Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ H Twingo og 19 til Austurlands BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar afhentu nýlega Ferðamiðstöð Austurlands 13 nýja Renault bíla. Ferðamiðstöð Austurlands er að útvíkka starfsemi sína og auka vægi bílaleigu innan hennar. Fyr- irtækið keypti einnig Renault bíla fyrir bílaleiguna í fyrra. Núna keypti Ferðamiðstöðin fimm Re- nault Twingo bíla og átta Renault 19. Viðskiptavinir Ferðamiðstöðv- ar Austurlands eru að stærstum hluta Frakkar og Þjóðverjar. Á Morgunblaðið/Sverrir myndinni sést Pétur Pétursson sölustjóri hjá B&L, afhenda Sigur- jóni Hafsteinssyni hjá Ferðamið- stöð Austurlands bílana. Bensín- oq díselolíuverð í Evrópu Júní1996 Verðí ísl. kr. blýlaust Bensín, blýlaust Díselolía Austurrfki 70.57 I 77.52 Wk •59,05 l Belgía 73.07 1 I 72,21 J 154,26 | Danmörk 73.30 1 I 74.90 J 157,11 \ Finnland 78.77 1 I 80.90 l 154.15 I Frakkland 77.98 1 I 77.63 I I s*jo_ J Grikkland 58,14 | I 63.61 I 159,55 | % Holland 77,75 | I 79.69 I |55,6/ | M Irland 67.94 ~1 I 64.75 ~l 160.53 l \W ísland 74.30 1 I 79.00 I 128.50 % Ítalía 77.86 \ 169.20 I Lúxem horg 57,11 | I 58.37 l 145,26 | Nor eaur 87,10 1 I 90.29 I I 76,50 I ?. Pólland 32.38 I 36,52! 187A7 Portúgal 67.03 1 I 67,49 '1 147,31 | Slóvakía 42'1B. i (37961 Spánn 58.60 I 147,42 i Stóra Bretland 58.77 l 1 80.88 1 I 56,77 | : - Sviss 63,04 I 1 65.10 i 165.10 I 1 Svíþjóð 78,10 J l 81.97 I 164,87 J Tékkland 48,45 I I 57,68 | 140.13 I Þýskaland 70.45 I I 73.70 I * I51,30 | Ungverjaland 55.18 I 146.63 I I biímöina þína.. TRIDONf* ...varahlutin Vatnshosur Tfmareimar og strekkjarar Bensfndælur Benssnlok Bensfnslöngur Álbarkar Hosuklemmur Kúplingsbarkar BRÆ Ð U Lágmúla 9 • Slmi: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin, aökeyrsla frá Háaleitlsbraut TRIDONfr Söluaöilar: GH verkstæöíð, Borgarnesí. Þórshamar, Akureyri. og undirvagnsgormar. Víkingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornatirði. MÚLARADÍÓ hefur sett á markað byltingarkennda tölvu fyrir leigubíla. Tölvan er frá fyrirtækinu Nera í Noregi. Kerfið samanstendur af skjástöð í bfl, sam- skiptahugbúnaði og vélbúnaði og hugbúnaði fyrir stjórnstöð. Vélbúnaðurinn er skjár með takkaborði, örgjörva og prentara. Kortalesari er í honum fyrir debet og kreditkort og einnig er lesari fyrir svonefnd RAM- kort sem bílstjórar nota til þess að ná út upplýs- ingum úr kerfinu fyrir sitt eigið bókhald. Hægt er að fá hugbúnað bæði fyr- ir leigubíla og bflaleigu- bíia. Vfðskiptakort til reikningshafa Karl ísleifsson, fram- kvæmdastjóri Múlarad- íós, segir að hér sé um byltingu að ræða fyrir leigubílastöðvar, sérstak- lega fyrir alia kortanotk- un. „Bílstjóramir geta gefið út viðskiptakort frá stöðinni sem þeir afhenda sínum viðskiptamönnum sem eru í reikning. Hægt er að fylgjast með hverju einstöku kortí. Aðilar eins og ríkið kaupír út akstur fyrir 70 milljónir kr. á ári. Það er vitað mái að einhvers staðar er um misnotkun að ræða. Þama er hægt að fylgjast með þvl nákvæmlega hve- nær og hvar bílarnir eru teknir," sagði Karl. Gagnasendingar Skjástöðin virkar sem gjaldmælir eða tíma- og vegalengdarmælir. Hún sér um gagnasendingu eða móttöku gagna í gegnum talstöð. í henni er stjómborð fyrir talstöð og stýringar fyrir taxa- merki og inniljós. Ekkert talað mál fer lengur á milli bflstjóra og af- greiðslu nema í undan- tekningartilfellum. Gjald- mælirinn er forritaður samkvæmt þeim töxtum sem í gildi eru hveiju sinni. Einnig má setja inn á gjaldmælinn aukagjöld, s.s. starthjálp, vegatolla, gjöld fyrir aukatöskur o.s.frv. í minni tölvunnar em geymdar upplýsingar um hve mikið bflstjórinn hef- ur fengið greitt fyrir vakt- ina í krónum og með kort- um. Einnig geymir minnið greiðslur fyrir allt árið, síðustu vaktir og ferðir, sem getur