Morgunblaðið - 12.06.1996, Page 1

Morgunblaðið - 12.06.1996, Page 1
 I BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1 % _ I - HANDKNATTLEIKUR Milisic úr- skurðaður í þriggja leikja bann SLOBODAN Milisic leikmaður Leifturs var í gær úrskurðaður í þriggja leikja keppnisbann á fundi aganefndar KSÍ. Astæðan er að hann réðst á Mihajlo Bibercic leikmann ÍA í viðureign Leift- urs og í A á Ólafsfirði á laugardaginn og sló hann með olboganum. Engin skýrsla kom frá dómara leiksins og því var bannið úrskurðað eftir sjónvarpsupptöku frá leiknum. Að sögn Geirs Þorsteinssonar skrifstofusljóra KSI er þetta i fyrsta skipti sem aganefnd úrksurðar leik- mann í leikbann eftir sjónvarpsupptöku eftir að henni varð það heimilt samkvæmt lagabreytingu sem samþykkt var á síðasta þingi sambandsins. Þetta er því tímamótaúrskurður hjá nefndinni. Milisic leikur með félögum sinum gegn Kefla- vík í kvöld því úrskurður aganefndar tekur ekki gildi fyrr en á hádegi næstkomandi föstudag. Á sama fundi var Steinar Adolfsson einnig úrskurð- aður í tveggja leikja bann vegna þess að hann fékk annað rauða spjaldið sitt i sumar i umrædd- um leik Leifturs og IA. PLÁSTUR á nefinu hefur verið áberandi í Evrópukeppninni í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Englandi og ítalinn Perluigi Casiraghi, sem á myndinni fagn- ar öðru tveggja marka sinna í gærkvöldi gegn Rússum, er einn fjölmargra sem hafa nýtt sér plásturinn eins og sjá má á nefi hans. Menn hafa velt vöngum yfir því til hvers menn séu með plásturinn og til að forvitnast um hvort og þá hvaða áhrif plástur- inn hefði hafði Morgunblaðið samband við Einar Thoroddsen, háls-, nef- og eyrnalækni. „Það er í raun ekki mikið um þennan plástur að segja. Hann hefur ver- ið notaður í lækningaskyni og þá fyrst og fremst til að auðvelda öndun fólks um nætur. Eg tel að plásturinn hafi lítið að segja fyr- ir knattspyrnumenn því þeir sem eru á stöðugum hlaupum í niutíu mínútur anda miklu frekar með munninum. Annars virkar þetta líkt og eins konar sperra á nasirn- ar en plásturinn límir niður nef- hrygginn og opnar þar með fyrir betri öndun í gegnum nefið. Ef þú værir hestur myndi þetta eflaust hjálpa þér miklu meira heldur en inni á knattspyrnuvell- inum. Nei, svona að öllu gamni slepptu þá held ég að þetta geri knattspyrnumönnum lítið gagn, hjálpar kannski sumum einhvern tímann, en að leikmenn komist í landsliðið bara fyrir það eitt að vera með plástur á nefinu tel ég ekki inni í myndinni." íslendingar urðu fyrst varir við þennan plástur í vetur hjá Robbie Foweler leikmanni Liverpool. Kapparnir í Evrópukeppninni nota margir plásturinn og nokkr- ir KR-ingar hafa sést með hann í síðustu leikjum. „Það var einn KR-ingur í Bandaríkjunuin um daginn og keypti talsvert af plástri og nokkrir í liðinu hafa prófað hann,“ segir Einar Þór Daníelsson leikmaður KR, sem hefur prófað plásturinn. „Maður finnur mun um Ieið og plásturinn er settur á nefið og hann gerir öndunina auðveldari," sagði Ein- ar Þór. Plásturinn fæst ekki hér á landi enn sem komið er en bú- ast má við honum fljótlega. Nokkrir viðmælenda blaðsins töldu augljóst að plásturinn' æri fyrst og fremst tískufyrirbrigði sem gerði ekkert, eða mjög lítið gagn- Romario til Valencia BRASILISKI knattspyrnumaðurinn Romario er á leið til Spánar á ný eftir ársdvöl hjá Flamengo í heimalandi sínu ef marka má orð Francisco Roig stjórnarformanns spænska