Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 8
FOLK MIÐVIKUDAGUR 19.JÚNÍ 1996 SÍLDIIM MÆLD • SIGURÐUR Einarsson mælir síldina og tekur magasýni í rann- sóknarleiðangri um borð í Árna Priðrikssyni, einu af skipum Hafrannsóknastofnunarinnar. Hafrannsóknastofnun hefur að undanförnu verið við rannsóknir á norsk-íslenzku sildinni í Síldar- smugunni og víðar. Útbreiðsla síldarinnar skiptir miklu máli, Morgunblaðið/Muggur því á henni grundvallast skipting aflaheimilda milli þjóðanna, sem gera tilka.ll til veiða, íslands, Noregs, Rússlands, Færeyja og landa innan ESB. Grásleppuvertíðin ínun lélegri en á síðasta ári GRASLEPPUVERTIÐINNI er að ljúka víðast hvar og hefur veiði verið með lélegra móti. Aflinn nú er um 4.000 tunnum minni miðað við sama tíma í fyrra. Grásleppu- karlar á norður- og austurlandi og á Reykjanesi mega vera með net sín í sjó til 20. júní en flestir hafa þegar tekið netin í land enda veiði verið með afbrigðum léleg í þessum landshlutum. 4.000 tunnum minna komið af hrognum nú Samkvæmt tölum frá Landsambandi smábátaeigenda er veiðin það sem af er þessu ári áætluð um 7.598 tunnur sem er mun lakara miðað við sama tíma í fyrra þegar að veiðst höfðu 11.259 tunnur. Leita verður aftur til ársins 1990 til að finna lélegri veiði en þá veiddust um 6.500 tunnur. Þokkalegt í Breiðafirði Grásleppubátar á Vesturlandi mega vera með net í sjó til 20. júlí og til 5. ágúst inn við Breiðafjarðareyjar. Björg- ólfur Björnsson, útgerðarmaður í Olafs- vík, segir að grásleppan hafi gengið þokkalega hjá sér í ár og heldur lagast frá því á síðustu árum. Skammturinn sé um tvær tunnur á dag núna en hafi verið meiri til að bytja með. Hann segist vera búinn að fá um sjö og hálft tonn af hrognum og það sé nokkuð góður afli miðað við netafjölda en hann er með um 100 net í sjó. Björgólfur segist hafa miklar áhyggjur af umgengninni við gráslepp- una og Hafrannsóknastofnun hafi ekki tekið mark á aðvörunarorðum grá- sleppusjómanna. „Við höfum varað við of miklum netafjölda hjá sumum bát- um enda hafa margir verið að fjölga hjá sér netum til að auka afla. Samt hefur afli minnkað en útgerðakostnað- ur stóraukist. Við erum einig ósáttir við að engar rannsóknir hafa verið gerðar á stofninum þrátt fyrir minni afla. Það er verið að veiða mikið magn af grásleppu í snurvoð og rækjutroll inn með öllum fjörðum. Einnig fá loðnuskip mikið af ókynþroska grá- sleppu í nótina fyrir austan land. Þetta hafa þeir hjá Hafró ekki viljað hlusta á,“ segir Björgólfur. Jafnari veiði á Bakkafirði Marínó Jónsson á Bakkafirði segir grásleppuvertíðina hafa verið frekar lélega þetta árið. Meirihluti bátanna væri hættur en hann sagðist sjálfur eiga eftir nokkrar trossur í sjó. „Ætli það séu ekki komnar rúmlega 40 tunnur hjá mér núna sem er lélegra en í fyrra. Þó má segja að veiðin sé miklu jafnari en í fyrra og sumir að fá betri afla. Svo hefur tíðarfarið heldur ekki verið til að hjálpa til,“ segir Marínó. SVN Fréttir af stokkunum • SÍLDARVINNSLAN í Nes- kaupstað hefur nú hafið út- gáfu fréttabréfsins SVN Frétt- ir. Stefnt er að því að frétta- bréfið komi út fjórum sinnum á ári og verði 4 tii 8 síður að stærð. Ábyrgðarmaður frétta- bréfsins er Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri SVN, en fréttabréfið er unnið af þeim Elmu Guðmundsdóttur og Steinþóri Þórðarsyni og prentað í Nesprenti í Nes- kaupstað. Efni þessa fyrsta fréttabréfs er fjölþætt og víða komið við. Þetið er um fram- kvæmdir, sem í gangi eru, greint frá nýjungum í starfsem- inni, sagt frá afkomu fyrirtæk- isins og rætt við starfsmenn. Fastur þáttur í blaðinu verður starfsmannakynning og í þessu blaði er stutt kynning á fjórum starfsmönnum, sem lengi hafa unnið hjá SVN. Guðbjörg