Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Hann sigrar vegna eigin verðleika KOSNINGABARÁTTA Péturs Kr. Hafstein hefur verið háð á hans eigin forsendum. Má þar til nefna drengskap, heiðarleika og fekapfestu. Hann hefur allt þetta og meira til að bera. Kjósendur eru að vakna til vitundar um það mál eftir Skoðanamyndanir, kynntar sem Skoðanakannanir í ýmsum fjölmiðlum á undanförnum vikum. Keppinautar Péturs Hafstein, eða ötulir fylgismenn þeirra hafa leitað með logandi ljósi að ein- hveiju ósæmilegu um Pétur en ekki haft erindi sem erfiði. Grams- að hefur verið í öllum hans ferli en þar fínnst ekkert misjafnt. Keppinautarnir hafa því gripið til þess ráðs að gera gys að heiðar- leika hans og öðrum mannkostum. Það þarf mjög brenglað skopskyn og fátæklegt innræti til að geta gert sér slíkan málflutning að góðu. „Veru“Ieg íhlutun Tiltölulega léttvæg orð eins manns sem reyndar voru hugsuð sem hrós fyrir sitjandi forseta hafa verið það sem hæst hefur borið, og með miklum uppásnúningi orðið að tilefni fyrir sjálfan forsetann til að blanda sér í málið. Til hvers? Styrkur Péturs Fylgismenn annars frambjóð- anda, sem sjálfur hefur aldrei kom- ið nálægt neinu nema stjórnmál- um, segja að framboð Péturs sé pólitískt af því að þá grunar að eitthvað af fólki með aðrar skoðanir en þeir ætli að kjósa hann. Pétur Kr. Hafstein er ekki frambjóðandi Sj álfstæðisflokksins. Þeir sem til þekkja vita þetta. Hann er frjáls maður. Pétur er af mjög góðu fólki kominn og það vita allir sem vilja. Hann er öllu sínu fólki til sóma eins og hann verður okkur til sæmd- ar og trausts sem for- seti. Þá skal nefna Ingu Ástu Hafstein, eiginkonu Péturs, sem er verðug og glæsileg forsetafrú, en hún er bæði menntuð og reynd. Ort hefur verið um menn fyrir minna en þetta. Þarf ekki að ylja sér við annarra eld Pétur Hafstein er í framboði á eigin vegum, að kröfu mjög stórs hóps af fólki sem sér í honum mikla burði og gæfu. Pétur Haf- stein þarf ekki leyfi eins né neins aðila í stjórnmálum til framboðs. Framboð hans er ópólitískt. Fyrir gegnir hann einu æðsta embætti sem manni getur hlotnast í Iýð- ræðisríki. Pétur varð dómari við Hæstarétt vegna þess að hann er þess verður. Pétur þarf ekki að segja neitt um sjálfan sig, hann er. Það veit hver sá er horfst hef- ur í augu við hann og tekið í hans hönd. Háttvísi fremur en hrekkvísi Nokkuð hefur ver- ið rætt um framgang kosningabaráttunnar en af hendi ákveð- inna manna hefur hún gengið út yfir allt velsæmi. Þeir ein- staklingar eða hópar sem bera út óhróður eða áróður í nafni gervivísinda, gera það í nafni síns fram- bjóðanda. Það hefur verið skilyrðislaus krafa Péturs Kr. Hafstein til fylgismanna sinna að þeir leyfðu sér ekki að fara niður á stig þess aulahúmors eða skítk- asts sem einkennt hefur baráttu- aðferðir vissra andstæðinga hans. í klóm Ernunnar Svo virðist sem tveir stærstu ljósvakamiðlarnir hafi í sínum röð- um eitthvað af fólki sem fær að ausa úr sér áróðrinum án and- svara. Það kallast svo frétta- mennska. Þvílík misneyting. Þannig notaði t.d. Erna Indriða- dóttir „fréttakona“ tækifærið er tvær mínútur voru eftir af viðtals- þætti hennar