Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG Frá róðstefnu um stefnumótun í ferðamálum Þróunar er þörf til aukinnar arð- semi og atvinnu I nýrri stefnu samgönguróðuneytisins um ferðaþjónustu segir að hún sé ein gf undirstöðuarvinnugreinum þjóðarinn- ar og að hana skuli þróa tii frekari arðsemi og atvinnu- sköpunar. Jóhqnnes Tómasson dregur hér from atriði úr nokkrum erindum fró róðstefnu í síðustu viku __________þar sem stefnumótunin var kynnt.__________ „ÞAÐ verður eitthvað að koma í staðinn til þess að byggðin haldist við," sagði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra í setningarræðu sinni á ráðstefnu í liðinni viku þar sem fjallað var um stefnumótun í ferðamálum. Með þessum orðum vísaði ráðherrann til nauðsynjar þess að efla ferðaþjónustuna, en stefnt er að því að fjölga ársverkum úr fjórum þúsundum í sjö þúsund til ársins 2005. „Menn velta upp nýjum hugmyndum og sömu hug- myndirnar eru þrautræddar og komið að þeim aftur og aftur, af því að á því er byggðaleg nauðsyn og atvinnuleg nauðsyn að úr þeim sé unnið - ég tala nú ekki um eftir að búið er að kvótasetja skakið og lambakjötið," sagði ráðherrann ennfremur. Sklpan og staða Ferðamála- ráðs í endurskoðun. Á ráðstefnunni voru flutt fjöl- mörg erindi um ýmsa þætti stefnu- mótunarinnar svo sem rekstrarum- hverfi ferðaþjónustunnar, gæða- stjórnun, markaðssókn, umhverfis- vernd, menntun og rannsóknir og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Meðal þess sem fram kom í máli ráðherra var að í sumar á að endur- skoða skipan og stöðu Ferðamála- ráðs innan stjórnsýslunnar og hefur hann hug á að leggja fram frum- varp þar að lútandi næsta haust. „Það hefur oft verið gagnrýnt, að í samgönguráðuneytinu skuli ekki vera sérstök deild ferðamála. Skýringin er sú, að samgönguráðu- neytið hefur verið byggt ----------- upp með sérstökum hætti, þannig að starfs- mannafjölda hefur verið haldið í lágmarki, en hin- ar sterku stofnanir þess, Póstur og sími, Vegagerðin, Flug- málastjórn, Vita- og hafnamál, Siglingamálastofnun og Ferða- málaráð, hafa annast margvísleg stjórnsýsluverkefni og erlend sam- skipti að hluta til. Viðhorf í þessum efnum hafa verið að breytast, nú er krafist fulls aðskilnaðar stjórn- sýslu og hagsmunagæslu, auk þess sem aðildin að hinu evrópska efna- Feröamenn og náttúra - ekki andstæður hagssvæði kallar á vaxandi erlend samskipti. Endurskoðunin á lögum og reglugerðum, sem snúa að Ferðamálaráði, er hluti af þeirri heildarendurskoðun, sem nú fer fram á starfsemi samgönguráðu- neytisins og stofnana þess," sagði ráðherran meðal annars. Auka þarf samnýtingu Erna Hauksdóttir framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gisti- húsa ræddi um relcstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. í stefnumótun- inni er áætlað að búa ferðaþjón- ustunni sambærilegt rekstrarum- hverfi og í samkeppnislöndum, rannsaka rekstur og afkomu grein- arinnar og að auka nýtingu fjárfest- inga. Erna sagði hinar mörgu greinar ferðaþjónustunnar búa við þann sameiginlega vanda að ferða- mannatíminn væri stuttur. „Segja má að sá vandi sé svo stór að aðr- ir falli í skuggann. Það er því skort- ur á tekjum vegna lélegrar nýtingar fjárfestinga sem er grundvallar- vandi fyrirtækjanna. Afkoma í ferðaþjónustu er víða slæm vegna þessa," sagði Erna og nefndi að í stefnumótunarvinnunni hefði verið sett upp áætlun um byggingu og rekstur 36 herbergja heilsárshótels utan Reykjavíkur. „Niðurstaðan var sú að það er ekki grundvöllur fyrir byggingu heilsárshótels úti á lands- byggðinni, nema hagsmunaaðilar leggi fram hlutafé án nokkurrar ávöxtunarkröfu og séu þar að auki tilbúnir til að tapa hluta af fram- ----------- lögðu fé." Þá nefndi Erna hvernig heimavistarskólar hefðu lengi gert gistiþjónustu