Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ +" FERÐALOG ISFJORÐURINN í öllu sínu veldi. Ragnar Axelsson Fallegt land og f reistandi FYRSTI áfangastaður var Illulissat uppá grænlensku, öðru nafni Jak- obshavn, en ég mæli með græn- lenska heitinu því það er eitt fárra bæjarnafna sem óvanir geta borið fram skammlaust. Nafnið þýðir ísjaki og þaðer auðvelt að skilja þá nafngift. ísinn er aldrei langt undan á Grænlandi, en í Illulissat og nágrenni er hann yfirþyrmandi, enda liggur bærinn við ísfjörðinn stóra. Frá bænum eru aðeins 45 kílómetrar í öflugasta jökul heims sem framleiðir daglega 20 milljarða tonna af ís. Hvorki meira né minna. Það samsvarar vatnsþörf New York búa á einu ári! Ululissat er höfuðstaður Diskó- flóans, í raun höfuðstaður Norður- Grænlands, fyrst og fremst vegna flugvallarins, sem er einn sá stærsti á landinu. Flugvellir annarra bæja í þessum landshluta eru bara fyrir þyrlur og það er sko ekki hægt að aka á milli bæja, nema í hundasleð- um á veturna. Það er flogið eða siglt á milli í þessu landi. Bílar eru innanbæjartæki, ekkert of margir og flestir pallbílar eða jeppar. Músíkalskir sleðahundar í Illulissat búa um 4.300 manns og í byggðarlaginu öllu tæplega fimm þúsund. Svo eru nokkrir hundar í bænum - svona um sex þúsund! Fólk sem er mjög hrædd við hunda ætti kannski bara að fara eitthvað annað. Það eru bók- staflega hundar alls staðar. Úti, það er að segja, því grænlensku sleða- hundarnir eru ekki aldeilis nein gæludýr eða stofust- áss. Þeir liggja eins og hrá- viði um bæinn, flestir bundnir, og maður þarf að hafa augun hjá sér til að detta ekki um þá. Þeir setja óneitanlega svip á bæjar- braginn og svo eru þeir ansi músíkalskir. Það er ekki laust við að það hafi farið um mig hrollur fyrsta kvöldið þegar þeir hófu upp raust sína og spangóluðu hver í kapp við annan, en þetta venst og svo verður kórinn bara notalegur. Til marks um það hvað Grænland er stórt land og margbreytilegt má nefna að Suður-Grænlendingur sem við hittum þarna uppi við Diskóflóa var þar að sjá sleðahunda í fyrsta skipti á ævinni! Grænlendingar eru elskulegt fólk, gefa sig svosem ekkert á tal við mann að fyrra bragði, en eru boðnir og búnir að aðstoða ef eftir því er leitað. Flestir tala dönskuna auk grænlensku, margir ensku og þeir hafa gaman af því að fræða ókunnuga um landið sitt. Það er líka gott að vera íslendingur á Grænlandi. /. Við fórum í siglingu út fyrir hafn- armynnið og dóluðum okkur á milli ísjaka sem höfðu brotnað af risan- um og voru smám saman að bráðna niður í sterkri sólinni. Ég velti fyrir mér af hverju skipperinn fór ekki nær jökunum, en svo skildi ég. Það er ekkert grín að verða undir, eða bara vera nálægt þessum hnullung- um þegar þeir láta til skarar skríða. Það er ekki óalgengt að stórir jakar sem brotna niður orsaki þvílíkar flóðbylgjur að bátarnir sökkvi inni í höfn. Þannig að það er bara fínt að skoða þetta úr öryggri fjarlægð, alla vega í sterkri vorsólinni. Hús jólasveinsins ÞAÐ er ómögulegt að hverfa frá Uummannaq án þess að heimsækja jólasveininn í kofa sinn og skrifa jólaóskir í bók- ina hans ef hann er ekki heima. Við misstum af honum, en kvittuðum í bókina og bár- um upp óskir. Svo er bara að bíða. Tvö ár eru síðan kofinn var byggður í tilefni þess að danska ríkissjónvarpið tók upp þætti um jólasveininn á eyj- unni. Þegar þáttagerðinni var lokið voru eigendum Hótel Uummannaq fengin lyklavöld í kofanum svo gestir kæmust inn til að skoða þó húsráðandi væri fjarverandí. Húsið lætur lítið yfir sér en er mjög krútt- legt, sérstaklega að innan. Þangað er um klukkutíma klif- ur frá bænum og á leiðinni er frábært útsýni - yfir ísinn, hvað annað. Á leiðinni sagði Grete, hótel- stýra á Hótel Uummannaq, frá ftölum sem nokkrum árum áður höfðu komið til eyjunnar sérstaklega til þess að klífa Uummannaq fjall. Þeir höfðu verið vel útbúnir til fjallgöngu og gert mikið úr afrekinu þeg- ar þeir komu aftur niður. Með- al annars sögðu þeir frá því að þeir hefðu skilið eftir bók uppi á toppi með nöfnum