Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 1
%t m^mnhhiHb Forsetakiör PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ ^^ 1996 BLAÐ B Tryggjum Olafi Ragnari glæsilega kosningu FORSETAKOSNINGAR eru eins og veisla, þar sem öllum er boðið að vera með. Engir flokkar, ekkert misvægi atkvæða og ein- staklingarnir sem eru í kjöri ganga nánast fyrir hvers manns dyr. Að kjósa sér forseta er há- punktur hins beina lýðræðis. Saga forsetakosninga á íslandi ber lýðræðinu í landinu gott vitni. Þjóðin hefur aftur og aftur hafnað forræðishyggju _ og flokkasjónar- miðum. Kjör Ásgeirs, Kristjáns og Vigdísar eru vitnisburðir um sterkan sjálfsprottinn þjóðarvilja. í þeim forsetakosningum sem nú standa sem hæst hefur sagan Reynir endurtekið sig og þjóðin virðist Ingibjartsson ætla að sameinast um þann sem ráðamennirnir margir hverjir vilja hafna. Þrjátíu umbrotaár Sá sem festir þessar línur á blað hefur ver- ið svo lánsamur að hafa deilt kunningsskap og vinskap með Ólafi Ragnari í næstum þrjá- tíu ár. Sem áhugamaður um þjóðmál hreifst ég fljótt þessum mælska manni sem virtist öllum kostum búinn til forustu í íslenskum þjóðmálum. Árin kringum 1970 voru einstök umbrotaár fyrir ungt fólk, sem allt í einu fannst allt í kringum sig koma sér við. Þetta voru þroskaár Olafs Ragnars og hann tók frum- kvæði í ýmsum baráttumálum ungs fólks á þessum tíma. Hinum mikla þjóðmálaáhuga þessara ára má um margt líkja við upphafsár ungmennafélagshreyfingannnar í byrjun ald- arinnar. Kannski hefur Ólafi Ragnari tekist flestum öðrum betur að sameina í sjálfum sér andblæinn frá þessum ólíku tímaskeiðum. Snertingin við söguna og umbrotin í okkar samtíð er ómetanleg reynsla og Ólafur Ragnar hefur ekki aðeins reynst afburða kennari, held- ur ekki síðri nemandi á mestu umskiptatím- unum í okkar sögu. Umdeildur? Allir sem taka virkan þátt í þjóðmálaum- ræðu og þurfa að taka ákvarðanir um margt verða umdeildir. Aldrei er hægt að gera svo öllum líki. Þeir sem nú fara mikinn í ræðu og riti gegn framboði Ólafs Ragnars klifa á því hvað hann sé umdeildur og tína til ýmis mál. En hvað er þá það sem hefur valdið deilum um Ólaf Ragnar? Hann hefur gagnrýnt spillingu og hagsmu- nagæslu af ýmsu tagi. Hann hefur barist fyr- ir því áratugum saman að flokkakerfið endur- spegli raunverulega liðsskipan í íslenskum stjórnmálum. Hann stóð dyggan vörð um sam- eiginlega hagsmuni þjóðarinnar sem fjármála- ráðherra gegn skattsvikum og peningabruðli. Hann leiddi nýja tíma inn í íslenska fjölmiðlum með opnun og gagnrýni. Hann hefur aldrei látið aðra segja sér fyrir verkum, heldur fylgt eigin sannfæringu hverju sinni. Sá sem alltaf kýs þögnina og forðast að styggja nokkurn mann hefur ekki mikla burði til að vera þjóðhöfðingi. Hinn mikli stuðningur þjóðarinnar við framboð Ólafs Ragnars sýnir að þjóðin virðir þá eiginleika sem stundum hafa gert hann umdeildan. Hver er Ólafur Ragnar Grímsson? í beinum kosningum um ein- staklinga eins og í forsetakosn- ingum er hver og einn veginn og metinn. Því miður skolast þar margt til. Mér er ljúft að svara því hvernig Ólafur Ragnar kemur mér fyrir sjónir eftir þriggja ára- tuga kynni. Hann er traustur vinur vina sinna en hefur ekki hirt um að safna um sig jábræðrum. Reglu- semi í fjármálum er honum eðli- leg. Hann skipuleggur tíma sinn vel og nýtir hverja stund án þess að aðrir verði mikið varir við það. Mér finnst hann góður hlustandi og hann gefur sér tíma til að hlusta á mál annarra. Hann er fylginn sér, en hefur góða stjórn á orðum sín- um og framkomu þótt oft falli þung orð í heit- um