og Kristínar Þor- steinsdóttur við Pétur í ríkissjón- varpinu sl. mánudagskvöld, og skellti á hann grófri aðdróttun um lögbrot. Hún er svo alvarleg að útilokað er að láta henni ósvarað. Erna Indriðadóttir dirfðist að væna frambjóðanda til embættis forseta íslands, dómara við Hæstarétt, fyrrum sýslumann og fógeta um að eiga aðild að söfnun íjár fyrir framboð sitt á fölskum forsendum og sem jafnvel er brot á skattalögum. Aðdróttun Ernu er ótrúlega bí- ræfin og ógeðfelld. Þetta mun þó verða Pétri til framdráttar fremur en annað. Dæmir sig sjálf Þetta ráðabrugg, þessi tilraun Ernu Indriðadóttur til að gera Pétur Hafstein að tortryggilegum lögbtjót og lygara eða að öðru leyti jafnógeðfelldan og flokks- bróður hennar sem líka er í fram- boði, mun þvert á móti vekja tug- þúsundir til umhugsunar um hennar eigið siðferði. Pétri Hafstein brá við þetta níðhögg, en hann er seinþreyttur til að standa í skylmingum við fanta. Hann er drengskaparmaður og var því ekki undir það búinn að taka við bakstungu. Von var að honum brygði. Hann á ekki að baki áratuga þjálfun í lygum um sjálfan sig og aðra. Hann fráb- iður sér ávinning af slíkum aðferð- um og mun ekki beita þeim. Þess vegna sigrar Pétur: Fylgismenn Péturs Kr. Haf- stein sjá fyrir sér sigur í þessum kosningum vegna þess að hann er einfaldlega besti kosturinn. Þetta vita keppinautarnir og beina því athyglinni annað. Sumar skoð- anakannanir eru nú orðið skoðanamyndanir. Margar þeirra hafa verið framkvæmdar þannig að lögmál tölfræðinnar um vís- indaleg vinnubrögð eru þverbrot- in. Dæmi um þetta er könnun sem DV stóð fyrir, en þar var þess gætt að nákvæmlega jafnmargir þáttakendur kæmu af lands- byggðinni og af höfuðborgar- svæðinu. Með þessu fékkst sú nið- urstaða að Pétur ætti ekki mögu- leika. Svo er hamast með „niður- stöðurnar“ eins og þær séu úrslit sjálfra kosninganna. Þannig tönnlaðist Stöð tvö á því í þrígang í fréttatíma sl. mánu- dagskvöld að Þórólfur Þórlinds- son, prófessor hefði sagt að for- skot eins frambjóðanda, Ólafs R. Grímssonar, væri svo mikið að aðrir gætu ekki unnið það upp. Skilaboðin voru þau að menn skyldu bara gefast upp, þetta væri ekki til neins. Fréttastofa þess fyrirtækis mun þurfa að strita lengi áður en hún endur- vinnur traust sitt. Harkalegt er til þess að hugsa að andstæðingar fijálsrar íjölm- iðlunar hafi haft svo skelfilega rétt fyrir sér með afnám ríkisein- okunar, en þeir þegja nú af því að það er þeirra maður sem stuðn- ingsins nýtur. Þannig forseti: Pétur Kr. Hafstein er forseta- efni í þeim skilningi sem ráð er fyrir gert í lögum. Hann hefur það siðferðisþrek er þarf til að gæta þings og þjóðar bæði á góð- um og slæmum tímum. Hann mun setja sitt mark á embættið með baráttu fyrir upprætingu eitur- lyfjavandans og lausn fleiri að- steðjandi vandamála. Margan þjóðfélagsvanda þekkir Pétur Hafstein betur en nokkur annar frambjóðandi vegna starfa sinna. Hans eigin orð Á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrir stuttu taldi Pétur upp nokkrar ábendingar sem hann hefur fengið um það hvernig hann ætti að ganga í augun á þjóðinni. Hann sagðist hafa brosað of lítið, svo allt of