allra leiðangursmannanna. Eitthvað skolaðist frásögnin til í þýðing- unni þvi um kvöldið kom cinn heimamanna færandi hendi með bókina á hótelið þar sem þeir gistu. Hann hafði misskil- ið málið, haldið þá hafa gleymt bókinni uppi á fjallstoppi og skundaði á stígvélunum til þess að sækja hana. Heimamenn hafa gaman af því að rifja þessa sögu upp. ¦ Jólasveinahúsið lætur ekki mikið yfir sér. Yfir vetrartímann er farið þangað á hundasleðum en yfir sumarið klifrað yfir stokka og steina. Morgunblaðið/RAX Mannabein í grjóthrúgum Danir eru áberandi á Grænlandi eins og lög gera ráð fyrir. Reyndar of áberandi í ferðaþjónustunni, en það stendur til bóta með auknum áhuga Grænlendinga á þessari at- vinnugrein. Hann Anders, leiðsögu- maðurinn sem hugsaði um okkur í Illulissat, var danskur, meira að segja mjög danskur í útliti, en samt alveg grænlenskur í gegn. Sem betur fer. Hefur unnið nokkur ár í Grænlandi og er algjör- lega heillaður af landi og þjóð. Það var ekki ónýtt að hafa slíkan mann með í för. Anders fór með okk- ur í gönguferð út fyrir bæinn. Við röltum eða öllu heldur klöngruð- umst yfir sólbráðinn snjó sem brotn- aði undan okkur í öðru hverju skrefi. Frekar þreytandi en Anders fullvissaði okkur um að við værum þarna á versta tíma, nokkru áður hafði snjórinn verið frosinn pg svo hyrfi hann í byrjun júní. í þeim töluðu orðum ultum við yfir tjald- stæði bæjarins. Anders benti á snjó- breiðuna og sagði: „Hér verður fólk farið að tjalda eftir eina til tvær vikur." Ég trúði því, enda farin að Sífellt fleiri íslendingar líta til grannans stóra í vestri )egar nýir áfanqastaðir eru hugleiddir fyrir fríið. Hanna Katrín Frióriksen og Rggnar Axelsson Ijós- myndari, voru ó ferð við Diskóflóa á vesturströnd Grænlands á dögunum, þar sem ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein. Þar eru ótal tækifæri fyrir ferða- fólk að upplifa ævinrýri. fá reynslu af sterkri grænlenskri sóL Á áfangastað var stórkostlegt útsýni yfir sjó og ís, aðallega ís. Við áðum á stað sem kallast Ser- mermiut. Þar eru greinilegar minjar um búsetu inúíta frá því fyrir um fjögur þúsund árum! Svo röltum við áfram, urð og grjót upp í mót. Á næsta áfangastað voru inúítar dysjaðir til forna. Slíkar dysjar er víða að finna þar sem útsýni er fallegt til sjávar. Inúítarnir lögðu til hinstu hvíldar þar sem sást bæði til sjávar og himins. Svo var grjót sett yfir. Það er óneitanlega skrítið að ganga um og rýna í grjótið eftir mannabeinum. Einhvern veginn finnst mér að beinin eigi ekki að liggja þarna óvarin fyrir ágangi hinna lifandi, en það er svosem ekkert hlaupið að því að finna graf- irnar viti maður ekki hvar á að leita þeirra. Yflrþyrmandi ís Rúsínan í pylsuendanum þessa daga í Illulissat var óneitanlega þyrluferð yfir ísfjörðinn. Fjörðurinn er 40 kílómetrar á lengd og 7 á breidd og er fullur af ís úr jöklinum góða. Sem við flugum yfir vakti Anders athygli mína á litlum sér- kennilegum íshól. Þegar við lækk- uðum flugið til þess að Raxi gæti myndað seli uppgötvaði ég að hóll- inn „litli" var á stærð við fótbolta- völl. Það er afsakanlegt að missa fjarlægðar- og stærðarskyn þegar horft er á þessa íshrúgu frá jökli sem framleiðir 20 milljarða tonna af ís á dag. Fróðir menn segja að ísinn fari á hreyfingu um 600 kílómetra inni í landi. Þar er þykktin allt að þrem- ur kílómetrum og ísinn þrýstist út í firði Diskóflóans. Mestur hraði er á ísnum í Isfirðinum, um einn metri á klukkustund. Svo losna jakar frá stóru ísbrúninni á tveggja til fjög- -.. ' |_ ^%1% RÉTT hjá Sermermiut voru inúítar dysjaðir til forna. urra vikna fresti og þá færist ís- röndin aftur um þrjá til fimm kíló- metra. Þetta er yfirþyrmandi sjón og maður er ósköp lítill frammi fyrir þessari hrikalegu náttúru. Minjarnar í Sermermiut fundust í kringum 1720. Tuttugu árum síð- ar byggði danski kaupmaðurinn Jacob Severin, sem Jakobshavn er nefnd eftir, „spikhús" í bænum. Þar bræddi hann selspik, sem íbúarnir áttu nóg af, og olían var seld til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.