Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð heima Þorskur Maí Júní 19.v 120.v 121 ,v 122.v i 23.v I 24Ú70 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja mm Alls fóru 97,6 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 14,8 tonn á 95,68 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 14,3 tonn á 95,71 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 68,5 tonn á 109,24 kr./kg. Af karfa voru seld alls 73,5 tonn. í Hafnarfirði á 53,98 kr./kg (12,81), á Faxagarði á 50,87 kr./kg (2,11) og á 59,58 kr. (58,61) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 98,3 tonn. í Hafnarfirði á 46,67 kr. (9,51), á Faxagarði á 53,23 kr. (9,41) og á 58,69 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (79,41). Af ýsu voru seld 122,6 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 84,81 kr./kg. Fiskverð ytra W&ö*- Þorskur mmmmmm Karfi tmmmmm Ufsi Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 278,5 tonn á 134,02 kr. hvert kíló. Af þorski voru seld samtals 20,2 tonná 114,96 kr./kg. Afýsuvoru seld 146,0tonná 128,14 kr. hvert kíló, 37,4 tonn af kola á 179,24 kr./kg og 8,5 tonn af karfa á 88,51 kr./kg. Laxinn er kominn í harða samkeppni við annan fisk LAX og silungur hafa lengi verið mik- ill lúxus á matborð- inu en á því hefur þó orðið mikil breyt- ing á allra síðustu árum. Bragðgæðin eru vissulega þau sömu og áður en samdrátturinn í efnahagslífinu hefur haft sín áhrif á kaupgetu al- mennings auk þess sem eldisframleiðslan hefur vaxið hröðum skrefum og veiði á villtum laxi gengið vel í Bandaríkjunum og Kanada. Eldi og markaðssetning silungsins miklu erfiðari Veiðar á villtum laxi gengu mjög vel vestra á síðasta ári og þá var slegið nýtt met í Alaska og aflinn alls 400.000 tonn. Horf- urnar á þessu ári eru, að aflinn verði eitthvað minni en góður samt. Er um að ræða nokkrar lax- tegundir en mestu var landað í Kodiak. Laxinn er fluttur út til margra landa víða um heim en mest til Evrópu. Er Bretland mesti markaðurinn þar fyrir bandarísk- an lax með næstum 15.000 tonn á síðasta ári, sem er þó töluvert minna en 1994 þegar útflutningur- inn þangað var 19.000 tonn. Að langmestu leyti er um að ræða niðursoðinn lax eða 13.000 tonn í fyrra. Mfnni eldiskostnaður Á eftir Bretlandi kemur Frakk- land með fimm þúsund tonn en Frakkar kaupa laxinn aðallega frystan. Hefur þessi útflutningur einnig minnkað milli ára og er nærtækasta skýringin á því aukin eldisframleiðsla í Skotlandi og Noregi. Kostnaðurinn við eldið hefur einnig minnkað töluvert og framleiðslan er öll miklu öruggari en áður var. í eldinu er hægt að slátra fiskinum þegar hann er kominn í þá stærð, sem hentugust þykir í verslunum, í tvö til fjögur . kíló, en við það verður ekki ráðið í veiðunum. Útflutningur á bandarískum laxi til sumra annarra Evrópuríkja hefur heldur vaxið, til dæmis til Spánar, Sviss og Grikklands, og svo undarlegt sem það er, þá keyptu Norðmenn meira af banda- rískum laxi á síðasta ári en 1994. Var þó ekki um mikið magn að ræða eða 37 tonn alls. Sjómenn hafa áhyggjur Mest er um, að bandaríski lax- inn sé fluttur út frosinn en á því eru ýmsar undantekningar eins og áður segir, aðallega niðursoðinn til Bretlands og Hollands en fersk- ur til Rússlands og Ungverjalands. Mikið framboð af laxi og Kanada vöxturinn í eldinu hefur ýtt undir mikla fjölbreytni í vinnslunni og alltaf eru að koma fram nýjar af- urðir og nýjar uppskriftir. Á ódýri laxinn frá Noregi mikinn þátt í þessu en þar hefur framleiðslan tvöfaldast á þremur árum og er nú komin í 350.000 tonn. Það er um 100.000 meira en Norðmenn geta með góðu móti losað sig við. Er þessi framleiðsla orðin svo mik- il, að evrópskir sjómenn eru farnir að hafa áhyggjur af áhrifum henn- ar á aðra fiskneyslu. í Skotlandi hefur laxeldisfram- leiðslan aukist um 40% á ári í nokkurn tíma og er nú um það bil 72.000 tonn. Silungseldið þar í landi stendur nú í 15.000 tonnum en ekki eru