Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 D 3 Reuter riu fagnað nark Newcastle í 4:0 sigri gegn ppninni í gærkvöldi. Hér fagnar 5 sem kom á 6. mínútu. 52% Svía á móti Ólymp- íuleikum í Stokkhólmi NÝLEG skoðanakönnun í Sví- þjóð leiddi i (jós að meirihluti Svía er á móti því að Ólympíu- leikarnir verði í Stokkhólmi 2004 en borgin hefur sótt um mótshaldið. Fyrir Ólympíuleikana í Atl- anta sem lauk fyrir rúmum mánuði var einn af hverjum þremur Svíum mótfallinn Óiympíuleikum í Stokkhólmi. Samkvæmt könnun sem gerð var í lok ágúst hefur andstað- an aukist til muna en 52% vildu ekki fá leikana. Olof Stenhammer, formaður und- irbúningsnefndar Stokk- hólms vegna umsóknarinnar sagði að neikvæð umræða í fjölmiðlum um skipulagsmál í Atlanta hefði haft þessi áhrif. Fulltrúar Alþjóða ólympíu- nefndarinnar fara til Stokk- hólms síðar í mánuðinum til að fara yfir umsókn borgar- innar en aðrir umsækjendur um leikana 2004 eru Aþena, Róm, Höfðaborg, Buenos Air- es, Rio de Janeiro, San Juan, Sevilla, Pétursborg, Lille og Istanbul. Juventus tekur á móti Cantona og félögum EVRÓPUMEISTARAR Juventus hefja vörn sína á meistaratitlin- um með því að taka á móti Eric Cantona og félögum hans hjá Manchester United íTórínó í C-riðli meistaradeildar Evr- ópu. Meistararnir leika án tveggja lykilmanna, sem taka út leikbann - Moreno Torric- elli og Serbans Vladmir Jugovic. Antonio Conte mun líklega taka stöðu Jugovic og leika við hlið frönsku landsliðs- mannanna Zinedine Zidane og Didier Dechamps á miðjunni og Sergio Porrini fer í hlutverk Torricelli í vörninni. Juventus er með sterkt sóknartríó, þar sem þeir Alen Boksic, Christ- ian Vieri og Alessandro Del Piero eru. Miðvörðurinn Gary Pallister hjá Manchester United er klár í slaginn, hann tognaði á hné í leik gegn Derby í sl. viku og missti af leik liðsins gegn Leeds á Elland Road. United-liðið hefur verið að leika vel að undanförnu og hafa nýju leikmennirnir fallið vel inn í leik iiðsins, Hollendingurinn Jordi Cruyff, Tékkinn Karel Poborsky og Norðmennirnir Ole Gunnar Solskjar og Ronny Johnsen. Það verða leikmenn af mörgum þjóðernum á ferðinni þegar liðin mætast á Delle Alpi í Tórnínó, eða leikmenn frá ellefu þjóðum. Hinn leikurinn í C-riðlinum er viðureign Rapid Vín og tyrkneska töm FOLK ■ ÍTALSKA blaðið Corrierre della Sport sagði í gær, að hin frábæra mark sem George Weah skoraði gegn Veróna, sé næst besta mark- ið sem hefur verið skorað í heimin- um fram til þessa. Aðeins mark sem Pele skoraði með Santos 1961 sé glæsilegra. ■ AC Milan mætir Porto í Evr- ópukeppninni í kvöld í Mílanó. Að- eins 25.000 aðgöngumiðar höfðu verið seldir á leikinn í gær. „Ég vona að fleiri mæti,“ sagði Weah í gær. „Við höfum verið að leika mjög vel, en þurfum stuðning áhorf- enda gegn góðu liði Porto.