Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 D 3 KRÓMSTÝRI og plussklætt mælaborð og sæti prýða bílinn, en Gunnhildur systir Sverris sá um að hanna og sauma klæðninguna. VÉLIN er upprunaleg Cleveland 351 og með svokallaðan köng- ulóar lofthreinsara. Eins og sjá má er vélarsalurinn stífbónaður. ur hann oft verið notaður sem bíll aðal söguhetjunnar.“ Byrjar á næsta bíl í Mustang Sverris er 351 Cle- veland vél sem er 250 hestöfl og alveg óbreytt. Vélina prýða hins- vegar skrautlegir kertaþræðir, lofthreinsari með svokölluðum köngulóarhaus og þurfti að hækka upp húddið, til að koma honum fyrir ásamt loftinntaki. Yfirbyggingin er öll úr stáli og allar breytingar sem gerðar voru á útlitinu eru úr stáli. „Bíllinn er núna eins og ég vill hafa hann, þó ég geti alltaf gert eitthvað meira. Ég ætla að eiga hann, þó ég hafi fengið kauptilboð. Líklega hefst ég handa við næsta verkefni, en ég á nokkra fornbíla sem má gera góða. Meðal þeirra er Thunder- bird ’66 og Ranchero fólksbíll með palli, sá eini sinnar tegundar hérlendis. Sá bíll er dálítið líkur Chevrolet E1 Camino, sem marg- ir þekkja betur. Þó Mustang bíll- inn sé klár þá eru ærin verkefni fyrir höndum, um leið og ég tek upp hanskana að nýju og smiða- dótið,“ sagði Sverrir. a Gunnlaugur Rögnvaldsson Mustang með eigin sál FORD Mustang, fagurrauður að lit og plussklæddur var meðal sýningargripa á bílasýningu á Akureyri fyrir skömmu. Hann er í eigu Sverris Ingólfssonar á Akureyri sem hefur átt bílinn í 13 ár, undir ábreiðu inn í skúr. Hann er núna fyrst að aka honum um stræti Akureyrar, eftir að hafa nostrað við hann árum sam- an. Sverrir ákvað að fara þá leið að gera það sem honum datt í hug við uppbyggingu bílsins, sem var ryðkláfur þegar hann keypti hann. Hann ætlaði ekki að koma honum í upprunalega mynd. Svo skemmtilega vill til að það er að verða meira í tísku, t.d. í Banda- ríkjunum hvað Mustang bíla varðar. Frekar en að eltast við upphaflegt útlit, mælaborð, felg- ur og annað í þeim dúr gera menn það sem þeir vilja við bíl- inn. Nokkrir tugir Mustang bíla eru til hérlendis og tveir munu vera á Ieiðinni til landsins, komn- ir til ára sinna. Með fornbíla- stimpil eins og 1969 Mustang Sverris. Fornbílaáhuginn í fjölskyldunni Fornbílaáhuginn er Sverri í blóð borinn. Faðir hans er Ingólf- ur á Ystafelli, vel þekktur forn- bíla áhugamaður og bílasafnari í Eyjafirði. Gunnhildur systir Sverris er líka með bakteríuna að einhverju leyti, hún hannaði og saumaði klæðningu á mæla- borð og sæti í Mustang Sverris, sem er plussklæddur og hefur hún séð um slíka vinnu í nokkrum bílum. „Vissulega rennur mér blóð til skyldunnar hvað fornbílaáhug- ann varðar. Ég keypti bílinn þeg- ar ég var sautján ára gamall og hann hefur staðið inn í skúr síð- an. Ég tók hann að vísu einu sinni út og keppti í sandspyrnu 1988, en annars hef ég bara verið að dytta að honum“, sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið, „ Að eiga svona gamlan Mu- stang er allt önnur tilfinning en að eiga t.d. nýjan japanskan sportbíl. Minn er kominn með sína eigin sál má segja, eða hluta af minni. Aksturseiginleikarnir eru náttúrulega ekki eins góðir og bíllinn ekki eins tæknivæddur og nútímabíll, en það gerir hann einmitt skemmtilegan. Hann hef- ur karakter og líf“. Margir muna eftir Mustang Á bílnum eru bæði brettaút- víkkanir, upphækkað húdd og vindskeið, nokkuð sem ekki er á upprunalega bílnum. „Ég vildi hafa bílinn öðruvísi en uppruna- lega bilinn og slíkt er að komast í tísku núna. Mustang er mjög vinsæll bíll erlendis og