mikið. Þá átti hann að ganga í svona fötum en ekki hin- segin, segja þetta en ekki hitt. Hann lauk máli sínu með því að segja að það yrði bara hann sjálf- ur, Pétur, sem við fengjum en ekki óljós persóna með mörg and- lit. Það er í lagi. GUÐMUNDUR KJARTANSSON Höfundur er rekstrarhagfræðingvr. Pétur Kr. Hafstein er til forystu fallinn Guðmundur Kjartansson Forseta sem sameinar UNDANFARNA daga hefur umræðan um forsetakosningam- ar færst æ meir í það horf að talað er um að annaðhvort verði fólk að kjósa Ólaf Ragnar, til að koma í veg fyrir að Pétur Hafstein verði forseti, eða Pétur til að koma í veg fyrir að Ólafur Ragnar verði forseti. Skiptir þá minna máli hvernig forseti þessir ágætu menn kæmu til með að sverða. Sumir hafajafn- 'vél ákveðið á kjósa Ólaf ■Ragnar einungis til þess að njóta þeirrar Anægju að sjá Davíð Oddsson forsætisráðherra þurfa að sýna Ólafi Ragnari virð- ingu. Skiptir forsetaembættið þá engu máli? Æðsta embætti þjóðarinnar og tákn þess að ísland er fullvalda ríki. Ef hægt er að nota atkvæðið sitt til þess að ná sér niðri á ein- hveijum, sem manni er illa við, sýn- ir það ekki mikla virðingu fyrir embættinu. Kosningarétturinn er heilagur og þann rétt ber að fara vel með. Eftir að Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka hafa línur skýrst í kosningabarátttunni og val- ið hefur orðið auðveldara fyrir þá sem áttu erfitt með að gera upp á milli kvennanna tveggja. Þau sem muna kosningarnar 1980 gleyma seint þeirri stórkostlegu tilfinningu að eiga þátt í því að verða fyrsta þjóðin sem kýs konu sem forseta. En á þeim 16 árum, sem liðin eru síðan, hefur margt gerst í þjóðlífinu og gleðin yfir kjöri Vigdísar hefur þurft að víkja fyrir amstri og áhyggjum hins daglega lífs sem hafa reynst mörgum þungar í skauti. í bar- áttu fólks við að halda þakinu yfir höfði sér og sjá sér farborða skiptir kannski litlu máli hver situr á Bessa- stöðum. Ákvarðanir, sem hafa bein áhrif á þá stöðu, eru teknar annars staðar. Nýjungagimi landans kemur jafnvel fram í því að kominn sé tími til að fá karl- mann í embættið þar sem kona hafí gegnt því svo lengi. Virðist þá næstum sama hvaða karlmaður það er. Línur hafa skýrst. Guðrún Agn- arsdóttir á nú raunhæfan möguleika á því að verða forseti sem getur sameinað þjóðina og komið þannig í veg fyrir að hún skiptist í tvær ósættanlegar fylkingar. Ég tel nokkuð ljóst að ekki muni ríkja sátt um Ólaf Ragnar og líklegt að mót- framboð kæmi gegn honum eftir flögur ár, ef hann næði kjöri. Ég sé heldur ekki að Pétur Hafstein hafi forsendur til þess að sameina þjóðina. Guðrún Agnarsdóttir hefur hins vegar þá kosti sem forseti allra Elísabet Þorgeirsdóttir íslendinga þarf að hafa. Hún yrði glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar út á við og inn á við hefur hún ríkan skilning á hlutverki forseta, hvernig hann getur kynnst kjömm fólks og haldið tengslum við þjóðina, m.a. með því að vekja máls á því sem verða má til úrbóta. Nú ríður á að sem flestir fylki sér um Guðrúnu Agnarsdóttur og Iáti ekki þann áróður hafa áhrif á sig að atkvæði greitt henni falli dautt. Guðrún er raunhæfur vai- kostur fyrir þá sem vilja