Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 C 5 Þýtt og endursagt úr High Life, maí 1996 DAGLEGT LÍF Listin að ramma inn mbl/Árni Sæberg EGILL Jóhannesson með nokkur sýnishorn af römmum. Flestir lialda að þeir veiti myndarömmum alls ekki at- hygli, en séu þeir hinir sömu spurðir álits, hafa þeir yfir- leitt einhverjar skoðanir á þeim. Meira að segja fólk sem er feimið við að kveða upp dóm um málverkið sjálft er fúslega tilbúið til að vega og meta rammann: „Hann er of stór, of glansandi, of skraut- legur“, eða einfaldlega: „afar fallegur". En líklega má segja að það sé ofur eðlilegt að fólk hafi ákveðnar skoðanir á römmum, þegar allt komi til alls, því þrátt fyrir að fæst okkar máli myndir höfum við flest ef ekki öll þurft að taka ákvarðanir um það hvernig eitthvað skuli rammað inn. Hvort sem það er olíumál- verkið eftir „ömmu Löllu“ eða bara ljósmyndin af samstúd- entunum í menntaskólanum. Egill Jóhannesson er starfs- maður hjá Rammamiðstöð- inni, en þar eru seldir rammar og boðið upp á innrömmun mynda. Egill segist hafa orðið var við að trérammar eða gamaldags rammar væru vin- sælli nú en oft áður. Tréramm- arnir séu þá oft tilkomumiklir; stórir, breiðir og jafnvel útf- lúraðir. Litirnir séu hins vegar hefðbundnir: brúnir, gylltir eða silfraðir. Hann segir enn- fremur að eitthvað sé um að álrammar séu valdir utan um myndir, enda sé fólk farið að átta sig á því að það eru til fleiri litir og áferðir af álrömmum en bara glansandi silfur og gull. „Til dæmis eru til breiðir álrammar í gamal- dags gylltum lit, brúnum, svörtum og fleiri litum, sem auk þess eru burstaðir þannig að þeir glansa ekki eins mik- ið,“ segir hann. „Á hinn bóg- inn er mismunandi hvernig smekk fólk hefur á römmum. Það fer til dæmis mikið eftir því hvernig fólk innréttar heima hjá sér. Sé til dæmis allur húsbúnaður í gamaldags stíl eru rammarnir valdir í samræmi við það,“ segir hann. Mikilvægt að ganga vel frá myndinni Egill segir að stundum komi fyrir að viðskiptavinum sé al- veg sama hvernig rammarnir líti út. „Þeir vilja bara fá eins ódýra ramma og hægt er og velta því ekkert sérstaklega fyrir sér hvað hæfir best myndinni," segir hann. „Marg- ir telja hins vegar að það skipti miklu máli hvernig rammar séu utan um myndir og gefa sér því góðan tíma til að finna ramma sem hæfir best“ Agli finnst sjálfum að ramm- ar skipti mjög miklu máli fyrir heildarsvipinn á myndinni, en auk þess sé mikilvægt að vel sé gengið frá henni inni í ram- manum. „Oft er komið með mynd til okkar í gömlum ramma og með lélegum frá- gangi, eins og oft vildi verða fyrir tuttugu árum eða meira; enginn þykkur pappi í kring- um myndina og glerið sett beint ofaná hana. Síðan þegar glerið er tekið af sér maður hluta af myndinni fasta í gler- inu, því hún er búin að liggja þétt við það í öll þessi ár. Mynd- in getur hins vegar orðið eins og ný ef settur er nýr þykkur pappi og nýr rammi,“ segir hann að lokum. ■ ímessis llAAAAAAAAAAAAAAMA mm PINNAR _ LURKAF' STANGl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.