stjórnmálaumræðum. Hann hefur reynst farsæll kennari og góður fræðimaður og aldrei látið stjórnmál dagsins hafa áhrif á kennslu- störf sín. Hann á ótrúlega auðvelt með að orða hugsanir sínar á skipulegan hátt. Hann gerir ekki mannamun í samskiptum sínum við annað fólk og breytir ekki framkomu sinni eftir því hver á í hlut. Hann er útiverumaður og unnandi Snæfellsjökuls eins og Seltirning- um er tamt. Listir eru honum hugleiknar, ekki síst myndlist. Hann leggur líka leið sína um fátækrahverfin í erlendum stórborgum. Hann er heimsborgari sem sífellt er að leita að nýjum hugmyndum og straumum. Hann hefur alla tíð verið bindindissamur án þess að hreykja sér eða amast við siðum annarra í þeim efn- um. Hann gefur sér tíma til að vera með sínum nánustu og nýtur þess. Hann ber augljósa virð- ingu fyrir konu sinni, enda er jafnræði með þeim Guðrúnu Katrínu. Þau eru samhent hjón og á heimili þeirra er þjóðlegur heimsborgara- bragur. Hann vill fyrst og síðast verða að gagni fyrir land og þjóð. Sameinumst um Ólaf Fyrir sextán árum var ég svo lánsamur að vera í stuðningsmannahópi núverandi forseta, Vigdísar Finnbogadóttur, og mun alltaf ylja mér við minningarnar frá fögrum vor- og sum- ardögum, þegar hún var kjörin. í mínum huga var Vigdís fremst meðal jafningja í þeim kosn- ingum. Ég er í hópi þeirra fjölmörgu sem hvöttu Ólaf Ragnar til að gefa kost á sér til forseta- kjörs og tel hann nú fremstan meðal jafn- ingja. Reyndar tel ég það mikið lán fyrir okk- ar fámennu lýðræðisþjóð að eiga kost á því í forsetakosningum að velja jafnhæfan mann til starfans. Einstæð afskipti hans af alþjóðamál- um og kynni af forustumönnum vítt um heim munu geta aukið enn á þá virðingu og áhrifa- mátt, sem forsetaembættið á Islandi hefur öðlast, verði Ólafur Ragnar kjörinn okkar næsti forseti. Það skiptir nokkru máli fyrir forseta að kjör hans sé óyggjandi, þannig að þjóðin geti sam- einast um hann að kosningum loknum. Því skulum við tryggja Ólafi Ragnari glæsilega kosningu á laugardaginn. REYNIRINGIBJARTSSON Höfundur er starfsmaður Búseta. Guðrún forseti - sameuiingarafl og framtíðarsýn AÐ VERA sameiningartákn þjóðarinnar er eitt mikilvægasta hlutverk forseta íslands. Til að gegna því hlutverki er ekki nóg að koma fram við hátíðleg tæki- færi innan lands og utan og halda ræður á tyllidögum. Til þess að forseti geti verið raun- verulegt sameiningartákn þarf hann að virkja þá þætti er sam- eina þjóðina og hvetja til sam- ábyrgðar og samvinnu. Forseti getur hafið máls á framfaramál- um og leitt saman öfl til að vinna að þeim. Forsetinn þarf því að vera meira en venjulegur embættismaður, hann verður að vera leiðtogi með framtíðarsýn og vera hafinn yfir dægurmál og flokkadrætti stjórnmálamanna. Takist þetta verður auðvelt fyrir þjóðina að sam- einast um forseta sinn og vinna þannig að aukinni hagsæld og betra mannlífi í landinu. Samkvæmt stjórnskipan landsins hefur forseti íslands ekki mikil formleg eða bein völd. Svo virðist, sem margir líti á forseta- embættið sem valdalausa tignarstöðu og telji störf forseta vera formlegs eðlis, eink- um við afgreiðslu laga og stjórnarmyndun og að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Starfssvið forseta- embættisins getur þó verið víðtækara og áhrifum forseta má beita til að hrinda af stað og styðja ýmis mikilvæg mál í þjóðlíf- inu. An beinnar íhlutunar getur forseti lýðveldisins haft veruleg áhrif á þróun þjóðmála og á viðhorf þjóðarinnar til þeirra. Hann getur hafið máls á því sem betur má fara í þjóðfélaginu og haft frum- kvæði í ýmsum þjóðþrifamálum