forseta sem sátt getur ríkt um. Eg mæli með að fólki hugsi eins og tvær konur sem ég hlustaði á. Önnur gat ekki hugsað sér að Ólafur Ragnar yrði forseti og fannst því að hún yrði að kjósa Pétur, þó að hún væri alls ekki sátt við hann. Hin gat ekki hugsað sér Pétur og ætlaði því að kjósa Ólaf, þótt hún vildi í raun kjósa Guðrúnu. í samræðum sínum komust þær svo að þeirri niðurtsöðu að með því að kjósa Guðrúnu gætu þær alveg eins stuðlað að markmiði sínu. Síðustu skoðanakannanir sýna að Guðrún á jafnmikla möguleika og Pétur til að etja kappi við Ólaf. Úrslitin ráðast ekki fyrr en talið er upp úr kjörkössunum. Á Jónsmessu- hátíð Guðrúnar í Borgarleikhúsinu sagði hún frá mynd sem krabba- meinsfélag í Noregi hefur í merki sínu. Myndin er af mörgæs sem getur flogið og á að vera tákn um starfsemi félagsins sem oft virðist óframkvæmanlegt. Mörgæsir búa eingöngu á Suðurheimskautinu og þær geta ekki flogið ... nema þegar ævintýrin gerast. Þannig ævintýri getum við látið gerast þann 29. júní. Ævintýrin hafa áður gerst hér á landi og orðið þjóðinni til heilla. Þau er hægt að endurtaka. ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR Höfundur er blaðamaður. Gefum nauð- hyggjunni frí 29.júní NAUÐHYGGJAN tekur á sig undarleg- ustu myndir, en grund- vÖllur hennar er ætíð að telja alla möguleika fyrirfram gefna. I aðdraganda for- setakosninganna hefur nauðhyggjan tekið á sig þá mynd að val kjósenda standi ein- ungis á milli tveggja frambjóðenda og hefur fjölmiðlaumræða og ekki síst framsetning- armáti skoðanakann- ana verið mjög mótandi í þessa veru. Með þeim hefur tekist að skapa ímyndaða andstæðu á milli Ólafs Ragnars og Péturs, þannig að stór hluti fólks sem ætlar að kjósa Ólaf Ragnar gerir það EKKI vegna þess að það treysti honum svo gjörla til Bessastaða, heldur vegna hins að það vill ALLS EKKI Pétur. Sama gildir um hluta stuðningsmanna Péturs. í stað þess að kjósa sér þvert um geð í þeim tilgangi einum að forðast það versta, skora ég á kjós- endur að brjótast út viðjum nauð- hyggjunnar og kjósa Guðrúnu Agn- arsdóttur. Guðrún hefur alla mögu- leika til sigurs, gefi kjósendur nauð- hyggjunni frí. Ella munum við sitja uppi með forseta sem stór hluti þjóðarinnar getur og mun ALDREI geta sætt sig við — af mjög gildum pólitísk- um og tilfinningaleg- um ástæðum. Ástæðan fyrir stuðningi mínum við Guðrúnu er þó ekki einungis sú að hún ber af hinum frambjóðend- um og er ein Iíkleg til þess að geta setið í sátt við þjóðina. Af- staða mín byggir ekki síður á verðleikum Guðrúnar og þar met ég mest einlæga and- stöðu hennar við hernaðarhyggju og heiðarleika. Ég er þess fullviss að Guðrún mun hvorki ganga á bak orða sinna né láta tækifæris- mennsku ráða, andstæða hennar við hernaðarbandalög mun ráða á morgun sem í dag. Heyrst hefur að konur séu búnar með forsetakvótann - í bili. Sé svo, býður mér í grun að kvóti karlanna sé víða þorrinn. Við skulum ekki láta slíka bábilju koma í veg fyrir að kjósendur fylki sér að baki Guð- rúnar Agnarsdóttur. BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Höfundur cr blaðamaður. Birna Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.