komið sér vel ef fleiri en einn bflstjóri ekur sama bíl, upplýs- ingar varðandi bflstjór- ann, þ.e. veltu, laun o.s.frv., lista yfir svæðin í borginni og nágrenni, lista yfír þau kredit og debet kort sem stöðin samþykkir, taxta gjaldmælis og upplýsingar um ferðir sem era skrifaðar á reikn- ing og kreditkortagreiðslur sem ekki er búið að senda til móðurstöðvar. Afgreiðslustjóri Á skjástöðinni er hægt að móttaka skilaboð frá afgreiðslu ieigubílastöðvar og senda stutt skilaboð til baka. í samskiptahugbúnaðinum er svonefndur afgreiðslustjóri sem heldur utan um og fylgist með öllum bílum. Allar upplýsingar eru sendar sjálfvirkt frá bílunum, þ.e. upplýsingar um hvort hann sé laus, upptekinn, ekki í vinnu, laus fljótlega, hvenær hann skiptir um svæði o.s.frv. Afgreiðslan getur hvenær sem er fylgst með og flett upp öllum þessum upplýs- ingum um hvem einstakan bíl. Hver gata og hvert húsnúmer er hluti af fyrir- fram skipulögðu svæði 1 afgreiðsluhugbúnaðínum. Kerfið finnur einn eða fleiri bíla á viðkomandi svæði og bíll með biðrað- arnúmer 1 fær ferðina. Finni kerfið engan lausan bfl á viðkomandi svæði fer það strax að leita að laus- um bíl á næsta svæði. Finni kerfið engan lausan bíl á réttu svæði eða næstu svæðum á til- teknum tíma sendir það upplýsíngar þar um til afgreiðslu sem verður þá að finna bíi og afgreiða ferðina sjáif. Aðvörunar- hnappurinn Bílstjóri getur sent beiðni um að komast í talsamband við afgreiðslu með því að þrýsta á við- eigandi hnapp. Afgreiðsl- an fær beiðnina upp á skjá hjá sér og ræður hvenær eða hvort á að svara beiðninni. Þegar afgreiðslan hefur svarað beiðni um talsamband ját- andi mun talstöðin í bíln- um fara sjálfvirkt úr gagnasendingu í talsend- ingu. Afgreiðslan getur hvenær sem er talað við bflstjóra án beiðni frá bflnum. Ýti bílstjóri á aðvöran- arhnapp kemur fram að- vörunarmerki á skjá í stjórnstöð með upplýsing- um um bfl og á hvaða svæði hann er. Afgreiðsl- an setur bílinn í talsam- band og getur hlustað á það sem fram fer I bílnum. Helldarpakki upp ð 500.000 kr. fyrir hvern bíi Karl segir að Hreyfill sé að kynna sér þessa tækni núna. Hugsanlega verður gengið til samn- inga við leígubíiastöðina næsta haust þannig að uppsetning á kerfinu gæti hafíst næsta vor. Ein móðurtölva yrði inni á afgreiðslu stöðvarinnar sem heldur utan um tölv- umar í hveijum bíl. Bún- aðurinn í hvem bíl, þ.e. skjástöð, kortalesari, prentari og talstöð, kostar nálægt 350 þúsund kr. án virðisaukaskatts. Dýrasti hluti kerfisins er hins vegar hugbúnaðurinn I sjálfri móðurtölvunni. „Fyrir 240-250 bíla stöð, eins og Hreyfil, gæti kostnaðurinn orðið um 500 þúsund kr. á hvem bíl, þ.e. allur pakkinn. Þetta er gríðarleg fjárfesting en þegar ríkisaksturinn er hafður í huga, þ.e. 70 milljónir kr. á ári, þá verður mjög erfitt fyrir svo stóra aðila að horfa fram hjá þeirri leigubíiastöð sem býður upp á þessa tækni,“ sagði Karl. ■ Tölva fyrir leigubíla mmm Morgunblaðið/J6n Svavarsson KARL ísleifsson, framkvæmdastjóri Múla- radíós, með Nera tölvuna. BÚNAÐURINN tekur margs konar greiðslukort og hægt er að gefa út sérstðk viðskiptakort. Kynnisferðir fá Benz 0404 FLESTIR sem farið hafa til út- landa hafa ferðast með flugrútu Kynnisferða sf. til eða frá Leifs- stöð. Nú hafa Kynnisferðir fengið fyrsta rútubílinn af gerðinni Mercedes-Benz 0404 sem komið hefur til íslands. 0404 er hugsuð sem flaggskip Mercedes-Benz fram á næstu öld. Kynnisferðir sf. voru stofnaðar árið 1968 og hafa verið stærsti rekstraraðili skoðunarferða fyrir erlenda ferðamenn um Reykjavík og nágrenni, með um eða yfir 50 þúsund farþega að jafnaði á ári. Vinsælastar af þessum ferðum eru ferðir til Gullfoss og Geysis, einnig um Reykjanes ,og í Bláa Lónið, Suðurstrandarferð og skoðunar- ferð um Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.