gerði sér hinsvegar lítið fyrir og varði víti Zoran Zikic mjög glæsilega. Litlu síðar fengu KA menn svo gullið tækifæri til þess að auka forskot sitt, en fóru illa með gott færi. Á 68. mínútu jafnaði svo Hreinn Hringsson með góðu skoti úr þröngu færi, eftir góða sókn Þórsara. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk svo Bjarni Svein- björnsson sendingu innfyrir vörn KA frá Árna Þór, rétt fyrir framan miðju, geystist upp völlinn og skor- aði framhjá markverði KA sem kom út á móti. Hvorugt lið fékk hættu- legt færi eftir þetta og sigur Þórs- ara staðreynd og þrjú dýrmæt stig þeirra. Þessi leikur verður ekki í minnum hafður vegna góðrar knattspyrnu, en liðin áttu þó fáa en þokkalega spretti. Þórsarar efldust við brott- vikningu eins sinna manna og gáfu hvergi eftir, en KA-menn naga sig eflaust í handarbökin yfir því að liafa ekki náð að nýta sér liðsmun- inn í seinni hálfleik. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson BJARNI Sveinbjörnsson snýr hér af sér tvo varnarmenn KA í leiknum í gærkvöldi. Hann skoraði sigurmark Þórs ð loka- mínútunum. ISLAN DSBAN Kl íslandsbankamot Verður haldið á Keilisvelli í Hafnarfirði laugardaginn 8. júní Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti 1. steti: 25 jtiís. k r. inneign ú l'ppleit) 2. sœti: 15 fnís. k r. inueigit ú l 'ppleió 3- sa>ti: 10 pús. k r. iniieigii ú llppieió Aukaverðlaun: Nœsl holu d 6, 9 og 16 hraut, lengsta upphafshögg d 7 braut Dregið úrskorkortum í mótslok Ræst út frá kl. 8.00 • Skráning er í síma 555 33 60 ISLAN DSBAN Kl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.