félgasins Va- lencia í gær. „Romario vill verða í brasiliska landsliðinu í HM í Frakklandi eftir tvö ár og það þýðir aðeins eitt. Hann mun leggja sig allan fram með okkur til að sýna fram á að hann verð- skuldi landsliðssætið," sagði Roig. Romario, yfirgaf Barcelona á sínum tíma og bar við heimþrá, er ekki sáttur við að deila sviðs- ljósinu hjá Flamengo með Bebeto sem nýlega kom heim frá Spáni. Spænska fréttastofan EFE sagði í gær að kappinn fengi um 520 milljónir króna í sinn hlut fyrir tveggja ára samning við Valenc- ia liðið. Romario gæti þó orðið sínum nýju félög- um enn dýrari því samkvæmt samningi sem hann gerði við Barcelona er hann yfirgaf félagið þarf Valencia að greiða Katalóníumönnum um 460 milljónir geri hann samning fyrir árslok. Roig var þó bjartsýnn á að semja mætti um skynsam- lega lausn mála og Romario yrði með Valencia frá upphafi keppnistímabilsins. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, um 17 marka tapið gegn Dönum Peningaskortur kom niður á undirbúningnum ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að ófar- ir íslenska piltalandsliðsins í Evrópukeppninni, 17 marka tap fyrir Dönum, væri hægt að rekja til þess að engir peningar hafi verið til að undirbúa liðið fyrir keppnina. „Danir voru búnir að kosta mikiu til við að undirbúa sitt lið. Þeir fóru meðal annars á æfingamót í Portúgal, Austurríki og Sviss á meðan við vorum að reyna að æfa hér heima. Það var nógu erfitt fyrir okkur að fá strákana utan af landi á æfingar til Reykjavíkur. Munurinn á íslenska og danska lið- inu felst fyrst og fremst í því að samæfing Dana var mun meiri.“ Þorbjörn sagði að til marks um samæfinguna hafí danska liðið feng- ið 15 hraðaupphlaup í leiknum. „Við vorum að missa boltann allt of oft í sókninni og fengum þá hraða- upphlaup á okkur í staðinn. Vegna peningaskorts gátum við ekki und- irbúið liðið nægilega vel og það er sárt. Það er nú einu sinni svo að það helst oft í hendur, ef litlir pen- ingar eru til undirbúnings er lítili árangur. Við erum ekkert með verri handboltamenn en Danir, en þeir hafa betur samæft lið og það gerði gæfumuninn. Það þarf að kosta meiru til ef meiri árangur á að nást.“ Fyrir þremur árum náði 21 árs liðið þriðja sæti á heimsmeistara- mótinu í Egyptalandi, eru strákarn- ir í þessu liði ekki eins efnilegir? „Jú, ég held það nú. En þetta bronslið var búið að undirbúa sig mjög vel fyrir HM. Það fór meðal annars á Norðurlandamót fyrir keppnina og það var góður undir- búningur. Það var meira lagt í það lið en oft áður. Það eru margir efni- legir strákar í þessu 20 ára liði sem fór til Danmerkur og hafa verið að spila með liðum hér í 1. deild og staðið sig vel. Handboltageta þeirra er fyrir hendi, en það vantar meiri samæfingu til að búa til betra lið.“ Verður ekki sama vandamáiið upp á teningnum í sambandi við undirbúning A-Iandsliðsins fyrir ' undankeppni HM í haust, peninga- leysi HSl? „Nei, það vill svo skemmtilega til að við fengum peningaverðlaun [600 þúsund krónur] fyrir að vinna mótið í Japan í síðasta mánuði auk styrkja. Það er nóg til að fleyta okkur áfram í þessum undirbúningi landsliðsins fram á haustið. En því miður voru þetta ekki nægilega miklir peningar til að setja þá líka í unglingaliðið." 1996 MIÐVIKUDAGUR 12.JÚNÍ BLAD Plásturinn auðveldar öndunina ÍSHOKKÍ: COLORADO AVALANCHE VANN STANLEYBIKARINN / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.