Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ttgiitiItliiMfr 1996 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER BLAÐ D Feyenoord sigraði mót- herja ÍA GSKA Moskva, sem sló íslands- meistara Skagamanna úr for- keppni Evrópumóts félagsliða í knattspyrnu, tók á móti hol- lenska liðinu Feyenoord í 1. umferð í gærkvöldi. Gestirnir, sem töpuðu 1:0 fyrir ÍA á Laug- ardalsvelli í sömu keppni fyrir þremur árum, unnu með sama mun í Moskvu og gerði Kees van Wonderen eina markið sjö mínútum fyrir leikslok. Á myndinni er Henryk Larsson við það að komast framhjá Rússunum Valeri Minko til vinstri og Alexander Shoutov. Leikirnir/D2 ráðinn til Leeds George Graham, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, var í gær ráðinn knattspyrnu- stjóri hjá Leeds og tekur hann við starfí How- ards Wilkinsons sem var rekinn á sunnudag- inn. Graham var látinn fara frá Arsenal fyrir nítján mánuðum og hann dæmdur í árs bann frá knattspyrnu þegar ljóst var að hann stakk háum peningaupphæðum í eigin vasa. Þessa peninga fékk hann frá norskum umboðs- manni sem seldi Arsenal leikmenn, einn þeirra var danski landsliðsmaðurinn John Jensen. Graham er 51 árs Skoti, sem var afar færsæll í starfi hjá Arsenal - liðið vann sex titla undir stjórn hans á níu árum, 1986- 1995; varð enskur meistari og deildarbikar- meistari tvisvar, einu sinni bikarmeistari og einu sinni sigurvegari í Evrópukeppni bikar- hafa. George Graham var leikmaður með Arsen- al á árum áður og var í liðinu sem vann tvö- falt 1971, bæði deild og bikar. Hann lék 12 landsleiki fyrir Skotland. Manchester City reyndi að fá hann til starfa á dögunum, en ljóst er að Graham valdi Leeds þar sem liðið hefur yfir peningum að ráða sem hann getur notað til að byggja upp nýtt lið. Tveir menn hafa verið nefndir sem aðstoðarmenn Gra- hams - Stewart Houston, sem nú stjórnar Arsenal og var aðstoðarmaður Grahams hjá liðinu, og David O'Leary, fyrrum fyrirliði Arsenal, sem Graham lét fara frjálsri sölu til Leeds. Fjórir leikmenn Stjörnunnar í leikbann FJÓRIR leikmenn Stjörnunnar, Helgi M, Björg- vinsson, Reynir Bjömsson, Hermann Arason og Valdimar Kristófersson, voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær og verða þeir þvi ekki með í viðureign liðsins á móti Val í 1. deild um helgina. Helgi og Reynir fengu bannið vegna fjögurra áminninga en Her- mann og Valdimar vegna sex áminninga. Skaga- menn verða án þriggja fastamanna á mótí Grindavík en Bjarai Guðjónsson tekur út bann vegna brottvisunar gegn Fylki og Ólafur Þórðar- son og Zoran M iljko vic vora úrskurðaðir í bann vegna fjögurra áminninga. Þorsteinn Þorsteins- son, Fylki, og Jakob Jónharðsson, Keflavik, missa af viðureign liðanna, Þorsteinn vegna fjög- urra áminninga en Jakob vegna sex gulra spjalda, og Ragnar Gíslason, Leiftri, er komiiin með fjórar áminningar og leikur ekki með á móti Breiðabliki. AIIs voru 42 leikmenn úrskurðaðir í leikbann, allir vegna áminninga eða brottvisana í meist- araflokki, 1. flokki eða 2. flokki karla. Þá fékk Stíarnan 5.000 kr. sekt vegna brottvisunar Arn- ar Ólasonar, þjálfara. Erlendur atvinnu- maðuríAlbaníu BRASILÍUMAÐURINN Carlos Eduardo Castro de Souza hefur gert samning við Lushnja í Alb- aníu og er fyrstí erlendi at vinnumaður inn í land- inu. Að sögn talsmanns f élagsins fær mi ðjumað- urinn sem er 23 ára, um 50.000 dollara í árslaun (tæplega 3,4 millj. kr.) sem er met í Albaniu. Félagið hefur lagt út um 200.000 dollara vegna nýrra leikmanna í þeim tílgangi að ná árangri hehna og í Evrópukeppni. Edu, eins og miðju- maðurinn er kallaður, lék með Flamengo í Bras- ilí u og síðan á Kýpur og í Grikklandi en hann á 36 landslciki með yngri landsliðum að baki. Knattspyrnumaður datt og lamaðist FYRRVERANDI landsliðsmaður Singapore í knattspymu lentí í samstuði við mótherja í æf- ingaleik og datt illa í kjölfarið með þeim af leið- iugum að hann lamaðist frá hálsi og niður úr. Að sögn lækna er um varanlega löm un að ræða en maðurinn er þrjátiu og eins árs. Léku 18 holur á níu og hálfri mínútu KYLFINGUR er venjulega eitthvað í kringum fjórar klukkustundir að leika 18 holu golfvöll, enda er golf ekki leikur hraða, heldur mun frek- ar nákvæmni. Sumir reyna þó að setia ýmis hraðamet í íþróltinni og á mánudaginn féll eitt slíkt met þegar um 100 kylfingar úr Tatnuck golfklúbbnum í Bandaríkjunum léku 18 holur á parinu - og tíminn var 9 mínútur og 28 sekúnd- ur. Gamla metið i að leika 18 holu völl á pari, vðll sem er að vera að minnsta kosti 5.500 metra langur, var 9 mínútur og 42 sekúndur, sett í Kaliforniu þann 16. nóvember 1992. Enn á eftir að skrá metið hjá Guinness en það verður gert. Golfkennarinn í klúbbnum sagði að margir hringir hafi verið leiknir áður en allt small saman. „Þetta gekk ekki vel hjá okk- ur, en svo small allt saman," sagði hann. Fyrri niu holurnar lék hópurinn á 5,07 mfn. og þann síðari á 4,21 mínútii og „þá misheppnaðist varla eitt einasta högg hjá okkur," sagði kennarinu. Hraðame t er sett með þvi að sla af teig, nokkr- ir bíða útí á braut og slá um leið og boltinn stopp- ar og á flötiiu i i eru einnig nokkrir tílbúnir að pútta og um leið og boltinn dettur i holuna er slegið af næsta teig. KNATTSPYRNA: MOTHERJAR KRIEVROPUKEPPNIBIKARHAFA MÆTTIR / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.