Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 1

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 1
Valur Fannar á fimm ára samning hjá Arsenal VALIJR Fannar Gfslason, fyrirliði unglinga- landsliðsins og leikmaður með Fram, er farinn til Arsenal. Fram og Arsenal hafa ekki endan- lega gengið frá samningi, það verður ekki gert fyrr en Valur Fannar hefur farið í læknisskoðun í byrjun júií. Arsenal hefur boðið Val Fannari fastan þriggja ára samning og fimm ára ramma- samning. Hann mun byija að æfa strax með varaliði félagsins. Bróðir hans, Stefán, fór einn- ig til Arsenal. Hann mun æfa með unglingaliði liðsins. Þrír íslendingar hafa leikið með Arsenal - Albert Guðmundsson, Ríkharður Jónsson og Sig- urður Jónasson. Axel þjálfar með Einari AXEL Axelsson fyrrum handknattleiksmaður með Fram og þýska félaginu Dankersen hefur verið ráðinn þjálfari hjá handknattleiksliði Aft- ureldingar í Mosfellsbæ. Axel mun þar starfa við hlið Einars Þorvarðarsonar sem áfram verð- ur aðalþjálfari liðsins eins og á síðustu leiktíð. Axel er ekki alls ókunnugur í herbúðum Mos- fellinga því eftir heimkomu sína frá Þýskalandi fyrir röskum áratug þjálfaði hann Aftureldingu í nokkur ár. Þá hefur hann verið viðloðandi ýmis störf fyrir félagið undanfarin misseri og meðal annars séð um erlend samskipti, s.s. skipu- lagningu á æfinga- og keppnisferðum erlendis. Edward fer á ÓLíAtlanta BRESKI þrístökkvarinn og heimsmethaflnn Jonathan Edwards hefur á ný fengið sæti sitt í breska Ólympíuliðinu, en hann var settur út úr þvi á dögunum sökum meiðsla. Edwards keppti á alþjóðlegu móti i Heisinki í fyrrakvöld og stökk þar 17,82 metra og daginn eftir ákvað breska fijálsíþróttasambandið að Edwards endurheimti sæti sitt og mun hann þvi verða með í Ólympíu- leikunum í Atlanta sem hefjast eftir rúmar þrjár vikur. Sigurmarkið TÉKKINN Miroslav Kadlc skorar hér slgurmark Tékklands - sendir knöttinn örugglega ( netiö fram hjá Bernard Lama, markveröi Frakka, 6:5. Fremst á myndlnnl má sjá fyrirliðann Laurent Blanc horfa nlðurlútan á eftir knettinum hafna í netinu. Tékkar mæta Þjóðverjum TÉKKAR tryggðu sér mjög óvænt farseðilinn til Wembley, þar sem þeir leika til úrslita gegn Þjóðveijum í Evrópukeppni landsliða á sunnudaginn kemur. Tékkar lögðu Frakka í vítaspyrnukeppni, 6:5, á Old Trafford. Þjóðverjar lögðu Englendinga einnig í vítaspyrnu- keppni á Wembley í gærkvöldi, 6:5, eftir að að liðin skildu jöfn eft- ir venjulegan leiktíma og framlengingu, 1:1. Tékkar og Þjóðveijar hafa einu sinni áður leikið til úrslita - 1976 í Belgrad, þar sem Tékkar fögnuðu sigri í vítaspyrnukeppni. Þjóðveijar hafa aftur á móti tvisvar orðið Evrópumeistarar, 1972 í Briissel og 1980 í Róm. ■ Undanúrslitaleikir EM / E4,E5 Júgóslavi á leið til Breiðabliks JÚGÓSLAVNESKI knatt- spyrnumaðurinn Radenko Maticic, sem hefur leikið með Zeleznik í Bergrad, er á leið- inni tii 1. deildarliðs Breiða- bliks. Maticic er 33 ára mið- vörður, sem hefur leikið yfir fjögur hundruð leiki með Zeleznik. Blikarnir hafa átt í miklum erfiðleikið með miðvarðar- stöðuna, sem Kjartan Antonsson lék í fyrra, en hann hefur ekki leikið með í sumar vegna meiðsla. Sigurður Halldórsson, þjálfari Blikanna, hefur talað um að „miðvarðaveiki" hrjái þá. Vil- hjálmur Haraldsson, sem tók stöðu Kjartans, tábrotnaði. Sæv- ar Pétursson var færður af mið- vallarsvæðinu aftur, fór fljótlega í leikbann. Sigurður setti Guð- mund Örn Guðmundsson í stöð- una gegn Fylki í fyrsta leik — hann náði ekki að leika allan leikinn, meiddist síðan daginn eftir í leik með öðrum flokki. Vilhjálmur er að ná sér og þá er Kjartan byrjaður að leika með Blikum á æfingum. „Við ákváð- um að reyna að leysa vandamál- ið með því að leita út fyrir land- steinana," sagði Sigurður Hall- dórsson. Maticic er væntanlegur til landsins á næstu dögum. KAPPAKSTUR: VIÐTAL VIÐ MEISTARA MICHAEL SCHUMACHER / E2,E3 BLAÐ ALLRA LANPSM A N N A JRo 1996 FIMMTUDAGUR 27. JUNI BLAD KNATTSPYRNA 4-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.