“ ■ OSCAR Taberez, þjálfari AC Milan, hefur gert breytingar á vörn sinni, þar sem fyrirliðinn Franco Baresi er meiddur og Alessandro Costacurta í banni. Filippo Galli og Paolo Maldini verða á miðj- unni, Christian Panucci leikur sem hægri bakvörður og Hollendingur- inn Michael Reizinger sem vinstri bakvörður. ■ BYRJUNARLIÐ AC Milan verður þannig skipað: Sebastiano Rossi, Christian Panucci, Paolo Maldini, Michael Reizinger, Filippo Galli, Marcel Desailly, Zvonimir Boban, Demetrio Albertini, George Weah, Roberto Baggio, Marco Sim- one. ■ DEJAN Savicevic er meiddur og getur ekki leikið. „Það er ekki auðvelt fyrir okkur að leika án Savicevic, Costacurta og Barési,“ segir Taberez, þjálfari AC Milan. ■ ABEDI Pele, landsliðsmaður Ghana, er kominn til Þýskalands og mun leika með 1860 Miinchen í vetur. Hann lék áður með Tórínó og fékk þaðan frjálsa sölu. Hann er 33 ára og varð m.a. Evrópumeist- ari með Olympique Marseille 1993. Hann á að taka stöðu Olafs Bodden í framlínunni hjá þýska lið- inu. Meistarakeppnin SEXTÁN lið taka þátt í Meist- aradeild Evrópu, þar sem leikið er í fjórum riðlum. Tvö efstu liðin í hveijum riðli komast í 8-liða úrslit. A-RIÐILL: Auxerre, Frakklandi Ajax, Hollandi Grasshopper, Sviss Glasgow Rangers, Skotlandi B-RIÐILL: Atletico Madrid, Spáni Steaua Búkarest, Rúmeníu Dortmund, Þýskalandi Widzew Lodz, Póllandi C-RIÐILL: Rapid Vín, Austurríki Fenerbahce, Tyrklandi Juventus, Ítalíu Manchester United, Englandi D-RIÐILL: IFK Gautaborg, Sviþjóð Rosenborg, Noregi AC Milan, Ítalíu Porto, Portúgal liðsins Fenerbahce, sem vann stór- sigur um helgina, úti gegn Galatas- aray, 4:0. Þetta var fyrsti tapleikur Galatasaray’s heima í fjögur ár. Fenerbahce leikur án Búlgarans Emil Kostadinov, sem er að taka út þriggja ieikja bann eftir að hann var rekinn af leikvelli í forkeppn- inni,_ í leik gegn Maccabi Tel Aviv frá ísrael. Ajax, sem tapaði fyrir Juventus úrslitaleik Evrópukeppninnar í víta- spyrnukeppni, mætir Auxerre í Frakklandi í A-riðli. Bæði liðin hafa misst marga leikmenn frá sl. keppn- istímabili - Auxerre varnarmann- inn Laurent Blanc og miðheijann Christophe Cocard. Þá leikur fyrir- liðinn Franck Silvestre ekki með, er frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla. Ajax hefur selt lykilmenn, Michael Reiziger, Finidi George, Edgar Davids og Nwankwo Kanu. Grasshopper og Glasgow Rang- ers mætast í hinum leiknum í riðlin- um í Zúrich. Atletico án lykilmanna Atletico Madrid og Steaua Búk- arest mætast í B-riðli. Spánarmeist- ararnir leika sinn fyrsta leik á heimavelli sínum, Vicente Calderon, á keppnistímabilinu. Völlurinn var tekinn upp í sumar og hitalagnir lagðar í hann. Þeir leika án lykil- manna á miðjunni eins og Jose Luis Caminero og Juan Vizcaino. Steaua leikur án þriggja lykil- manna, markaskorarans Adrian Ilie, sem er í þriggja leikja banni fyrir að hafa verið rekinn af leikvelli í leik gegn FC Brúgge, miðvallar- spilarans Iulian Filipescu, sem er í eins leiks banni vegna tveggja gulra spjalda og Marius Lacatus, sem er meiddur. Dortmund og pólska liðið Widzew Lodz mætast í hinum leiknum í riðl- inum. Dortmund leikur án miðheij- ans Ibrahim Tanko, frá Ghana, sem meiddist um helgina í leik gegn Hansa Rostock. Karlheinz Riedle er einnig meiddur, þannig að Sviss- lendingurinn Stephane Chapuisat, sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla, leikur