taldar miklur líkur á, að það aukist neitt að ráði á næstu árum. Silungurinn virðist eiga nokkuð undir högg að sækja gagnvart lax- inum og sums staðar hefur áhug- inn á honum farið minnkandi. Þá þykir einnig ljóst, að silungseldið verður ávallt erfiðara en laxeldið og hagkvæmni stærðarinnar mun seint vega jafn þungt í því og í laxeldinu. Silungurinn vex hægt og það hefur reynst erfiðara að skera nið- ur kostnaðinn við silungseldið en laxeldið. Duttlungar veðurfarsins geta líka haft mikil áhrif. Miklar hitar í Skotlandi á síðasta ári drógu verulega úr vexti fisksins en hann þrífst best ef hitinn er skaplegur og umfram allt jafn. Þrengri markaður Markaður fyrir silung er ekki jafn almennur og fyrir laxinn, það eru ákveðnir neytendahópar, sem sækjast mest eftir honum, og í smásöluverslununum er yfirleitt boðið upp á hann heilan og fersk- an eða silungsflök. Nokkuð er unnið að því að þróa silungsafurðirnar og markaðssetja fiskinn í tilbúnum réttum en flest- ir telja, að hann muni seint kom- ast með tærnar þar sem laxinn hefur hælana hvað varðar fjöl- breytta vinnslu. í Evrópu eru nokkur fyrirtæki, sem bera höfuð og herðar yfir önnur í vinnslu og dreifingu laxaf- urða og má af þeim til dæmis nefna Dan Aqua í Danmörku, sem er hluti af samsteypunni Sagalax Group. Er vinnslugeta fyrirtækis- ins um 10.000 tonn á ári og hrá- efnið kemur aðallega frá Norður- löndum, þar á meðal frá íslandi og Eæreyjum. í Bretlandi eru fyrirtækin Gall- eon Seafoods, Allen and Dey og Scot Trout og að síðustu má mefna tvö stærstu fyrirtækin í Noregi, Hydro Seafood og Johan J. Hel- land. Heimild: Seafood International ESB-skip til hafnar STJÓRNVÖLD í Kanada tilkynntu skömmu eftir mánaðamót, að kanadískar hafnir væru aftur opnar fiskiskipum frá Evrópusam- bandsríkjum en þær hafa verið lokaðar þeim í níu ár. Var gripið til þess 1987 þegar ESB-ríkin ákváðu að veiða meira en Norðvest- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndin, NAFO, lagði til. í tilkynningu Kanadastjórnar sagði, að ESB hefði haft góða sam- vinnu við Kanadamenn um þessi mál síðasta árið og því yrðu hafn- irnar opnaðar skipum þess frá og með 1. júlí nk. Það eru lyktir „grálúðustríðsins" svokallaða, sem greiddu fyrir þessari ákvörðun, en samkvæmt samningum, sem náðust í maí í fyrra og taka til allra aðila að NAFO, eru óháðir eftirlitsmenn um borð í öllum skipum til að fylgjast með, að eftir öllum reglum sé farið. Með því að leyfa ESB-skipum að koma til hafnar í Kanada gefst stjórnvöldum einnig tækifæri til að skoða þau eins og NAFO-regl- ur kveða á um og ganga úr skugga um, að veiðarfæri séu lögleg. Þjóðverjar borða meiri fisk FISKNEYZLA í Þýzkalandi jókst nokkuð á síðasta ári. Sam- kvæmt því, sem næst verður komizt fór hún úr 14,7 kílóum á mann í 15 kíló miðað við afla upp úr sjó. Hefur fiskneyzlan aldrei verið meiri. Niðursuðuaf- urðir eru mjög vinsælar með um 33% heildarneyzlunnar á fiski. Meira var borðað af frystum afurðum, en hiutur þeirra í heildinni er um 27%. Hlutdeild skelfisks er 16%, sérafurðir eins og salöt og marinerað fiskmeti eru með um 10% hlutdeild og ferskar afurðir 6%. Loks eru reyktar afurðir með um 7% og aðrar afurðir minna, til dæmis er saltsíld með 1% hlutdeild á markaðnum. Fredfiskur innfiutningur á frystum fiski til Þýskalands Alaska Ufsi 1988'1"5 80...... Vöruþyngd þús.tonn 60 1.... 40 20 Ufsi MEÐFYLGJANDI mynd sýnir innflutning á frystum fiskafurð- um til Þýzkalands, en mest af þessum afurðum fer til frekari vinnslu í fiskréttaverksmiðjum. Innflutningur á ufsa hefur verið stöðugur með rúm 30.000 tonn. Alaskaufsinn er orðinn mikil- vægasta fisktegundin í þessum innflutningi og er kominn yfir 80.000 tonn, en var aðeins með rúm 10.000 tonn 1988. Þá er kemur lýsingur með rúm 20.000 tonn, þorskur er í jafnvægi með um 15.000 tonn og innflutningur á karfa hefur aukizt litillega og er kominn í um 10.000 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.