Þórisdóttir hóf störf í frysti- húsinu um sumarið 1950, þá 13 ára gömul. Frystihúsið hef- ur til þessa verið eini starfsvett- vangur Guðbjargar utan heim- ilisins. Núna vinnur hún „bara“ fyrir hádegi í Súninu, eins og þeir segja sem hófu þar storf áður en Síldarvinnslan tók við rekstrinum. Hans Sigfússon, eða Hansi eins og hann er kall- aður í daglegur tali, hefur starfað hjá SVN í 33 ár. Hann er lærður rafvirki og starfaði '*F - n MAHU ^ • | Guðbjörg Þórisdóttir Hans Sigfússon BHri| i í „-i iMm Laufey Þóra Víglundur Sveinsdóttir Gunnarsson sem slíkur í bræðslunni í 11 ár. Hann hefur verið bílstjóri hjá fyrirtækinu síðastliðin 22 á auk þess að sinna ýmsum öðr- um verkefnum sem til falla. Laufey Þóra Sveinsdóttir er trúnaðarmaður starfsfólksins í frystihúsinu og hefur gengt þeirri trúnaðarstöðu frá árinu 1990. Hún hóf fyrst störf í frystihúsinu 1972, en hefur nú unnið þar samfellt í 11 ár. Hún segir starf trúnaðarmanns yfir- leitt renna ljúflega, en þegar mikið sé umleikis komi stund- um upp ýmis mál, sem hún þurfi að sinna. Víglundur Gunnarsson er úr löndunar- genginu. Hann bytjaði sem unglingur í síldarbræðslunni og var þar í 6 ár. Hann var eina vertíð á sjó hjá SVN en snéri sér síðan að eigin rekstri. Hann hóf aftur störf hjá SVN fyrir 19 árum og hefur að langmestu leyti verið í löndunargenginu svokallaða og stjórnað lönd- unarkrönum og annazt viðhald á þeim. Utflutningur eða dauði • DR. ARNAR Bjarnason hef- ur gefið út bókina Útflutningur eða dauði; íslenskur sjávar- útvegur, eðli og hegðun út- flutningsgeirans. Bókin er byggð á doktorsritgerð Arnars sem hann varði við háskólann í Edinborgí maí 1994. Bókin er á ensku og Sjávarútvegs- stofnun Háskóla Islands gefur bókina út ásamt Arnari. Arnar segir í bókinni að miklar breytingar hafi átt sér stað á undanförnum árurn í útflutingi sjávarafurða frá Is- landi, einkum hvað varði fjölda útflutningsfyrirtækja, mark- aðssvæði, útflutningsaðferðir og tegundir sjávarafurða. í bókinni er m.a. fjallað um efnahagsþróun á íslandi á und- anförnum árum og mikilvægi útflutnings fyrir þjóðina, þá sérstaklega með tilliti til út- flutnings á sjávarafurðum. Lýst er viðskiptaumhverfi sjáv- arútvegsins, sögulegri þróun og núverandi einkennum hans. Þá gerir höfundur ýtarlega grein fyrir útflutningi sjávaraf- urða og lýsir helstu gerðum Morgunblaðið/Þorkell útflutningfyritækja sem hér er að finna, hvað hefur valdið breytingum á útlutningshegð- un fyrirtækjanna, einkennum markaðsstefnunnar og greinir frá helstu hindrunum sem á vegi manna verða. Við rann- sóknina ræddi Arnar við for- svarsmenn 60 fyrirtækja sem stunda útflutning á sjávaraf- urðum frá íslandi. Arnar telur bókina ekki aðeins gagnlega þeim sem vinna við eða rann- saka útflutning heldur öllum þeim sem áhuga hafa á fiskút- flutningi. Ysa í tómatpúrre MARGIR sjómenn hafa litið við á Sjómannastofunni Vör í Grindavík og fengið sér í gogginn. Þeir Sigurgeir Sigurgeirsson og Reynir Karlsson, ftiiiit'iaiiilililiilir'lll^B matreiðslumenn á sjómannastofunni, eru úrvals kokkar enda í nánum tengslum við allt sem viðkemur sjávarfangi í Grindavík. Þeir senda okkur hér yúfengan og fljótlegan ýsurétt. ca. 200 gr. roðflett ýsuflök 1/2 laukur 1/2 matskeið smjörliki 1/2 dl. vatn 1/2 matskeið tómatpúrre 1/2 teskeið timian 1/2 teskeið esdragon 1/2 teskeið pipar 1/2 teskeið salt Saxið niður laukinn og steikið hann mjúkan í snýör- líki, bætió við vatni, tómatpúrre, kryddinu og saltinu á pönnuna, hrærið og látið blandast vel. Leggið siðan ýsuflökin á pönnuna, ofan á blönduna og látið sjóða við vægan hita þar til fiskurinn er orðinn hvítur. Berið fram með hrísgijónum eða kartönum og fersku salat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.