starfrækt eru mörg áhugafélög um bílinn, menn halda bílasýningar og að- stoða hvern annan með að finna varahluti“, sagði Sverrir. „Hér á landi eru margir á miðjum aldri að spá í Mustang, muna eftir honum frá yngri árum og hafa núna pening til að kaupa sér eintak og kannski meiri tíma til að laga þá til. Mustang hefur alltaf þótt sér- stakur bíll og í kvikmyndum hef- FORD Mustang í forgrunni en í baksýn er fjórhjóladrifinn Toyota sportbíll nútímans. Morgunlaðið/G, Unn'aUgUr R^valdsson Morgunblaðið/Ásdís KYNNISFERÐIR hafa fengið nýja rútu af gerðinni Mercedes-Benz 0404. 18 bílar í notkun Kynnisferðir hafa séð um far- þegaflutninga milli Keflavíkur- flugvallar og Reykjavíkur undir merkinu Flybus/Flugrútan og á hveiju ári ferðast um eða yfir 150 þúsund farþegar með Flugrútunni. I eigu Kynnisferða eru 18 hóp- ferðabílar af mismunandi stærð- um, allt frá 9 til 58 sæta. Lang- flestir bílanna eru af Mercedes- Benz gerð. Bíll Kynnisferða er af gerðinni 15 RHD. Hann er tólf metra lang- ur, 3,5 metra hár og 2,5 metrar á breidd. Hann er með 6,25 metra langt hjólhaf. Farangursrýmið er 11,5 rúmmetrar. ■ I MERCEDES-Benz A. Deilt um auglýsingar ► DEILUR hafa sprottið upp milli markaðsdeildar og kynn- ingardeildar Mercedes-Benz vegna auglýsingar um vænt- anlegan A-línu bíl. Forsvars- menn kynningardeildarinnar eru því mótfallnir að A-bíllinn sé sýndur í auglýsingum í sinni endanlegu mynd enda eru enn meira en 15 mánuðir þar til bíllinn verður frumkynntur á bílasýningunni í Frankfurt 1997. Auglýsingarnar gerði auglýsingastofa í Hamborg og í þeim er megináherslan lögð á rými og öryggisatriði bílsins. A-bíllinn er með byltingar- kennda hönnun að því leyti að vél hans er staðsett undir gólfi bílsins. Við árekstur framan á bílinn þrýstist vélin ekki inn í farþegarýmið heldur undir bíl- inn. Nýr Audi A6 ► AUDIAG í Þýskalandi kynnir nýjan A6 stallbak næsta vor. Þetta er fimmta kynslóð af þessum stallbaki í millistærðarflokki sem áður hét Audi 100. Líklegt er að Avant langbaksútfærsla verði einnig framleidd, en líklega ekki fyrr en 1998. Eins og A4 verður A6 gerður úr stáli en ekki áli eins og flaggskipið A8. Bíllinn verður með lengra hjólhafi en fyrirrennarinn og þar með auknu innanrými, einkum í aftursætum. Suzuki vill meira ► SUZUKI áformar að tvö- falda markaðshlutdeild sína í Evrópu á næstu þremur árum og selja þá 240 þúsund bíla á ári. Suzuki hyggst reiða sig einkum á markaði í Austur- Evrópu, eins og Ungveijaland og Tékkland. Framsóknin á Evrópumarkaði er liður í áætl- un Osamu forseta Suzuki verksmiðjanna um 5% mark- aðshlutdeild í heiminum. Núna er sala á Suzuki í Evrópu um 120 þúsund bííar á ári, sem er um 1% markaðshlutdeild. Renault úr ríkiseign ► FRANSKA ríkisstjórnin hyggst selja 6% af hlutabréf- um sínum í Renault verksmiðj- unum í byijun næsta mánað- ar. Eftir söluna á ríkið 46% hlut í fyrirtækinu og er því ekki lengur í meirihluta. Engu að síður verður franska ríkið áfram stærsti hluthafinn en þar á eftir kemur Volvo með 11,3% og samsteypa fjögurra franskra fyrirtækja með 5% og starfsmenn munu eiga 2,5% hlut. Aðrir hlutar dreifast milli smærra hluthafa. Nýtt útlit ► FORD ætlar að notfæra sér bílasýninguna í París í október næstkomandi til þess að kynna nýja hönnun og nýtt útlit, svo- kallað „new edge“, sem Ford segir að verði útlit næsta ára- tugar á bílum. Þessi nýja stefna hefur þegar verið kynnt á nokkrum hugmyndabílum Ford, s.s. GT90 ofurbílnum, Lincoln Sentinel og Ghia Sa- etta ásamt Ford Lynx. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.