í fremstu línu ásamt Heiko Herrlich, sem er að ná sér á strik eftir meiðsli á ökkla. AC Milan til alls líklegt AC Milan tekur á móti Porto í D-riðli. Mílanóliðið er mjög öflugt og er sóknarlína liðsins sterk með þá Dejan Savicevic, Roberto Baggio, Marco Simone og George Weah sem aðalmenn. Porto leikur án miðvallarspilarans Arnold Wetl, sem var keypur frá austurríska lið- inu Sturm Graz. Norrænu liðin IFK Gautaborg og Rosenborg frá Noregi mætast í hin- um leik riðilsins. Gautaborg leikur án Stefan Pettersson og Teddy Lucic, sem eru meiddir og þá eiga þrír leikmenn liðsins yfir höfði sér bann, þar sem þeir hafa fengið að sjá gula spjaldið - Jesper Blom- qvist, Pontus Erlingmark og Stefan Lindqvist. ERIC Cantona og félagar hans hjá Manchester United mæta Evrópumeisturum Juventus í Tóríné. Breytingar hjáJuventus MARCELLO Lippi, þjálfari Juventus, hefur staðið í ströngu í sumar, séð um sölu og kaup á tuttugu leikmönn- um. Fjórir af leikmönnum liðsins, sem voru í Evrópu- meistaraliðinu, eru famir - Fabrizio Ravanelli til Midd- lesbrough, Ginaluca Vialli til Chelsea, Paulo Sousa til Dort- mund og Pietro Vierchowod til AC Milan. Kunnustu kapp- amir sem hann keypti eru Alen Boksic frá Lazíó, Christ- ian Vieri, Atalanta og Frakk- inn Zinedine Zidane, Borde- aux. Fjórir nýir hjá Man. Utd. ALEX Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefur einnig tryggt sér nýja leikmenn, eins og Hollendinginn Jordi Cruyff, Tékkann Karel Poborsky og Norðmennina Ole Gunnar Solskjar og Ronny Johnsen. Ferguson vonast eftir að leika sama leikinn og Sir Matt Busby gerði 1968, að gera Manchester United að Evr- ópumeistara. Hvað gerir Cantona á Ítalíu? ALESSANDRO Del Piero, sóknarleikmaður Juventus, segir að liðið sé tilbúið í átök- in gegn United. „Manchester United er mjög gott lið og leikurinn verður erfiður, eins og fyi’sti leikur okkar gegn Dortmund í fyrra. Þá fögnuð- um við sigri og ég hef trú á að við endurtökum það nú. Það er mitt álit að Cantona sé besti leikmaðurinn í ensku deildinni, ég er ekki viss um að hann geti náð sér á strik á ítaliu," sagði Del Piero. Vialli ráðlegg- ur Manchest- er United GIANLUCA Vialli, fyrirliði Juventus á liðnu tímabili og nú leikmaður Chelsea á Eng- landi, sagði að Manchester United ætti að einbeita sér að því að leika eins og venju- lega. „United má ekki skipta um leikaðferð i þessum leik. Stíll liðsins hentar þvi best og það aað halda sér við hann,“ sagði ítalinn. Líkleg byrjun- arlið íTorínó EINS og staðan var í gær í herbúðum Juventus og Manc- hester United, er líklegt að byijunarliðin verði þannig: Juventus: Angelo Peruzzi, Sergio Porrini, Ciro Ferrara, Ronald Montero, Gianluca Pessotto, Antonio Conte, Zinedine Zidane, Didier Desc- liamps, Alessandro Del Piero, Alen Boksic, Christian Vieri. Manchester United: Peter Schmeichel, Gary Neville, Denis Irwin, David May, Gary Pallister, David Beckham, Eric Cantona, Ryan Giggs, Karel Poborsky, Jordi Cmyff, Ronny Johnsen, Nicky Butt, Ole Gunnar Solskjar, Paul Scholes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.