mögulega víða um land og sagði margar heima- vistir að verða úreltar og að leggj- ast af. Varpaði hún því fram að samnýting þyrfti að vera meiri, skólar gætu leigt herbergi af hótel- um yfir vetrartímann og hótel feíig- ið aukið gistirými hjá þeim heima- vistum sem til þess hentuðu. Einnig ætti að vera hægt að koma á sam- nýtingu í fólksflutningum. Erna gerði einnig virðisaukaskatt að Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ rádstefnu samgönguráðuneytisins um stefnumótun í ferðamálum. þaðan er spáð mestri fjölgun eða 15% árlegri aukningu til aldamóta og 10% frá Bandaríkjunum og Suður-Evrópu. Aukin kynning á heimamarkaðl Pétur sagði styrk íslands á er- lendum ferðamarkaði felast í nátt- úru, sögu og menningu og ímynd hreinleika en einnig væru óvenjuleg afþreying, víðátta og kyrrð sem andstæða fjöldaferðamennsku mik- ilvægir þættir. Veikleikarnir væru hins vegar skortur á fjármagni, ónógt skipulag og samstarf aðila, fjarlægð frá mörkuðum og ónóg þekking á markhópum og þörfum þeirra. Þá sagði hann heimamark- aði hafa lítið verið sinnt af yfirvöld- um ferðamála fyrr en á síðustu árum. „Kannanir benda til þess að um það bil 190.000 innanlandsferða- menn ferðist árlega um ísland og verji að jafnaði til þess 14 dögum. Eyðsla sé 2.500 krónur á mánn á dag eða rúmlega 7 milljarðar á ári. Þar af sé 4-5 milljarða eyðsla bein- línis til komin vegna ferðar fólks að heiman. Áætlaðar gistinætur innanlandsferðamanna á síðasta ári eru því 2,7 milljónir, þar af 60-70% á tímabilinu maí-ágúst." Hörður Sigurbjarnarson fjallaði í erindi sínu um ferðaþjónustu og umhverfisvernd og sagði á margan hátt kveðið við nýjan tón í afstöðu og væntingum til greinarinnar og í stefnunni væri lagt til að ferða- þjónustan taki á metnaðarfullan hátt frumkvæði á sviði umhverfis- verndar. „Of áberandi hefur verið ótti við eyðileggjandi áhrif ferða- mannsins á náttúruna og lífríkið. Vissulega má fínna dæmi um traðk og skemmdir á fjölförnum viðkomu- stöðum ferðamanna, en auðveldlega má koma í veg fyrir slíkt með fyrir- byggjandi aðgerðum og í því efni ------------ hefur einmitt vantað stefnu sem sátt hefur verið um," sagði Hörður. Þá nefndi hann þau já- kvæðu tengsl ferðaþjón- """"""""" ustu og atvinnulífs þar sem bæði á Nesjavöllum og í Svarts- engi hefði tekist vel til um kynningu á þessum þætti lífsgrundvallar landsmanna. „Við getum jafnframt látið þau vísa fram á veginn. Hægt væri að sýna og kynna mun fleiri orkuver bæði vatns- og jarðgufu- virkjanir að ógleymdum iðjuverum í fiskvinnslu og ýmsum öðrum HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra. umtalsefni og sagði mikilvægt að stefna að því að leggja af alla mis- munun í skattlagningu. „Gott dæmi um þetta er sala á veitingum. Virð- isaukaskattur á hamborgurum er stundum 24,5% og stundum 14%. Það fer eftir því hvort söluaðilinn er með verslunarleyfí eða vínveit- ingaleyfi... Ef þið kaupið ykkur máltíð til dæmis hjá Ferðaþjónustu bænda, sem margir hverjir selja ferðamönnum máltíðir, þá borgið þið 14% virðisaukaskatt ef þið borð- ið í borðstofu bóndans, en ef hann hefur byggt sérstakan borðsal fyrir ferðamennina þá hækkar skattur- inn í 24,5%." Pétur J. Eiríksson markaðsstjóri Flugleiða fjallaði um markaðssókn ferðaþjónustunnar og sagði hann að á síðustu árum hefði íslensk ferðaþjónusta vaxið umtalsvert og hún aukið hlutdeild sína - í markaðslöndunum, hún væri orðin arðbærari og skilaði mun meiri tekjum af hverjum ferðamanni en áður. Stærsti erlendi markaðurinn er Mið-Evrópa en það- an komu 65.385 ferðamenn á síð- asta ári og er spáð 8% árlegri fjölg- un til aldamóta, Norðurlönd eru næst stærsti markaðurinn með 59.193 ferðamenn í fyrra en þar er gert ráð fyrir einna minnstri árlegri fjölgun eða 4% til alda- móta. Frá Austurlöndum fjær