Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 1
 -->> S 7- FOSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 BLAÐ C STERKASTI MAÐUR HEIMS/3 ¦ MISMUNANPI MYNPARAMMAR/4 BÍÓSÝNINGAR - TIL HVERS7/6 ¦ HVÍTLAUKUR í OSTAKÖKU OG ÍS/7 TRYLLITÆKI AUGNANNA/8 SKARTGRIPIR UR PLASTLEIR/8 II! 6 ib íij- ó. Flug- hræðsla Teiknifígúrur hasla sér völl á hálsbindamarkaðinum FLUGFÆLNI hrjáir margan manninn hér á landi. Til að draga úr því vandamáli er algengt að fólk fái sér áf engi eða lyf en til eru betri og skynsamlegri leiðir. í könnun á flughræðslu meðal íslendinga kom í Ijós að flugfælni bagar um fjórðung kvenna hér á landi og að íbúar á höfuðborg- arsvæðinu eru flughræddari en lands- byggðarfólk. Einnig kom þar í ljós að ótt- inn við flugferðir er algengastur hjá fólki á milli þrítugs og fertugs. í meirihluta tilf ella upplifir fólk flugferð sem vekur upp óttann hjá því en einnig er algengt að menn verði fælnir af um- gengni við einhvern sem er flughræddur. Stundum nægir einfaldlega að heyra frá- sagnir eða lesa fréttir af flugslysum til að vekja upp mikinn ótta. ¦ 2 FLÓRAN á hálsbindamarkaðinum er mjög fjöl- breytt í sumar. Látlausu sígildu slifsin njóta nú sem fyrr mikilla vinsælda en einnig virð- ist vera rými fyrir eitthvað nýtt og spennandi, sem er jafnframt meira áber- andi. Meðal annars hefur það færst í vöxt að karlmenn skarti stórum og breiðum teiknimynda- eða fígúruslifs- um. „Það þykir svalt að vera öðruvísi og allt er gert til að skapa sér sérstöðu, fígú- rubindin eru einn angi af því," segir Þórir Árnason, afgreiðslumaður í herrafataversl- uninni Bogart. Þórir leggur áherslu á að karlmenn geti vel farið á veitinga- og skemmtistaði án þess að vera með hálsbindi. „Ungir menn nota bindi og jakkaföt mun minna en þeir sem eldri eru. Þó er langt frá því það þyki hallærislegt að vera í jakkafötum og með bindi, það fer bara allt eftir hvert tilefnið er. í dag getur allt gengið upp, svo í raun er þetta bara spurning- in um að þora. íslenskir karlmenn virðast þó vera frekar fastheldnir ef miðað er við það sem viðgengst í útlöndum," segir Þórir. Verslunarmennirnir í Herraríkinu segja, að á markaðinum megi fínna ótrúlegar útfærslur af hálsbindum. ,Gróf eða fín, mjó eða breið. Bara að nefna það. Jafnframt eru að þeirra mati allir litir í tísku, bæði sterkir og daufir. Að sögn afgreiðslumannanna í Herraríkinu, seldist í fyrrasumar mikið af slifsum með dýra- myndum á, meðal annars svínum, hestum og hreindýrum. Þeir áætla að teiknifígúrubindin muni ná vinsældum í sumar. Svava Eyjólfsdóttir í verslun Guðsteins seg- ir bindatískuna vera miklu frjálslegri en fyrir nokkrum árum.„Ef þig langar til að vera öðruvísi þá getur þú það," segir Svava. Hjá Guðsteini "'<r^-i ^ hefur til að **"«'** ^fes mynda tölu- *'^^P* vert selst af hárauðum og skærbláum bindum með gulum böngsum. „Það eru ákveðnar manngerðir sem hrífast af svona bindum, en skemmti- legast er hvað tísk- i> an er orðin miklu i V%.\ afslappaðri en ^ áður," segir Svava. ¦ Morgunblaðið/Kristinn Alíaslit'iiii rdilulrlli - lírens&svejjl - llnluliæ l'UTuiHl.u Cililir til 25. lúní n landaður morgunmatur 159, 8 tegundir ¦* -~-< S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.