án þess þó að blanda sér í dægurþras og flokkapóli- tík. Hann getur stuðlað markvisst að sam- einingu þjóðarinnar til góðra verka, mótun mannúðlegrar framtíðarstefnu, aukinni hagsæld og betra mannlífi í landinu. Að mínu mati þarf forseti að hafa framtíðar- sýn og ber að leggja áherslu á langtíma- verkefni, sem oftast eru vanrækt af stjórn- málamönnum vegna skammtímahags- muna. Forsetinn nær eyrum almennings og sú hugsun og umræða, sem hann getur vakið með þjóðinni mun hafa meiri áhrif á farsæld hennar i framtíðinni en bein völd og lagasetningar. Eini forsetaframbjóðandinn, sem hefur haft þor til þess að benda á framangreind atriði er Guðrún Agnarsdóttir. Hún hefur í málflutningi sínum lagt ríka áherslu á menntun þjóðarinnar, bæði bókmennt og verkmennt. Mannauðurinn er mikilvæg- asta auðlind okkar og eina leiðin til þess að halda hér uppi tæknivæddu nútíma- þjóðfélagi í framtíðinni er að leggja stöð- ugt rækt við hann. íslendingar hafa verið að dragast aftur úr nágrannaþjóðum sín- um á síðustu áratugum hvað varðar gæði menntunar, einkum verkmenntar og þarf að gera átak í þeim efnum hið allra fyrsta. Hrefna Kristmannsdóttir Guðrún hefur einnig lagt áherslu á hve mikilvægt það er að leggja rækt við tungu okkar og menningu til þess að við höldum sjálfstæði okkar í sívaxandi samvinnu og sam- keppni við aðrar Jrjóðir. Eitt brýnasta verkefni Islendinga á næstu árum er auk þess að efla menntun, atvinnulíf og veraldleg gæði að bæta einnig huglæg lífsgæði og mannlíf. Stefna verður að því að lands- menn geti lifað af tekjum sem fást fyrir 40 stunda vinnuviku og skapað sér þannig svigrúm til að sinna hugðarefnum sín- um og vera samvistum við börn sín og fjölskyldu. Mikið vantar á að þessu marki sé náð hér á landi. Til þess að svo megi verða þarf hugarfars- breytingu, sem forseti getur stuðlað að. Forsenda þess að forseti geti orðið virkt sameiningartákn er að hann hafi ekki ver- ið virkur í reiptogi stjórnmálamanna um völd og hafi ekki átt þátt í að taka um- deildar ákvarðanir á þingi eða í ríkis- stjórn. Umdeildur stjórnmálamaður, sem hefur átt aðild að ákvörðunum, sem skert hafa hagsmuni mikils hluta landsmanna, hlýtur að eiga erfitt með að sameina þjóð- ina að baki sér. Sumar ákvarðanir stjórn- málamanna eru reyndar þess eðlis að aldr- ei mun ríkja full sátt um þá, sem þær tóku, í sæti forseta landsins. Forseti má heldur ekki vera bendlaður við öfluga hagsmunahópa eða valdastéttir í þjóðfé- laginu vilji hann vera forseti allra lands- manna. Hann verður að vera einn af okk- ur ekki einn af þeim. Að undanförnu hafa skoðanakannanir um fylgi forsetaframbjóðenda bent til að myndast hafi pólitískar fylkingar vinstri manna annars vegar og hægri manna hins vegar um forsetaefni. Önnur fylkingin notar óhemju fé til að auglýsa frambjóð- anda sinn, hin fylkingin ætlar að treysta á gleymsku þjóðarmnar um umdeildar ákvarðanir síns frambjóðanda meðan hann sat á valdastóli. Jafnframt hefur komið fram í skoðanakönnunum að kjósendur beggja fylkinga gætu að meirihluta til sameinast um Guðrúnu Agnarsdóttur, en ekki frambjóðanda hinnar fylkingarinnar. Guðrún Agnarsdóttir hefur sýnt og sannað að hún er verðugur leiðtogi þjóðar- innar og hefur framtíðarsýn og frumkvæði til að hefja umræðu um mikilvægustu málefni þjóðarinnar. Hún er eina forseta- efnið, sem er hafið yfir flokkadrætti og hagsmunahópa þjóðfélagsins og er trey- standi til að geta sameinað þjóðina að lokn- um kosningum. HREFNA KRISTMANNSDÓTTIR HSfundur er deildarstjóri á Orkustofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.