Samnýtingin þyrfti 00 vera meiri komu 4.407 ferðamenn í fyrra og óskyldum iðnaði." Útskrift f rá Ferðamála- skóla Islands 48 nemendur luku prófum frá Ferðamálaskóla íslands í maí. Um er að ræða kvöldskóla þar sem boð- ið er upp á 19 áfanga sem allir tengjast ferðaþjónustu. Nemendur geta sjálfir ráðið námshraða sínum, tekið einstaka áfanga, eða tveggja anna heildstætt nám sem lýkur með afhendingu prófskírteinis í ferða- fræðum. I lok þess náms hafa nem- endur lokið 30 einingum sem nýt- ast í framhaldsskólakerfinu eða í háskólum erlendis. í síðasta mánuði luku 11 nemendur slíku námi. Markmið Ferðamálaskólans er að undirbúa nemendur undiralhliða störf í ferðaþjónustu á íslandi. Næsta haust mun skólinn bjóða upp á nám, IATA-UFTAA, sem er skipulagt af alþjóðlegu flugmála- samtökunum IATA og veitir alþjóð- lega viðurkenningu. Þá hefur skól- inn aukið til muna samstarf við erlenda háskóla. Hann sér jafn- framt um menntunarþátt sam- starfssamnings á sviði ferðaþjón- ustu milli Islands, Færeyja og Grænlands. ¦ NEMENDUR sem luku tveggja anna prófi frá Ferðamálaskóla íslands í maí. 2000 Norðmenn á Vfkinqahátíð 1997 Minnast Jandnáms íslands f rá V-Noregi ALLT að tvö þúsund Norðmenn eru væntanlegir til íslands næsta sumar í tengslum við Víkingahátíð í Hafnarfirði 9.-13. júlí á næsta ári. Yfirlýstur tilgangur ferðarinn- ar er að minnast landnáms íslands frá Vestur-Noregi fyrir rúmlega 1100 árum og að styrkja vináttu- bönd og menningartengsl þessara bræðraþjóða, en hálft ár er síðan 9 manna undirbúningsnefnd var sett á laggirnar til þess að skipu- leggja þessa miklu siglingu í kjöl- far landsnámsmanna. Norðmennirnir koma til íslands á vegum Florö siglingaklúbbsins í V-Noregi. Ákveðið hefur verið að sigla til íslands með viðkomu á Sheltlandseyjum og Færeyjum. Um eitt hundrað bátar, 30 ft. og lengri munu taka þátt í sigling- unni, bæði seglbátar og mótorbát- ar. Auk þess mun stórt farþega- skip fylgja bátalestinni, skólaskip- ið og seglskipið Sörlandet og öflugur björgunarsveitarbátur mun leiða lestina. Þá er búist við því að 300-700 manns komi til Islands með flugvélum í tengslum við ferðina sem hefst í lok júní 1997. Alls búast forsvarsmenn siglingarinnar við því að um tvö þúsund Norðmenn komi til lands- ins af þessu tilefni. Norsk llstsýning í Hafnarflrðl og fyrlrlestrar Samvinna verður á milli Hafnar í Hornafirði og Hafnarfjarðar um mótttöku gestanna, þar sem allir bátarnir munu sigla til Hafnar, en þeir hraðskreiðustu áfram til Vest- mannaeyja og Hafnarfjarðar. Norðménnirnir munu setja upp listsýningu í Hafnarfirði auk þess sem fyrirlesarar frá þeim munu koma fram á Víkingahátíðinni. ¦ Vísa kynnir London LONDON er vinsæll og fjölsóttur áfangastaður íslendinga enda mikið framboð þar af afþreyingu við allra hæf. Vísa hefur í sam- vinnu við bresk ferðamálayfirvöld, hleypt af stokkunu sérstöku átaki þar sem korthöfum njóta sérkjara og/eða sérþjónustu hjá yfir 200 þjónustuaðilum í borginni. Átakið stendur til marsloka á næsta ári. London er fyrsta borgin þar sem efnt er til samstarf Vísa og við- komandi ferðamálayfirvalda, en áður hafa ákveðin lönd verið kynnt á hliðstæðan hátt. Nú stendur til dæmis yfir slíkt átak í Frakklandi eins og áður hefur verið sagtfrá. Hjá Þjónustumiðstöð Vísa að Álfa- bakka 16 í Reykjavík er hægt að fá sérstök tilboðshefti ásamt nán- ari upplýsinum. Þá hafa tilboðs- heftin vérið send ferðaskrifstofum og helstu söluskrifstofum Flug- leiða. Afsláttur í dýragarð Þar eru kynnt tilboð þekktra fyrirtækja; Hilton hótelann ogPla- net Hollywood veitingastaðarins meðal annarra, auk afsláttar á skoðunarferður og aðgangseyri að þekktum ferðamannastöðum, til dæmis dýragarðinum í London, Kew Gardens og Tower Bridge.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.